Morgunblaðið - 12.04.2000, Síða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Netið - nýtt sérblað með dagskrá
NETIÐ er nýtt sérblað sera hefur göngu sína í Morgunblaðinu í dag.
Blaðið er samansett af tveimur blöðum, annars vegar umfjöllum um Net-
ið og netheima, og hins vegar hefur blaðið að geyma tveggja vikna dag-
skrá sjénvarpsstöðvanna og Rásar 1 frá miðvikudegi til þriðjudags.
Blaðið kemur út annan hvern miðvikudag.
Samkvæmt skoðanakönnunum hafa nú hátt í 70% landsmanna að-
gang að Netinu og er þetta hlutfall með því hæsta sem gerist í heimin-
um. Með þessari nýju útgáfu vill Morgunblaðið koma til móts við þarfir
og áhuga lesenda fyrir þessari nýju veröld.
Hægt er að koma ábendingum á framfæri á netfangið netid@mbl.is.
Viðræður
langt
komnar
hjá Samiðn
VIÐRÆÐUR um nýjan kjarasamn-
ing milli fulltrúa Samiðnar og Sam-
taka atvinnulífsins hafa gengið vel
síðustu daga og stefnt að þvi að nýr
samningur geti litið dagsins ljós í
vikulokin.
Rætt hefur verið um launalið
samningsins og samkomulag er um
taxtakerfi fyrir iðnnema. I gær átti
að ljúka vinnu við ákvæðisvinnu og
hvíldartíma. Gert er ráð fyrir að
stóra samninganefndin komi saman í
dag eða á morgun til að fjalla um þau
drög sem liggja fyrir.
Þá gerir Samiðn ráð fyrir viðræð-
um við fulltrúa Reykjavíkurborgar
næstu daga.
Ahrif verkfalls, ef til kemur annað kvöld, geta orðið víðtæk
í flutningum og samgöngum
Verulegar truflanir
á mjólkur- og
bensíndreifíngu
Morgunblaðið/Ásdís
Annir voru hjá flutningafyrirtækjunum í gær og voru fyrirsjáanlegar í
dag vegna yfirvofandi verkfalls.
Morgunblaðið/Ásdís
Mikið álag var á söluskrifstofum og fjarsölu Flugleiða þegar farþegar
voru að breyta farmiðum sfnum.
Komi til verkfalla frá og
með morgundeginum
þurfa bændur brátt að
hella niður mjólk og
flutningar á eldsneyti
um landið truflast.
✓
Aætlunarflug Flugleiða
stöðvast einnig en
starfsmenn við virkj-
anaframkvæmdir halda
ótrauðir áfram.
ÁHRIF verkfalls félaga innan
Verkamannasambands íslands, sem
hefst hugsanlega annað kvöld, geta
orðið víðtæk. Þannig mun stöðvast
vinnsla og dreifing á mjólk og mjólk-
urafurðum, uppihald verður á fisk-
vinnslu, dreifing eldsneytis fer úr
skorðum og flutningar og millilanda-
flug truflast. Innanlandsflug mun þó
ekld í uppnámi nema til verkfalls
flugvirkja komi næstkomandi mánu-
dag.
Hjá Mjólkurbúi Flóamanna á Sel-
fossi fengust þær upplýsingar að svo
til öll vinnsla myndi stöðvast frá
fimmtudagsmorgni, engin mjólk yrði
sótt til bænda frá þeim degi og af-
greiðsla og dreifing frá búinu myndi
stöðvast. Birgir Guðmundsson
mjólkurbússtjóri segir að reynt verði
að dreifa sem mestu til verslana í
dag. Með því gætu legið fyrir tveggja
til þriggja daga birgðir. Hann segir
mjólkurfræðinga geta unnið lager-
vöru í nokkra daga úr því hráefni
sem liggi fyrir en slík vinnsla stöðvist
fljótlega. Engin mjólk verður sótt til
bænda frá fyrsta verkfallsdegi.
Mjólk geymist ekki lengur en tvo til
fjóra daga hjá bændum þannig að
standi verkfall lengur verða þeir að
hella niður mjólk.
Fljótlega skortur á ferskvöru
Guðrún Gísladóttir, deildarstjóri
landflutningadeildar Landflutninga-
Samskipa, sagði ljóst að flutningar
fyrirtækisins myndu lamast allt frá
Höfn til Akureyrar. Undantekning
væru Vestfirðir þar sem verkfall er
ekki boðað þar fyrr en undir lok
mánaðarins. Hún sagði mikið af mat-
vöru flutt frá Akureyri til Reykjavík-
ur og mjög mikið flutt um landið allt.
Þrír til fimm bflar fara daglega milli
Reykjavíkur og Akureyrar á vegum
Landflutninga og sagði Guðrún þær
ferðir allar leggjast niður í verkfalli.
Landflutningar-Samskip eru með
eigin bílaflota, hjá þeim starfa nokkr-
ir bflstjórar með eigin bfla í verktöku
og nokkur sjálfstæð fyrirtæki, ein-
yrkjar eða fyrirtæki með nokkra bíla
á sínum snærum. Bflstjórar á bílum
Landflutninga eru launþegar og
margir í verkalýðsfélögum út um
land og verður mest truflun á þeim
flota. Verktakarnir geta haldið áfram
akstri að sögn Guðrúnar, svo og þeir
sem aka eigin bflum en hún sagði
ljóst að af um 30 morgunferðum á
dag yrðu aðeins farnar 8 til 9 ferðir ef
til verkfalls kæmi.
Guðrún sagði að ástandið kæmi
verst niður á stærstu þéttbýlisstöð-
unum, til dæmis Akureyri og Egils-
stöðum. Fljótlega yrði skortur á
ferskum matvörum enda væri það
liðin tíð að verslanir lægju með mikl-
ar birgðir. Þær treystu frekar á dag-
lega flutninga.
Alfreð Þórsson, framkvæmdastjóri
Vöruflutningamiðstöðvarinnar, sem
rekur flutninganetið Flytjanda, segir
ljóst að þjónustan muni riðlast veru-
lega en ferðir leggist þó ekki alveg af.
Alls sjá 27 aðilar um aksturinn til 80
áfangastaða og allmargir þeirra eru
einyrkjar sem aka á eigin bflum.
Benedikt Elísson, hjá Flytjanda-
Eimskip á Akureyri, sagði að truflun
yrði Util á flutningum með bflum en
ljóst væri að ekki yrði skipað upp vör-
um á Akureyri ef til verkfalls kæmi.
Hann sagði fjóra bfla verða í ferðum
milli Reykjavíkur og Akureyrar og að
helst gæti orðið truflun á heimkeyrslu
vegna verkfalls.
Miklar annir voru á afgreiðslum
flutningafyrirtækjanna í gær og
búist er við álagi í dag þar sem marg-
ir vilja birgja sig upp áður en til verk-
falls kemur. Flutningafyrirtækin
verða að hafa komið vörum á áfanga-
stað og lokið dreifingu þeirra þar fyr-
ir miðnætti komi til verkfalls.
Fiskvinnsla og eldsneytis-
dreifing truflast
Gunnar Larsen, framleiðslustjóri
hjá Útgerðarfélagi Akureyringa,
tjáði Morgunblaðinu að hvort sem af
verkfalli yrði á morgun eða ekki væri
ljóst að eitthvert uppihald yrði á
vinnslu. Isfisktogararnir Kaldbakur
og Árbakur lönduðu hjá ÚA á mánu-
dag og verður lokið við vinnslu afla
þeirra í kvöld. Harðbakur landar afla
á markað í dag og fara þessi þrjú skip
aðeins á veiðar strax aftur ef ekki
kemur til verkfalls.
Frystitogararnir Svalbakur og
Sláttbakur verða hins vegar á veið-
um áfram. Gunnar sagði verkfall
trufla starfsemi fyrirtækisins og
vera því dýrt. Jafnvel þótt ekki komi
til verkfalls muni fiskvinnslan stöðv-
ast þar til á mánudag er afli berst aft- i
ur á land.
Verkfall myndi hafa talsverð áhrif
á starfsemi olíufélaganna. Hörður
Gunnarsson, sem stýrir dreifingunni
hjá Olíudreifingu, samstarfsfyrir-
tæki Olís og Olíufélagsins, segir að í
gær og í dag sé reynt að birgja upp
verktaka og aðra sem unnið geta ótr-
uflaðir af verkfalli svo og bensín-
stöðvar á verkfallssvæðum. Hörður
segir dreifingu út um land stöðvast
að langmestu leyti, bæði með bílum
og skipum. Þá geti einnig orðið nokk-
ur truflun á starfi Olíudreifingar á
höfuðborgarsvæðinu þar sem nokkr-
ir starfsmenn séu búsettir í
nágrannabyggðum og félagar i
verkalýðsfélögum sem þar muni fara
í verkfall.
Áætlunarflug milli
landa leggst niður
Hjá Flugleiðum fengust þær upp-
lýsingar að áætlunarferðir til |
Evrópu að morgni fimmtudags verði
óbreyttar en verkfall flugvirkja er
boðað frá kl. 11 fyrir hádegi. Verða
því engar síðdegisferðir til Evrópu
eða Ameríku en vélamar frá Evrópu
fá að snúa til íslands. Símon Pálsson,
sölustjóri Flugleiða, sagði að mikið
álag hefði verið á síma fjarsölunnai'
og söluskrifstofa þegar fólk var að
breyta bókuðum farmiðum. Sagði
hann að tekist hefði að útvega öllum
sæti fyrir verkfall, til landsins eða frá
því.
Símon sagði að farþegar frá
Evrópu sem ætluðu til Bandaríkj-
anna eða Kanada myndu ekki koma
með vélum félagsins til landsins síð-
degis á morgun nema ljóst yrði fyrir
brottför ytra hvort til verkfalisins
kæmi.
Truflanir gætu einnig orðið nokkr-
ar á ferðum áætlunarbfla en vinna
við virkjanir, t.d. framkvæmdir við
Vatnsfellsvirkjun, heldur ótrufluð
áfram.
FERMINGARGJÖF