Morgunblaðið - 26.03.2000, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.03.2000, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. MARS 2000 E 18 Sölustjóri Traust innflutnings- og þjónustu- fyrirtæki á sviði rafbúnaðar óskar eftir að ráða sölustjóra. Starfssvið: • Ábyrgð á sölu- og þjónustu- málum. • Skipulagning sölu, kynningar- mál, gæðamál o.fl. • Stjórnun verslunar. • Tilboðsgerð. Menntunar- og hæfniskröfur: • Tæknifræði, rekstrarfræði, rafvirkjun eða sambærileg iðnmenntun nauðsynleg. • Menntun eða reynsla af sölu- störfum nauðsynleg. • Haldgóð tölvuþekking. • Frumkvæði, samskiptahæfileik- ar og metnaður til að beita vönduðum vinnubrögðum. í boði er góð vinnuaðstaða og góð laun fyrir réttan aðila. Sölustjóri heyrir beint undir framkvæmdastjóra fyrirtækis- ins. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 7. apríl nk., merktar: „Sölustjóri — 9323." Akureyrarbær Búsetu- og öldrunardeild Forstaða sambýlis fatlaðra Laust er til umsóknar starf forstöðumanns fyrir tveimur sambýlum á Akureyri. Við óskum eftir starfsmanni með menntun á félags-, heilbrigðis- eða uppeldissviði. Starfsmaður með mikla reynslu af vinnu með fötluðum getur komið til greina. Starfið er laust strax eða eftir nánara sam- komulagi. Búsetu- og öldrunardeild annast þjónustu við íbúa á 12 sambýlum fyrir fatlaða. Starf forstöðu manns er m.a. fólgið í daglegri stjórn starfs- manna, leiðsögn um fagleg vinnubrögð, tengslum við aðra þjónustuaðila og umsjón með sameiginlegum heimilisrekstri íbúanna. Akureyrarbær annast þjónustu við fatlaða á Eyjafjarðarsvæðinu og er hún hluti af verkefn- um bæjarins sem reynslusveitarfélags. Á und- anförnum árum hefurfarið fram mikilvæg þróunarvinna í samþættingu þjónustu við fatlaða og almennrar félagsþjónustu. Laun eru skv. gildandi kjarasamningum við- komandi stéttarfélags. Upplýsingar um starfið veitir Þórgnýr Dýrfjörð deildarstjóri í síma 460 1410. Upplýsingar um launakjör fást á starfsmanna- deild Akureyrarbæjar í síma 460 1060. Umsóknareyðublöð fást í upplýsingaanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, og á heimasíðu bæjarins: www.akureyri.is. Umsóknarfrestur er til 7. apríl 2000. Forstöðumaður Félags- og skólaþjón- ustu Snæfellinga Framundan er stofnun sameiginlegrar Félags- og skólaþjónustu á Snæfellsnesi sem Snæfellsbær, Eyrarsveit, Helgafells- sveit og Stykkishólmsbær standa að, með það m.a. að markmiði að bæta þjónustu á þessu sviði við íbúa Snæ- fellsness og veita þá þjónustu sem ekki hefur áður verið fyrir hendi, samræma þjónustustig og reglur og færa þá þjón- ustu nær sem áður hefur verið fyrir hendi. Félags- og skólaþjónusta Snæ- fellinga mun m.a. starfa samkvæmt lög- um um félagsþjónustu sveitarfélaga, samkvæmt lögum um vernd barna og ungmenna, samkvæmt grunnskólalög- um og lögum um leikskóla. Forstöðumanns bíður spennandi starf við uppbyggingu og samþættingu fé- lags- og skólaþjónustu. Gert er ráð fyrir samtals fjórum stöðugildum og mun forstöðumaður hafa forgöngu um ráð- ningu annarra starfsmanna. Forstöðumaður þarf að hafa góða skipu- lagshæfileika, menntun í uppeldismál- um og/eða félagsþjónustu og eiga gott með mannleg samskipti. Reynsla af stjórnunarstörfum er æskileg. Nánari upplýsingar um starfið veitir Ásbjörn Óttarsson, forseti bæjarstjórnar Snæfellsbæjar, í síma 436 6621. Umsóknir þurfa að berast honum á skrif- stofu Snæfellsbæjar, Snæfellsási 2, 360 Snæfellsbæ, fyrir 6. apríl 2000, merktar forstöðumaður. Á starfssvæði Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga búa tæplega 4.000 manns, flestir á þéttbýlisstöðunum í Stykkis- hólmi, Grundarfirði, Ólafsvík og Hellis- sandi. Þar eru reknir 5 grunnskólar og 4 leikskólar. Á Snæfellsnesi er kraftmikið og fjölbreytt mannlíf, ægifögur náttúra og greiðar samgöngur til og frá höfuð- borgarsvæðinu. lumac i í ____________ Starfssvið Almenn sölustörf Ráðgjöf til viðskiptavina Tilboðs- og samningagerð Hæfniskröfur Tækniþekking og reynsla æskileg Þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum Skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð Vélar og þjónusta hf. hafa kappkostað að veita sem besta þjónustu til viðskipta vina sinna. í dag vinna hjá VÞ rúmlega 50 manns og þar af eru 15 í varahlutaþjónustu og nærri 20 á verkstæði. Fyrirtækið rekur útibú á Akureyri og hefur komið upp sterku sölumannakerfi um allt land. Þjónusma VELAR& ÞJÓNUSTAhf Þekktir fyrir þjónustu Nánari upplýsingar veitir Agla Sigr. Björnsdóttir hjá Vinna.is Vinna.is Domus Medica Egilsgötu 3 101 Reykjavfk Sími 511-1144 Vefslóð: www.vinna.is Vinna.is cr í eigu Gallup og Riðgarðs vinnajs ðTvinnumífltun Stensby ^rsykehus Röntgentæknar! Stensby Sykehus vantar ykkur Á deildinni okkar eru lausar tvaer stöðurl Við ráðningu verður lögð áhersla á: • Viðurkennt nám í röntgentækni • Hæfni til að vinna sjálfstætt • Fjölbreytta faglega reynslu • Góða samskiptahæfileika Við bjóðum: • Litla og vel skipulagða deild í þróun • Tækifæri til að læra fagið (ef þú ert nemi) • Tækifæri til að vinna við tölvusneiðmyndun (CT) • Taka þátt í tölvuvæðingu deildarinnar (myndaplötur koma á árinu) • Starf sem er krefjandi og gerir kröfur um ábyrgð og sjálf- stæði • Nálægð við Gardermoen og Oslo • Náttúrufagurt umhverfi með mikla möguleika á útivist • Aðstoð við að útvega húsnæði • Lífeyrissjóðsréttindi með góðum húsnæðislánum • Möguleiki á að styrkja í námi gegn starfsskuldbindingu • Laun eftir samkomulagi • Leikskólapiáss fyrir 0-6 ára Skilyrði er að umsækjendur hafi vald á norsku, bæði munn- legri og skriflegri. Ráðning fer eftir gildandi reglum Akershus Fylkeskommune. Dregið er 2% lífeyrissjóðsgjald frá launum. Nánari upplýsingar fást hjá: Yfirröntgentækni, Rita Eriksen van den Brand (Sími 0047 63950163) Deildarröntgentækni Rune Johnsen (Sími 0047 63950163) Starfsmannastjóra, Kari Skamsdalen (Sími 0047 63950106). Umsóknarfrestur: 3 vikur eftir auglýsingu. Verið velkomin á góða deild í góðu umhverfi! Utanríkisráðuneytið Starfsþjálfun hjá fastanefnd íslands hjá Evrópuráðinu 1. september 2000 — 28. febrúar 2001 Utanríkisráðuneytið óskar eftir lögfræðingi eða stjórnmálafræðingi í sex mánaða starfsþjálfun hjá fastanefnd íslands hjá Evrópu- ráðinu í Strassborg. Gert er ráð fyrir að starfsþjálfun hefjist 1. september nk. Krafist er góðrar kunnáttu í íslensku, ensku, einu Norðurlandamáli og helst frönsku, auk staðgóðrar þekkingar á samtímasögu Evrópu. Umsækjendur þurfa að hafa lokið BA-námi eða samsvarandi námi, auk þess að hafa stundað framhaldsnám við viðurkennda menntastofnun um að minnsta kosti eins árs skeið. Leitað er að duglegum og samviskusöm- um einstaklingi með góða aðlögunarhæfni. Umsóknir, ásamt afritum prófskírteina, upplýs- ingum um fyrri störf og meðmælendur, skulu sendast utanríkisráðuneytinu, merktar: „Starfsþjálfun — Strassborg", fyrir 5. apríl nk. Nánari upplýsingar veitir Emil Breki Hreggviðs- son, sendiráðsritari á alþjóðaskrifstofu utanrík- isráðuneytisins, sími 560 9917.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.