Morgunblaðið - 13.02.2000, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 13.02.2000, Blaðsíða 64
 MORGUNBLAÐW, KRINGLUNNI1,103REYKJAVÍK, SÍMlS691100, SÍMBRÉFS691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RHSTJtSMBL.IS, AKUREYRl: KAUPVANGSSTRÆTII SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Tafír á millilandaflugi vegna óveðurs og innanlandsflug'ið takmarkað Um 300 manns sváfu í Leifsstöð UM 300 manns sváfu í Leifsstöð á £ >Keflavíkurflugvelli í fyrrinótt, en miklar tafir hafa orðið á millilanda- flugi vegna óveðurs á Suðvestur- landi. Farþegar hafa átt í erfiðleik- um með að komast um Reykjanesbraut en umferð um hana stöðvaðist um tíma. Þegar óveðrið skall á í fyrradag var ákveðið að beina sjö vélum Flug- leiða til Glasgow. Rúmlega 900 far- þegar voru í vélunum og gistu þeir á hótelum í borginni um nóttina. Tvær vélanna fóru til Ameríku í gærmorg- un, en fimm vélar lentu í Keflavík. 70-80 bflar yfírgefnir á Reykjanesbraut Umferð um Reykjanesbraut gekk hægt fyrir sig í gærmorgun eftir að Urautin var opnuð á ný fyrir umferð, sem stöðvaðist um tlma í kjölfar stórhríðarinnar síðdegis á föstudag. Tugir yfirgefinna bifreiða voru í vegköntum í gærmorgun eftir óveð- ursnóttina og var talsverður skaf- renningur og hálka á Reykjanes- brautinni. Lögregla og björgunar- sveitarmenn aðstoðuðu ökumenn sem lentu í vandræðum og leystu minniháttar umferðarhnúta sem mynduðust við Kúagerði, Strandar- heiði og víðar. Samhliða umferðar- •ítjórnun lögreglunnar unnu snjó- mokstursmenn á stórvirkum tækjum sínum við að ýta burtu sköfl- um og þurfti að stöðva umferð með hléum sums staðar á Reykjanes- brautinni til að veita svigrúm fyrir moksturinn. Nokkru fyrir hádegið tókst einnig að koma á flugumferð um Keflavík- urflugvöll og losnaði þá óðum um stíflu sem myndast hafði er hundruð Morgunblaðið/Þorkell Hundruð manna lentu í erfíðleikum á Reykjanesbraut og þar voru tugir bfla yfirgefnir í fyrrinótt. veðurtepptra farþega neyddust til að veija nóttinni í Leifsstöð aðfaranótt laugardags. Að sögn Guðrúnar Eddu Jóhannsdóttur, aðstoðarstöðvar- stjóra í Leifsstöð, gekk á ýmsu hjá farþegum við að komast til og frá flugvellinum í gær. Samkvæmt upp- lýsingum frá lögreglunni í Keflavík voru 70-80 bílar yfirgefnir á braut- inni snemma í morgun og töfðu þeir snjómokstur. Farþegar, sem komu til landsins í gærmorgun, voru beðn- ir að bíða á flugvellinum meðan verið var að greiða fyrir umferð um braut- ina. Flugið að komast í samt lag Guðrún Edda kvaðst telja að flest- um hefði tekist að ná flugi í gær, en nokkurra klukkutíma tafir urðu á brottför flestra flugvéla. Um 300 farþegar biðu eftir fari í Leifsstöð í fyrrakvöld þegar flugvöll- urinn lokaðist. Þeir létu fyrirberast á stólum og bekkjum í flugstöðinni um nóttina. Guðrún Edda sagði Ijóst að margir farþegar hefðu orðið fyrir óþægind- um vegna veðursins. Fólk hefði þó almennt tekið töfunum með skiln- ingi. Hún sagðist gera sér vonir um að millilandaflug yrði að mestu sam- kvæmt áætlun í dag ef veður versn- aði ekki á ný. Innanlandsflug lá niðri framan af degi í gær og ekki var útlit fyrir flug á norðaustur- og austurhluta lands- ins. Um 1.400 gena- fyrirtæki í heim- inum UM 1.400 fyrirtæki, sem stunda rannsóknir á genum, eru nú starfandi í heiminum. Enn sem komið er hafa þessi fyrirtæki aðeins skapað um 50 framleiðsluvörur sem settar hafa verið á markað. Tekist hefur með vissu að greina fáein gen sem valda sjúkdómum. Enn sem komið er hefur mönnum hins vegar gengið illa að hagnýta þessa þekkingu til að lækna sjúk- dóma. Aftur á móti hefur tekist með framleiðsluaðferðum líf- tækninnar að framleiða lyf. Tvö rannsóknafyrirtæki í líf- tækni eru starfandi hérlendis. Dvergvaxnar insúlín- verksmiðjur Þannig hefur t.d. tekist að „bæta“ sýkla með mannagen- um sem leitt hefur til þess að til hafa orðið dvergvaxnar insúlín- verksmiðjur sem framleiða insúlín fyrir fólk sem þjáist af sykursýki. Því er spáð að árið 2010 verði framleidd lyf með aðferðum líftækninnar fyrir 4.500 milljarða króna. Svarar það til helmings af árlegri sölu allra lyfjafyrirtækja heimsins. ■ Genín/24 Stjórnir Læknafélags íslands og Læknafélags Reykjavíkur telja þörf á skýrari stefnu í sameiningu stóru sjúkrahúsanna Stefna ber að bygg- ingu nýs sjúkrahúss Fluga herjar á gulrætur AF þeim tíu skaðvöldum á plöntum sem herjað hafa á flóru landsins á síðustu árum hafa a.m.k. fimm bor- ist til landsins með innfluttum plönt- um. Þetta eru kartöfluhnúðormur, kartöfluhringrot, blómkögur- vængja, gangafluga og kanarímöl- ur. Lfldegft er að kartöflumyglan og gulrótarflugan hafi einnig borist með plöntum til landsins. Tekist hefur að halda kartöflu- myglu niðri í sjö ár hér á landi, en í fyrra barst hún til landsins á ný með útsæðiskartöflum. Gúrkumjöls- sveppur béirst fyrst til landsins haustið 1998 og fannst í fyrra í 5 gróðurstöðvum. Gulrótarflugan greindist fyrst hér á landi fyrir þremur árum og er hún vandamál á ■feöfuðborgarsvæðinu. Plöntueftirlit RALA hefur hvatt til þess að gul- rætur verði ekki ræktaðar á höfuð- borgarsvæðinu nema undir plast- dúk. STJÓRNIR Læknafélags íslands og Læknafélags Reykjavíkur hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu um málefni Landspítalans og Sjúkra- húss Reykjavíkur, þar sem fram kemur sú skoðun að nauðsynlegt sé að mörkuð verði opinber stefna í sameiningarferli þessara spítala, sem nú þegar sé í gangi. Þá telja stjómir læknafélaganna að núver- andi húsnæði spítalanna sé óhentugt til sjúkrahússreksturs og að stefna beri að byggingu nýs sjúkrahúss sem rúmi starfsemi Landspítalans og Sjúkrahúss Reykjavíkur. I yfirlýsingunni kemur fram að með breytingum á yfirstjórn stóru sjúkrahúsanna í Reykjavík með ein- um forstjóra og fyrirætlunum um eina framkvæmdastjórn hafi verið stigin skref til aukinnar samvinnu og/eða sameiningar þeirra. Ólafur Þór Ævarsson, formaður Læknafé- lags Reykjavíkur, segir að tilgan- gurinn með yfirlýsingunni sé að fá skýrari umræðu um það samruna- ferli sem nú er í gangi, og að tekist verði á um stefnumarkandi mál á faglegan og akademískan hátt. „Það er aðalatriðið. Sjálfum finnst mér það skynsamleg afstaða að stefna beri að byggingu nýs sjúkra- húss, en ég hugsa að menn hafi innan okkar raða skiptar skoðanir á því hvað sé skynsamlegt að gera einmitt núna. En nú er stefnan sú að það er samruni í gangi og við höfum ekki nóg húsnæði í dag. Mér finnst miklu skynsamlegra að við gerum þetta myndarlega og faglega. Það er erfitt eins og spítalarnir eru núna. í mín- um huga erum við að tala um myndarlegan hátækni-háskólaspít- ala sem stendur undir kröfum." Sinna þarf þörfum rannsókna og stoðdeilda í meiri mæli Sigurbjörn Sveinsson, formaður Læknafélags íslands, segir að taka þurfi ákvörðun um framtíðarstefnu sjúkrahúsanna á allra næstu árum. Þá hljóti að koma til álita og af- greiðslu hvort byggja eigi nýtt sjúkrahús. Sérstaklega með tilliti til þess að þarfimar séu breyttar. „Það er öllum ljóst að þær fram- farir sem orðið hafa í læknisfræði og eru fyrirsjáanlegar voru ekki inni í myndinni þegar þessi sjúkrahús voru hönnuð. Aherslan er meiri á að- stöðu til meðferðar, aðgerða og rannsókna og að hafa legutímann sem skemmstan. Það leiðir til þess að það þarf að sinna þörfum rann- sókna og stoðdeilda í meiri mæli heldur en gert hefur verið og er kannski yfirleitt hægt í þessu hús- næði. Við erum að tala um sérhæft há- tæknisjúkrahús, þar sem fjárfest- ingar eru miklar og dýrar, til þess að við stöndum jafnfætis öðrum þjóð- um. Við erum í samkeppni við aðrar þjóðir og viljum halda í horfinu. Það er erfitt og með þessu móti sem við erum að tala um verður það hugsan- lega hægt að mestu leyti.“ Breið samstaða lækna um efni yfírlýsingarinnar Þá kemur fram í yfirlýsingunni að flytja þurfi verkefni frá sjúkrahús- unum til læknastöðva og heilsu- gæslustöðva eða læknastofa og tengja þá starfsemi sjúkrahúsunum á þann hátt að nýta megi frekar til kennslu og rannsókna. Sigurbjörn segir að í dag séu læknar á einka- stofum í vaxandi mæli að fást við að- gerðir sem áður voru framkvæmdar á sjúkrahúsum og hann segir að æskilegt sé að ýtt verði undir þessa þróun og álagið á sjúkrahúsunum minnkað. Að sögn Sigurbjöms eru stjómir læknafélaganna einhuga um þessa yfirlýsingu, en málið sé eigi að síður búið að vera nokkuð erfitt í fæðingu. Aðalfundur Læknafélagsins náði ekki niðurstöðu sl. haust um þetta mál. Það er síðan búið að leita álits mjög margra og kanna baklandið, þannig að ég held að það sé mjög breið samstaða núna um efni yfir- lýsingarinnar." t t Heimilisbankini t opnar útibú isnrn HetmlIIsbanklnn á netlnu IWAPI hJM Notendur Heímilisbanka geta nú stundaö banka- 1 viöskiptl sln hvar sem er hvenaer sem er með WA I farslma jMHMH @BÚNAÐARBANKINN Trumtwfomki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.