Morgunblaðið - 12.04.2000, Síða 6
6 MIÐVTKUDAGUR 12. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Iðnó og LR bítast
um þrj ár leikkonur
í IÐNÓ og Borgarleikhúsinu eru
auglýstar sýningar á leikritunum
Stjömur á morgunhimni og Kysstu
mig Kata á sama tíma næstkomandi
sunnudagskvöld en ljóst er að ekki
getur orðið af þeim báðum á
auglýstum tíma, þar sem þijár leik-
konur taka þátt í þeim báðum.
í samningi tveggja leikkvenn-
anna, þeirra Jóhönnu Vigdísar Arn-
ardóttur og Eddu Bjargar Eyjólfs-
dóttur, við Iðnó er kveðið á um
forgang, sem þýðir að séu þær í öðr-
um verkefnum verði þau að vfkja á
sýningarkvöldum á Stjörnum á
morgunhimni hjá Iðnó. Þriðja leik-
konan sem leikur í báðum sýningum
er Sigrún Edda Bjömsdóttir, sem
er fastráðin hjá Leikfélagi Reykja-
víkur, sem hefur því forgang að
henni.
Bætt inn aukasýningn
í Borgarleikhúsinu
Magnús Geir Þórðarson, leikhús-
stjóri Iðnó og leikstjóri sýningar-
innar Stjörnur á morgunhimni, seg-
ir málið tengjast valdabaráttu og
því að Þórhildur lætur brátt af
störfum í Borgarleikhúsinu, sem Ið-
nó flækist óbeint inn í.
„Við fmmsýndum um jólin leikr-
itið Stjömur á morgunhimni, sem
hefur fengið afbragðsdóma og
gengið mjög vel. Síðastliðið haust
samdi ég við alla Ieikarana í þeirri
sýningu um forgang, sem kallað er,
nema við Sigrúnu Eddu, sem er fa-
stráðin við Borgarleikhúsið. Þegar
Þórhildur Þorleifsdóttir, Ieikhús-
stjóri í Borgarleikhúsinu, sem jafn-
framt leikstýrir Kysstu mig Kata,
byijar að undirbúa sýninguna, býð-
ur hún hlutverk tveimur leikkonum
sem leika hjá mér í Stjörnum á
morgunhimni. Eg gef grænt ljós á
það, en að sjálfsögðu með þeim fyr-
irvara að við höfum forgang, eins
og kveðið var á um í samningi okk-
ar við þær. Svo er Kata fmmsýnd
og við aðlögum okkar sýningartíma
að sýningum Borgarleikhússins.
Þetta er auðvitað eitt af þeim
vandamálum sem litlu sjálfstæðu
leikhúsin standa alltaf frammi fyr-
ir,“ segir hann.
„Fyrir um hálfum mánuði er orð-
ið uppselt á sýningu hjá okkur á
Stjörnum á morgunhimni sunnu-
daginn 16. apríl. Nokkmm dögum
síðar fáum við upphringingu frá
Borgarleikhúsinu, þar sem okkur
er tjáð að þau ætli að bæta inn auka-
sýningu á Kysstu mig Kata þetta
sama kvöld.
Ég hef samband við Þórhildi og
bendi henni á að leikkonurnar séu
uppteknar og geti ekki leikið hjá
henni þetta kvöld. Hún heldur hins
vegar áfram að selja á sýninguna og
nú er svo komið að
þennan dag eru
auglýstar sýning-
ar á Stjörnum á
morgunhimni og
Kysstu mig Kata, í
báðum leikhúsun-
um á sama tíma,
með sömu leikkon-
um. En það er al-
veg ljóst að ekki
getur orðið af báð-
um sýningunum á
þessum tíma.
Hætt að snúast
um listina
Ég hef reynt að
fá Þórhildi til að
semja og hef lýst mig reiðubúinn til
að gefa mjög mikið eftir en hún hef-
ur alfarið hafnað öllum samningum.
Svo gerist það um daginn að Þór-
hildur hefur samband við leikkon-
umar tvær sem era í stærstu hlut-
verkunum hjá henni, Jóhönnu
Vigdísi og Eddu Björgu, og segir
þeim að hún ætli að æfa inn nýjar
leikkonur í hlutverkin þeirra fyrir
þessa sýningu. Þar sem þetta mun
augljóslega bitna á sýningunni
hafði ég samband við Þórhildi og
spurði hvort við ættum ekki frekar
að semja þannig að ég myndi losa
Jóhönnu Vigdísi, sem er stjaraan í
sýningunni hennar. k móti myndi
Þórhildur losa Sigrúnu Eddu, sem
Ieikur algert aukahlutverk í Kötu
en aðalhlutverk í Stjörnum, og þá
myndi hún losna við að æfa inn í
stærsta hlutverkið - en þessu hafn-
ar hún alfarið. Það sem eftir stend-
ur er að Þórhildur er tilbúin að losa
alla út úr sýningunni nema Sigrúnu
Eddu, sem er í minnsta hlutverkinu,
bara til þess að stöðva sýningar á
Stjörnum á morgunhimni.
Mér finnsl þetta vera valdníðsla
hjá leikhússljóra sem er í forsvari
fyrir opinbert leikhús sem er með
hátt í 200 milljónir króna í árlega
styrki. Hún er að notaþetta vald sitt
til þess að drepa niður sýningu í
litlu sjálfstæðu leikhúsi úti í bæ.
Þetta er hætt að snúast um listina
og þetta er hætt að snúast um
nokkra skynsemi - þetta er bara
persónulegt valdatafl hjá Þórhildi.
Við í Iðnó höfum sýnt mjög mikinn
samningsvilja en alltaf komið að
lokuðum dyrum. Hér eru gríðarleg-
ir fjárhagslegir hagsmunir í húfi og
ekki síður listrænir. Ég skil ekki
hvaða Iistamannshjarta er tilbúið
að fóma listaverkinu sínu með því
að henda út tveimur aðalleikkonun-
um,“ segir Magnús Geir.
Eftir að hafa ítrekað komið að
lokuðum dyrum hjá leikhússtjóran-
um kveðst hann hafa vísað málinu
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Úr Kysstu mig Kata í Borgarleikhúsinu.
Ekkí villast
Fjölbreytt úrval
korta í kortadeild
Eymundsson
LANDMÆUNGAR .
ÍSLANDS
Morgunblaðið/Sverrir
Úr Stjörnum á morgun-
himni í Iðnó.
til leikhúsráðs. „Leikhúsráð fól Þór-
hildi að finna lausn á málinu en hún
virðist hins vegar enn hunsa tilmæli
leikhúsráðs,“ segir hann.
„Ekki mitt mál að
þær gæti sín ekki“
Málið horfir öðru vísi við Þórhildi
Þorleifsdóttur, sem kveðst ætla að
halda því til streitu að hafa sýningu
á Kysstu mig Kata á sunnudags-
kvöldið. Þegar hún er spurð hvort
það breyti engu að þær Jóhanna
Vigdís og Edda Björg séu með for-
gangssamning hjá Iðnó, segir hún:
„Þær eru Iíka með þannig samn-
ing hjá okkur. Þó að þær séu laus-
ráðnar eru þær báðar búnar að
þiggja laun hér frá því æfingar hóf-
ust í janúar, samkvæmt samningum
Leikfélags Reykjavíkur, og það er
auðvitað alveg afdráttarlaust. Þó að
það sé ekki orðað þannig hjá okkur
að LR hafi forgang þá stendur að
sýningar megi vera þriðjudaga,
miðvikudaga, fimmtudaga, föstu-
daga, laugardaga og sunnudaga."
Er Þórhildur með öðrum orðum
að segja að leikkonumar tvær hafi
samið af sér? „Já, því miður gerðu
þær það. En ég er ekki að halda því
fram að það hafi verið ásetningur
þeirra að skrifa undir tvo samninga
sem stangast á, heldur að það hafi
verið gert að vanhugsuðu máli,“
segir hún. „Þetta hefur aldrei kom-
ið upp áður og maður hefur ekki
einu sinni ímyndunarafl til að láta
sér detta þetta í hug - að þær taki
þegjandi og hljóðalaust hlutverk
hjá Leikfélagi Reykjavíkur með
samning í gildi annars staðar,"
heldur Þórhildur áfram.
Aðspurð hvort hún hyggist æfa
upp tvær nýjar leikkonur í hlutverk
þeirra Jóhönnu Vigdísar Ofj Eddu
Bjargar segir Þórhildur: „Eg verð
auðvitað að grípa til einhverra ráð-
stafana - en það næst ekki fyrir
sunnudaginn."
Uppselt eða ekki uppselt?
Hún segir það ekki rétt, sem
Magnús Geir heldur fram, að löngu
sé uppselt á sýninguna í Iðnó nk.
sunnudagskvöld. „Hann er búinn að
hafa fjölda tækifæra til að bakka
með þessa sýningu, sem var
bókstaflega ekkert selt á. Ég lét
kannaþað mál. Ég fékk fyrirtæki
úti í bæ til að leita eftir tilboði á
þessa sýningu, og þá var hægt að fá
75 miða. Þetta var fyrir viku,“ segir
Þórhildur, sem segir hins vegar
löngu uppselt á sýninguna á Kysstu
mig Kata á sunnudagskvöld.
Hún segist hafa boðið Magnúsi
Geir og félögum hjá Leikfélagi ís-
lands að hliðra til „þannig að við
færðum okkar sýningu aftar og þeir
sína framar - en það þiggur hann
ekki. Enginn, hvorki hann né aðrir,
deilir um forgangsrétt Leikfélags
Reykjavíkur að Sigrúnu Eddu, svo
eftir stendur það að hann getur
ekki haft sýningu á Stjömum á
morgunhimni án hennar. Og ég get
náttúrlega hvenær sem er upphafið
þann samning og bannað henni að
leika hjá Leikfélagi Islands - ef ég
kærði mig um að fara út í það.
Vegnaþess að leikarar hjá Leikfé-
lagi Reykjavíkur mega ekki leika
annars staðar nema með leyfi Ieik-
hússtjóra.
En ef Leikfélag Islands ímyndar
sér, eins og það hefur látið í veðri
vaka, að ég sé að þessu til þess að
selja fótinn fyrir þeirra starfsemi,
þá vil ég bara benda á að tvær fast-
ráðnar ieikkonur hjá Leikfélagi
Reykjavíkur hafa fengið leyfi til að
starfa hjá Leikfélagi Islands, auk
þess sem flestar sýningar Leikfé-
lags Islands era reknar að stærstum
hluta til með leikurum frá annað-
hvort Þjóðlcikhúsinu eða Leikfélagi
Reykjavíkur.
„Ég sé í blöðunum í dag að Magn-
ús Geir heldur áfram, nú er hann
farinn að auglýsa sýningar á kvöld-
um sem við erum fyrir löngu búin
að setja á sýningarskrá hjá okkur
og uppselt er á,“ segir Þórhildur.
Seint í gærkvöldi sagði Þórhildur
að hún gerði sér vonir um að lausn
fyndist á þessu dcilumáli í dag.
Fiskvinnsla
í fullum
gangi á
Seyðisfirði
Seyðisfírði. Morgunblaðið.
MIKIL og stöðug vinna hefur
verið í fiskvinnsluhúsi Skag-
strendings/Dvergasteins á
Seyðisílrði síðan á fimmtudag-
inn síðastliðinn. Eins og kom
fram í fréttum Morgunblaðsins
um mánaðamótin síðustu hafði
öllu starfsfólki í sjálfri vinnsl-
unni verið sagt upp kauptrygg-
ingu vegna hráefnisskorts sem
varð þegar togarinn
Gullver varð fyrir alvarlegri
bilun. Stjórnendum fyrirtækis-
ins tókst að úvega hráefni á
mörkuðum nú fyrir helgi. Lok-
ið hefur verið við viðgerð á
Gullveri og kom hann til hafn-
ar í gær með 118 tonn af fiski,
þorski, ufsa, ýsu og karfa. Af
þeim afla fara um 75 tonn til
vinnslu hjá Skagstrendingi/
Dvergasteini þannig að unnið
er í húsinu frá klukkan sex að
morgni til klukkan 17.
Utigangs-
lömb í
Hreppum
Syðra-Langholti. Morgunblaðið.
ÞRJÚ lömb fundust á laugar-
daginn í landi Skáldabúða í
Gnúpverjahreppi og voru
ótrúlega vel á sig komin eftir
þennan harða og grimma vet-
ur.
Trúlega hafa lömbin haldið
sig á barði eða landi þar sem
snjó hefur ekki fest lengi. Tvö
þeirra voru frá Laxárdal en
eitt frá Stóru-Háeyri á Eyr-
arbakka. Einnig fundust hræ
af tveimur lömbum sem trú-
lega hafa lent undir fönn.
Safnahúsið
verði Gróf-
arhúsið
BORGARRÁÐ hefur sam-
þykkt tillögu byggingarnefnd-
ar Tryggvagötu 15 um að húsið,
sem mun hýsa aðalbækistöð
Borgarbókasafns, Borgar-
skjalasafns og Ljósmyndasafn
Reykjavíkur, heiti Grófarhúsið.
I tillögunni segir að með
þessu heiti sé haldið til haga
örnefninu Gróf en víkin við
bryggjuna, þar sem húsið
stendur, hafi borið það nafn.
Með því að gefa húsinu þetta
nafn fáist einnig samhljómur
við heiti næsta húss, Hafnar-
hússins, sem hýsi aðra menn-
ingarstofnun.
Athugasemdir við hvala-
tegundir á lista CITES
Evniundsson
Kringlunni • sími: 533 1130 • fax: 533 1131
EIÐUR Guðnason sendiherra flutti í
gær ávarp fyrir íslands hönd á 11.
þingi aðildarríkja CITES, samnings-
ins um alþjóðlega verslun með dýr og
plöntur í útrýmingarhættu, sem nú
fer fram í Nairobi. Island gerðist aðili
að samningnum í byrjun apríl og tek-
ur nú í fyrsta sinn þátt í þingi aðildar-
ríkjanna sem fullgödur aðili.
Eiður sagði í ávarpinu að íslend-
ingar gerðu athugasemdir við ýmsar
tegundir sjávarspendýra innan lög-
sögu landsins, sem eru skráðar í við-
auka við samninginn sem tegundir í
útrýmingarhættu. Viðurkenndar vís-
indalegar rannsóknir hefðu hins veg-
ar leitt í ljós að umræddar tegundir
væru ekki í neinni hættu.
Fjöldi hvalastofna er á lista í við-
auka við samninginn þai' sem taldar
eru upp tegundir í útrýmingarhættu,
þar á meðal langreyður, sandreyður
og hrefna sem íslendingar veiddu áð-
ur en hvalveiðum var hætt fyrir tæp-
um áratug. Norðmenn hafa á undan-
fömum þingum CITES lagt til að
tveir hrefnustofnar í Norður-Atlan-
tshafi verði teknir af listanum og sett-
ir á annan lista yfir dýr sem heimilt er
að versla með afurðir af. Tillaga
Norðmanna var samþykkt með 57 at-
kvæðum gegn 51 á síðasta fundi en
náði ekki fram að ganga þar sem %
hluta atkvæða þarf. Þá vilja Japanir
að hrefnustofnar í Suðurhöfum verði
teknir af listanum.
Reuters-fréttastofan hefur eftir
Willem Wijnstekers, framkvæmda-
stjóra CITES, að ólíklegt sé að hval-
veiðiþjóðimar tvær fái vilja sínum
framgengt í Nairobi. Þær hafi snúið
sér til CITES þar sem þeim hafi mis-
tekist að fá Alþjóðahvalveiðiráðið til
að fallast á veiðar á hrefnu. CITES
verði hins vegar að taka ákvarðanir
sem samræmist ákvörðunum hval-
veiðiráðsins „Þar sem [þjóðimarj
hafa ekki náð markmiðum sínum inn-
an Alþjóðahvalveiðiráðsins eru þær
nú að reyna að beita CITES til þess.
En CITES getur ekki tekið fyrsta
skrefið varðandi hvali,“ er haft eftir
Wijnstekers.
Eiðm- áréttaði í ávarpi sínu að vís-
indalegar ástæður verði að liggja að
baki ákvörðunum um að setja ein-
stakar dýi'a- og plöntutegundir í við-
auka samningsins. Jafnframt verði
lögð áhersla á að starf samningsins
beinist að þeim tegundum dýra og
plantna sem vísindalegar niðurstöður
sýni að séu í útrýmingarhættu og sem
sé ógnað af alþjóðlegum viðskiptum.