Morgunblaðið - 12.04.2000, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 12.04.2000, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 2000 4% MINNINGAR KRISTINN JÓN ÁRNASON + Kristinn Jón Árnason fæddist að Skeiði í Svarfað- ardal 22. desember 1899. Hann lést á líknardeild Landa- kotsspítala 1. apríl síðastliðinn og náði því hundrað ára aldri. Foreldrar hans voru Árni Jónsson, bóndi að Skeið í Svarfaðar- dal, f. 27. nóvember 1863, d. 29. apríl 1931 og kona hans, Guðrún Sígríður Björnsdóttir, f. 2. júlí 1869, d. 29. mars 1923. Systkini hans voru tvíburarnir Ingibjörg og Jón, Lilja, og Ósk Jórunn sem öll eru látin og var Kristinn yngstur. Hinn 23. desember 1928 kvæntist Kristinn Unni Guðmundsdóttur húsmóður, f. 8. apríl 1896, frá Dæli í Fnjóskadal, d. 3. janúar 1967. Foreldrar hennar voru Aðalheiður Guð- mundsdóttir, f. 1. nóvember 1870, d. 4. janúar 1952, frá Skarði í Dalsmynni og Guðmund- ur Sigurgeirsson, f. 27. júlí 1862, d. 25. júní 1945 frá Ófeigsá, Flat- eyjardalsheiði og bjuggu þau að Dæli í Fnjóskadal. Börn Kristins og Unnar eru: 1) Jórunn, f. 6. nóvember 1928, bús- ett á Spáni. Maki (sk.) Aðalbjörn Kristbjarnarson, f. 20. júní 1921, d. 13. nóvember 1986, flugstjóri. Börn þeirra eru Ellen Jóhanna, f. 17. júlí 1953, röntgentæknir, maki Svein Maastad, f. 29. janúar 1950, viðskiptafræðingur, búsett í Noregi. Syn- ir þeirra; Erik, f. 29. október 1983, Mort- en, f. 7. október 1986. Dóttir Ellenar, Unnur Marfa Heimis- dóttir, f. 21. janúar 1971, viðskiptafræð- ingur sambýlismaður Oli Jakob Knudsen viðskiptafræðingur, Jóhann Kristinn, fæddur 18. nóvember 1959, arkitekt, maki Yordanos Aferwork, f. 26. maí 1963, grafískur hönnuður. Dætur þeirra; Isabell, f. 3. ágúst 1989, Yvonne, f. 20. janúar 1996. 2) Sigurlaug, f. 5. september 1930, maki Einar Eggertsson, f. 18. júní 1930, skipstjóri. Börn þeirra eru Eggert, f. 11. júlí 1953, myndlistarmaður, Magnea, f. 11. desember 1957, kennari, maki Þorsteinn Sverrisson, f. 11. des- ember 1955, vélfræðingur. Dæt- ur þeirra; Auður Inga, f. 26. júní 1978, nemi, sambýlismaður Theó- dór Hjalti Ólafsson, f. 29. apríl 1973, byggingatæknifræðingur, Hildur Inga, f. 1.7 október 1979, nemi, _ sambýlismaður Sigurður Már Ólafsson, f. 8. apríl 1973, plötusmiður. Ása Inga, f. 30. marsl982, nemi. Unnur, f. 25. júní 1961, sjúkraliði, maki Jó- hannes Helgason, f. 16. júni' 1958, flugstjóri. Synir þeirra eru Helgi, f. 18. nóvember 1982, nemi. Atli, f. 1.5 júní 1988. Áslaug, f. 14. júní 1963, skrifstofumaður, maki Gunnlaugur Helgi Jóhannsson, f. 26. nóvember 1960, málarameist- ari. Börn þeirra; Einar Þór, f. 21. maí 1992. Helga Kristín, f. 27. september 1995. 3) Hugrún, f. 13. mars 1934, maki (sk.) Halldór Briem, f. 25. janúar 1935 lést 9. janúarl996, verkamaður. Synir þeirra; Þorsteinn, f. 6. júlí 1959. Óg. (sk.) Sigríður Pétursdóttir, f. 18. maí 1961, dagskrárgerðar- maður. Barn þeirra Alexander, f. 6. febrúar 1990. Emil Kristinn, f. 6. febrúar 1961, verkamaður. Sturla, f. 26. júlí 1964, lést 27 júlí 1980. Haukur Geir Eggert, f. 7. desember 1966. Sonur Hugrúnar, Stefán Berg Rafnsson, f. 5. mars 1970, myndlistarmaður. Maki 2. (sk) Sigfús Hansen, f. 3. júní 1920, lést 23. mars 1994. Sonur þeirra; Sigurður Hilmar, f. 14. desember 1973. Barnsmóðir Fjóla Bjarnadóttir, f. 26. apríl 1972. Barn þeirra Sigríður Hug- rún, f. 9. september 1990. Barns- móðir Ellen Margrét Kristjáns- dóttir, f. 25 ágúst 1977. Barn þeirra; Gunnar Máni, f. 26. ágúst 1996. 4) (Óskírt) sveinbarn, f. 28. september 1939, lést 28. septem- ber 1939. 5) Auður Lillý, f. 28. september 1939, lést 27. mars 1940. Kristinn og Unnur bjuggu á Akureyri. Þar stundaði Kristinn útgerð um tima og vann líka sem beykir í síldinni á Siglufirði. Þau fluttust til Reykjavíkur 1953. Kristinn vann við byggingarstörf í Reykjavík. Útför Kristins fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Hann afi Kristinn er dáinn. Eitt- hvað sem hefur verið nánast óhugsandi alla tíð. Hvorki hann né við sáum nokkurn tímann að hann yrði gamall þótt hann næði hundr- að ára aldri. Það hafa verið for- réttindi okkar systkinanna að fá að þekkja hann náið og fá að alast upp í sama húsi og hann. Hann fæddist árið 1899 að Skeiði í Svarfaðardal og náði að lifa tvenn aldamót. Hann átti sér draum um að læra smíðar sem hann hafði ekki tök á að fá upp- fylltan en vann sem beykir. Hann var örvhentur en var látinn læra að beita þeirri hægri svo hann var jafnvígur á báðar hendur. Hann var hagur smiður og handlaginn við öll verk, hvort sem var að prjóna á okkur leista, eins og hann kallaði það, eða við útskurð og fín- asta handverk. Til marks um hand- lagni hans er skútan sem hann smíðaði í tómstundum eftir að hann komst á níræðisaldur, gaf til heimabyggðar sinnar og er nú varðveitt í ráðhúsinu á Dalvík. Afi kvæntist Unni ömmu árið 1928 og bjuggu þau fyrstu árin á Akureyri. Eftir að þau fluttu til Reykjavíkur byggðu þau í Alfheimunum með mömmu og pabba. Við sóttum í að fara inn í herbergi hjá afa og ömmu. Á veggnum sló gamla klukkan þeirra og í skápnum voru iðulega til„kök- ur“ þ.e. stórir pokar með brota- kexi. Afi átti mikið af fallegum bókum og var víðlesinn. Það var eins og að fá að skoða fjársjóð að fá að fletta stóru Guðbrandsbi- blíunni og stóra dýrabókin með myndum af dýrum frá öllum heimsálfum hafði líka mikið að- dráttarafl. I geymslunni niðri í kjallara dundaði afi við viðgerðir og smíðar. Það var ekki fyrir stelp- ur að hans mati að koma þar inn, en Eddi átti greiðan aðgang. Þau voru ófá áhugamálin hans afa. Hann sökkti sér niður í þau af miklum ákafa og vildi alltaf gera allt svo vel. Til dæmis þegar hann safnaði bókum, frímerkjum, þegar hann batt inn bækur, hafði áhuga á útskurði, smíðaði skútuna og sökkti sér í lestur um andleg má- lefni. Þar bar hæst frásögur og spádóma dávaldsins Edgars Cas- eys. Afi var ekkill í þrjátíu og þrjú ár. Hann var sérstaklega sjálf- stæður og óháður öðrum um dag- legar þarfir. Eftir að flutt var úr Álfheimunum, bjó hann einn og sá um sig sjálfur til níutíu og sjö ára aldurs. Þá flutti hann aftur til mömmu og pabba í Neðstaleitið og bjó hjá þeim það sem eftir var. I hundrað ár var afi sérlega heilsu- hraustur. Hann fylgdist vel með fréttum, heimsviðburðum og hafði skoðanir á mönnum og málefnum. Hann átti skráða í bók alla fæðing- ardaga afkomenda sinna og tengdafólks og það var ekki það barnaafmæli eða viðburður í fjöl- skyldunni að afi mætti ekki og hann var stór þáttur í tilveru okk- ar allra. Öllum verklegum fram- kvæmdum fylgdist hann vel með, hvort sem það var smíðar eða saumaskapur. Hann var alltaf manna fyrstur til að rétta hjálpar- hönd og til að leysa allan okkar vanda væri það á hans færi. Það var fallegur vordagur þegar afi kvaddi og fyrstu páskaliljurnar að gægjast upp úr moldinni. Það finnst okkur eiga vel við því afi unni vorinu, birtunni og sólinni öðru fremur en skammdeginu kveið hann. Að leiðarlokum þökk- um við systkinin afa samfylgdina og umhyggjuna sem við höfum not- ið svo ríkulega. Hvíl í friði. Þín bamabörn, Eggert, Magnea, Unnur og Aslaug. Langafi okkar, hann afi Krist- inn, fór til ömmu Unnar laugar- daginn 1. apríl síðastliðinn. Við systurnar fengum aldrei tækifæri til að kynnast ömmu Unni, því hún dó áður en við fæddumst, en afi Kristinn var og verður alltaf stór hluti af lífi okkar allra. Alveg frá því við munum eftir honum þá bjó hann einn uppi í Torfufelli og þeg- ar við litum í heimsókn þá átti afi alltaf til kökur og mjólk. Svo átti afi líka vídeó og stórt sjónvarp og það heillaði sko aldeilis því heima var bara lítið „ferðasjónvarp". Afi Kristinn var líka svo skemmtilegur að hann var alltaf sá fyrsti sem við hringdum í þegar bjóða átti í af- mæli. Þegar við urðum veikar mætti afi alltaf til þess að sitja yfíiL okkur og segja okkur skemmtile^^ ar sögur frá því í gamla daga. Afi náði þeim stórmerka áfanga að verða 100 ára í desember síðast- liðnum og lifði hann því á þremur öldum. Þrátt fyrir það leit afi aldrei út fyrir að vera eitthvert gamalmenni. Afi Kristinn var nefnilega enginn venjulegur gam- all maður. Hann var ótrúlega sjálf- stæður og duglegur, sá alfarið um sig sjálfur, fyrir utan það að amma Didda sá um þvottinn fyrir hann, allt annað sá afi um sjálfur. Hann sá meira að segja sjálfur um ac^ þrífa sameignina. Eitt sinn er hann þurfti að leggjast inn á spítala í smátíma þá trúðu blessaðar hjúkr- unarkonurnar því ekki hve gamall afi væri, svo unglegur og sprækur var hann. Síðustu vikunum og dög- unum eyddi afi á Landakoti. Afi var alltaf í góðu sambandi við um- heiminn, fylgdist með fréttum og ekki var langt í grínið hjá honum, þó svo að hann hafi verið mikið veikur undir það síðasta. Með þessum orðum viljum við kveðja þig og þakka þér, afi Krist- inn, fyrir þann tíma sem við feng- um með þér. Þínar dótturdótturdætur, Auður Inga, Hildur Inga og Ása Inga. Elsku langafi, nú ert þú farinn frá okkur. Þú sem náðir þeim merka áfanga að verða hundrað ára í desember síðast liðnum og vorum við svo stoltir af þér. Við þökkum þér fyrir allt það sem þú gerðir fyrir okkur bræðurna. Þetta er kveðja frá okkur til þín; Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þótt svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af þvi þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Guð geymi þig, elsku langafi. ' Helgi og Atli. + Anna Sigiún Wi- ium Kjartans- dóttir fæddist í Hveragerði 19. mars 1972. Hún lést á Rig- ens sjúkrahúsinu í Stavanger 25. mars síðastliðinn. Foreldr- ar hennar eru Sig- fríður Inga Wiium Kristjánsdóttir nudd- ari, f. 1. 1. 1954, og Kjartan Smári Bjarnason trésmíða- meistari, f. 18. 5. 1951. Bróðir Önnu Sigrúnar er Kristján Smári Kjartansson sem starfar Við andlát Önnu Sigrúnar er góð stúlka gengin sem margir munu minnast með söknuði og eftirsjá. Anna fluttist með foreldrum sínum og bróður til Noregs árið 1987. Anna var lifandi og vel gefin stúlka, sem lifði hratt eins og duglegt fólk gerir nú á tímum og afkastaði eftir því. Þar sem Anna Sigrún hafði mikinn áhuga sem ráðstefnustjóri fyrir Rica Sjolist AS í Noregi. Sambýlis- maður hennar var Chris Backman flug- maður. Anna Sigrún lauk stúdentsprófi frá Stebekk Gymnas og stundaði síðan nám í lýðháskóla í eitt ár og lagði stund á fata- hönnun. Útför Önnu Sigr- únar fer fram frá Hveragerðiskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. á hönnun og tísku, fór hún í Esmod- Oslo Moteskolen AS. Hjartahlýja var Önnu meðfædd, og öllum sem kynnt- ust henni þótti vænt um hana. Hún var yndisleg ömmu- og afastúlka, sem leyfði okkur að fylgjast með því sem hún tók sér fyrir hendur. Jólin síðustu var hún orðin mikið veik, en samt sem áður vildi hún koma og dvelja hjá fjölskyldu sinni og skyld- fólki í Hveragerði. Áttum við því með henni ómetanlegar stundir, og var það vilji hennar elskunnar írekar en máttur. Unnusti hennar, Chris, reyndist henni slíkur unnusti að sómi er að. Litla sæta heimilið þeirra í Stavanger ber vott um kærleik, og Anna naut þess á milli þess sem hún þurfti að vera á sjúkrahúsi. Nú ferð þú, elsku Anna, til æðri heima um leið og vorboðamir koma upp í garðinum á „Hveramörkinni". Það var þín gleði að hlaupa inn til afa og ömmu og láta þau vel vita að fyrstu vorboðamir væru komnir. Við þökkum þér, elsku Anna, tryggð þína og gleðina í návist þinni. Megi englar Guðs vaka yfir góðu bami sem amma og afi eiga svo góðar minningar um. Við vomm svo heppin að hafa þig. Vató,vakivindar, vató fjallatindar, vaki dísir dala, dvergarhamrasala. Læðist móða morgunblá ummoldinasvala. Vakniallþsemvekjamá veröldinaafdvala. Vakni grænar greinar, grasogmoldogsteinar, systurogsveinar. (Davíð Stef.) Elsku Chris, Inga, Daddi, Kristján og aðrir ástvinir. Megi Guð styrkja ykkur og styðja. Amma og afi, Hveramörk. Langt af fjöllum hríslast lætórnir og laða þig margir til fylgdar. En vegurinn er einn, vegurinn velur þig, hvert spor þitt er stigið. Og frá upphafi allra vega fór enginn þá leið nema þú. (Snorri Hjartarson) Það er sárt að kveðja Önnu Sigr- únu bróðurdóttur mína. Allar minn- ingar um þessa ungu bróðurdóttur em bjartar og draga fram mynd af sterkum einstaklingi sem fór alltaf sínar eigin leiðir. Ég man eftir henni sem pínulítilli hnátu svo opinni og sjálfstæðri að allt frá því hún lærði að tala hafði hún alltaf einhverja skoðun á því sem um var rætt og eitthvað til málanna að leggja. Það var ekki laust við að sumt fullorðna fólkið vissi ekki hvemig það átti að bregðast við inn- leggi frá þessari greindarlegu ungu dömu. Eftir því sem hún eltist komu skapgerðareinkenni hennar enn skýrar fram og sýndu að það var ekk- ert bælt í lund hennar. Hún var stelpa með þá eiginleika sem em markmið einnar leikskólastefnu; að ná fram í ríkari mæli hjá stúlkum eig- inleikum eins og hugrekki og sjálf- stæði. Fjölskylda Önnu Sigrúnar fluttist til Noregs fljótlega eftir ferm- ingu hennar og eftir það var fylgst með þessari frænku úr fjarlægð. Fréttir bámst af skólagöngu hennar í norskum menntaskóla þar sem hún dúxaði í norsku. Að loknu stúdent- sprófi nam hún fatahönnun. Ég hitti frænku mína ekki oft seinni árin en hún átti aðdáun mína fyrir viðhorf sín og hve sátt hún var ætíð við eigið val á leiðum í lífinu. Við fylgjum Önnu Sigrúnu til grafar í dag en minning- amar um hana munu lifa. Gréta Mjöll Bjamadóttir. Með þessum Ijóðlínum langar okk- ur að kveðja kæra frænku, Önnu Sigrúnu: Og því varð allt svo hljótt við helfregn þina^ .» sem hefði klökkur gígjusti-engur brostið. Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. Og skín ei Ijúfast ævi þeirri yfir, sem ung á morgni lífsins staðar nemur, og eilíflega, óháð því sem kemur, í æsku sinnar tignu fegurð lifir? Sem sjálfur Drottinn mildum lófum lytó í * um lifsins perlu í gullnu augnablitó. (TómasGuðm.) Elsku Kjartan, Inga, Kristján, Chris, ömmur og afar, megi góður Guð veita ykkur styrk í ykkar miklu sorg. Eyvindur, Þórdís, Guðriður, Katrfn, Elísabet og fjölskyldur. ANNA SIGRÚN WIIUM KJARTANSDÓTTIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.