Morgunblaðið - 12.04.2000, Qupperneq 36
3>6 MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 2000
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Hárrétt
hugsun
Þeir uppskera hneykslun ogskelfingu,
sjaldan annað hjá eigin félögum
og í augnatilliti keppinauta skín
þórðargleðin yfir ófórum og klofningi
hinum megin.
r>
SÁ SEM fer á fótbolta-
leik í Frostaskjólinu,
er barinn og berfættur
Vesturbæingur og hef-
ur verið skráður í KR
daginn eftir skírnina hefur auð-
vitað aðeins eitt til málanna að
leggja þegar hugað ef liðið er að
berjast við til dæmis IBV. „Eyja-
menn, þið eigið leikinn!“
Það er að segja ef hann hefur
dottið á höfuðið og meitt sig tals-
vert. Engu skiptir þótt hann hafi
orðið fyrir hugljómun, ílnnist að
gamla liðið sitt leiki verri fótbolta
en beljur á svelli og Eyjamenn
ættu að hreppa alla titla sem hægt
er að veita þeim. Hér er það lið-
sandinn sem er í húfi en ekki ein-
hver sanngirni gagnvart and-
UIAUADE stæðingum
VIUHUKr eðakaltmatá
Fuj, j77Á7. færni manna í
5rr*" i-íS' ,
Ekki ímnst
mér það endilega vera merki um
ósjálfstæði þótt maður vilji vera í
hluti af einhverjum afmörkuðum
hóp sem aðgreinir sig frá öðrum
mannverum. Fótboltaliði eða
saumaklúbb. Það sem gerir sér-
hvert okkar að sjálfstæðri og ein-
stakri veru er vitundin um að
sumt eigum við sameiginlegt með
öllum en annað með hóp sem get-
ur verið lítill eða stór. Þetta er
hvorki gott né slæmt, aðeins stað-
reynd.
En jafnframt er í þessu fólgin
sprengihætta sem birtist í stríði
og annarri fólsku þegar einhverj-
um tekst að sannfæra nógu marga
um að „hinir“ séu fúlmenni sem
muni klekkja á okkur ef þeir fái til
þess tækifæri. Þess vegna sé viss-
ara að gera út af við þá í tæka tíð.
Leitin að óvini til að sameinast
gegn er hafin.
Eg get ekki gert að því að oft
dáist ég mikið í laumi að þeim sem
þora að segja það sem er alveg
bannað í þeirra liði og jafnvel öllu
samfélaginu. Þeim sem eru yfir-
leitt með allar réttu skoðanirnar,
fara með réttan trefil á völlinn,
kunna sig en gefa samt hópnum
sínum öðru hverju langt nef. Þeir
uppskera hneykslun og skelfingu,
sjaldan annað hjá eigin félögum
og í augnatilliti keppinauta skín
þórðargleðin yfir óförum og klofn-
ingi hinum megin.
Hópkenndin getur leitt okkur
afvega. Ef við stöglumst á því að
hér sé allt best, íslendingar allra
þjóða sterkastir, fegurstir gáfað-
astir er stutt í þá hugsun að svo
góða súpu megi ekki skemma með
því að hella út í hana einhverjum
framandi, erlendum jurtum. Eða
hvað?
Þannig hætta hrópin á vellinum
stundum að vera eins og hver ann-
ar saklaus leikur, bráðnauðsyn-
legt framhald af bernskunni. Þau
eru þá orðin grimmdaröskur
þeirra sem hafa hætt að reyna að
finna jafnvægi milli þess annars
vegar að finna til meiri samkennd-
ar með einum hóp en öðrum og
hins vegar að hata þá sem eru fyr-
ir utan. Og undirmálsfólk öðlast
von um að geta fengið útrás fyrir
vanmetakenndina með því að níð-
ast á einhverjum sem stingur í
stúf við umhverfið. Hvítum hrafni
til að flæma burt.
En það eru ekki bara slíkir
þursar sem þurfa að gæta sín á
hjarðhvötinni.
Þeir sem þruma gegn misrétti
kynþátta, kvennakúgun og fá-
tæktargildrum í þriðja heiminum
hafa í sjálfu sér rétt fyrir sér í því
sem mestu skiptir. Sumar skoðan-
ir eru óalandi og óferjandi, ef kyn-
þáttahatur er skoðun frekar en
ósjálfráð viðbrögð í mænu fremur
en heila er það ágætis dæmi. Eng-
inn heilvita maður veltir því fyrir
sér hvort það eigi rétt á sér. En
alls kyns rétthugsun er á hinn
bóginn að verða allt of fyrirferðar-
mikil á Vesturlöndum, í fjölmið-
lum og í háskólum. Bókmenntum
sem ekki samræmast tíðaranda er
miskunnarlaust breytt til að
þóknast þeim harðsnúna herra.
Umhverfissjónarmið fá menn til
að breyta leikriti eftir Brecht. í
Bandan'kjunum skálda menn upp
afreksmenn með svart hörund til
að jafna hallann í sögukennslu þar
sem flestar hetjurnar eru af aug-
ljósum ástæðum hvítar.
Lætin sem urðu í Evrópusam-
bandinu vegna Haiders og flokks
hans í Austurríki eru sennilega
eitt skýrasta dæmið um mátt
gagnrýnislausrar rétthugsunar á
seinni árum. Leiðtogar for-
ystuþjóða álfunnar gengu ber-
serksgang til að sýna hvað þeir
staðráðnir í að kæfa allan nasisma
í fæðingu. Fyrir nokkrum árum
voru ítalskir ný-fasistar í sam-
steypustjórn og engum fannst það
tiltökumál. Hvað eru það annað en
fordómar og hræsni að segja að að
það sem var í lagi á Italíu sé allt að
því glæpsamlegt í landi þar sem
fólk talar þýsku?
En vandinn er sá að allt of
margir upplýstir jafnaðannenn í
Evrópu þorðu ekki annað en taka
þátt í kórsöngnum. Þeir voru log-
andi hræddir við að viðurkenna
eigin breyskleika, horfast í augu
við að ríkisstjórnir undir forystu
þeirra hafa sums staðar gengið
hart fram í að stugga við innflutn-
ingi fólks frá öðrum löndum. Lög-
in og reglugerðirnar eru ekki með
orðalagi Haiders og annarra póli-
tískra himpigimpa sem róa á mið
lýðskrums og útlendingahaturs.
En framkvæmdin hefur breyst.
Þannig hafa Danir á undan-
fömum árum gerbreytt um stefnu
og snúa umsvifalaust við ferða-
löngum úr þriðja heiminum ef tal-
ið er að þeir séu að reyna að kom-
ast inn í landið án leyfis. Áður var
horft í gegnum fingur. Roskinn
lögreglumaður á Suður-Jótlandi
hætti nýlega störfum vegna þess
að honum mislíkaði harkan sem
honum var fyrirskipað að sýna í
starfi sínu. Honum fannst stefnan
ómannúðleg.
Ekki langar mig til að sanna að
ég sé sjálfstæður í hugsun og mik-
ið á móti allri pólitískri rétthugs-
un með því að leggja til að konan
haldi sig undir eldavélinni eða
hvernig einn af ráðherrunum okk-
ar nú orðaði þetta. Og heldur ekki
að byrja að fjasa um ímyndaða yf-
irburði hins íslenska kyns fram
yfir aðra mannastofna, rétt eins
og verið sé að fjalla um holdanaut.
En rétta svarið við vondum skoð-
unum og fordómum er ekki ein-
göngu að benda ásakandi á þá
sem mæla fyrir ósómanum heldur
ekki síður að horfa í eigin barm.
Atvik í menninguimi
Geir
Svansson
Hjálmar
Sveinsson
Kristján B.
Jónasson
BÆKUR
F r æ ð i r i t
ATVIK
Þijár bækur: Tengt við tímann: Tíu
sneiðmyndir frá aldarlokum, Lista-
verkið á tímum fjöldaframleiðslu
sinnar eftir Walter Benjamin og
Frá eftirmynd til eyðimerkur eftir
Jean Baudrillard. Bjartur og
Reykjavíkurakademían, Reykjavík
2000.104 bls., 87 bls. og 93 bls.
RÖÐ fræðilegra rita á vegum
Bjarts og Reykjavíkurakademíunnar
hefur litið dagsins ljós en hún nefnist
„Atvik“. Ritröðin lendir með nokkr-
um þunga í íslenskum fræðaheimi því
útgefin eru þrjú Atvik á einu bretti.
Hér eru á ferðinni smárit, um hund-
rað síður hvert, en hið fyrsta er ólíkt
hinum tveimui' að því leyti að um safn
ritgerða eftir íslenska höfunda er að
ræða en Atvik tvö og þrjú saman-
standa af þýðingum á erlendu fræði-
efni.
Tengt við tímann
Ritröðin er greind í fjóra megin-
flokka með atviksorðunum „nú“,
„þannig“, „þá“ og „þegar“. Fyrsta At-
viksbókin, „Tengt við tímann: Tíu
sneiðmyndir frá aldarlokum", fellur í
núið enda segir ritstjóri þess, Krist-
ján B. Jónasson, í inngangsspjalli
sínu að ritið sé „safn tíu texta þar sem
tíu manns reyna að finna taug milli
sín og samtímans." Þetta er gert með
ólíkum hætti, en bilið frá firæði-
greinum til óformlegra hugleiðinga
og endurminninga er spannað.
í greininni „Þegar ég uppgötvaði
að ég er sæborg" lýsir Ulfhildur
Dagsdóttir ferlinu sem leiddi upp-
götvunina í titlinum í Ijós, en
„sæborg“ er þýðing hennar á enska
orðinu „cyborg", sem merkir lífrænt
vélmenni. Um er að ræða líflega og
skemmtilega grein þar sem víða er
farið. Leikið er á mörkum fræðilegrar
orðræðu og óformlegrar hugleiðingar
og Úlfhildur sannar á nýjan leik að
hún er landsins kátasti íbúi hins póst-
módemíska ástands. Handan mark-
anna liggur grein Oddnýjar Eirar
Ævarsdóttur, „Taka til í herberginu
sínu - Samtíminn og ég“, en þar fjall-
ar hún um merkinguna í smáhlutun-
um sem fólk safnar í kringum sig í líf-
inu. Þegai' rótað er í þeim fer vitundin
á flakk og finnur sér hæli í hug-
myndasögunni.
Greinar Hjálmars Sveinssonar og
Eiríks Guðmundssonai' eru í formi
dagbókarbrota og lýsa báðar ákveð;
inni fiiringu frá heimaslóðunum. í
,jVð koma heim“ lýsir Hjálmar tilfinn-
ingunni við að stíga aftur á Islands-
grund eftir mai'gra ára fjaiveru en
Eiríkur segir frá því hvemig hann
ákvað einn góðan veðurdag að upplifa
hið klassíska sagnastef „að vitja upp-
mna síns“ og keyrir því í óðagoti til
æskuslóðanna á Vestfjörðum. Island
er skoðað úr nálægð og fjarlægð í
þessum greinum og margt framand-
gert á eftirtektarverðan hátt.
Grein Andra Snæs Magnasonar,
„Úthverfið mitt - Árbæjarhverfi"
gæti verið holl lesning fyrir þá sem
halda að utan við póstnúmer 101 blasi
við auðnin tóm. Eins og fram kemur í
inngangsspjalli ritstjóra era úthverfi
Reykjavíkur hvert um sig fjölmenn-
ari en stærsta sveitarfélagið utan höf-
uðborgarsvæðisins, Akureyri, og því
kannski tími til kominn að eðli og
sögu úthverfisins sé gaumur gefinn.
Við þessa gi'ein skapar framlag Auð-
ar Jónsdóttur, „Upplausn í aldarlok",
ákveðið mótvægi, en þar er mynd
bragðið upp af sumarstemmningu í
hjarta borgarinnar og ættu allar mið-
bæjarrottur að kannast við lýsinguna.
Greinin er á köflum bráðfýndin og í
raun afar glögg mannlífslýsing.
Hermann Stefánsson ritar fræði-
legustu grein bókarinnar, „Geðsmun-
ir“, en þar fjallar hann um þá hefð ís-
lenskrar sagnaritunar sem gerir
„einkennilegt fólk“ að viðfangsefni
sínu. Hermann vai'par fram þeiiri
hugmynd að í framandleika sínum sé
þetta fólk „aldarspegill afbrigðanna“,
að eitthvað í fari hinna ógæfusömu
furðufúgla „feli í sér möguleikann á
kvikum og óróum heimi“. Þetta er þó
aðeins einn þráður af nokkram í
áhugaverðri grein. ,JÍ-kynslóðin og
endalok sögunnar" eftir Armann Jak
obsson er af dálítið öðram toga en
einkennist sömuleiðis af skemmtileg-
um og framlegum fræðitökum. Þar
veltir Armann fyiir sér meintu „sögu-
leysi“ hinnar svokölluðu X-kynslóðar
(en það er hugtak sem nokkuð er á
reiki en á rætur að rekja til kanadíska
rithöfundarins Douglas Coupland) og
því hvort staðhæfingar um skerta
söguvitund hennar eigi við rök að
styðjast.
Markaðs- og neysluþjóðfélagið er
viðfang Kristjáns B. Jónassonar og
Jóns Karls Helgasonar en eftirfar-
andi setning í blaðafrétt: „Almenn-
ingur eyðir um efni fram þrátt fyrir
vamaðarorð forsætisráðherra“ er
kveikjan að grein Kristjáns „Hvað
varðar mig um þjóðarhag“, en þar er
fjallað um áróðurskennd orðræðu-
kerfi sem halda úrsérgengnum hug-
myndum á lífi. „Narkissus á hjólinu"
eftir Jón Karl er skondinn sambræð-
ingur heimspekilegrar og hagfræði-
legrar hugleiðingar um tísku- og
íþróttafyrirbærið „spinning" sem
tröllreið íslenskum líkamsræktar-
stöðvum fyrir nokkram áium. En
þótt greinarnar séu ólíkar eiga þær
ákveðna tortryggni í garð neyslu-
þjóðfélagsins sameiginlega ásamt því
að klæða alvarlegar hugleiðingar
hnyttnum og jafnvel fyndnum bún-
ingi.
Textarnh’ í Tengt við tímann eiga
samkvæmt ritstjóra að vera „vopn til
daglegs bráks, verkfæri til að nota
hér og nú til að skilja umhverfi sitt,
breyta því og umskapa". Þetta er
metnaðarfullt markmið en hið til-
raunakennda rit veldur ætlunarverki
sínu. Greinamar beina athygli les-
andans að Islandi dagsins í dag; sum-
ar vekja mann til umhugsunar en aðr-
ar era hrein skemmtilesning. Þótt
þær séu ólíkai' finna þær sér allar
ákveðinn snertiflöt við íslenskan
veraleika og saman skapa þær marg-
lita heild.
Bláa blómið í landi tækninnar
Önnur Atviksbókin er þýðing á
þremur greinum eftir þýska hugsuð-
inn og bókmenntafræðinginn Walter
Benjamin, „Höfundurinn sem fram-
leiðandi", „Saga Ijósmyndunar í
stuttu máli“ og „Listaverldð á tímum
fjöldaframleiðslu sinnar“. Ritstjóri er
Hjálmar Sveinsson og þýðir hann
Sögu Ijósmyndunar en hinar tvær
greinarnar, sem þýddar era af Árna
Oskarssyni og Örnólfi Thorssyni,
hafa verið gefnar út áður en birtast
hér í endurskoðaðri þýðingu.
Walter Benjamin er gjai'nan
nefndur í sömu andrá og Theodor
Adorno og Max Horkheimer enda
tengdust þefr allh' hinni þekktu fé-
lagsfræðirannsóknarstofnun sem að-
setur hafði í Frankfurt (Institut fúr
Sozialforschung) og kennd er við þá
borg. Starfsemi stofnunarinnar flutt-
ist til New York þegar nasistar kom-
ust til valda í Þýskalandi árið 1933 en
sjálfur lést Benjamin árið 1940 á
flótta undan nasistum við landamæri
Frakklands og Spánar.
Þótt greinamar séu allar áhuga-
verðar verður sú síðastnefnda, Lista-
verkið á tímum fjöldaframleiðslu
sinnar, að teljast mikilvægust enda
reynst lykilverk þegar að menningar-
fræðilegum rannsóknum kemur. Rit-
stjóri tekur einmitt fram í inngangi
sínum að greinin hafi verið „óþrjót-
andi brannur fyrir alla þá sem hafa
gert sér far um að skilja hvemig
tæknilegar nýjungar geta ekki aðeins
breytt listaverkinu í eðli sínu, heldm-
líka skynjun okkar og hugsunarhætti
Vika bókarinnar
Miðvikudagur
Borgarbókasafnið,
Bústaðasafn
Leikhúsið Tíu fingur sýnir Sólar-
sögur kl. 10.
Borgarbókasafnið,
Sólheimum
Elín Ebba Gunnarsdóttir og
Ágúst Borgþór Sverrisson lesa
frumsamdar smásögur. Þorvaldur
Már Guðmundsson leikur á klass-
ískan gítar. Kl. 17.
Mál og menning
I tilefni af viku bókarinnar verður
m.a. lögð sérstök áhersla á spennu-
sögur og mun starfsfólk Máls og
menningar á Laugavegi setja á svið
sína eigin spennusögu í gluggaút-
stillingu verslunarinnar. Dularfull-
ur glæpur er framinn og vísbend-
ingar sem leiða til lausnar
ráðgátunnar birtast í búðargluggan-
um til 14. apríl. Gestum og gangandi
er boðið að spreyta sig á rannsókn
málsins og verður dregið úr réttum
lausnum föstudaginn 14. apríl, en sá
sem afhjúpar glæpamanninn fær
veglega bókagjöf að launum.
Borgarbókasafn
Steinunn Sigurðardóttir rithöfun-
dur hefur skrifað upphaf smásögu á
heimasíðu safnsins, www.borgar-
bokasafn.is. Gestir era hvattir til að
botna söguna.
Hið íslenska glæpafélag
Aðalfundur félagsins verður kl.
20.30 á leyndum stað. Auk venju-
legra aðalfundarstarfa verður flutt
erindið: Raðsaga - keðjusaga. Bók-
menntafræðileg hugtök í umræðu
um afþreyingarsögur.
Gerðuberg
Upplestur af snældum.
Bókasafn Kópavogs
I sögustund fyrir 3-6 ára verða
lesnar spennusögur fyrir börn kl. 10
og kl. 14. Sögustundir fyrir þennan
aldursflokk eru alla miðvikudaga
frá október til maí kl. 10 og 14.
Höfði
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri afhendir Barnabóka-
verðlaun Reykjavíkur 2000 í Höfða
kl. 20.30 í dag. Verðlaunin eru veitt
fyrir frumsamið verk og þýðingu.