Morgunblaðið - 26.03.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.03.2000, Blaðsíða 2
2 E SUNNUDAGUR 26. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ TVINNUAUG L V SINGAR iioomoiiii lOHOIiíOÍ iiiioosoili íOisiOLSíi1 £ Q u Q A FULLRI FERÐ INN í FRAMTÍÐINA Það eru mikil og spennandi verkefni framundan. Því leitum við að góðu og hœfileikaríku fólki til viðbótar við liðsheild okkar. Tölvumiðstöð sparisjóðanna starfar sem sjálfstætt fyrirtœki og sinnir upplýsingatœknimálum fyrir alla sparisjóði landsins og dótturfyrirtæki þeirra. Skipuritfyrirtækisins er mjög flatt og leggjum við mikið upp úr hópavinnu þar sem ábyrgð og valdi er dreift sem mest innan fyrirtœkisins. Starfsfólkið okkar þarfþví bæði að geta unnið í hópum en um leið að vera sjálfstætt og geta axlað ábyrgð. Mikil áhersla er lögð á endurmenntun bæði hér heima og erlendis. Kerfisrekstur Starfiö felst í rekstri og umsjón með hugbúnaðarkerfum, gagnaflutningum, afritunarstjórnun og fleiri álíka verkefnum. Vi8 sjáum fyrir okkur að viðkomandi sé kerfis- eða tölvunarfræðingur, tölvari frá Iðnskólanum eða með sambaerilega menntun. Reynsla af notkun NT og Unix stýrikerfa er kostur. Vefhönnun Starfiö er nýtt og mun felast í útlitshönnun vefsíða á innraneti, extraneti og Internetinu en Tölvumiöstöðin sér um vefi Heimabanka sparisjóðanna, Netbankans og S24 ásamt vefjum flestra sparisjóðanna. Viökomandi þarf aö hafa þekkingu eða reynslu af HTML og Javascript auk reynslu og hæfni í útlitshönnun. Vöruhús gagna Starfiö felst í uppbyggingu og þróun vöruhúss gagna (data warehouse) auk ýmiskonar gagnaúrvinnslu úr stórum gagnagrunnum en unnið er með Oracle gagnagrunn og verkfæri. Viö sjáum fyrir okkur að viðkomandi sé kerfis- eða tölvunarfræðingur. Reynsla af notkun Oracle gagnagrunna og verkfæra er spennandi kostur. Hugbúnaðarþróun Starfiö felst í þróun stórra og smárra hugbúnaðarlausna með hlutbundnum aðferðum og þróunarverkfærum. Helstu verkfæri eru Select Enterprise, C++, Visual Basic og Oracle gagnagrunnar. Stýrikerfi eru Unix og NT. Viö leitum að tölvunar- eða kerfisfræðingi eða einstaklingi með sambærilega menntun. Reynsla er kostur en ekki skilyrði. Við bjóðum fyrsta flokks vinnuaðstöðu í nýju húsnæði í Kópavogi, öflugan tækjabúnað oggóðan starfsanda. Góð laun eru í boðifyrir rétta aðila. Nánari upplýsingar veita Herdís Rán Magnúsdóttir (herdis@radgardur.is) og Theódóra Þórarinsdóttir (theodora@radgardur.is) hjá Ráðgarði frá kl. 10-121 síma 533 1800. Áhugasamir sendi umsóknirtil Ráðgarðs fyrir 31.mars n.k. merktar: „Tölvumiöstöð sparisjóðanna" og viðeigandi starfi Tölvumiöstöö sparisjóðanna Skrifstofur Norðurlandaráðs og Norrænu ráðherranefndarinnar í Kaupmannahöfn auglýsa eftir fólki í eftirfarandi störf Upplýsingafulltrúi/blaðamaður á sam- eiginlega upplýsingadeild skrifstofanna Við óskum eftir starfsmanni með haldgóða reynslu af fréttamennsku og góð persónutengsl á Norðurlönd- um. í starfmu felst m.a. að semja fréttatilkynningar, hafa umsjón með upplýsingaverkefnum auk þess að undirbúa og stjóma blaðamannafundum. Vefstjóri á sameiginlega upplýsinga- deild skrifstofanna Umsækjandi þarf að kunna veftækni og hafa þekkingu á vefrænni upplýsingamiðlun. Vefstjórinn velur úr upplýsingar til birtingar á Netinu, samræmir starf annarra umsjónarmanna veíjarins, ráðleggur starfs- mönnum skrifstofunnar og þróar gagnvirkni vefseturs skrifstofunnar o.fl. Deildarritari á skrifstofu Norðurlandaráðs Við óskum eftir sjálfstæðum ritara með haldgóða reynslu af bréfaskriftum, undirbúningi funda, fundar- gerðum, umsjón með bókhaldi og léttari stjómsýslu. Við förum fram á: • markviss og lipur vinnubrögð • haldgóða menntun og starfsreynslu • munnlega og skriflega fæmi í dönsku, norsku eða sænsku • góða enskukunnáttu • samstarfshæfileika í þverfaglegu umhverfi • tölvulæsi • skilning á rekstri opinberrar stofnunar í boði er: • krefjandi starf til fjögurra ára með möguleika á allt að fjögurra ára framlengingu • spennandi norrænn vinnustaður • góður starfsandi • aðlaðandi ráðningarkjör • lærdómsnkt umhverfi • alþjóðleg samskipti • reyklaust umhverfi Ráðningartímabil allra starfa hefst samkvœmt samkomulagi. Hafírðu áhuga er hægt að panta umsóknareyðublað og frekari upplýsingar um störfin skriflega á faxi, bréfleiðis eða á heimasíðu nefndarinnar. Taka ber skýrt fram hvaða stöðu spurt er um. Allar fyrirspumir skulu vera á dönsku, norsku eða sænsku. Umsóknarfrestur rennur út 14. aprfl 2000. Norðurlandaráð Norræna ráðherranefndin Box 3035, DK-1255 K0benhavn K Fax 00 45 33 11 78 50 eða 00 45 33 96 02 02. Að norrœnu samstarfi standa þjóðríki Danmerkur, Finnlands, íslands, Noregs og Svíþjóðar auk sjálfsstjómarsvœðanna Fœreyja, Grœnlands og Álandseyja. Norðurlandaráð er samstarfsveltvangur þjóðþinga og ríkisstjóma Norðurlanda. Ráðið skipa 87 þingmenn Norðurlandaráð tekur pólitískt frumkvœði og hefur eftirlit með framkvœmd norrœnnar samvinnu. Ráðið var stofnað árið 1952. Norrœna ráðherranefndin er samstarfsvetlvangur ríkisstjóma allra Norðurlanda. Nefndin framkvœmir og leiðir norrœnt samstarf undir forystu forsœtisráðherranna. Norrœnu samstarfsráðherramir, embœttismannanefnd þeirra og nefndir annarra ráðherra samrœma samstarfið. Norrœna ráðherranefndin var stofnuð árið 1971.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.