Morgunblaðið - 12.04.2000, Síða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Kvikmyndaskóli íslands sendir bæjarráði
Kópavogs erindi
Kvikmyndaskólinn fái
inni í gamla holds-
veikraspítalanum
Kópavogur
KVIKMYNDASKÓLI ís-
lands hefur sent bæjarráði
Kópavogs erindi þar sem lagt
er til að Kópavogsbær festi
kaup á húsi á lóð Kópavogs-
hælis, sem áður hýsti holds-
veikraspítala, og geri saming
við skólann um að hann fái að
hafa starfsemi sína í húsinu.
Húsið var teiknað af Guð-
jóni Samúelssyni árið 1925 og
er í eigu ríkisins, en starfsemi
þar hefur legið niðri um nokk-
urt skeið. í erindi Kvik-
myndaskólans er þess farið á
leit við Kópavogsbæ að hann
semji við ríkið um yfirtöku
hússins, setji fjármagn í end-
urgerð þess og semji við
Kvikmyndaskólann um að
skólanum verði lánað húsið
gegn því að þar verði haldið
uppi virkri menningarstarf-
semi. Bent er á að endurgerð
þessa gamla fallega húss með
nýrri og áberandi starfsemi
geti haft mikil og jákvæð áhrif
á bæjarbraginn.
Kennslustofur, kvik-
myndabdkasafn og fleira
í erindi Kvikmyndaskólans
er greint frá því hvernig koma
mætti starfsemi skólans fyrir
í húsinu. Kennslustofur yrðu
tvær, einnig yrði þar kvik-
myndabókasafn og stofa með
myndbandstækjum, sem og
vinnuaðstaða með tölvum til
að klippa, hljóðver og tækja-
geymslur. Telur skólinn að
mjög litlar breytingar þyrfti
að gera á húsnæðinu til að
fella það að starfsemi hans og
að þessi hljóðláti staður falli
einkar vel að kvikmyndagerð.
Hugmyndin kviknaði þegar
nemendur Kvikmyndaskólans
voru við upptökur í húsinu
nýverið. I erindinu er bent á
að ástæða þess að húsið
standi autt og því sé ekkert
viðhaldið sé sú að þar vanti
starfsemi. Húsið sé gamalt og
fullnægi ekki ýmsum þeim
skilyrðum sem til dæmis séu
gerð til reksturs sjúkrastofn-
ana en henti hins vegar starf-
semi Kvikmyndaskólans afar
vel.
Áform um að auka starf
Kvikmyndaskólans
í erindinu er gi-eint frá
áformum sem uppi eru um að
auka starf Kvikmyndaskólans
verulega. Annars vegar sé
ætlunin að bjóða öllum stigum
skólakerfisins upp á kennslu í
kvikmyndagerð og notkun
myndmiðla og hins vegar sé
stefnt að því að bjóða upp á
tveggja ára nám í alhliða
kvikmyndagerð frá næstu
áramótum, í samstarfi við
Rafiðnaðarskólann meðal
annarra.
Erindi Kvikmyndaskólans
var tekið fyrir á síðasta fundi
bæjarráðs en afgreiðslu þess
var frestað til næsta fundar,
sem er á morgun.
Morgunblaðið/Ásdís
| ® P Wm\ ' , •'%;
K' w
Gallup könnun: Viðhorf til miðborgarsvæðisins
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
10.
Jákvæðast við miðborg Reykjavíkur
Tjörnin og nágrenni
Mannlíf, stemming
Falleg, snyrtileg, hrein
Almennt góð
Skemmtanlíf
Verslanir
_______12%
7%
7% Viðhald gamalla húsa
| 7%
6%
6% Einstakar götur, hverfi
5% Saga, gamall bær
4% Ekkert sérstakt
Erfiðleikar við að fá
bílastæði á
miðborgarsvæðinu?
Erfitt
Auðvelt
- 9% Hvorki né
Gjaldtaka eða ókeypis
bílastæði?
22%
13%
I 12%
12%
11%
| 9% Þrengsli, of margir bílar
5% Byggingar Ijótar
3% Mengun
13% Umferðin
3% Lélegt mannlíf
3% Hættuleg umferð, slys
Mikilvægasta í þjónustu strætisvagna
Tíðar ferðir
Stundvísi
31%
126%
Leiðakerfið
12%
7% Þjónustulund, kurteisi
6% Að þeir séu til staðar
5% Komist á leiðarenda
5% Að ekki sé of dýrt í strætó
2% Ekkert sérstakt
2% Betri tenging við nágr. sveitarfél.
10. M 1 % Aukin þjónusta um nætur
Gjaldtaka
Ókeypis
Uppbygging gatnakerfis fyrir
umferð einkabíla eða
almenningssamgangna?
Fyrir einkabíla
Fyrir
alm.samgöngur
Laugavegurinn sem
göngugata?
Sammála
Ósammála
- 5% Hvorki né
Gallup gerir könnun meðal borgarbúa vegna
þróunar miðborgarinnar
Um 55% borgarbúa vilja gera
Laugaveginn að göngugötu
Midborg
f KÖNNUN, sem Gallup
gerði fyrir Þróunaráætlun
miðborgar Reykjavíkur og
borgaryfirvöld styðjast við
til að móta framtíðarstefnu í
samgöngumálum miðborg-
arinnar, kemur meðal ann-
ars. fram að uin 22% íbúa
höfuðborgarinnar telja næt-
urlíf, ólæti og skrfl það nei-
kvæðasta við miðborgina.
Anna Margrét Guðjóns-
dóttir, verkefnisstjóri Þró-
unaráætlunarinnar, sagði að
í framtíðarstefnunni, sem
verður kynnt í maí eða júní,
yrði m.a. tekið mið af við-
horfum íbúanna, en hún
sagði athyglisvert hversu
margir hefðu nefnt eitthvað
umferðartengt sem neikvætt
við miðborgina.
I könnuninni kemur einnig
fram að um 55% íbúa borgar-
innar telja að Laugavegur-
inn eigi að vera göngugata
og nánast sama hlutfall telur
að uppbygging gatnakerfis
miðborgarinnar skuli frekar
taka mið af almennings-
samgöngum en einkabflnum.
Um 72% íbúa Reykjavíkur
finnst erfitt að fá bflastæði á
miðborgarsvæðinu.
Foreldrafélag leikskólans Marbakka gerir athugasemdir við aðstöðu og aðbúnað leikskólans
Morgunblaðið/Ásdís
Foreldrafélag lcikskólans Marbakka telur lýsingu á lóð skólans vera mjög ábótavant.
itt fyrir starfsfólk leikskól-
ans að fylgjast með börnun-
um að leik úti á veturna.
Auk þess er þetta til óþæg-
inda fyrir börnin við leik í
skammdeginu og verður að
telja að vegna þessa sé
nokkur slysahætta, þar sem
börnin sjá illa til og hætta
er á að þau hrasi o.s.frv.“
Foreldrar vilja líka að
gerðar verði ráðstafanir
vegna unglinga sem gjarnan
safnast saman á lóð skólans
á kvöldin.
Börn hafa
fundist niðri
/ #»• ••
í fjoru
Kópavogur
FRAGANGUR á hliði leik-
skólans Marbakka í Kópa-
vogi er þannig að börn eiga
auðvelt með að opna það að
innanverðu með því að klifra
upp á það og eru dæmi þess
að börn hafi horfið af lóð
leikskólans og jafnvel fund-
ist niðri í fjöru. Þetta kemur
fram í erindi sem foreldrafé-
lag leikskólans sendi bæjar-
stjórn í lok síðasta mánaðar
en þar eru gerðar athuga-
semdir við aðstöðu og að-
búnað og úrbóta krafist.
„Vart þarf að taka fram
hversu mikil hætta er þessu
samfara," segir í bréfinu.
„Afar brýnt er að gerðar
verði lagfæringar eða breyt-
ingar á hliðunum þannig að
•börnum sé ekki kleift að
opna þau.“
Glerbrot og sígarettu-
stubbar á lóðinni
Foreldrafélagið bendir á
að lýsingu á lóð skólans sé
verulega ábótavant og hún
verði að teljast með öllu
ófullnægjandi.
„Af þessum sökum er erf-
„Er oft að finna á lóð
leikskólans glerbrot og síg-
arettustubba og þarf vart
að taka fram að af þessu
stafar, auk óþrifnaðar,
hætta fyrir börnin. Má ætla
að lítil lýsing á lóðinni eigi
þátt í að skapa þær aðstæð-
ur að unglingar safnist þar
gjarnan saman til að reykja
og drekka. Þó verður
vandamál þetta sennilega
ekki leyst nema með til-
komu einhvers konar gæslu
svæðisins."
Þá vill foreldrafélagið
vekja athygli á þeirri nauð-
syn að setja net yfir sand-
kassana til að halda köttum
frá þeim. Jafnframt vekur
foreldrafélagið athygli á
því að í leikskólanum er
eingöngu ein símalína og
eiga foreldrar af þeim sök-
um oft afar erfitt með að ná
símasambandi við leikskól-
ann.
„Er æskilegt að a.m.k.
tvær símalínur séu í skólan-
um,“ segir í bréfi foreldrafé-
lagsins.