Morgunblaðið - 26.03.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.03.2000, Blaðsíða 18
’ 18 E SUNNUDAGUR 26. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ VEÐURSTOFA ÍSLANDS Veðurathugunar- menn á Hveravöllum Veðurstofa íslands óskar að ráða tvo starfs- menn, t.d. hjón, til veðurathugana á Hveravöll- um á Kili. Starfsmennirnir þurfa að vera heilsu- hraustir og reglusamir og nauðsynlegt er að a.m.k. annar þeirra kunni nokkur skil á meðferð véla. Tekið skal fram, að starfið krefst góðrar athyglisgáfu, nákvæmni og samviskusemi. Starfsmennirnir verða ráðnir til ársdvalar, sem væntanlega hefst í iok júlímánaðar 2000. Laun eru samkvæmt launakerfi ríkisins. Nánari upplýsingar veita starfsmenn Tækni- og athuganasviðs Veðurstofunnar. Umsóknir með upplýsingum um aldur, heilsu- far, menntun, fyrri störf og meðmælum, berist til Veðurstofu íslands, Bústaðavegi 9, 150 Reykjavík, fyrir 15. apríl nk. SVÆÐISSKRIFSTOFA MÁLEFNA FATLAÐRA AUSTURLANDI Lausar stöður Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Austur- landi auglýsir störf á sambýlum á Egilsstöðum iaus til umsóknar. Um er að ræða tvær fastar stöður þroskaþjálfa eða starfsmanna í dag-, kvöld- og helgarvinnu, 94% starf sem ráðið verður í frá 1. maí og 45% starf sem er laust strax. Einnig vantar fólk í sumarstörf. Störfin felast í því að aðstoða fatlað fólk við að skapa sér notalegt heimili og taka þátt í samfélaginu. Umsóknarfrestur ertil 10. apríl nk. og getur umsóknin gilt í allt að 6 mánuði. Öllum umsóknum verður svarað. Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamn- ingum Þroskaþjálfafélags Islands eða Alþýðu- sambands Austurlands við ríkissjóð. Allar nánari upplýsingar eru veittar af forstöðu- mönnum í síma 471 1833. Bekkjarkennara, handmenntakennara og sérkennara vantar í Grunnskólann á Hellissandi næsta vetur Við tökum vel á móti nýju fólki. Skólinn er einsetinn og telur um 110 nemendur í 10 bekkjar- deildum. í skólanum er ágæt vinnuaðstaða, góður vinnuandi, sérkjarasamningur í gildi, leiguafsláttur og flutningsstyrkur í boði og ekki skaðar orkan frá Snæfellsjökli. Hór verðum við aldrei veðurteppt og aðeins er um tveggja tíma akstur til Reykjavíkur. Hikið ekki við að hafa samband við Huldu skóla- stjóra í símum 436 6718 og 436 6744 eða Þorkel aðstoðarskólastjóra í símum 436 6717 og 436 6783. „Au pair" til New York óskast í byrjun maí til að hugsa um tvo drengi, 3ja og 7 ára, ásamt léttum heimilisstörfum, í eitt ár. Ekki yngri en 20 ára. aUpplýsingar í síma 554 4986. Langholtsskóli v. Holtaveg, 104 Reykjavík Kennara vantar til starfa skólaárið 2000-2001 Á byrjendastig: Tvo almenna bekkjarkennara sem vilja taka þátt í gróskumikiu starfi, 2/3—1/1 stöður. Tónmenntakennara, 1/2 staða. Á midstig: Fjóra almenna bekkjarkennara sem vilja taka þátt í að byggja upp starfið á stiginu, 2/3 stöður. Á unglingastig: íslenskukennara, 1/1 staða og tölvukennara, 2/3 staða. Langholtsskóli er heildstæður grunnskóli með 540 nemendur, sérdeild fyrir einhverfa nemendur og skóladagvist. Staðsetning skólans er einstök, við jaðar Laugardalsins í grónu hverfi. Ef þú ert metnaðarfullur grunnskólakennari sem vilt starfa að faglegri uppbyggingu, hafðu þá samband. Upplýsingar gefa skólastjóri og aðstoðarskóla- stjóri í síma 553 3188. Umsóknarfrestur ertil 25. apríl. Fræðslumiðstöð Reykjavíkur Laus störf í grunn- skólum Reykjavíkur Klébergsskóli, sími 566 6083 Starfsfólk frá og með 1. apríl nk. til að sinna ýmsum störfum, s.s. gangavörslu, þrifum o.fl. Upplýsingar veitir skólastjóri í síma 566 6083 og 863 4266 og á netfangi sigthor@ismennt.is Umsóknir ber að senda í skólann. Laun skv. kjarasamningum Reykjavíkurborgar við viðkomandi stéttarfélög. • Fríkirkjuvegi 1 • ÍS-101 Reykjavík, • Sími: (+354) 535 5000 • Fax: (+354) 535 5050 • Netfang: fmr@rvk.is SAMTÓK ÁHUGAMANNA UM ÁFENOIS- 00 VÍMUEFNAVANDANN Forstöðumaður SÁÁ auglýsir laust starf forstöðumanns Áfangahúsa SÁÁ. SÁÁ rekurtvö áfangahús í Reykjavík fyrir skjól- stæðinga sína sem hafa lokið áfengis- og vímu- efnameðferð. Starfssvið forstöðumanns er að annast rekstur og hafa umsjón þessara húsa í samráði við yfirmenn SÁÁ. Þetta er kjörið starf fyrir dugmikið fólk sem vill takast á við krefjandi verkefni. Upplýsingar ekki gefnar í síma. Skriflegar umsóknir berist skrifstofu SÁÁ, Ármúla 18, 108 Reykjavík fyrir 1. apríl nk., merkt: „Áfangahús". Eitt ferskasta leikhús landsins auglýsir eftir starfsfólki Fjölbreytt starf við miða- sölu, kynningu, upplýs- ingagjöf og samskipti við samstarfsaðila. Gefandi starf, skemmti- legt starfsumhverfi, mikil vinna og umfram allt lágt kaup! Upplýsingar veittar í síma 530 3030, mán 27/3 og þri 28/3, frá kl. 11-12. Umsóknareyðublöð er hægt að fá á vefsíðu Iðnó, www.idno.is og í miðasölu Iðnó eftir kl. 12. Leikfélag íslands, sími 530 3030, idno@idno.is. Léttur hádegisverður! Frábær vinnutími Nokkur fyrirtæki í Reykjavík óska að ráða aðila til að gleðja starfsfólkið með góðum og hollum hádegisverði. Lögð er áhersla á heilbrigði í mataræði og létta fæðu. jf Vinnutími er frá kl. 10.00 til 14.00. Góð vinnuaðstaða. Ef þú telur að þú sért sú/sá sem verið er að leita að hafðu þá endilega samband í síma 550 5300 næstu daga. | Upplýsingar veitir Katrín S. Óladóttir. Netfang: katrin.s.oladottir@is.pwcglobal.com F^ICEWA%RHOUs£(COPERS Höfðabakka 9*112 Reykjavík • Sími 550 5300 Bréfasími 550 5302* www.pwcglobal.com/is •/ .V./ ,■; ,vV:.::V::;:...:vv..í/.;/V..v.,v:;úv, vV V'V,.,V,:,:V;-VV;.:,V.,.V;- Mosfellsbær Fræðslu- og menningarsvid Lausar kennarastöður í Mosfellsbæ skólaárið 2000-2001 Varmárskóli 1.—6. bekkur Sérkennari óskast í 100% starf. Einnig leitum við að kennara til að kenna textílmennt (sauma) í 100% starf. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og KÍ/HÍK. Einnig er í gildi sérkjarasamningur við bæjaryfirvöld í Mosfelisbæ. Upplýsingar gefa Birgir D. Sveinsson, skólastjóri, og Þyrí Huld Sigurðardóttir, aðstoðarskólastjóri, í síma 566 6154. Vaxandi fyrirtæki Vegna aukinna umsvifa vantar Nýbrauð ehf. í Mosfellsbæ starfsfóik í eftirtalin störf: • Framleiðslu í sal. • Pökkun og frágang. • Sölu og þjónustu í verslunum. Vaktafyrirkomulag. Umsóknir óskast sendar til augl.deildar Mbl. fyrir miðvikudaginn 29. mars merktar: „NB - 800". Aðstoð í mötuneyti Óskum eftir aðstoð í mötuneyti. Góður vinnu- tími og vinnuaðstaða. Umsóknir sendist til afgreiðsiu Mbl., fyrir 30. mars, merktar: „Mötuneyti — 9473". Aukavinna Kvöld/helgar. Trygging 60 þús. Frí kennsla. Þarf að hafa bíl til umráða. Æskilegur aldur 30—60 ára. Hafðu samband við Rainbow, símar 567 7773, 893 6337 og 896 8199.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.