Morgunblaðið - 26.03.2000, Blaðsíða 1
ATVINNU/RAÐ-
OG SMÁAUGLÝSINGAR
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS SUNNUDAGUR 26. MARS BLAÐ E
ATVINNUAUGLÝSINGAR
Starfsþjálfun hjá
fastanefnd Islands
Utanríkisráðuneytið óskar eftir lögfræðingi eða stjórn-
málafræðingi í sex mánaða starfsþjálfun hjá fastanefnd ís-
lands hjá Evrópuráðinu í Strassborg. Gert er ráð fyrir að
þjálfunin hefjist 1. september nk. eftir því sem fram kemur í
auglýsingu frá utanríkisráðuneytinu í dag. Kandídatar
skulu vera góðir í ensku, íslensku, einu Norðurlandamáli og
helst frönsku, auk staðgóðrar þekkingar á samtíðarsögu
Evrópu.
Röskt fólk í
kirkjugarðana
Garðyrkjudeild kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma
auglýsir eftir „rösku fólki til sumarstarfa “ í blaðinu í dag.
Um er að ræða störf í Fossvogs-, Gufunes- og Suðurgötu-
kirkjugörðum. Hér er um ýmis störf að ræða, allt frá al-
mennum garðyrkjustörfum og upp í stjórnun á tækjum á
borð við dráttarvélar. Ýmis skiiyrði fylgja ráðningum, m.a.
að umsækjendur skuli fæddir árið 1983 eða fyrr. Sjá nánar
hér fyrir innan.
Nú er úti
veður vott
Veðurstofa íslands óskar að ráða tvo starfsmenn, t.d. hjón,
til veðurathugana á Hveravöllum á Kili. Tekið er skýrt fram
i auglýsingu í blaðinu i dag, að starfsmennirnir þurfi að vera
heilsuhraustir og reglusamir, auk þess sem að minnsta
kosti annar aðilinn kunni eitthvað með vélar að fara. Fleira
er tínt til í auglýsingu Veðurstofunnar, enda snúið starf og
óvenjulegt.
RAÐAUGLÝSINGAR
Námskeið í
þjóðbúningasaumi
Ungt fólk frá Steingrímsfirði fundar á Iðntæknistofnun
Möguleikar heima-
byggðar greindir
HÓPUR ungs fólks hittist á Iðntæknistofnun laugar-
daginn 11. mars síðastliðinn til að ræða á skapandi
hátt um uppbyggingu og tækifæri sveitarfélaga við
Steingrímsfjörð. Þetta fólk er upprunnið í sveitarfé-
lögunum við Steingrímsfjörð, þar sem Hólmavík er
stærst byggðariaga, en býr nú á höfuðborgarsvæðinu,
ýmist við nám eða störf.
„Þessi fundur var hluti af stefnumót-
un sveitarfélaga við Steingrímsfjörð
sem unnið hefur verið að síðastliðna
tvo mánuði, þar sem tekin var fyrir
mótun framtíðarsýnar og uppbygg-
ingar sveitarfélaganna.
Ákveðið var að heyra í ungu fólki
varðandi óskir og þarfir þeirra gagn-
vart sinni heimabyggð,“ segir Karl
Friðriksson, framkvæmdastjóri Iðn-
tæknistofnunar í samtali við Morg-
unblaðið. Hann sagði að svipaðir um-
ræðufundir hefðu einnig farið fram
með íbúum sveitarfélaganna við
Steingrímsfjörð.
MorgunDlaoið/Jim ömart
Sævar Kristinsson, ráðgjafí hjá Iðntæknistofnun, ræðir við þátttakend-
ur um Air Opera aðferðarfræðina.
Air Opera aðferð nýtt fyrir
markvissar liugmyndir
Að sögn Karls var beitt aðferða-
fræði á fundinum sem nefnist ,Afr
Opera“ til að fá fram markvissar
hugmyndir. Þessi aðferð á upptök sín
í Finnlandi og hefur verið notuð þar
með góðum árangri, meðal annars í
verkefnum sem þessum, segir Karl.
„Það kom fram á laugardaginn að
aðferðin virkar mjög vel til að fá fram
hugmyndfr fólks, fá fólk til að semja
sín á milli um það hvaða hugmyndir
eru mikilvægastar og forgangsraða
þeim. Við vorum að heyra í þessu
unga fólki hverjar þeirra væntingar
væru til þeirra heimahéraðs og hvað
þyrfti að vera til staðar til að þau
vildu flytjast heim aftur.“
Karl segir að almennur vilji hafi
komið fram hjá þátttakendum til að
flytja aftur til heimabyggðar af höf-
uðborgarsvæðinu. Hvað varðar þau
atriði sem þátttakendur vildu að
myndu breytast lögðu þátttakendur
mikla áherslu á umgjörð fjölskyldu-
lífs sem og að sveitarfélagið mótaði
sér stefnu varðandi alla þætti fjöl-
skyldumála. „Einnig töldu þau mikil-
vægt að sveitarfélögin væru framar-
lega í umhverfismálum auk þess sem
lögð var áhersla á að grunnskólar
væru fremstir í notkun upplýsinga-
tækni. Eins vár talið mikilvægt að til
staðar væru tækifæri til endurmenn-
tunar, auk þess sem félagslíf væri í
fastari skorðum en er í dag,“ segir
Karl.
Hann segir það vera athyglisvert
að þær tillögur sem komu fram
myndu ekki endilega leiða til hærri
útgjalda fyrir sveitarfélagið, heldur
væri um að ræða útsjónarsemi og
endurforgangsröðun á notkun fjár-
magns.
Einnig væri verið að deila út verk-
efnum á margar hendur þar sem gert
væri ráð fyrir að hver aðili axlaði sína
ábyrgð.
Iðntæknistofnun hefur einnig
staðið fyrir samskonar verkefnum
m.a. með sveitarfélögunum Akur-
eyri, ísafirði, Bolungarvík, Fjarðar-
byggð og Reykjavík, og segir Karl að
þessu starfi verði haldið áfram. „Það
er mikill áhugi á þessu verkefni, og
hefur verið síðustu misseri," segir
Karl að lokum.
Um þessar mundir er verið að innrita í síðustu þjóðbúninga-
saumsnámskeiðin fyi'ir hátíðarhöld sumarsins. Um er að
ræða þrjú námskeið og verður þeim öllum lokið fyrir 17.
júní. Það er Heimilisiðnaðarfélag íslands sem auglýsir
námskeiðin.
SMÁAUGLÝSINGAR
Ráðningarþjónusta fyrir
fólk í framlínustörfum
Samband við
aðrar stjörnur
Fyrirlestrar á vegum Heimspekistofu dr. Helga Pjeturss á
Veghúsastíg 7 næstkomandi fimmtudagskvöld eru auglýst-
ir í blaðinu í dag. Efni fyrirlestranna er lífefnafræði og sam-
band lífs í alheimi annars vegar og hugboð og sambandið við
aðrar stjörnur hins vegar. Sjá nánar hér fyrir innan.
Goðsagnirnar
og Gusgus
| dag er auglýst verk Jochens Ulrich, „Goðsagnirnar“, hjá
íslenska dansflokknum tvo næstu sunnudaga. Tónlist er
eftir Bryars, Górecki, Vine og Kancheli, auk þess sem Gus-
gus flytur lifandi tónlist. Sjá nánar auglýsingu.
GALLUP og Ráðgarður hafa
sameinast um að stofna ráðn-
ingarþjónustuna Vinna.is sem
verður opnuð formlega nú um
helgina. Að sögn Öglu Sigríðar
Björnsdóttur ráðningarstjóra
eru nýjar áherslur hér á ferð-
inni og hópur fólks sem lítið
hefur verið sinnt fær nú at-
hygli.
Að sögn Öglu er með stofn-
un Vinna.is verið að koma til
móts við hóp sem engar ráðn-
ingarstofur hafa sinnt til
þessa, „fólk í framlínustörfum,
á borð við starfsfólk matvöru-
verslana og þess háttar, einnig
fólk sem er við lagerstörf, út-
keyrslu og létt skrifstofustörf,
svo eitthvað sé nefnt,“ að sögn
Öglu.
Um er að ræða hraðþjón-
ustu sem byggist á því að sótt
er um á Netinu, annaðhvort
skráir fólk sig sjálft eða mætir
í húsakynni Vinna.is og fær
þar aðgang að tölvu. „Hrað-
þjónustan er fólgin í því að
fyrirtæki geta hringt og innan
sex vinnustunda eru við tilbúin
með gögn og umsækjanda til-
búinn í viðtal ef því er að
skipta. Þá er snar þáttur í
þjónustunni, að við erum að
bjóða þetta á frábæru verði.
Þetta verður lægsta verð sem
þekkist fyrir ráðningarþjón-
ustu, 50-70% undir því sem
þekkist fyrir. Þá geta við-
skiptavinir valið sér þjónust-
ustig og fengið allar nauðsyn-
legar upplýsingar um það með
Starfsfólk Vinna.is. Frá vinstri Sandra Friðleifsdóttir, Agla þvíaðheimsækjaokkuráNet-
Sigríður Bjömsdóttir og Magnús Ámason. inu,“ sagði Agla.