Morgunblaðið - 26.03.2000, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.03.2000, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. MARS 2000 E 2T Óskarsútnefning: Julianne Moore í kvikmyndinni Magnólíu. Moore ásamt sambýlismanni sínum, leikstjóranum Með Ralph Fiennes sem leikur á móti henni í Endalok- Freundlich. um ástarsambandsins. Moore fer mikinn Bandaríska leikkonan Julianne Moore hefur á undan- förnum misserum vakið mikla athygli í myndum eins og „Boogíe Nightsu og Endalokum ástarsambandsins, að sögn Arnaldar Indriðasonar, sem skoðaði feril leikkon- unnar en var útnefnd til Oskarsverðlauna um daginn. JULIANNE Moore hefur í nógu að snúast. Hún hefur leikið í fimm bíó- myndum á undanfömu einu ári og hlaut tvær útnefningar til Golden Globe-verðlaunanna núna um daginn; að auki var hún útnefnd til Óskarsins fyrir bestan leik í aukahlutverki. Myndirnar fimm eru Magnólía eftir Paul Thomas Anderson, sem einnig leikstýrði henni í „Boogie Nights“, aEndalok ástarsambandsins, þar sem hún leikur á móti Ralph Fiennes, „An Ideal Hus- band“, en mótleikari hennar þar er Rupert Everett, og loks „Cookiés Fortune“ og „A Map of the World“. Samkvæmt könnun sem gerð hefur verið er Moore í tólfta sæti yfir sýnilegustu leikara sinnar kynslóðar sem þýðir að hún hefur leikið í 24 myndum á und- anförnum einum áratug; það er svipaður fjöldi mynda og Robert De Niro hefur leikið í á sama tímabili. Moore og nektin Moore hefur leikið í nektarsenum fyrir Robert Altman og Anderson og núna allra siðast Neil Jordan í Endalokum ástarsam- bandsins, sem byggist á sögu eftir Grahams Greenes. Leikkonan er orðin löngu leið á því að ræða um þær senur eins og fram kemur í viðtali sem bandaríska kvikmyndatímaritið Premiere átti við hana fyrir skemmstu. „Ég hef ekki talað um annað í tímaritsviðtölum í fimm ár og ég er orðin dauðleið á því.“ Og hún bætir við síðar: „Enginn lifir kynlífi eins og því er lýst í bíómyndum, uppi á borðum, á gólfinu, rífandi fötin hvort af öðru. Það er fár- ánlegt. Ef einhver hefði rifið utan af mér föt- in mundi ég drepa hann.“ Þótt hún sé dauðleið á að tala um nekt opn- ar hún sig í öðru nýlegu viðtali í Empire þeg- ar hún er spurð út í Endalok ástarsambands- ins. „Þegar fjallað er um ástir fullorðins fólks er fáránlegt að hafa ekki ástarsenur,“ segir hún (og er ósammála t.d. Martin Scorsese sem segir að helsti gallinn við ástarsenur sé sá að þær stoppi frásögnina), „en ég held að það sé enginn í heiminum sé fyllilega sáttur við að taka þátt í þeim. Það er mjög erfitt að gera þær og manni líður mjög undarlega. En svo er um fjöldamargt annað eins og að stökkva ofan af hárri byggingu í teygju. Ef þú þarft að koma nakin fram í bíómynd verð- urðu að finna leið til þess að gera það. Það er bara eitt af því sem fylgir starfinu.“ Allt þetta nektartal dregur kannski athygl- ina frá þeirri staðreynd að Julianne Moore er ein áhugaverðasta kvikmyndaleikkona sem komið hefur fram á sjónarsviðið á síðustu misserum og hefur farið með mjög erfið hlut- verk í mikilvægum myndum og skilað þeim með miklum sóma. Nektartalið er þó skiljan- 1 legt. Oft hefur hún verið klæðlítil eða klæð- laus eins og í „Boogie Nights“ þar sem hún leikur klámdrottninguna Amber Waves og í „Short Cuts“ eftir Altman frá 1993 þar sem hún kemur fram á evuklæðunum einum saman. Moore er 38 ára, fædd í Fayetteville í Norður- Karólínu, og hét áður Julia Anne Smith. Hún ferðaðist um allan heim í æsku, bjó í Alaska, París, Þýskalandi og Suður-Am- eríku því faðir hennar starfaði á vegum bandaríska hersins. Móðir hennar er fædd í Skotlandi og þaðan fær leikkonan rauða háralitinn, sem henni var strítt á í æsku. Hún segist hafa átt einmanalega æsku og lá í bók- um. „Bækur eru frábærir vinir,“ er haft eftir henni, „og í hvert skipti sem við fluttum fylgdu þær mér. Þær voru það eina í lífi mínu sem var ábyggilegt. Þegar ég var á tánings- aldri gat ég eytt heilu dögunum í lestur." Uppáhaldshöfundar hennar frá þessum tíma eru Louisa Mary Alcott og Laura Ingalls Wilder (Húsið á sléttunni). Hún fékk áhuga á leiklist þegar hún sá mynd Roberts Altmans, Þrjár konur, árið 1977 og varð frá sér numin af hrifningu. „Myndin höfðaði mjög til kvenna og ég var nítján ára og farin að standa á eigin fótum og í fyrsta skipti á ævinni fannst mér ég vita hvað mig langaði til þess að gera þegar ég yrði stór. Ég vildi vinna með einhverjum eins og Altman." Sá draumur átti eftir að rætast. Þegar hún skráði sig í leiklist fannst henni hún þurfa á leikaranafni að halda og endaði á því að nota millinafn föður síns og eftir að hafa leikið í sjónvarpssápum fékk hún lítið hlutverk í mynd Curtis Hansons, „The Hand that Rocks the Cradle“. Og einn daginn þegar hún svar- aði símanum sagði röddin hinum megin: Hæ, þetta er Bob Altman. Veistu hver ég er? „Ég fór að hlægja,“ segir Moore í Premiere. „Ég hélt að einhver vinur minn væri að gera grín að mér.“ Altman setti hana í „Short Cuts“ og kvikmyndaferillinn fór á flug. Hún hefur leikið í mörgum myndum eftir svokallaða óháða leikstjóra en hún hefur einnig leikið í rándýrum poppkornsmyndum, m.a. fyrir Steven Spielberg í Júragarðinum 2. Hún hefur lítið yndi af því að tala um pen- inga. „Mér er sama hvort kvikmyndaverið setur milljarða í myndirnar mínar eða pabbi leikstjórans pungar út einhverjum þúsund- köllum. Peningar skipta ekki nokkru máli. Hverjum er ekki sama hvað myndir kosta?“ Hún segir að það sé ekkert ólíkt að leika fyrir Spielberg og óháðu leikstjórana. „Það má vel vera að myndir hans kosti 70 milljónir dollara en hann er jafnfljótur að vinna og þeir óháðu leikstjórar sem ég hef starfað með.“ Julianne Moore í Endalokum ástarsambandsins. Moore og Anderson, leikstjóri hennar í Magnólíu og hreinn aðdáandi. Handritið ræður Nokkrar af þekktustu myndum Julianne Moore hafa ekki komið hingað í bíó eins og „Safe“ eftir Todd Haynes eða „The Myth Of Fingerprints" eftir Bart Freundlich, sambýl- ismann hennar og barnsföður. Ekki heldur „Vanja on 42nd Street“. „Ef mér líkar við handritið leik ég í myndinni," segir hún í Empire. „Ég hef haft að mestu leyti ánægju af að leika í þeim myndum sem ég hef gert þótt sumar hverjar hafi ekki verið merkilegar (ein af þeim verstu er líklega „Assassins“).“ Þegar leikstjórinn Paul Thomas Anderson er beðinn að lýsa Moore sem leikkonu eftir að hafa stýrt henni í „Boogie Nights“ og Magn- ólíu segir hann ekki annað en, „hún er frá- bær. Hún er bara frábær. Þú skilur það ekki; hún er bara frábær.“ Þegar hann er beðinn um frekari útskýringar segir hann: „Mér lík- ar hvernig hún talar. Hvernig hún beitir röddinni." Hann skrifaði hlutverk klámdrottningar- innar Amber Waves í „Boogie Nights“ með Moore í huga. Hann hafði aldrei hitt hana persónulega en sá hana í „Short Cuts“ og „Vanja on 42nd Street". Þegar Moore heyrði af því að ungi leikstjórinn hefði hana í huga í hlutverkið frá upphafi „varð mér um og ó«— vegna þess að þegar fólk semur eitthvað hlut- verk sérstaklega fyrir ákveðna manneskju getur það verið móðgandi. En svo var ekki í þessu tilviki." Amber var í huga Moore „ynd- islega margræð, harmræn kona og ég hugs- aði með mér, hvílíkir gullhamrar". í Magnólíu hafði Anderson annarskonar hlutverk í huga fyrir hana. Hún leikur auð- uga frú á barmi taugaáfalls, full af þunglynd- islyfjum og amfetamíni. Hún hafði aðeins tvær vikur til þess að leika í Magnólíu áður en hún flaug til Bretlands að leika á móti Fienn- es í Endalokum ástarævintýrsins. „Hver ein- asti tökudagur var virkilega erfiður, stress- andi og hlaðinn tilfinningum og í lokin var úrvinda," er haft eftir henni. „Anderson gerði miklar kröfur. Ef taka heppnaðist mjög vel að mínu mati kom hann og sagðist vilja gera aðra. Ég held að hann hafi viljað sjá hvað ég þyldi mikið álag. Hann vildi mynda álagið." Anderson segist ætla að ganga ennþá lengra þegar Moore leikur fyrir hann í næstu mynd. „Eg vil að hún blóti meira í næstfc. mynd,“ segir hann. „Ég ætla að láta han* leika heróínfíkil."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.