Morgunblaðið - 12.04.2000, Side 1
87. TBL. 88. ÁRG.
MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ 12. APRÍL 2000
0900 090000
Friðarferlið í Miðausturlöndum
Arangurslaus-
ar viðræður
Washington. AP.
EHUD Barak, forsætisráðherra
ísraels, fór í gær skyndilega til
Washington til fundar við Bill
Clinton Bandaríkjaforseta. Var
markmiðið að freista þess að finna
lausn á þeirri sjálfheldu sem frið-
arsamningar ísraela og Palestínu-
manna eru komnir í. Bandaríkja-
stjórn hefur hvatt stjórn Baraks
til að hraða brottflutningi ísraels-
Ákall stjdrnarandstöðuleiðtoga í Zimbabwe
Vill að erlend ríki
skerist í leikinn
Harare, Jöhannesarborg. AP, AFP.
MORGAN Tsvangirai, leiðtogi
stjórnarandstöðunnar í Zimbabwe,
hvatti í gær erlend ríki til að horfa
ekki aðgerðarlaus á Zimbabwe fyrir-
gera öllu trausti á alþjóðavettvangi.
Robert Mugabe, forseti landsins,
fékk þing Zimbabwe í síðustu viku til
að samþykkja að ríkisstjómin hefði
rétt til að taka yfir bújarðir án
greiðslu. Mugabe hefur áður lýst yfir
stuðningi við þúsundir blökkumanna
sem tekið hafa búgarða hvítra manna
í landinu eignamámi undanfarið.
Robin Cook, utanríkisráðherra
Bretlands, vísaði í gær á bug kröfum
íhaldsmanna um að eignir Mugabes í
erlendum bönkum yrðu frystar vegna
meðferðar hans á hvítum. Ráðherr-
ann sagðist ætla að eiga fund með
Tsvangirai á föstudag.
Ríkissaksóknari Zimbabwe sagði á
mánudag að yrði gripið til þess ráðs
að fjarlægja landtökufólk með valdi
kynni það að leiða til borgarastyrj-
aldar. Saksóknarinn líkti ástandinu
við púðurtunnu, er hann varði fyrir
hæstarétti þá beiðni lögreglumanna
að hijóta undanþágu frá fyrri fyrir-
skipan réttai-ins um að fjarlægja þær
þúsundir blökkumanna sem lagt hafa
undir sig hundruð búgarða hvítra
manna í landinu.
Hæstiréttur úrskurðaði yfirtök-
urnar ólöglegar í síðasta mánuði og
fyrii-skipaði þá lögreglu að flytja land-
tökufóik í burtu, sem ekki hefur verið
gert og mun úrskurður í máli lög-
reglunnar liggja fyrir á fimmtudag.
Þingkosningar eiga að fara fram í
landinu í maí. Mugabe stendur nú í
fyrsta skipti á 20 ára valdaferli sínum
fi-ammi fýrir raunverulegri stjómar-
andstöðu en ágreiningur um endurút-
hlutun lands er orðinn að pólitísku
hitamáli.
Zimabbwe á nú í sinni verstu efna-
hagskreppu frá því að landið hlaut
sjálfstæði árið 1980 og hafa vinsældir
Mugabe og stjómarinnar minnkað í
kjölfarið.
Sú skoðun að þörf sé á endurbótum
í eignadreifingu bújarða í Zimbabwe
virðist þó almenn í landinu og taka
bæði hvítir bændur og Tsvangirai í
þann sama streng. Að sögn hvítra
jarðeigenda er þó engin þörf á að land
sé tekið með valdi. Ríkisstjórninni
bjóðist nú þegar fjöldi jarða til kaups
og þá bendir Tsvangirai á að ríkið eigi
þegar þrjár milljónir hektara lands en
hafi látið hjá líða að úthluta þeim.
Stjómarandstöðuleiðtogi í grann-
ríkinu Kenýa, Stephen Ndicho, hefur
hvatt Daniel arap Moi forseta til að
feta í fótspor Mugabe og leyfa
blökkumönnnum að leggja undir sig
jarðir hvitra í landinu. Veita eigi hvít-
um 90 daga frest til að hafa sig á brott
af býlunum.
Elian Gonzalez í garðinum við
heimili ættingjanna í úthverfi
Miami, Litlu-Havana, í gær.
Bjóða fund
með foð-
urnum
Miami. AP.
ÆTTINGJAR kúbverska drengsins
Elians Gonzalez í Flórída buðust í
gær til að hitta föður hans að máli og
leyfa honum að hitta son sinn. Emb-
ættismaður í dómsmálaráðuneytinu í
Washington sagði mjög líklegt að
Janet Reno dómsmálaráðherra
myndi fara til Flórída til að ræða við
frammámenn í röðum fólks af
kúbverskum ættum og fulltrúa ætt-
ingjanna.
Innflytjendayfirvöld hafa úr-
skurðað að faðir Elians, Juan Miguel
Gonzalez, skuli fá forræði yfir bam-
inu en hann býr á Kúbu. Fram kom í
bréfi sem ættingjarnir sendu sál-
fræðingi á vegum stjórnvalda, að
þeir vildu að fundurinn með föðum-
um yrði á „hlutlausu svæði“ í suður-
hluta sambandsríkisins. Einnig
kröfðust þeir tryggingar fyrir því að
tækifærið yrði ekki notað til að taka
drenginn af þeim með valdi.
Talsmaður dómsmálaráðuneytis-
ins sagði í gær að ættingjarnir ættu
að ræða beint við föðurinn um vænt-
anlegan fund með syninum en ekki
við stjómvöld. Um væri að ræða fjöl-
skyldumál.
Málið hefur valdið hörðum deilum
milli Kúbu og Bandaríkjanna. Elian,
sem er sex ára, hefur dvalist hjá ætt-
ingjum sínum í Miami síðan honum
var bjargað á land eftir flótta með
hópi fullorðins fólks, þ. á m. móður-
inni, frá Kúbu í nóvember en hann
komst einn lífs af. Ættingjarnir neita
að láta hann af hendi.
hers frá Vesturbakkanum. Jafn-
framt hefur hún hrósað honum
fyrir að ætla að draga herlið ísra-
els frá hernámssvæði í suðurhluta
Líbanons í sumar.
Er þeir Barak og Clinton ræddu
við fréttamenn í Hvíta húsinu
sagðist Clinton vongóður um að
hreyfing kæmist á viðræðurnar en
næstu vikur gætu skipt sköpum.
Barak sagðist vilja ræða „fáeinar
hugmyndir" við forsetann.
Samningamenn Israela og Pal-
estínumanna áttu einnig viðræðu-
fund í flugbækistöð í Washington í
gær til að tímasetja brottflutning
herliðs frá svæðum sem ætlunin er
að stjórn Yassers Arafats Palest-
ínuforseta fái. „Enn sem komið er
hefur enginn árangur náðst,“ sagði
fulltrúi Palestínumanna í Washing-
ton, Hasan Abdel Rahman. „Við
skulum vona að þar verði breyting
á.“
Segja Sýrlendinga
ósveigjanlega
ísraelsstjórn skýrði frá því í
gær að hún hefði veitt leyfi fyrir
200 nýjum landnemabyggðum á
Gólanhæðum sem ísraelar hertóku
í sex daga stríðinu 1967. Hæðirnar
voru áður sýrlenskar og hafa verið
gerðar tilraunir til að semja um að
Sýrlendingar fái aftur yfirráð þar.
ísraelar segja að stjórn Hafez al-
Assads, forseta Sýrlands, sé nú
orðin svo ósveigjanleg í málinu að
ekki séu neinar líkur á að samn-
ingar takist. Clinton átti nýlega
fund í Genf með Assad til að reyna
að greiða fyrir samningum en
hann bar engan árangur.
Mikil flóð í A-Evrópu
MIKIL flóð eru í Austur-Evrópu,
Rúmeníu, Júgóslavíu og Ung-
verjalandi, og sums staðar þau
mestu í meira en eina öld. Hafa
a.m.k. átta manns týnt lífi af völd-
um þeirra og í Ungverjalandi hefur
verið lýst yfir neyðarástandi. Þar
er vatnsborð Tisza-fljótsins, sem
rennur fyrst um Rúmeníu og Ukr-
aínu, það hæsta sem mælst hefur. I
Iöndunum þremur eru þúsundir
ferkílómetra undir vatni og flytja
hefur orðið allt fólk burt í sumum
sveitum. Hermenn og sjálfboðaliðar
vinna að því hörðum höndum að
styrkja flóðvamargarða en búist er
við að flóðin nái hámarki á skírdag.
Flóðunum valda miklar rigningar
og ekki er búist við uppstyttu fyrr
en undir helgi. Myndin er frá
kirkjugarðinum í Giera, um 600 km
vestur af Búkarest í Rúmeníu.
Risið
lækkar á
áströlsk-
um fossum
Sydney. The Daily Telegraph.
ASTRALIR eru að sjálfsögðu
mjög hreyknir af landi sínu,
stórbrotinni náttúru þess og
ekki síst fossunum sem hafa
veríð sagðir með þeim hæstu í
heimi. Nú er þó annað komið á
daginn, landsmönnum til lítillar
ánægju.
Sjö ástralskir fossar hafa
hingað til verið taldir í hópi með
þeim 50 hæstu í heimi eins og
lesa má um í bresku alfræði-
orðabókinni, Encyclopaedia
Britannica. Ný rannsókn á
fossunum, sem dr. Mark Mabin
við Cook-háskóla í Queensland
hefur gert, sýnir þó að stærð
þeirra hefur verið stórkostlega
ýkt.
Sem dæmi um þetta má
nefna, að Wollomombi-fossarn-
ir í Nýja Suður-Wales hafa ver-
ið sagðir 482 metra háir, þeir
áttundu hæstu í heimi, en Mab-
in segir í grein í ástralska jarð-
fræðiritinu, að þeir séu í raun
meira en helmingi lægri eða að-
eins 220 metrar. Segir hann, að
Wallaman-fossarnir í Queens-
land séu þeir hæstu í landinu,
257 metrar, og þriðjungi minni
en áður var talið.