Morgunblaðið - 12.04.2000, Síða 16

Morgunblaðið - 12.04.2000, Síða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Islenskur arkítektanemi valinn til þátttöku í leiðangri Tekur þátt í hönnun skóla í Himalaj afj öllunum UNGUR Islendingur í arkítekta- námi í Tækniháskólanum í Aachen í Þýskalandi, Aðalheiður Atladóttir, heldur í mikið ferða- lag í sumar til Tibet til að vinna að hönnun barnaskóla I afskekktu og frumstæðu þorpi I 4 þúsund metra hæð í Himalajafjöllunum. Förinni er heitið til þorpsins Sani, sem er um þúsund manna þorp á Ladakh-svæðinu í Tíbet. Engin nútima þægindi eru til staðar í þorpinu, s.s. rafmagn, sími, bað- aðstaða eða nútíma heilbrigðis- þjónusta. „Það tekur um tvær klukku- stundir að ganga eftir læknis- hjálp og menn mega gera sér að góðu að baða sig í á sem rennur nálægt Sani,“ segir Aðalheiður í samtali við Morgunblaðið. Hún er á þriðja námsári sínu í Tæknihá- skólanum I Aachen og var ásamt fjórum öðrum nemendum valin úr 15 manna hópi umsækjenda sem sóttu um að fá að taka þátt í verkefninu. Verkefnisstjóri er skólafélagi Aðalheiðar og verða því alls sex leiðangursmenn á aldrinum 24 til 26 ára í hópnum. „Mig hefur alltaf langað til að fara til Asiu, enda hef ég mikinn áhuga á ferðalögum og menningu framandi þjóða. Mér fannst einn- ig mikilvægt að fá tækifæri til að leggja mitt af mörk- um til að hjálpa fólki og öðlast nýja reynslu um leið.“ Strembið ferðalag upp í fjöllin Ferðalagið hefst í byrjun júní þegar flogið verður til Delhí á Indlandi, þaðan sem sexmenningarnir halda upp í fjöllin. „Að lokinni nokk- urra daga dvöl í Delhí, til að venjast loftslaginu, tekur við þriggja daga rútuferð til þorpsins Leh í rúmlega 3 þúsund metra hæð,“ segir Aðalheiður. „í Leh dveljum við í nokkra daga í aðlögunar- skyni og þar bíða okkar frumstæð mælingartæki sem við tökum með okkur til Sani. Þangað þurfum við að fara fótgangandi frá Lehi og nota uxa og hesta undir allt okkar hafurlask. Það tekur okkur eina viku að ganga upp til Sani þar sem við reisum tjaldbúðir sem verða heimili okkar næstu sex vikurnar." Verkefni Aðalheiðar og félaga hennar felst í þvi að mæla upp þorpið og teikna barnaskólann sem einnig á að gegna hlutverki klausturs og gisti- heimilis. „Við ætlum að mæla upp hvert einasta hús í þorpinu og mæla lóð fyrir barnaskólann til að fá samhengi í heild- arskipulagið í þorp- inu. Við gerum ráð fyrir því að þetta verði nokkuð tafsamt verk enda er tækja- kosturinn ekki af nýjustu gerð. Að Ioknu verkefninu höldum við síðan til Þýskalands á ný og vinnum áfram að hönnun barna- skólans í tengslum við nám okk- ar.“ Framkvæmdir við byggingu skólans, þegar nemendurnir hafa lokið hönnun hans ráðast síðan algjörlega af því hvernig til tekst með fjármögnun byggingarinnar sjálfrar. Til þess að byggja sjálf- an skólann þarf að koma til fjár- magn styrktaraðila sem Aðal- heiður og félagar hennar leita nú. Þeir sem hafa áhuga á að fræð- ast nánar um verkefnið geta sent tölvupóst til: himalayanCP- G@hotmail.com. Aðalheiður Atladóttir Minningartón- leikar fyrir hljóðfærasjóð TÓNLEIKAR á vegum Minn- ingarsjóðs Önnu Ingvarsdóttur verða haldnir í Isafjarðarkirkju á morgun, fimmtudagskvöld 13. apríl, klukkan 20.30. Ei'u þeir til fjáröflunar fyrir hljóðfærasjóð kirkjunnar. 8. apríl voru liðin 100 ár frá fæðingu Önnu en hún starfaði mikið að söng- og tón- listarmálum á Isafirði ásamt manni sinum, Jónasi Tómassyni organista. Flytjendur eru söngvararnir Sigrún Hjálmtýsdóttir og Berg- þór Pálsson og meðleikari þeirra er Jónas Ingimundarson píanóleikari. Á fyrri hluta tón- leikanna flytja þau lög eftir Sig- fús Halldórsson og á síðari hlut- anum lög úr vinsælum söngleikjum. Minningarsjóður Önnur Ingvarsdóttur var stofnaður ár- ið 1943 að frumkvæði Sunnu- kórsins á Isafirði og er tilgangur hans að styðja söngvara og hljóðfæraleikara til náms og starfa á Isafirði og efla tónlist- arlíf í Isafjarðarkirkju. Með stofnun minningarsjóðsins höfðu forráða- menn Sunnukórsins í huga að styðja áfram við tónlistarstarf Önnu og manns hennar. Anna féll frá árið 1943 aðeins 43 ára að aldri. Sigrún Hjálmtýsdóttir og Bergþór Pálsson syngja við undirleik Jónasar Ingimundarsonar á tónleikum í Isa- fjarðarkirkju á fimmtudagskvöld. Á tónleikunum verður jafnframt afhentur styrkur sjóðsins en hann hefur undanfarin ár stutt nokkuð á annan tug tónlistarmanna. Formað- ur minningarsjóðsins er Sigríður Lára Gunnlaugsdótth'. Þing Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Morgunblaðið/Ásdís Frá 8. þingi Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Vilja fulltrúa í Al- mannavarnaráð ÁTTUNDA þing Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningsmanna vai' haldið dagana 7.-9. apríl sl. Einn- ig var haldin námstefna 7. apríl um brunavarnir og sjúkraflutninga á nýrri öld. Formaður til tveggja ára var endurkjörinn Guðmundur Vignir Óskarsson, Reykjavík, og varafor- maður Jón Guðlaugsson, Brunavöm- um Suðumesja. Fjölmargar samþykktir vom gerð- ar á Aðalþingi LSS, m.a. er því beint til stjómvalda að slökkviliðsstjórar fái fulltrúa í Aimannavarnaráði ríkis- ins. Þingið leggur áherslu á að bætt verði úr því ástandi sem ríkir í sjúkraflugi á landsbyggðinni og að keypt verði sérhönnuð sjúkraflugvél ætluð til þessa verkefnis. Tekið er undir þær hugmyndir sem fram hafa komið um að stórefla sjúkraflug frá Akureyri og em stjórnvöld hvött til að ganga til útboðs hið fyrsta og leggja til nauðsynlegt fjármagn þannig að lausn fáist á þessum miklá vanda. Fagna frumvarpi um brunavarnir Aðalþing LSS fagnar framkomnu framvarpi til laga um bmnavarnir og hvetur til þessa að fmmvarpið verði að lögum strax í vor. I ályktun þings- ins segir: „Fmmvarpið felur í sér fjölmargar endurbætur á löggjöf um bmnavarnir og færir hana að mörgu leyti til nútíma vegar. Það er sérstakt fagnaðarefni, verði fmmvarpið að lögum, að óvissu verði eytt hvað varð- ar stöðu slökkviliðanna gagnvart mengunaróhöppum á landi. Lögin kveða jafnframt á um mikilvægar umbætur á stöðu og starfsemi eld- varnaeftirlits sveitarfélaga sem vora fulltímabærar.“ Þingið lýsir ánægju sinni með það að staða Bmnamálaskólans verður tryggð í lögum, nái fmmvarp til laga um bmnavamir fram að ganga. Lögð er áhersla á að Branamála- skólinn verði efldur til muna og öll starfsemi samræmd enn frekar. Jafn- framt er lögð áhersla á, að bæta stöðu skólans á landsbyggðinni enn frekar. Einnig hvetur þingið Samband ísl. sveitarfélaga til að kom að sameigin- legri kröfu með LSS til heilbrigðis- ráðuneytisins og umhverfisráðuneyt- isins, að veitt verði íjármagn tU að standa straum af kostnaði við bak- vaktir slökkviliða vegna vinnu við björgun fólks úr bílflökum. Þingið leggur áherslu á að stjórn- völd greiði fyrir endurnýjun á tækja- búnaði slökkviliðanna í landinu og lagt er til við fjármálaráðherra að sú upphæð sem ætluð er til niðurfelling- ar gjalda eigi eingöngu við þegar bif- reiðar og tækjabúnaður er yngri en lOára. Lögmenn ekki taldir hafa sýnt vanrækslu HE RAÐSDOMUR Reykjavíkur hef- ur sýknað fyrrverandi rekstraraðila lögfræðistofú og dóttur hans, núver- andi rekstraraðila sömu stofu, af kröfum konu á þrítugsaldri, sem taldi lögfræðistofuna ekki hafa gætt hags- muna sinna sem skyldi varðandi bótarétt sinn vegna meiðsla sem hún hlaut í vinnuslysi í frystihúsi í Höfn- um á Reykjanesi árið 1989, þá fimm- tán ára að aldri. Konan, stefnandi, krafðist 4,9 milljóna króna skaðabóta úr hendi beggja stefndu fyrir aðgerðarleysi og vanrækslu, m.a. á þeim forsendum að yfirgnæfandi líkur hefðu verið fyrir skaðabótaábyrgð frystihússins vegna slyssins, eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær. Tildrög slyssins vora þau að sjó- stakkur konunnar festist í færibandi aftan við flatningsvél með þeim af- leiðingum að hönd hennar dróst inn í færibandið. Varanleg örorka konunn- ar var metin 20% og fór lögmaður hennar, stefndi, þá fram á skaðabæt- ur úr hendi frystihússins fyrir hönd skjólstæðings síns. Kom þá í ljós að frystihúsið hafði ekki ábyrgðartrygg- ingu hjá tryggingafélagi og nokkra síðar var skaðabótakröfu konunnar hafnað. Frystihúsið var lýst gjald- þrota í ágúst 1994. Stefndi, lögmaður konunnar, ósk- aði eftir nýju örorkumati og nýrri læknisskoðun þar sem lögmenn frystihússins töldu að afleiðingar slyssins væm ekki eins alvarlegar og málsgögn gæfu til kynna. Að sögn stefnda tók hins vegar drjúgan tíma að afla gagna fyrir konuna þar sem erfitt var að vinna að málum fyrir hana. Stefndi hætti síðan lög- mennsku nokkmm vikum áður en nýja örorkumatið kom. Er konan stefndi lögmönnunum tveimur fyrir dóm reisti hún bóta- kröfur sínar á því að stefndi, lögmað- ur sinn, hefði sýnt aðgerðaleysi með því að hefjast ekki handa um máls- sókn á hendur frystihúsinu um leið og skaðabótakröfunni var synjað. Þá sakaði hún bæði stefndu um að hafa sýnt aðgerðaleysi með því að þing- festa ekki stefnu þá sem stefnda rit- aði. Ekki talið tímabært að birta stefnuna Fram kom fyrir dómi hjá þeim stefnda lögmanni sem hér var átt við, þ.e. dóttur fyrrnefnda lögmannsins, að þrátt fyrir að uppkast að stefnu hefði legið fyrir í ágúst 1993 hefði ekki verið tímabært að birta hana fyrr en unnt hefði verið að byggja á nýrra örorkumati en þá lá fyrir. Osk- að hafði verið eftir nýju örorkumati þar sem síðara matinu hafði verið hafnað af Tryggingastofnun nTdsins. Ekki hefði þótt forsvaranlegt að sækja málið á gmndvelli annars ör- orkumats en lagt yrði fyrir Trygg- ingastofnun. Kvaðst stefnda á þess- um tíma hafa kannað fjárhagsstöðu frystihússins og komist að því að það hefði ekki burði til að greiða skaða- bætur. Þar sem ríkisábyrgð á kröf- unni hefði fallið niður hefði þótt raun- hæft og skaðlaust að óska efth' nýju mati, færi svo að eitthvað rofaði til með fjárhagsstöðu frystihússins. Stefndi sagði m.a. í greinargerð sinni að þau sjónarmið lögmanna frystihússins að afleiðingarnar sem metnar hefðu verið í örorkumati kon- unnar ættu e.t.v. ekki allar rót að rekja til slyssins hefðu m.a. valdið því að stefnan var ekki þingfest þar sem talið vai- rétt að afla nýs mats. Konan, stefnandi, taldi að ekki hefðu verið viðhöfð forsvaranleg vinnubrögð þegar kröfu hennar var lýst í þrotabú frystihússins. Engar skýringar hefðu komið fram á því hví stefnda hefði ekki lýst kröfu í þrota- búið fyrr en mánuði eftir að frestur til kröfulýsingar rann út. Þá virtist yfir- taka stefndu á máli konunnar eftir að stefndi hætti störfum ekki í samræmi við lög enda hefði ekki verið leitað samþykkis konunnar eða henni til- kynnt um yfirtökuna. Stefndi sagði m.a. í fyrrnefndri greinargerð sinni að ekki hefði verið sýnt fram á það í málinu að konan hefði orðið fyrir fjártjóni sem leitt gæti til skaðabótaábyrgðar sinnar. I niðurstöðum dómara kom m.a. fram að skaðabótaábyrgð stefndu yrði aldrei jafnað við skaðabóta- ábyrgð frystihússins á tjóni konunn- ar. Dómari féllst ennfremur á þær málsástæður stefnda, að nauðsynlegt hefði verið að fresta málssókn og kanna fyrrnefnd sjónarmið lögmanna fi-ystihússins um að örorka konunnar væri e.t.v. ekki vegna slyssins. Ákall um samgöngu- bætur á Vestfjörðum SVEITARFELOGIN í Barða- strandasýslu og Dalasýslu hafa sent samgönguráðherra og Alþingi ákall um úrbætur í vegamálum í sýslunum. I ákallinu segir að sveitarfélögin eigi vemlega undir högg að sækja og að byggðaþróunin þar hafi verið mjög neikvæð, íbúum fækkað og atvinnu- starfsemi verið einsleit. Þá segir að forsenda þess að framtíð sveitarfélag- anna verði tryggð sé að Vestfjarða- vegur verði byggður upp sem heils- ársvegur. Sveitarstjómir á svæðinu leggja því til að fyrstu skrefin í átt að bættum samgöngum verði það að vor- ið 2000 verði vegur um Bröttubrekku, um 11,5 km, boðinn út í heilu lagi og að vorið 2001 verði vegur um Kletts- háls, frá Vattamesi að Múla í Kolla- firði og er 22-25 km langur, jafnframt boðinn út í einu lagi. Þá verði Vest- fjarðavegur milli Brjánslækjar og Bjarkalundar settur á snjómoksturs- áætlun þrjá daga í viku næsta haust. Einnig er lagt til að árin 2000-2002 verði unnið að rannsóknum á veg- stæðum frá Skálanesi að gatnamótum Vestfjarðavegar og Reykhólasveitar, m.a. jarðgöngum undir Þorskafjörð, og leiðin boðin út í vorið 2003.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.