Morgunblaðið - 12.04.2000, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 12.04.2000, Qupperneq 26
26 MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar á aðalfundi félagsins í gær Tryggingafélögin gerð tortryggileg' Morgunblaðiö/Jim Smart Gunnar Felixson, forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar hf., í ræðustól á aðalfundi félagsins í gær. GUNNAR Felixson, for- stjóri Tryggingamið- stöðvarinnar, sagði í ræðu á aðalfundi félagsins í gær að ólíðandi væri að eftirlitsaðili færi fram með yfirlýsingai' sem sáð gætu fræjum tortryggni hjá viðskiptavin- um og almenningi í garð félagsins. Lét Gunnar þessi orð falla í umfjöll- un um nýlega fréttatilkynningu Fjármálaeftirlitsins vegna hugsan- legrar hækkunar tryggingarfélag- anna á iðgjöldum bflatrygginga. Sagði hann að vátryggingarfélög- in hefðu verið gerð tortryggileg vegna aðgerða sem þau myndu hugsanlega grípa til vegna erfiðleika í rekstri bflatrygginga, en engin ákvörðun eða yfirlýsing lægi fyrir um. „Rétt er líka að benda á að út- sending fréttatilkynningar var gerð í kjölfar mótmæla og árása fram- kvæmdastjóra Félags íslenskra bif- reiðaeigenda á tryggingafélögin, þannig að líklegt má telja að almenn- ingur meti tilkynninguna sem stuðn- ing eftirlitsins við ómálefnalegan málflutning hans. Tryggingamiðstöðin hefur ávallt lagt fram rökstuðning til eftirlitsins þegar félagið hefur gert umtalsverð- ar breytingar á iðgjöldum í lögboðn- um ökutækjatryggingum og enga at- hugasemd fengið þess efnis að framlögð gögn félagsins hafi ekki verið fullnægjandi. Ennfremur hef- ur félagið sent viðskiptavinum sínum bréflega upplýsingar um iðgjalda- breytingar og ástæður. Þá hefur fé- lagið sent frá sér upplýsingar til fjöl- miðla varðandi ástæður iðgjalda- breytinga,“ sagði Gunnar. Ekkert heyrst af athugun Samkeppnisstofnunar I ræðunni vék hann að þeim breytingum sem urðu á skaðabóta- lögum á síðasta ári. „Breytingar þessar leiddu til hækkunar bóta og þar með kostnaðarauka fyrir vátr- yggingafélögin. Samkvæmt útreikn- ingum Tryggingamiðstöðvarinnar þýddu þessar breytingar einar og sér að iðgjöld bflatrygginga þyrftu að hækka um 25%. Þessi stutti fyrir- vari á gildistöku lagabreytinganna olli félaginu verulegu tjóni þar sem flestar bflatryggingar eru gefnar út til eins árs og því félaginu ókleift að fá iðgjöld fyrir áhættuaukann á tímabilinu frá 1. maí til loka trygg- ingatímabilsins." Gunnar sagði að í kjölfarið á hækkunum á bílatryggingaiðgjöld- um í júní sl., vegna lagabreytinga og taprekstrar í greininni, hefðu fylgt miklar ásakanir á tryggingafélögin um ósanngjörn iðgjöld. Fullyrt hefði verið að hækkanirnar hefðu engan rétt átt á sér og tryggingafélögin hefðu verið ásökuð um samráð. „Stjórnmálamenn, neytendasamtök og ólíklegustu aðilar í þjóðfélaginu risu upp og óskuðu eftir rannsókn á iðgjaldshækkuninni, alveg hissa á þeirri ósvinnu að hækkun skaðabóta þýddi hærri iðgjöld. Fjármálaeftir- litið tók iðgjaldsákvörðunina til skoðunar og var niðurstaða þeirra sú að ekki væri tilefni til aðgerða vegna hækkunar iðgjaldsins. Þá tók Sam- keppnisstofnun iðgjaldsákvörðunina til skoðunar en ekkert hefur heyrst af þeirri athugun," sagði Gunnar. Fram kom í máli hans að mikil vinna hefði farið fram hjá Trygg- ingamiðstöðinni undanfarið til að greina orsakir síhækkandi tjóna bílatrygginga umfram þær hækkan- ir sem sjálfkrafa fylgdu breytingu skaðabótalaganna. Niðurstöðumar væru þær að helstu ástæður væri að rekja til aukinnar tjónatíðni, hækk- andi bóta vegna launáþróunar í land- inu, hækkandi bóta vegna hærri fjárhagslegrar örorku í örorkutjón- um, og meiri þátttaka fólks á vinnu- markaði. Góðærið skýrir tap bílatrygginga að hluta „En skoðum aðeins nánar þessar niðurstöður. Ég held að engum, sem fylgst hafa með fréttum undanfarin misseri, komi á óvart að um aukna tjónatíðni sé að ræða. Hins vegar held ég að almenningur geri sér ekki grein fyrir hve mikil áhrif launa- hækkanir í landinu hafa á afkomu þessarar greinar. Það er vel að efna- hagsbatinn hafi skilað landsmönnum kaupmáttaraukningu sem mælist í tugum prósenta en þá þarf líka að taka með í reikninginn að slysabæt- ur hækka samsvarandi. Það má því segja að góðærið skýri að hluta tap bflatrygginganna," sagði Gunnar. Hann sagði að hækkandi bætur vegna hærra örorkumats hefðu veruleg áhrif haft. Óskiljanlegt væri að í þjóðfélagi þar sem sífellt fleiri einstaklingar stundi létta líkamlega vinnu skyldi samantekt sýna að á undanfömum misserum hefði orðið veruleg hækkun fjárhagslegrar ör- orku samanborið við læknisfræði- lega örorku. Ekki væri sjáanlegt að einkenni slysanna, sem metin hafa verið undanfarið, væru öðruvísi en áður og því ekki hægt að útskýra hækkun örorkunnar með þeim hætti. Gunnar taldi það mikið áhyggju- efni hvernig umræðan í þjóðfélaginu um iðgjöld bflatrygginga hefði þróast á undanförnum árum. „Tryggingafélögin bera sjálfsagt hluta ábyrgðar þar á sem að mínu mati má að stærstum hluta rekja til mistaka sem stærsta tryggingafélag landsins gerði í kjölfar þess að erlent vátryggingafélag kom inn á markað- inn 1996 og boðaði stórfellda lækkun bifreiðatrygginga. íslensku trygg- ingafélögin höfðu þá ekki talið for- sendu fyrir því að lækka iðgjöld sín heldur töldu þau frekar eiga að hækka þau vegna breytinga á skaða- bótalögum um mitt sumar 1996. Stjórnendur Tryggingamiðstöðvar- innar voru eindregið þeirrar skoðun- ar að iðgjaldsákvörðun hins erlenda keppinautar stæðist engan veginn en þegar stærsta tryggingafélag landsins brást hins vegar við með því að lækka iðgjöld bifreiðatrygginga um rúmlega 20% þá neyddust önnur félög, af markaðsaðstæðum, til að lækka sín iðgjöld líka, þar á meðal Tryggingamiðstöðin. Þessi skyndi- legu sinnaskipti urðu til þess að gera tryggingafélögin ótrúverðug í þjóð- málaumræðunni. Engu breytir þó nú sé Ijóst að forsendur iðgjaldalækk- unar árið 1996 voru aldrei til staðar, enda hafa bflatryggingar verið rekn- ar með miklu tapi og tryggingafélög- in átt undir högg að sækja og verið tortryggð allar götur síðan þá,“ sagði Gunnar. Tap tryggingafélaganna af öku- tækjatryggingum 1.630 miiljónir Tap Tryggingamiðstöðvarinnar á lögboðnum ökutækjatryggingum nam 300 milljónum króna, en þegar tekið er tillit tfl breytinga á útjöfn- unarskuld er tap ársins í þeirri grein um 550 milljónir; áð því er fram köm í máli Gunnar. Hann sagði að þegar teknar væru saman sambærilegar afkomutölur þriggja stærstu trygg- ingáfélaganna væri tap þeirra sam- tals um 1.630 milljónir. „Það ætti því engum að koma á óvart að nauðsyn- legt er að gripið verði til aðgerða til þess áð rétta af afkomu greinarinn- ar. Augljóst er að iðgjöld bflatrygg- inga skipta alla þjóðina miklu máli. Það hlýtur hins vegar að vera eðlileg krafa að rök fyrir iðgjaldsákvörðun verði metin málefnalega en ekki í þeim slagorða- og ásökunarstfl sem því miður einkennir þjóðmálaum- ræðu um tryggingastarfsemi." Gunnar sagði að Tryggingamið- stöðin myndi gera allt það sem hægt væri til þess að iðgjöld bflatrygginga yrðu eins lág og mögulegt væri, en til lengdar yrði iðgjaldið óhjákvæmi- lega að taka mið af tjónaþunga greinarinnar. Ahrifaríkasta leiðin til lægri iðgjalda yrði þó ávallt sú að all- ir þátttakendur í umferðinni samein- uðust um að fækka árekstrum og slysum. „Miðað við þær upplýsingar sem ég hef nú um bókfærð iðgjöld 1999 er markaðshlutdeild Tryggingamið- stöðvarinnar í frumtryggingum 27% og er félagið þriðja stærst á eftir Sjóvá-Almennum tryggingum, sem er með 36,6%, og VIS, sem er með 33,5%. Ólíðandi að erlendir aðilar gefi engar upplýsingar Eitt erlent félag hefur sett upp útibú hér á landi og starfar það fyrst og fremst á sviði líf- og lífeyristrygg- inga en þar fyrir utan starfa hér tug- ir vátryggingamiðlara sem bjóða Is- lendingum bæði líf- og skaða- tryggingar á vegum erlendra tryggingafélaga. Takmarkaðar upp- lýsingar liggja fyrir um árangur þessara aðila hér á landi, það er ólíð- andi með öllu að erlendir aðilar sem hér staría komist upp með að gefa engar upplýsingar um rekstur sinn og afkomu af starfsemi hér á landi sem þeim er þó skylt að gefa sam- kvæmt lögum. Það hlýtur að vera réttlætismál að gerðar séu sömu kröfur til allra aðila á samkeppnis- markaði," sagði Gunnar. Samfara fækkun innlendra félaga og innkomu erlendra vátryggingafé- laga hefur samkeppni aukist svo um munar, að því er fram kom í máli Gunnars. Sagði hann að veruleg raunlækkun hefði orðið á iðgjöldum í flestum greinum og hefði það orðið til þess að heildariðgjaldatekjur ís- lensku tryggingafélaganna hefðu hækkað hlutfallslega lítið á undan- fömum áram. „Þetta gerist á sama tíma og mikill uppgangur er í ís- lensku efnahagslífi. Að öðru jöfnu ættu miklar fjárfestingar í atvinnu- lífinu, svo og aukinn bflafjöldi lands- manna að þýða verulega auknar ið- gjaldatekjur en vegna óvæginnar samkeppni bera íslensku vátrygg- ingafélögin nú miklu meiri áhættu fyrir minni iðgjöld. Þetta er áhyggjuefni, því ég tel það augljóst að iðgjaldataxtar í sumum váti-ygg- ingagreinum, og þá sérstaklega í lögboðnum ökutækjatiyggingum, standi engan veginn undir greiðslum tjóna og kostnaðar,“ sagði Gunnai'. Að hans sögn hefur rekstur Tryggingamiðstöðvarinnar, það sem af er árinu 2000, verið vel viðunandi tjónalega en áætlar að áframhald- andi taprekstur verði á ökutækja- tryggingum þangað til takist að leið- rétta iðgjaldataxta þeirrar greinai'. Þar hafi enn ekki orðið breyting á og sé það sitt mat að ekki sé að vænta betri afkomu á þessu ári en var á liðnu ári. A aðalfundinum í gær var sam- þykkt að greiða hluthöfum 20% hlutafjár í arð. Fréttastofa Stöðvar 2 og1 Bylgj- unnar setur sér siðareglur KEA o g Kjötiðjan hafa selt hlut sinn í Kjötumboðinu KAUPFÉLAG Eyfirðinga og Kjötiðjan ehf. á Húsavík hafa selt hlutabréf sín í Kjötumboðinu hf. í Reykjavík og eru Kaupfélag Hér- aðsbúa á Egilsstöðum og Norð- vesturbandalagið á Hvammstanga l^jipendur bréfanna, en bæði fé- i%in! 4ttu fyrir hlut í Kjötumboð- inu. Öll þessi fyrirtæki áttu í samein- ingarviðræðum undir lok liðins árs, en þær viðræður skiluðu ekki ásættanlegri niðurstöðu. I kjölfar- ið hófust þreifingar þeirra á milli um það með hvaða hætti væri hægt að ná fram frekari hagræð- ingu í slátrun og kjötvinnslu hér- lendis, og með þeim viðskiptum sem nú hafa átt sér stað hafa línur skýrst í stöðu fyrirtækjanna á markaðnum. Eftir sem áður munu fyrirtækin hafa með sér nokkurt samstarf, m.a. í útflutningi á kjöti, að því er fram kemur í tilkynningu til Verð- bréfaþings íslands. Sameining Kjötiðnaðar KEA og Kjötiðjunnar ehf. Kjötiðjan á Húsavík var áður í eigu KÞ, en í janúar síðastliðnum keypti Kaupfélag Eyfirðinga 70% hlut í félaginu. Hömlur ehf., dótt- urfyrirtæki Landsbanka íslands, eiga 30%. Þann 1. júní næstkom- andi er stefnt að sameiningu Kjöt- iðnaðarsviðs KEA og Kjötiðjunnar ehf. í eitt félag, og er markmið þessarar sameiningar að ná fram sérhæfingu fyrirtækjanna og hag- ræðingu í rekstri. Fyrstu skref í þá átt hafa þegar verið stigin með sameiningu stórgripa- og svína- slátrunar félaganna á Akureyri en sauðfjárslátrun verður á Húsavík frá og með næsta hausti. FRÉTTASTOFA Stöðvar 2 og Bylgjunnar hefur sett sér siðareglur sem lúta að hlutabréfaeign og hluta- bréfaviðskiptum fréttamanna. Páll Magnússon, fréttastjóri, segir að meginástæða setningar regln- anna sé sú að hlutábréfakaup séu orðin algengt spariiaðarform, jafnt hjá fréttamönnum sem öðrum. „Sú staðreynd þótti mér að kallaði á sér- stakar reglur til þess að hafið væri yfir allan grun að menn á fréttastof- unni væru ekki að segja fréttir um félög eða þróun hlutabréfaverðs af einhverjum annarlegum hvötum. Þá á ég við fréttir sem einungis varða eigin hagsmuni viðkomandi frétta- manns,“ segir Páll og nefnir sem dæmi að fréttamenn séu í þeirri að- stöðu að geta talað verð bréfa á markaði upp eða niður. Aðspurður segir Páll að hann viti engin dæmi til þess að fréttamaður hafi misnotað aðstöðu sína með fyrr- greindum hætti. Hvatinn að setn- ingu reglnanna hafi einnig verið að einstaka fréttamenn á fréttastofunni leituðu til hans og tjáðu honum að þeii' ættu bréf í tilteknu félagi og því æsktu þeir þess að þurfa ekki að fjalla um málefni þess. „Þetta er í sjálfu sér engin nýjung, því hliðstæðar reglur eru í gildi víð- ast hvar í þeim löndum þar sem verð- bréfamarkaðir eru þróaðir," segir Páll. Siðareglurnar eru í þremur liðum og hljóða svo: „1. Starfsmenn frétt- astofu mega ekki fénýta sér, svo sem með kaupum eða sölu á verðbréfum, fjármálalegar upplýsingar, sem þeir starfa sinna vegna öðlast, fyrir opin- bera birtingu þeirra. Sömuleiðis er þeim óheimilt að miðla til annaraa slíkum upplýsingum áður en þær birtast almenningi. 2. Fréttamenn mega hvorki kaupa né selja, hvorki beint né óbeint fyrir milligöngu þriðja aðila, hlutabréf eða önnur verðbréf sem þeir hafa í starfi sínu fjallað um nýlega eða vita til að þeir munu fjalla um bráðlega. 3. Eigi fréttamaður, maki, sambýl- ingur eða börn hans, hlutabréf að mai'kaðsvirði 200 þúsund krónur eða meira í einstöku íslensku fyrirtæki ber honum að upplýsa fréttastjóra um slíka eign.“ Fréttamenn ieiti til fréttastjóra leiki vafi á túlkun reglnanna Um hvort til standi að setja viðlíka reglur fyrir aðra starfsmenn ís- lenska útvarpsfélagsins segir Páll að nokkuð mismunandi sé hvort nauð- syn sé á slíku eftir því hvaða störfum þeir sinni. Hann bendir þó á að siða- regluraar gildi einnig um aðra en fréttamenn sem vinni fyrir frétta- stofuna og kunni að öðlast ákveðna vitneskju sem áhrif geti haft á verð hlutabréfa. Páll segir að það sé á hendi frétta- stjóra að meta hvort starfsmaður brjóti í bága við reglurnar. Frétta- manna sé þó að leita til fréttastjór- ans geti vafi leikið á túlkun regln- anna í hvert og eitt skipti.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.