Morgunblaðið - 26.03.2000, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.03.2000, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. MARS 2000 E 15 FJÖLBRAUTASKÓLI VESTURLAND S Á AKRANESI Kennsla og stjórn heimavistar í framhaldsskóla Kennarastöður í eftirtöldum greinum eru nú lausar til umsóknar: • Efnafræði • Líffræði • Mynd-og handmennt • Stærðfræði Þá eru auglýstar kennarastöður í dönsku, sér- kennslu, hjúkrun, húsasmíði, rafvirkjun, rit- vinnslu, viðskiptagreinum og vélsmíði. Einnig býðst stundakennsla í ýmsum greinum, bæði á Akranesi og kennslustöðum skólans á Snæ- fellsnesi. Ráðið verður í kennarastöðurnar frá 1. ágúst 2000. Starf heimavistarstjóra á Akranesi er laust til umsóknar. Um er að ræða fullt starf í 9 mánuði. íbúð er á heimavistinni fyrir vistar- stjórann og fjölskyldu hans. Laun eru samkvæmt kjarasamningum við fjár- málaráðuneytið. í Fjölbrautaskóla Vesturlands eru rúmlega 600 nemendur í bóklegu og verklegu námi. Þarer góð vinnuaðstaða og gott starfslið sem tekur vel á móti nýjum samstarfsmönnum. Umsóknarfresturertil 19. apríl. Öllum umsókn- um verður svarað. Umsóknir skulu sendar Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi, Voga- braut 5, 300 Akranesi. Ekki þarf að nota sérstök umsóknareyðublöð. Upplýsingar veita skólameistari og aðstoðar- skólameistari í síma 431 2544. Einnig er bent á heimasíðu skólans www.fva.is. Skólameistari. ið% Lektor í ensku Kennaraháskóli íslands vill ráða lektor í fullt starf og eru meginverkefni hans kennsla og rannsóknirá ensku máli og málnotkun, málvís- indum og tungumálakennslu. Kennslan fer fram bæði sem staðbundin kennsla og fjar- kennsla og getur verið bæði í grunndeild og framhaldsdeild. Einnig þarf lektorinn að sinna endurmenntun starfandi kennara. Vegna umsækjenda, sem ekki hafa íslensku að móðurmáli, skal tekið fram, að þótt kennsl- an fari fram á ensku, þarf lektorinn að hafa gott vald á íslensku vegna samstarfs og samskipta bæði innan stofnunar og utan. Umsækjendur skulu hafa lokið meistaraprófi í grein sinni hið minnsta eða hafa jafngilda þekkingu og reynslu að mati dómnefndar. Æskilegt er að umsækjendur hafi kennslu- reynslu og kynni af skólastarfi á ólíkum skóla- stigum, einkum í grunnskóla. Starfið krefst frumkvæðis, sjálfstæðis og samstarfs við aðra. Gert er ráð fyrir ráðningu í starfið frá 1. ágúst 2000. Umsóknum skal fylgja greinargerð með ítar- legum upplýsingum um menntun, rannsóknar- og þróunarverkefni og fyrri störf og skal þeim skilað á skrifstofu Kennaraháskóla Islands við Stakkahlíð, 105 Reykjavík, fyrir 25. apríl nk. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörð- un hefur verið tekin um ráðningu. Laun eru samkvæmt kjarasamningum starfs- manna ríkisins. Nánari upplýsingar veitir Auður Torfadóttir, deildarforseti grunndeildar, í síma 563 3817 (audurt@khi.is) og Ingvar Sigurgeirsson, deild- arforseti framhaldsdeildar, í síma 563 3829 (ingvar@khi.is). ;ií| ■ .... msm nz Strætisvagnar Reykjavíkur Sumarafleysingar SVR vill ráða 50 vagnstjúra til afleysinga tímabilið l.júnítiM.september. Við leitum að fólki sem hefur vilja til að vinna hjá fyrir- tæki sem leggur megináherslu á að uppfylla þarfir og væntingar viðskiptavina. Ákjósanlegir eiginleikar eru: Lipurð í mannlegum sam- skiptum, snyrtimennska, stundvísi og áreiðanleiki. Viðkomandi þarf að hafa meiraprófsréttindi (rútupróf). Ath. ijúka má meiraprófi á u.þ.b. 6 vikum og hægt er að sækja um 30 þúsund kr. styrk hjá SVR til að taka prófið. Allir nýliðar sækja námskeið hjá SVR Vaktavlnna, heilsdags- og hlutastörf. Jafnt konur sem karlar eru hvattartil að sækja um störfin. Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá farþegaþjónustu í skiptistöð á Hlemmi. Þeim skal skilað þangað eða ( stjórnstöð SVR, Hverfisgötu 115. Nánari upplýsingar veita deildarstjóri og þjónustustjóri ísíma: 5812533. TÆKNI- EÐA VERKFRÆÐINGUR BORGARNESI Staða tækni- eða verkfræðings hjá framkvæmdakaupum og eftirliti í Borgarnesi er laus til umsóknar. Um tímabundna ráðningu er að ræða f 2 ár. Laun eru skv. kjarasamningi tækni- eða verkfræðinga. < o Starfssvið: • Eftirlit með framkvæmdum. • Áætlana- og útboðsgerð. • Jarðvegs- og efnisrannsóknir. Menntunar- og hæfniskröfur: • Tækni- eða verkfræðingur. 2 • Sjálfstæöi í vinnubrögðum. J, • Góðir samstarfshæfileikar. -o ro Nánari upplýsingar veita frá kl. 9-12 I Jón Birgir Guðmundsson í síma 461 -4440 | og Magnús Haraldsson í síma 533-1800. jac § Vinsamlegast sendið umsóknir til ss' Ráðgarðs á Akureyri eða í Reykjavík | fyrir 3. april n.k. merktar: re f „Vegagerðin - Borgarnesi" i s VEGAGERÐIN Heilbrigðisstofnunin Vestmannaeyjum auglýsir eftirfarandi stöður lausartil umsóknar: Yfirlæknir heilsugæslusviðs Staða yfirlæknis heilsugæslusviðs er laus til umsóknar. Staðan er laus frá 1. júní 2000 og er æskilegt að umsækjendur geti hafið störf eigi síðar en þá. Laun samkvæmt úrskurði Kjaranefndar. Auglýst er eftir lækni með sérfræðimenntun á sviði heimilislækninga. Um er að ræða 100% starf auk bakvakta, en við heilsugæslusvið stofnunarinnar eru 4 stöðugildi lækna. Yfirlæknir lyflæknisdeildar Staða yfirlæknis lyflæknisdeildar er iaus til um- sóknar. Staðan er laus nú þegar. Laun samkvæmt samningi LÍ og ríkissjóðs. Auglýst er eftir lækni með sérfræðimenntun á sviði lyflækninga. Um er að ræða 100% starf auk bakvakta en við sjúkrahússvið stofnunar- innar eru 3 stöðugildi sérfræðinga. Meinatæknir Staða forstöðumanns rannsóknarstofu er laus til umsóknar. Staðan er laus frá 1. júní 2000 og er æskilegt að umsækjendur geti hafið störf eigi síðar en þá. Auglýst er eftir meinatækni með reynslu af störfum á rannsóknarstofu. Um er að ræða 75% starf auk bakvakta en á rannsóknarstofu stofnunarinnar eru 1,5 stöðugildi. Umsóknir um ofangreindar stöður sendist Heilbrigðisstofnuninni í Vestmannaeyjum, pósthólf 400, 902 Vestmannaeyjum. Allar nánari upplýsingar veitir framkvæmda- stjóri í síma 481 1955. Gutenbere IUna <>H «t«rur b<ik 17 Prentsmiður og bifreiðastjóri Steindórsprent Gutenberg ehf. vill ráða prentsmið og bifreiðastjóra til starfa. Prentsmiður: Leitað er að vönum prentsmið eða umbrotsmanni með menntun og reynslu m.a. í FreeHand, QuarkXPress og PhotoShop. Bifreiðastjóri: Leitað er að bifreiðastjóra til að sinna útkeyrslustörfum. Reyklaus vinnustaður. Upplýsingar gefur Ingibjörg Garðarsdóttir (ingibjorg@radning.is) í síma 588-3309. Yinsamlega skilið inn umsóknum í afgreiðslu okkar eða fyllið út á netinu (www.radning.is) og útvegið mynd. Steindórsprent Gutenberg ehf. er framsaekin prentsmiðja búin fullkomnustu tækjum og nýjustu tækni. Starfsmenn eru 80 talsins. RÁÐNINGAR áB'ÞJÓNUSTAN Li...ávallt réttur maður i rétt starf. Hjúkrunarfræðingar 60 rúma hjúkrunar- og dvalarheimili að Kumb- aravogi, Stokkseyri, óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing, deildarstjóra. Húsnæði fyrir hendi. 40 mín. akstur frá Reykjavík. Uppl. í símum 483 1310 og 898 1323.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.