Morgunblaðið - 26.03.2000, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.03.2000, Blaðsíða 22
*22 E SUNNUDAGUR 26. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ KENNSLA " FLUGSKOLI ISLANDS Flugskóli íslands auglýsir: Kennaranámskeið Flugskóli (slands áætlar aö halda kennaranám- skeið í maí. Einnig er hafin skráning á næstu einkaflugmannsnámskeið sem hefjast munu í apríl og maí. Haldin verða stöðupróf 8. apríl fyrir næsta at- vinnuflugnámskeið sem mun hefjast í maí. Öll námskeið eru auglýst með fyrirvara um næga þátttöku. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu skólans www.flugskoli.is og í síma 530 5100. Menntamálaráðuneytið Námsvist við alþjóðlega menntaskóla Auglýst er eftir umsóknum um skólavist við tvo alþjóðlega menntaskóla. Nám við skólana tekur tvö ár og því lýkur með viðurkenndu ralþjóðlegu stúdentsprófi, International Baccal- aureate Diploma (IB). Kennsla fer fram á ensku. Skólarnir eru: Alþjóðlegur menntaskóli í Fjaler í Noregi. íslensk stjórnvöld eiga aðild að rekstri skólans og býðst skólavist fyrir einn nemanda. Nem- andi þarf sjálfur að greiða uppihaldskostnað, sem nemur 25.000 norskum krónum á ári og auk þess ferðakostnað. Li Po Chun United World College í Hong Kong. Skólavist býðst fyrir einn nemanda. Nemandi c þarf að greiða 25% skólagjalda eða ísl. kr. 350 þús. á ári (uppihaldskostnaður innifalinn), svo og ferðakostnað. Auglýst er eftir umsækjendum um skólavist fyrir skólaárið 2000—2001. Umsækjendur skulu hafa lokið sem svarar einu ári í framhaldsskóla, hafa gott vald á ensku og vera á aldrinum 16—19 ára. Umsóknir berist menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4,150 Reykjavík, í síðasta lagi 10. apríl næstkomandi. Framhaldsskóla- og fullorðinsfræðsludeild ráðuneytisins veitir nán- ari upplýsingar í síma 560 9500. Þar er einnig að fá umsóknareyðublöð. Menntamálaráðuneytið, 21. mars 2000. www.mrn.stjr.is. Grunnskólar Kópavogs Innritun í grunnskóla Kópavogs fyrir skólaárið 2000 - 2001 Innritun 6 ára barna (fædd 1994) fer fram í grunnskólum Kópavogs miðvikudaginn 29. og fimmtudaginn 30. mars n.k. kl. 9.00 til 16.00. Sömu daga fer fram innritun nemenda sem flytjast milli skólahverfa og þeirra sem flytja í Kópavog eða koma úr einkaskólum. í Lindaskóla verða nemendur í 1.- 9. bekk úr Linda-og Salahverfi en nemendur í 10. bekk úr þeim hverfum eiga skólasókn í Kópavogs- skóla. Sérstök athygli er vakin á því, að um- sóknarfrestur um heimild til að stunda nám í einkaskólum eða grunnskólum annarra sveitarfélaga er til 1. apríl og skulu umsóknir berast skólaskrifstofu á eyðublöðum sem þar fást. Sækja þarf um að nýju fyrir nemendur, sem nú eru í slíkum skólum, ef gert er ráð fyrir að þeir verði þar næsta vetur. Fræðslustjóri Mosfellsbær Fræðslu- og menningarsvið Frá grunnskólanum í Mosfellsbæ Innritun nýrra nemenda Innritun sex ára barna fer fram í Varmár- skóla dagana 27.—31. mars nk. kl. 9.00—15.00 í síma 525 0700. Einnig fer fram innritun skólaskyldra barna sem flytjast frá öðrum bæjarfélögum og þeirra sem koma úr einkaskólum. Sömu daga ferfram innritun nýnema í Gagnfræðaskólann í Mosfellsbæ í síma 566 6186. Ekki þarf að innrita nemendur sem flytjast úr 6. bekk Varmárskóla í Gagnfræðaskólann. Foreldrum þeirra barna, sem hyggjast sækja um lengda viðveru í Skólaseli Varmárskóla næsta skólaár, skal bent á að sækja um á þartil gerðum eyðu- blöðum sem fást hjá ritara skólans og einnig hjá forstöðumanni Skólasels, sem gefur allar nánari upplýsingar í síma 566 7524. Þjóðbúningasaumur Erum að innrita á síðustu þjóðbúningasaums- námskeið fyrir hátíðarhöldin í sumar. Kennt síðdegis á þriðjudögum frá 28. mars, fimmtudagskvöld frá 23. mars (eitt pláss laust) og miðvikudagskvöld frá 5. apríl. Námskeiðum lýkur fyrir 17. júní. Upplýsingar í síma 551 7800 mán.—fimmtud. kl. 10.00—13.00 og í símsvara /gsm 698 5488 NAUDUNGARSALA Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segír: Aðalstræti 27,450 Patreksfirði, Vesturbyggð, þingl. eig. Hvesta ehf. gerðarbeiðandi Vátryggingafélag íslands hf., miðvikudaginn 29. mars 2000 kl. 9.00. Brekkustígur 1,465 Bíldudal, Vesturbyggð, þingl. eig. Ástvaldur H. Jónsson, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Patreksfirði, miðviku- daginn 29. mars 2000 kl. 14.00. Fiskverkunarhús í Vatnskrók 244 fm og viðbygging 60,6 fm, 450 Patreksfirði, Vesturbyggð, þingl. eig. Hyrnó ehf., gerðarbeiðandi Vesturbyggð, miðvikudaginn 29. mars 2000 kl. 10.00. Miðtún 3B, (Móberg) 460 Tálknafirði, þingl. eig. Hraðfrystihús Tálkna- fjarðar hf., gerðarbeiðandi Olíufélagið hf, miðvikudaginn 29. mars 2000 kl. 15.00. Strandgata 17, neðri hæð, 450 Patreksfirði, Vesturbyggð, þingl. eig. Sigurjón Páll Hauksson, gerðarbeiðendur Eyrarsparisjóður, Globus- Vélaver hf., Kreditkort hf. og Vesturbyggð, miðvikudaginn 29. mars 2000 kl. 9.30. Sýslumaðurinn á Patreksfirði, 24. mars 2000. Björn Lárusson, ftr. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á skrifstofu embættisins í Aðalstræti 92, Patreksfirði, 2. hæð, sem hér segir: Geysir BA 25, skipaskrárnr. 1608, ásamt rekstrartækjum og veiðiheim ildum, þingl. eig. Vesturskip ehf., gerðarbeiðendur Gjaldtökusjóður/ ólögm. sjávarfl. Hafnasamlag Eyjafjarðar, isafjarðarbær, Lífeyrissjóð- ur sjómanna, Sjóvá-Almennar tryggingar hf. og Skeljungur hf., mið- vikudaginn 29. mars 2000 kl. 16.00. Sýslumaðurinn á Patreksfirði, 24. mars 2000. Björn Lárusson, ftr. Uppboð Uppboð mun byrja á skrifstofu embættisins í Aðalstræti 92, Patreksfirði, 2. h., sem hér segir á eftirfarandi eign: Túngata 46,460 Tálknafirði, þingl. eig. Orri Snæbjörnsson, gerðar- beiðandi sýslumaðurinn á Patreksfirði, miðvikudaginn 29. mars 2000 kl. 18.50. Sýslumaðurinn á Patreksfirði, 24. mars 2000. Bjöm Lárusson, ftr. TIL SÖLU Boltamaðurinn Vorum aðfá þessa þekktu íþróttavöruverslun í einkasölu. Verslunin er staðsett á miðjum Laugaveginum í góðu leiguhúsnæði. Góð velta. Gott tækifæri! Fjöldi fyrirtækja á skrá VALHÖLL FASTEIGNASALA, Síðumúla 27, Reykavík, Fyrirtækjasala, Síðumúla 27, sími 588 4477/897 4868. Stáltak Málmiðnaðarvélar til sölu Vegna endurnýjunar á vélum og tækjum í starfsstöð okkar í Reykjavík er eftirfarandi búnaður til sölu: Kantbeygjuvél Hacko 135 tonna — Kantbeygju- vél VEM 100tonna — Plötuklippur Vost 6 x 2.500 mm — Plötuklippur Pearson 8 x 3.000 mm — Plötuklippur Peck 3 x 1.250 mm — Plötu- skurðarvél SAF sker eftir teikn. 1:1 1.500 x 6.000 mm — Plötuskurðarvél Gloor sker eftir skapalóni 1:1 1.000 x 1.000 mm — Fræsivél Abens borðstærð 600 x 250 mm — Rennibekk- ur Bulmack 450 yfir sleða 2000 milli odda — RennibekkurTOS 450 yfir sleða 1500 milli odda — Rennibekkur Niles 250 yfir sleða 2000 milli odda — Rennibekkur Maximat 150 yfir sleða, 1000 milli odda — Plötuvals 6 x 2.000 mm — Hringklippur Pullmax 6 mm — Plötulokkur Mubea 20tonna — Hjakksög Kasto 450 mm — Vökvapressa 200 tonna — Lyftari Clark 5 tonna — M. Bens vörubíll með 1.000 bar háþrýstidælu — Rafsuðuvélar og transarar, ýmsar gerðir. Upplýsingar gefur Ingvar í síma 897 1531. Til sölu Valdimar Sveinsson VE 22 Mjög gottdragnóta og netaveiðiskip. Smíðað í Noregi 1964. L.O.A. 33,7 m x 7,01 m. Skipið er mikið endurþyggt með nýja Caterpillar- vél frá 1987. Skipið selst með veiðileyfi en án aflaheimilda. Allar frekari upplýsingar eru veittar hjá: B.P Skip ehf., Borgartúni 18, s. 551 4160, f. 551 4180, netfang: bpship@mmedia.is Lögmaður: Sigurberg Guðjónsson hdl. Gullið tækifæri Meðeigandi óskast að góðu fyrirtæki, staðsettu á höfuðborgarsvæðinu. Fyrirtækið erstarfandi hérlendis og að hluta erlendis. Fyrirtækið er í örum vexti og með góð verkefni. Fyrirtækið starfar meðal annars við internetið, netkerfi, hugbúnað og almennra ráðgjafaþjónustu. Einnig innflutningur á tölvu- og tæknivörum. Starfsmönnum hefurfjölgað um 300% frá því í september 1999. Ekki er skilyrði að viðkom- andi þurfi að koma að rekstrinum þó það væri æskilegt. Fyrir liggja rekstrar- og viðskiptaáæt- lanir. Áhugasamir leggi inn tilheyrandi upplýs- ingar eigi síðar en föstudaginn 31. mars 2000 til Mbl. merkt „Gull og Silfur - 2000". DEKO-kerfisloft og veggir Notað milliveggjakerfi, loft, veggir og hurðir til sölu. Upplýsingar í síma 568 0180 Ásta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.