Morgunblaðið - 12.04.2000, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 12.04.2000, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 2000 4 K* Um réttan o g rangan samanburð Athugasemdir við ummæli fiski- sjúkdómafræðings FORSTÖÐUMAÐ- UR markaðssviðs Rík- isútvarpsins hefur skrifað nokkuð í blöð uppá síðkastið, þ.m.t. Morgunblaðið, og full- yrt að Stöð 2 hafi beitt rangri aðferðafræði við að bera saman áhorf á fréttatíma sjónvarps- stöðvanna, einsog það birtist í síðustu könnun þar að lútandi. Þessi fullyrðing er ósönn og sömuleiðis það tilskrif frá Gallup, sem fullyrð- ingin byggist á, og Morgunblaðið birti einnig. Það er raunar óskiljanlegt með hvaða hætti RÚV tókst að kvelja þennan þvætting út úr starfsmanni Gallup, en látum það liggja milli hluta. Aðalatriðið er að aðferðafræði Stöðvar 2 var rétt en of- angreindar fullyrðingar rangar. Og sem betur fer þarf enginn að taka Áhorf ✓ A síðustu þremur til fjórum árum, segir Páll Magnússon, hefur Rík- issjónvarpið smám sam- an tapað því forskoti sem það lengst af hafði í áhorfi á fréttir. mín orð trúanleg í þessu efni. Ég fékk tvo helstu tölfræðinga landsins, þá dr. Helga Tómasson, dósent við Háskóla íslands, og dr. Benedikt Jó- hannesson hjá Talnakönnun hf., hvom í sínu lagi, til að svara skriflega í grundvallaratriðum tveimur spurn- ingum: 1) Er það aðferðafræðilega rangt að leggja saman áhorf á fyrri og seinni hluta frétta Stöðvar 2 þegar reiknað er uppsafnað áhorf? 2) Er það aðferðafræðilega rangt að bera tölu sem fæst með slíkri samlagningu saman við tölu um áhorf á fréttir RÚV á tímanum 19.00 til 19.30? Svör beggja sérfræðinganna við báðum spumingunum em efnislega samhljóða: Nei, það er ekkert að- ferðafræðilega rangt við þetta, hvorki útreikninginn né samanburð- inn, og það skiptir engu aðferða- fræðilegu máli í þessu sambandi að fréttatími Stöðvar 2 er ekki samfelld- ur heldur tvískiptur. Hér þarf ekki frekari vitnanna við, það sem Þor- steinn hjá RÚV og Hafsteinn hjá Gallup sögðu um aðferðafræði Stöðv- ar 2 er einfaldlega rangt. Af hveiju þeir sendu frá sér þessar rangfærsl- ur er mér hins vegar jafn hulin ráð- gáta og áður, þeir máttu vita betur. Það er hins vegar fullt tilefni til að gera alvarlegar athugasemdir við þá aðferðafræði, sem Ríkissjónvarpið og Gallup notuðu við framsetningu á niðurstöðum könnunarinnar. Þar var uppsafnað áhorf á síðari hluta frétta Stöðvar 2, sem er 20 mínútur, borið saman við uppsafnað áhorf á allan fréttatíma Ríkissjónvarpsins, sem er liðlega 30 mínútur. í áliti sínu bendir dr. Helgi Tómasson á að uppsafnað áhorf er...afli á sóknartíma" og því „...eðlilegt að bera saman jafnlöng tímabil". Og þetta er einmitt mergur- inn málsins. Þegar borið er saman uppsafnað áhorf verður „sóknartím- inn“ að vera sem jafnastur. Þess vegna verður að bera saman ALLAN fréttatíma Stöðvar 2 og ALLAN fréttatíma Ríkissjónvarpsins, enda eru þeir svipaðir að lengd. Einsog fram hefur komið skiptir engu máli í þessu samhengi, að mati sérfræðing- anna, að fréttatími Stöðvar 2 er tvískiptur en Ríkis- sjónvarpsins óskiptur. Ástæðan fyrir sífellt vaxandi vanstillingu RÚV í sambandi við þessar kannanir allar er auðvitað einföld. Á síðustu þremur til fjór- um árum hefur Rílds- sjónvarpið smám sam- an tapað því forskoti sem það lengst af hafði í áhorfi á fréttir. Sá mun- ur á áhorfendafjölda stöðvanna sem komið hefur fram í síðustu könnunum, svo lítill sem hann er, er Stöð 2 í vil. Ég kann hinsvegar ráð fyrir RÚV-menn til að viðhalda þeirri sjálfsblekkingu sem þeir hófu við túlkun á niðurstöðum síðustu könnunar: Haldið bara áfram að bera saman sífellt minni hluta af frétta- tíma Stöðvar 2 við allan fréttatímann ykkar. Síðast tókuð þið rúmlega % af fréttatíma Stöðvar 2, næst skuluð þið taka Vt, þá Z\, svo Vb og áfram út í það endalausa. Með þessari aðferð mun- uð þið halda forystunni um aldur og ævi. Ekki gleyma reikningsdæminu úr barnaskólanum: hérinn nær aldrei skjaldbökunni ef hann byrjar fyrir aftan hana. Höfundur er fréttastjóri. VIKA BÓKARINNAR í BORGARBÓKASAFNI n. - 17. apríl vekja athygli á smásögum þessa viku. f Gerðubergi verður hægt að hlusta á upplestur smásagna BORGARBÓKASAFN REYKJAVÍKUR Páll Magnússon í sunnudagsútgáfu Moggans þann 9. apríl síðastliðinn, birtist grein eftir Guðmund Guðjónsson undir fyr- irsögninni : Kvíaeldis- deilur hinar síðari. Tilefni greinarinnar eru þær þrjár um- sóknir, sem nú liggja £ höndum Guðna Ágústssonar, ráð- herra, varðandi áformað kvíaeldi á norskættuðum löxum við íslenskar strend- ur. I þessari annars ágætu grein er meðal annars viðtal við Gísla Jónsson, fiskisjúkdómafræðing á Keldum. Þar kemur fram, að Gísli er meðmæltur því að ráðherra leyfi hið áformaða kvíaeldi. Einnig segist Gísli standa með bæði lax- veiði- og laxeldismönnum í þessu máli! Við þetta rak mig í roga- stans. Hvað er maðurinn að segja mér? Að hann, sem er ráðgefandi sérfræðingur opinberrar stofnun- ar, mæli með þessum nýju um- sóknum um kvíaeldi á norskættuð- um laxi, enda standi hann með laxveiðimönnum, eins og mér, í þessu máli! Þessi yfirlýsing Gísla varð til þess, að ég lúslas umsögn hans í greininni. Þar er þetta, með- al annars, eftir honum haft : „að norski lax- inn, sem um ræðir, yrði ekki kynþroska fyrr en þriggja ára og ef eitthvað slyppi úr kvíum, væri bæði langt í kynþroska og yfírgnæfandi líkur að sá lax leitaði aftur að kvínni eftir að hafa ét- ið í hafinu.“ í lok greinarinnar segir Gísli þetta: „Það sem ég legg áherslu á, er að skrattinn sé ekki málaður á vegginn. Ég ber hag villtra laxastofna mjög fyrir brjósti, en sé ekki að þeim stafi hætta af einni eða tveimur fiskeld- isstöðvum." Þá vitum við það. Gísli telur áhættulaust að leyfa svona eins og eina eða tvær kvíaeldis- stöðvar fyrir norskan lax hér við land! Og telur jafnframt, að hinir norskættuðu laxar muni ekki sækja í laxveiðiárnar okkar - held- ur vera heima við kvíarnar sínar! Ja hérna! Hvað finnst þér, lesandi góður? Skilur þú þennan málflutn- ing? Eru ekki villtu laxastofnarnir í Atlantshafinu á hröðu undanhaldi víðast hvar? Hafa ekki eldislaxar farið í íslenskar laxveiðiár í stórum stfl? Ég bara spyr. Og hvernig líta Laxarækt Auðvitað fylgír því geysileg áhætta, segir Gunnar Ingi Gunnarsson, að leyfa kvíaeldið. þessi ummæli Gísla út í ljósi eftir- farandi þekktra staðreynda?: Af- leiðingarnar af þeirri erfðablönd- un, sem menn hafa þegar valdið hér á landi, til dæmis með flutningi á laxaseiðum milli áa, eru enn óþekktar! Sýnt hefur verið fram á, að náttúrulegir laxastofnar veikj- ast við erfðamengun frá hafbeitar- laxi. Sjúkdómavarnir þeirra verð^c- lélegri og hæfni þeirra til hrygn- ingar minnkar töluvert. Auðvitað fylgir því geysileg áhætta að leyfa það kvíaeldi, sem hér um ræðir. Ég get með engu móti skilið ummæli sérfræðingsins Gísla Jónssonar í þessu viðtali. Ummæli hans finnast mér bæði óvísindaleg og ótrúverðug. Því segi ég við Guðna Ágústsson, ráðherra: Varúð, Guðni, varúð! Höfundur er læknir. Gunnar Ingi Gunnarsson . Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt grein 4.03.1 í samþykktum félagsins. 2, Tillaga um heimild til stjórnar félagsins til kaupa á eigin hlutabréfum samkvæmt 55. grein hlutafélagalaga. 3. Önnur mál sem eru löglega borin fram. Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur félagsins ásamt skýrslu endurskoðenda verða hluthöfum til sýnis á skrifstofu félagsins að Borgartúni 30, Reykjavík, viku fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar verða afhent á fundarstað. Reykjavík, 28. mars 2000 Stjórn íslandssfma hf. Aðalfundur íslandssim Aðalfundur Íslandssíma hf. verður haldinn á Grand Hótel, Sigtúni 38, Reykjavík, miðvikudaginn 12. apríl nk. Fundurinn hefst kl. 16:00. DAGSKRÁ:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.