Morgunblaðið - 12.04.2000, Page 40
,40 MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Laxapest
í Færeyjum
AF gefnu tilefni fínn
ég mig knúinn til að
koma á framfæri leið-
réttingum vegna frétta-
fiutnings af ISA-veik-
inni sem nýverið kom
upp í Færeyjum. Sam-
kvæmt evrópsku fisk-
sjúkdómalöggjöfinni er
litið á þennan veiru-
sjúkdóm sem framandi
(„exotic") og háalvar-
legan og flokkast hann
samkvæmt því þegar
kemur að reglum um
viðbrögð við sjúkdóm-
um í fiskeldi. I nokkur
ár hefur þessi sjúkdómm- reyndar
verið sá eini sem raðast hefur í al-
varlegasta þrep tilkynningaskyldra
fisksjúkdóma í Evrópu. Pegar sjúk-
dómur af þessari gráðu kemur upp er
fyrirfram ákveðið hvemig bregðast
skuli við. Dreginn er ákveðinn hring-
ur um smitaða hjörð og skal öllum
fiski slátrað sem alinn er innan bann-
svæðisins. Færeyingar hafa í einu og
_ öllu fylgt þessum fyrirfram settu
"n-eglum. Færeysk stjómvöld hafa því
á engan hátt þurft á leiðsögn eða fyr-
irmælum að halda frá fulltrúa Norð-
ur-Atlantshafs-laxvemdarsjóðnum
(NASF) eins og hann sterklega gefur
í skyn í Mbl. þann 8. apríl sl.
Þá hefur Mbl. það eftir fréttatil-
kynningu frá áðumefndum vemdar-
sjóði að veiran sé farin að herja á
villta stofna í Kanada og Skotlandi.
Hér er mikil rangtúlkun á ferðinni.
Frá því veirusjúkdómurinn kom fyrst
upp í Noregi 1984 hefur aldrei tekist
að klófesta ISA-sjúkan villtan lax.
Síðastliðið haust fullyrtu sérfræðing-
ar að þeim hefði tekist að greina veir-
una í örfáum villtum löxum með afar
næmum prófum, svokölluð RT-PCR-
greining. Fiskamir sýndu engin
sjúkdómseinkenni og samkvæmt
greiningarstöðlum vom þeir því ekki
haldnir ISA-veiki. Ef rétt reynist em
slíkir laxar eingöngu hættulegir sem
frískir smitberar gagnvart fiskeldi
þótt þeir veikist aldrei í sínu villta
umhverfi. Þrátt fyrir að veikin sé
bráðsmitandi og -drepandi hefur
reynslan sýnt að sérstakar aðstæður
þurfa að vera til staðar til að klínískur
sjúkdómur blossi upp,
t.d. kvíaeldi með mikl-
um fjölda fiska á af-
mörkuðu svæði. Menn
era sammála um að
ISA-veiki hafi ekki
valdið villtum laxa-
stofnum tjóni. Öðmvísi
er farið með smitsjúk-
dóma á borð við roð-
flyðrasýki (snílqudýrið
Gyrodactylus salaris)
eða kýlaveiki (bakteríu-
sýki) sem kom upp í
villtum laxi í Elliðaán-
um sumarið 1995. Slík-
ar pestir eira engu og
hefur Gyrodactylus náð að drepa all-
an villtan lax í 40 laxveiðiám í Noregi
síðustu fimmtán árin. Hér heima náði
kýlaveikin að drepa a.m.k. 200 villta
göngulaxa í Elliðaánum áður en yflr
Laxeldi
Frá því veirusjúkdóm-
urinn kom fyrst upp í
Noregi 1984, segir Gísli
Jónsson, hefur aldrei
tekist að klófesta ISA-
sjúkan villtan lax.
lauk. Sem betur fer tókst okkur með
ákveðnum viðbrögðum að uppræta
pestina og hefur hennar ekki orðið
vart síðan í maí 1996. Slíkt gæti aldrei
gerst með sjúkdóm á borð við ISA-
veiki, hún er einungis skelfir við eld-
isaðstæður eins og áður segir.
Að lokum heyrðist á ljósvakamiðl-
um að smitið hefði jafnvel getað bor-
ist til Færeyja með norsku fiskeldis-
fóðri. Þetta fær á engan hátt staðist
og er gjörsamlega úr lausu lofti grip-
ið. Veiran berst ekki með fóðri sem
slíku en hún gæti hæglega borist með
bátum eða skipum sem flytja slíkan
vaming með viðkomu á smituðum
svæðum.
Höfundur er
dýralæknir fisksjúkdóma.
Gisli Jónsson
ilodono
Filodoro
Evolve System
Tilbodsdagar
í verslunum LYFJU - 20% afsláttur
Kynningar í:
LYFJU, Lágmúla, í dag, á morgun,
laugardag og sunnudag.
LYFJU, Hamraborg, á morgun.
LYFJU, Setbergi, á föstudag.
LYFJA
LYFJA FYRIR ÚTLITIÐ
UMRÆÐAN
Áunninn heyrnar-
skaði - þín ábyrgð?
í DAG, 12. apríl,
taka félög heyrnar-
skertra víða um heim
sig saman um að vekja
athygli almennings og
ekki síst ungmenna á
skaðsemi hávaða og
leiðum til hávaða-
varna. Það var 12. apr-
íl fyrir 5 árum að sam-
tök heyrnarskertra í
New York riðu á vaðið
og stofnuðu samtökin
INAD (International
Noise Awareness Day
) með það að markmiði
að hvetja almenning til
að vera á varðbergi
gagnvart öllum þeim
hávaða sem mætir okkur í nútíma
þjóðfélagi.
Félagið Heyrnarhjálp var stofn-
að 1937. Það er félag heyrnar-
skertra á íslandi, þeirra sem misst
hafa heyrn að hluta eða alveg,
þeirra er þjást af eyrnasuði og öðr-
um vandamálum er snúa að heyrn.
Heyrnarhjálp er einnig félag að-
standenda og áhugamanna um
málefni heyrnarskertra. Helstu
markmið félagsins eru að gæta
hagsmuna félagsmanna sinna, efla
skilning innan félagsins og utan á
heyrnarfötlun og hvetja til heyrn-
arverndar. í þessum tilgangi gef-
um við út kynningar- og fræðslurit
„Fréttabréf Heyrnarhjálpar", en
þar er fjallað um hagsmunamál,
kynntar tækninýjungar og faglegt
efni. Heyrnarhjálp rekur þjónustu-
skrifstofu á Snorrabraut 29,
Reykjavík, sem er opin 4 daga í
viku.
Fjölmargar rannsóknir hafa ver-
ið gerðar um áhrif mikils hávaða á
heyrn manna. Niðurstöður era all-
ar á þann veg að snöggur hávaði og
langvarandi hávaði skaðar heyrn.
Eyrnasuð virðist einnig tengjast
áhrifum frá hávaða. Samtök sjúkl-
inga með eyrnasuð í Bretlandi
(BTA) söfnuðu saman rannsóknar-
niðurstöðum sem sýndu að um það
bil 25% allra ungmenna verða varir
við heyrnardeyfð og/eða suð tíma-
bundið eða önnur hljóð í eyrum eft-
ir að hafa hlustað á háværa tónlist.
Enginn veit í dag hve
mörg þessara ung-
menna koma til með
að þjást af viðvarandi
eyrnasuði eða heyrn-
arskerðingu á fullorð-
ins árum, en þessar
niðurstöður benda
ótvírætt til að heyrn
þeirra sé í hættu.
Heyrnartap verður
sífellt algengara með-
al yngra fólks. Mjög
víðtækar rannsóknir
sem gerðar vora í
Ástralíu 1998 (Natio-
nal Acoustic Labora-
tories) sýna að al-
gengt er að finna
svipaða heyrnarskerðinu meðal
fólks á aldrinum 20-30 ára í dag,
og þá sem fannst áður hjá fólki
milli fimmtugs og sextugs. Þessi
rannsókn og fleiri gefa vísbending-
ar um að svo kölluð elli heyrnar-
deyfa sé jafnvel 20-30 árum fyrr á
Hávaði
Unga fólkið er hvatt
til að lækka í tólunum,
segir Málfríður Gunn-
arsdóttir, takmarka
notkunartímann og
nota heyrnarvernd.
ferðinni nú en fyrir mannsaldri.
Norðmenn hafa reiknað út að ef
tekið er mið af þessum rannsókn-
um er ekki óraunhæft að búast við
því að árið 2015 hafi um þriðjungur
íbúa Noregs þörf fyrir heyrnar-
tæki.
Hvað er hættulegur hávaði?
Hljóð er mælt í mælieinugu sem
nefnist deciBel (dB). 0 dB svarar
til þess lægsta hljóðs sem mann-
legt eyra nemur. Tal manna er um
60 dB, hávaði er talinn á hættum-
örkum þegar 85 dB er náð og sárs-
aukaþröskuldur hljóðs er metinn
við 125 dB. Til að glöggva sig frek-
ar á þessum tölum má flokka hljóð
niður í þrjá flokka. Flokkur 0-80
dB á að vera heyrn manna óskað-
legur. Hæstu hljóðin í þessum
flokki koma t.d. frá umferðaháv-
aða, kröftugum hárblásara eða há-
værum barnsgráti. Flokkur 85 dB
- 110 dB er áhættuflokkur. Hávaði
frá mikilli umferðargötu eða sláttu-
vél mælist um 90 dB og 110 dB er
algengur hávaði á diskótekum, æf-
ingarsölum hljómsveita, í vasadisk-
óum ungmenna og í loftpressu á
vinnustað. Þeim mun oftar og leng-
ur sem eyrað nemur hávaða yfir 85
dB, þeim mun meiri er áhættan
fyrir heyrnarskemmdum. Hávaði
yfir 115 dB er alltaf skaðlegur.
Dæmi úr þeim flokki er meðaltal á
hávaða mældum á ýmsum rokk-
hljómleikum sem er 120 dB, en
hæstu hljóð á unglinga hljómleik-
um mælast upp undir 140 dB, skot
úr byssu mælist 160 dB og vél-
byssuskot nær 180 dB.
Heyrnar- og talmeinastöð ís-
lands og Vinnueftirlit ríkisins hafa
um langt árabil staðið fyrir hávaða-
mælingum á vinnustöðum. Fari
hávaði á vinnustað að jafnaði yfir
85 dB ber vinnuveitanda að skaffa
heyrnarhlífar. Nokkur fyrirtæki
eru til fyrirmyndar er varðar
heyrnarvernd og hafa auk hlífðar-
búnaðar farið út í viðamiklar háv-
aðadempandi aðgerðir.
Hávaði í þjóðfélaginu verður sí-
fellt meiri. Hávaði hefur þótt sjálf-
sagður og tengist mjög skemmt-
anaiðnaðinum. Það hefur orðið eins
konar lífsstíll að skrúfa stöðugt
upp. Nú er komið að því að við
komumst ekki öllu hærra og við
vitum líka meira um afleiðingarnar
en áður. Rannsókn frá síðasta ári
sem kynnt var af The Royal Nat-
ional Institute for Deaf People sýn-
ir að þrátt fyrir þá vitneskju sem
við höfum í dag hafa 80% ung-
menna ekki áhyggjur af heyrn
sinni, þó víst megi teljast að helm-
ingur þeirra komi til með að lifa við
skerta heyrn vegna hávaða-
skemmda frá hljómlist.
Á degi heyrnarverndar árið 2000
vill Heyrnarhjálp leggja áherslu á
að vekja úngt fólk til umhugsunar
um það hvernig það vill nota heyrn
sína. Auka þarf verulega upplýs-
ingar um skaðsemi hávaða og
hvetja ungt fólk til að velja milli
skaðlegs hávaða og skynsamlegrar
notkunar á hljóðgjöfum. Það er
ekki markmiðið að hvetja fólk til að
hætta notkun vasadiskóa eða að
sækja hljómleika og skemmtanir.
Unga fólkið er hvatt til að lækka í
tólunum, takmarka notkunartím-
ann og nota heyrnarvernd svo sem
eynatappa og heyrnarhlífar þar
sem hávaði fer yfir hættumörk.
Heyrnarskerðing er erfið fötlun,
sem takmarkar möguleika fólks til
félagslegs sameytis. Skaði á heyrn
verður ekki bættur og ekkert
heyrnartæki í dag getur að fullu
bætt upp heyrnartapið. Verndið
því heyrnina, njótið nútíðar og
framtíðar. Málið snýst fyrst og
fremst um viljann og hugrekkið
sem þarf til að breyta, þora að
skoða sig út frá öðru sjónarhorni,
hugsa út frá nýjum forsendum.
Unga fólk! Ég hvet ykkur til að
snúa þróuninni við, látið ekki bjóða
ykkur hávaða sem er heilsuspill-
andi!
Höfundur er framkvæmdastjóri
Heynarhjálpar.
rri-,rTf*> - n fV7 ■ i-in H
áskatilboð á Suðurlandi
kótel
SELFOSS
,Rómantík um
Páskana“
Gisting ásamt morgunverði og þriggja rétta kvöldverði
kr. 9500 fyrir tvo
Upplýsingar og bókanir í síma 482 2500
/EST
Fjölskyldupáskar
Gisting í Gesthúsum kr. 14.000
frá skírdegi fram á annan í páskum.
Upplýsingar og bókanir í síma 482 3585
HÓTEL VÍK
Imýrdal
Tel. 487 1230
GlSTING f SUMARHÚSUM
VÍKURSELS í VÍK f MÝRDAL
kr. 14.000 frá skírdegi til annars í páskum.
Upplýsingar og bókanir í síma 487 1480
Málfríður
Gunnarsdóttir