Morgunblaðið - 12.04.2000, Síða 42
>42 MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
HINN 31. mars sl.
birtist í Morgunblað-
inu frétt um að Fram-
leiðnisjóður landbún-
aðarins hefði vísað frá
tveim umsóknum um
styrk til rannsókna á
sumarexemi. í skýr-
ingum formanns
stjórnar Famleiðnis-
jóðs á þessari niður-
stöðu gætir nokkurs
misskilnings og sumt
þarfnast frekari skýr-
inga. Þar eð faglega
forysta annarrar um-
sóknarinnar var í
höndum dr. Sigur-
bjargar Þorsteinsdótt-
ur ónæmisfræðings við Tilraunastöð
Háskólans í meinafræði að Keldum
þykir mér ástæða til að stinga niður
penna. Hin umsóknin laut faglegri
forystu Wolfgangs Leibold prófess-
ors við Dýralæknaháskólann í
Hannover.
Fyrri rannsóknir
Áður en ég rek tildrög þessa máls
þykir mér ástæða til að minna á að
rannsóknir á sumarexemi eru ekki
nýlunda hérlendis. Sérstaklega skal
minnt á það sem flestir ef ekki allir
sem fjallað hafa um þennan sjúk-
dóm í ræðu eða riti í fjölmiðlum að
undanförnu virðast hafa gleymt.
Sigríður Björnsdóttir dýralæknir
hrossasjúkdóma hefur ásamt sam-
starfsfólki gert umfangsmikla rann-
sókn á faraldsfræði sumarexems á
undanförnum árum. Niðurstöður
- -.þeirrar rannsóknar bentu til að um-
hverfisáhrif skiptu meginmáli. Á
þeim grunni hljóta frekari rann-
sóknir að byggjast.
Framleiðnisjóður landbúnaðarins
tók þá mikilvægu ákvörðun í fyrra
að verja allverulegri
fjárhæð til að styrkja
rannsóknir á sumarex-
emi. Leitað skyldi leiða
til að vinna bug á sjúk-
dómnum, sem veldur
íslenskum hrossum á
erlendri grund þján-
ingum og bakar
hrossabændum veru-
legt fjárhagstjón. Pró-
fessor Wolfgang Lei-
bold við
Dýralæknaháskólann í
Hannover, sem hafði
fengist við rannsóknm
á ónæmisviðbrögðum
hrossa, lagði fram um-
sókn með rannsóknar-
áætlun sem hlaut náð fyrir augum
sjóðsins en hins vegar var upphæð-
inni aldrei úthlutað vegna þess að
hann vildi ekki undirrita samning
um framkvæmd rannsóknaráætlun-
ar sinnar. Meginástæðan var að
hann var mjög mótfallinn því að
hluta styrksins, raunar litlum hluta,
yrði varið til að mæta kostnaði hér-
lendra aðila, m.a. Tilraunastöðvar-
innar. I umsókninni var gert ráð
fyrir að ónæmisfræðingur á stofn-
uninni tæki þátt í verkefninu. Af
einhverjum ástæðum var honum
mjög í nöp við það. Þátttaka sér-
fræðingsins var ekki síst ætluð til
þess að þekking sem hugsanlega
aflaðist nýttist sem best hérlendis.
Umsóknum hafnað
Okkur á Tilraunastöðinni þótti
hins vegar dapurlegt ef niður-
stöðum Sigríðar Bjömsdóttur og
samstarfsfólks yrði ekki fylgt eftir.
Við settum því saman hóp sérfræð-
inga á stofnuninni skipaðan dýra-
læknum með þekkingu á hrossa-
sjúkdómum, ónæmisfræðingum,
Exem
Með því að hafna um-
sóknum vegna rann-
sókna á sumarexemi,
segir Guðmundur
Georgsson, hefur
Framleiðnisjóður teflt
í tvísýnu hvort eða
hvenær framhald verð-
ur á rannsóknum á
sumarexemi.
veirufræðingum og sameindaerfða-
fræðingum til að móta nýja rann-
sóknaráætlun. Leitað var samvinnu
við vísindamann við Dýralæknahá-
skólann í Bern sem hafði um nokk-
urt skeið unnið að rannsóknum á
sumarexemi. Hann hefur m.a. þróað
blóðpróf til greiningar á sjúkdómn-
um og vinnur að því að einangra
erfðavísi sem skráir fyrir próteini í
mýflugum sem veldur ofnæmisvið-
brögðum sem eru einkennandi fyrir
sumarexem og hafði tekið þátt í of-
angreindri faraldsfræðirannsókn.
Auk vísindamanna á stofnuninni
komu að undirbúningi umsóknar
hérlendir sérfræðingar í ofnæmis-
og hrossasjúkdómum og áðumefnd-
ur vísindamaður frá Bern, sem kom
til landsins í því skyni. Veruleg
vinna var lögð í að semja rannsókn-
aráætlun og umsókn sem að minni
hyggju var mjög vönduð og fram-
sækin. Megininntak hennar var í
hnotskurn að snúa sér beint að
meginatriðinu, þ.e. að auðkenna og
framleiða próteinið sem veldur sjúk-
dómnum og nýta það síðan til bólu-
setningar með svonefndri DNA-að-
ferð. Markmiðið var ekki einungis
að fyrirbyggja sjúkdóminn heldur
átti sú aðferð sem var valin einnig
að nýtast til að lækna hann ef vel
tækist til. Verkaskipting átti að
verða sú að meginþætti ónæmis-
rannsókna, þar með talin bólusetn-
ing, áttu vísindamenn á Tilrauna-
stöðinni að framkvæma en vinnan
við að auðkenna próteinið og ein-
angra erfðavísi í Sviss. Það er rétt
að árétta að grunnþekking í ónæm-
isfræði er veruleg hérlendis, m.a. á
Tilraunastöðinni.
Framleiðnisjóður fór þess á leit
að umsóknin yrði send til tækni-
sjóðs RANNÍS vegna þess að þar
væri fagleg þekking fyrir hendi til
að meta hana. Tæknisjóður mat
hana hæfa en gerði nokkrar athuga-
semdir, sumar byggðar á misskiln-
ingi. Þær marktækustu voru efnis-
lega á þá leið að verkefnið væri
vandasamt og óvíst að markmið
næðust. Einnig var fundið að því að
vandasamasta hluta verksins ætti
að vinna erlendis. Hvað fyrra atriðið
áhrærir þá er það ljóst að á leiðinni
að markmiðinu þarf að afla grunn-
þekkingar. Grunnrannsóknir fela
ætíð í sér óvissu á hvaða sviði sem
er og ekki hvað síst í líf- og læknis-
vísindum enda kom það skýrt fram í
umsókninni. Hvað síðara atriðið
varðar skal tekið fram að næg þekk-
ing er á Tilraunastöðinni í sam-
eindaerfðafræði til að inna það af
hendi. Þá hefði hins vegar orðið að
byrja á byrjunarreit. Það hefði
seinkað rannsókninni og gert hana
dýrari. Þess í stað var talið heppi-
legra að nýta þá vinnu og áfanga
sem hinn svissneski samstarfsmað-
ur hafði náð. Rétt er að minna á að
á einhverju stigi er nauðsyn á sam-
vinnu við erlenda aðila einfaldlega
vegna þess að sumarexem kemur
ekki fram í hrossum hérlendis. Þess
skal og getið að þó að tilraunir með
DNA-bólusetningu eigi sér ekki
nema nokkurra ára sögu þá byggj-
um við ekki einungis á erlendum
niðurstöðum heldur einnig á til-
raunavinnu sem hefur verið í gangi
á Tilraunastöðinni í nokkur ár við
þróun DNA-bóluefnis gegn visnu-
veiru-sýkingu í sauðfé.
Óvissa um
framhald rannsókna
Það er ljóst að með því að hafna
umsóknum vegna rannsókna á sum-
arexemi hefur Framleiðnisjóður
teflt í tvisýnu hvort eða hvenær
framhald verður á rannsóknum á
sumarexemi. Alténd er ljóst að þær
munu tefjast. Tilraunastöðin hefur
ekki burði til þess að kosta svo dýra
langtímarannsókn af eigin aflafé.
Það er nauðsynlegt að menn geri
sér grein fyrir því að það er engin
skyndilausn til.
Það er misskilningur að sömu
umsækjendum hafi verið veittur
styrkur í fyrra. Það var hópur sem
prófessor Leibold stýrði sem fékk
styrk. Eins og áður er getið varð
ekki af úthlutun vegna þess að pró-
fessor Leibold neitaði að undirskrifa
samning um framkvæmdaáætlun.
Það er rétt að ítreka að það er frá-
leit hugmynd að ætla að bræða sam-
an þessar tvær umsóknir þó ekki
væri nema vegna þess grundvallar-
munar sem er á nálgun þessara um-
sókna. Að lokum skal tekið fram að
þótt nokkurrar svartsýni gæti í
þessum skrifum um framhald rann-
sókna á sumarexemi, þá vona ég að
Framleiðnisjóður og/eða stjórnvöld
finni einhverja leið til að unnt sé að
taka til hendi sem fyrst. Það mun
ekki standa á sérfræðingum Til-
raunastöðvarinnar að leggja til ráð
og vinnu ef falast verður eftir því.
Höfundur er forstöðumaður Til-
raunastöðvar Háskóla íslands {
meinafræði að Keldum.
UMRÆÐAN
Framhaldi rannsókna á sumar-
exemi í hrossum stefnt í tvísýnu
Guðmundur
Georgsson
Barnalán
samkynhneigðra?
RÉTTINDAMÁL
samkynhneigðra hafa
verið áberandi í um-
ræðunni undanfarið.
Það sem því miður vill
oft einkenna umræðu
um þetta mál er tilfinn-
ingasemi og erfiðleikar
við að halda á lofti upp-
lýstri og rökfastri um-
ræðu. Lagaleg staða
samkynhneigðra á ís-
landi er góð, a.m.k.
samanborið við það
sem gerist í flestum
öðrum löndum. Tvennt
er það þó sem samkyn-
hneigðum er meinað
vegna kynhneigðar
sinnar, að gifta sig í kirkju og fá að
" '■’ættleiða bam. Það er þetta síðara
atriði sem er tilefni þriðja fundar
Sambands ungra sjálfstæðismanna í
fundaröð um jafnréttismál, sem
haldinn verður í dag á Sólon Island-
us, efri hæð, kl. 17:30. Einnig er til-
efni fundarins að á næstu vikum
verður til umfjöllunar á Alþingi nýtt
frumvarp um staðfesta samvist sem
nýtt sér tækifæri til tæknifrjóvgunar
óháð kynhneigð eða sambúðarformi.
Gera þarf sömu ströngu kröfur til
einstaklinga í ættleiðingarferlinu og
nú er gert til hjóna. Fyrst og síðast
skal hagur barnsins hafður í fyrir-
rúmi og tryggt að tekið sé tillit til
þai-fa þess.“ Misskilningur af tvenn-
um toga einkennir oft málflutning
þeirra sem eru á móti ættleiðingum
samkynhneigðra. Eiga þær fullyrð-
ingar við rök að styðjast eða byggj-
ast þær eingöngu á fordómum og
þekkingarleysi?
Mótrök sem ekki halda
„Samkynhneigðir ættu ekki að fá
að ættleiða böm því börnunum verð-
ur frekar strítt og þau lögð í einelti."
Stríðni og einelti eru oftast afleiðing-
ar þekkingarleysis og fordóma. Með
fræðslu og upplýsingum eyðum við
fordómum og vandanum þar með.
Rétta leiðin er ekki að banna sam-
kynhneigðum að ættleiða börn, held-
ur er mikilvægara að leysa þennan
vanda með því að uppfræða fólk um
að mismunandi fjölskylduform eru
jafnrétthá.
Magnús Þdr
Gylfason
væntanlega mun leiða til frekari um-
ræðna á þingi um rétt samkyn-
hneigðra til ættleiðingar.
í ályktun SUS um jafnréttismál,
sem samþykkt var á SUS-þingi í
ágúst síðastliðnum, segir m.a: „SUS
vill að virt verði frelsi einstaklinga til
að velja sér þá fjölskyldugerð sem
þeir kjósa. SUS hvetur til þess að all-
ir einstaklingar geti ættleitt börn og
Arna
Hauksdóttir
Réttindamál
Mikilvægast er að
halda uppi málefna-
legri rökræðu, segja
Arna Hauksdóttir og
Magnús Þór Gylfason.
Fundinum í dag er ætl-
að að vera innlegg
í umræðuna.
„Það eru meiri líkur á því að
börn sem alast upp hjá samkyn-
hneigðum verði samkynhneigð og
þau aðlagast verr samfélaginu.“
Samkvæmt bandaríska sálfræð-
ingafélaginu (APA) styðja engar
rannsóknir þessa fullyrðingu. I
rannsóknum á börnum samkyn-
hneigðra samanborið við börn
gagnkynhneigðra hefur ekki verið
sýnt fram á neinn mun á þessum
börnum, hvort sem það varðar
greind, andlega líðan, félagslega
aðlögun, vinsældir meðal félaga,
kynhneigð eða mótun kynímynd-
ar.
Mikilvægast er þó að halda uppi
málefnalegri rökræðu þar sem sjón-
armið sem flestra koma fram. Fund-
inum í dag er ætlað að vera innlegg í
þessa umræðu og því hvetjum við
fólk til að koma og hlusta á fundar-
gesti á Sólon íslandus í dag og leggja
orð í belg.
Arna er stjómarmaður ÍSUS.
Magnús Þór er framkvæmdastjóri
sus.
Rutland þéttir,
bætir og kætir
þegar þakið
fer að leka
ÞAKVIÐGERÐAREFNI
Á -ÞÖK - VEGGI - GÓLF
Rutland er einn
helsti framleiðandi
þakviðgerðarefna í
Bandaríkjunum
COAHfiS
trtcf
Veldu rétta efnið ■ veldu Rutland!
PP
&CO
Þ.ÞORGRÍMSSON & CO
ÁRMÚLA 29 S: 553 8640 & 568 6100
Maestro ÞITT FÉ HVAR SEM ÞÚ ERT