Morgunblaðið - 26.03.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.03.2000, Blaðsíða 8
8 E SUNNUDAGUR 26. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ FJÓROUNGSSJÚKRAHÚSID A AKUREYRI Sjúkraþjálfarar Sjúkraþjálfari óskasttil starfa við sjúkraþjálfun FSA frá 1. júní 2000, eða eftir samkomulagi. Um er að ræða 75 — 100% stöðu við bráða- deildir FSA. Sjúkraþjálfunardeild er hluti af endurhæfingar- deild FSA og eru 8 stöðugildi fyrir sjúkraþjálf- ara, auk aðstoðarmanna. Starfsemi sjúkraþjáf- ara fer fram á endurhæfingarsviði, öldrunar- lækningasviði og bráðalækningasviði. Áhersla er lögð á faglega þróun og þverfaglegt sam- starf við lækna, hjúkrunarfræðinga, iðjuþjálfara og annað heilbrigðisstarfsfólk. Upplýsingar um starfið veita Luciénne ten Hoeve, forstöðusjúkraþjálfari, og Steinunn Ólafsdóttir, yfirsjúkraþjálfari. Hægt er að hafa samband í síma 463 0844 frá kl. 8:00 - 15:00, tölvupóstur sjukrat@mail.fsa.is. fax 462 4621. Laun samkvæmt kjarasamningi sjúkraþjálfara í ríkisþjónustu. Umsóknir sendist til forstöðumanns sjúkra- þjálfara fyrir 17. apríl 2000. Öllum umsóknum um störfin verður svarað. Staða deildarlæknis við bæklunardeild Laus ertil umsóknartímabundin staða deildar- læknis á bæklunardeild Fjórðungssjúkrahúss- ins á Akureyri. Um er að ræða tímabilið 1. sept- ember 2000 til 31. ágúst 2001. Umsækjandi skal hafa íslenskt lækningaleyfi. Vinnuskylda er einnig við slysadeild FSA. Vaktir eru fimm- skiptar staðarvaktir. Staðarvaktir eru sameigin- legar með handlækningadeild og kvennadeild með aðskildum bakvöktum. Starfshlutfall er 100%. Vakin er athygli á því að staðan getur nýst sem fyrsta ár sérnáms til sérfræðiviðurkenningar í bæklunarlækningum hérlendis. Fyriraðra sér- fræðiviðurkenningu gætu 6 mánuðir nýst sem nám í hliðargrein til íslenskrar sérfræðiviður- kenningar. Nánari upplýsingar veita Júlíus Gestsson, for- stöðulæknir bæklunar- og slysadeildar, og Ari H. Ólafsson, yfirlæknir slysadeildar, í síma 463 0100. Við ráðningu verður lögð áhersla á góða grunnþekkingu ásamt hæfileikum á sviði sam- skipta og samvinnu. Umsóknum skal skilað á þar til gerðum eyðublöðum, sem fást hjá landlæknisembættinu, ásamt fylgiskjölum. Umsóknir skulu vera í tvíriti og berast til Þor- valdar Ingvarssonar, framkvæmdastjóra lækn- inga, á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, Eyr- arlandsholti, 600 Akureyri, sem einnig veitir nánari upplýsingar í síma 463 0109 eða tölvu- póstur thi@fsa.is. Starfskjör fara eftir kjarasamningi Læknafélags íslands við fjármálaráðuneytið. Umsóknarfrestur er til 30. apríl nk. Öllum umsóknum um störfin verður svarað. Stöður aðstoðar- og deildarlækna Stöður aðstoðar- og deildarlækna við FSA eru lausar til umsóknar. Stöðurnar eru til lengri eða skemmri tíma og geta verið hluti af kandid- atsári viðkomandi eða sérnámi í ákveðnum sérgreinum, svo sem heimilislækningum. Umsækjendur skulu hafa lokið cand.med prófi frá Háskóla íslands eða sambærilegu prófi og hafa íslenskt lækningaleyfi, ef um deildarlækn- isstöðu er að ræða. Boðið er upp á lyflækninga- , handlækninga-, bæklunar-, kvenna-, geð-, eða barnadeild. Stöðurnar geta einnig hentað reyndum lækni, sem hefði áhuga á að öðlast frekari reynslu á vissum sviðum. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Starfshlutfall er 100%. Nánari upplýsingar veitir Alexander Smárason, fræðslustjóri lækna, í síma 463 0100. Við ráðningu verður lögð áhersla á góða grunnþekkingu ásamt hæfileikum á sviði sam- skipta og samvinnu. Umsóknum skal skila á þartil gerðum eyðublöðum sem fást á FSA og hjá landlæknisembættinu, ásamt fylgiskjöl- um. Umsóknir skulu vera í tvíriti og berast til Þorvaldar Ingvarssonar, framkvæmdastjóra lækninga, á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri, Eyrarlandsholti, 600 Akureyri, sem einnig veitir nánari upplýsingar í síma 463 0109 eða í tölvupósti thi@fsa.is. Starfskjör fara eftir kjarasamningi Læknafélags íslands við fjármálaráðuneytið. Umsóknarfrestur er opinn og áskilinn er réttur til þess að ráða í stöðurnar eftir því sem um- sóknir berast. Öllum umsóknum um störfin verður svarað. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Iðntæknistofnun vinnur að þróun, nýsköpun og aukinni framleiðni í íslensku atvinnulífi. Á stofnuninni fara fram rannsóknir, greiningar, prófanir, tækniyfirfærsla, fræðsla og ráðgjöf. Frumkvöðlum og litlum og meðalstórum fyrirtækjum eru veittar almennar upplýsingar og leiðsögn. Áhersla er lögð á náin tengsl við atvinnulífið. Forstöðumaður Impru Staða forstöðumanns Impru — þjónustumið- stöðvar frumkvöðla og fyrirtækja er laus til um- sóknar. Um er að ræða daglega stjórnun deild- arinnar, sem þjónustar frumkvöðla og fyrirtæki og rekur fjölda átaksverkefna fyrir íslenskt at- vinnulíf. A deildinni starfa níu manns. Þar er jafnframt rekið Frumkvöðlaseturfyrir nýfyrir- tæki. Umsækjendur þurfa að hafa háskólamenntun á sviði viðskipta eða tækni og reynslu af stjórn- un. Hvatt er til umsókna frá konum jafnt og körlum. Nánari upplýsingar veitir Hallgrímur Jónasson, forstjóri Iðntæknistofnunar. Launakjöreru skv. kjarasamningi ríkisins. Umsóknum skal skilað til Iðntæknistofnunar, Keldnaholti, 112 Reykja- vík, fyrir 4. apríl nk. Öllum umsóknum verður svarað. Iðntæknistof nun I ■ IÐNTÆKNISTOFNUN ÍSLAN0S Keldnaholti, 112 Reykjavík Símí 570 7100 ATHUGUN hf BlLASKOÐUN Leitum að traustu og harðduglegu starfsfólki Skoðunarmaður Starfssvið: Skoðun á öllum stærðum bifreiða. Vinnu- tími frá kl. 8.00—18.00. Hæfniskröfur og menntun: Hafa starfsréttindi í bifvélavirkjun. Hafa metnað til að veita góða þjónustu. Hæfni í mannlegum samskiptum. Geta unnið undir álagi. Snyrtileg og góð framkoma. Okkur vantar einnig til sumarafleysinga skoðunarmenn og starfsmann í móttöku og afgreiðslu. Upplýsingar eru veittar á staðnum. Athugun bílaskoðun, Klettagörðum 11, Sundahöfn. HRAFNISTA DVALARHEIMILI ALDRAÐRA SJÓMANNA Hvaða vinnutími hentar þér? Hrafnista leitar að starfsfólki til framtíðar- starfa. Komið og skoðið vinnustað með góðri vinnuaðstöðu í fallegu umhverfi, þar sem ríkir heimilislegt andrúmsloft. Hrafnista Reykjavík Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðingar óskast í kvöld- og helgarvinnu. Mismunandi starfshlutfall í boði. Sjúkraliðar Sjúkraliðar óskast í dagvinnu eða vakt- avinnu. Mismunandi starfshlutfall í boði. Aðhlynning Starfsfólk óskast í dagvinnu eða vakta- vinnu. Mismunandi starfshlutfall í boði. Þórunn A. Sveinbjarnar tekur vel á móti ykkur á staðnum eða í síma 568 9500. Hrafnista Hafnarfirdi Hjúkrunardeildarstjóri Hjúkrunardeildarstjóri óskasttil starfa í 100% stöðu á deild sem skiptist í tvær einingar, almenna hjúkrunardeild og deild fyrir minnissjúka. Óskað er eftir hjúkrunarfræðingi með fjölþætta faglega reynslu í stjórnun og áhuga á þróun starfsmannamála. Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðingar óskast á kvöld- eða helgarvaktir, einnig vantar okkur hjúkrunarfræðinga til sumarafleysinga. Alma Birgisdóttirtekur vel á móti ykkur á staðnum eða í síma 565 3000. Skólafólk Hrafnista Reykjavík — Hafnarfjörður Dvalarheimili aldraðra, Hrafnista, óskar eftir starfskröftum ykkar í sumar. Um er að ræða fjölbreytt störf í þrosk- andi umhverfi. Vaktavinna. Hér gefst ykkur kjörið tækifæri til að öðlast reynslu og þekkingu við umönnun aldr- aðra og hæfni í mannlegum samskiptum. Ef þú hefur áhuga að efla þig á þessu sviði, bjóðum við þér að koma á staðinn eða hafa samband við hjúkrunarforstjóra í Hafnarfirði í s. 565 3000 og hjúkrunar- framkvæmdastjóra í Reykjavík í s. 568 9500. Á Hrafnistuheimilunum búa í dag 545 heimilismenn. Stefna Hrafnistu er að bjóða starfsfólki upp á öruggt og skapandi vinnuumhverfi þar sem hæfileikar hvers og eins fái notið sín, og veita heimilisfólki bestu umönnun og hjúkr- un sem völ er á. Á báðum Hrafnistuheimilunum er rekin endurhæfingardeild með sundlaug, tækjasal og hreyfisal, sem starfsmenn hafa aðgang að. Mötuneyti á staðnum. Viðskiptafræðingur — Egilsstaðir KHB Egilsstöðum óskar eftir að ráða viðskipta- fræðing til starfa. Um er að ræða fjöbreytt starf í þægilegu umhverfi. Starfið felur í sér ábyrgð á rekstri framleiðsludeildar, umsjón með upp- gjöri og áætlanagerð fyrir fyrirtækið, vinnu við upplýsingakerfi fyrirtækisins ásamt ýmsum sérverkefnum. Upplýsingar veitir Ingi Már Aðalsteinsson, sími 470 1200 (ingi@khb.is). Kaupfélag Héraðsbúa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.