Morgunblaðið - 12.04.2000, Blaðsíða 52
V52 MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
Hundalíf
Ljóska
Ferdinand
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Gagnrýni á
gagnrýni
Frá Stefáni Aðalsteinssyni:
í skógi sem týndist í trjánum
á tjáningin svolítið bágt
því list er að segja eitthvað einfalt
á óskiljanlegan hátt.
I Morgunblaðinu í gær fjallar
Halldór Bjöm Runólfsson um sýn-
ingu Æju „Himnastef ‘ í sýningarsal
Gallerí Listar, sem stendur yfir frá 1.
til 14. apríl.
Þar eyðir hann hálfri síðu blaðsins
í að fjargviðrast yfir metnaðarleysi
listsala og listhúsa og einhverju sem
hann kallar stefnuleysi þeirra. (Allt
er falt sem flýgur.) Því næst tekur
hann upp hanskann fyrir Beethoven
greyið og Mozart sáluga, skilur ekk-
ert í því hvers vegna þeir voru ekki
eins vinsælir og Jóhann Strauss.
Hvort Halldór á hér við þann eldri
f. 1804 - d. 1849 eða son hans f. 1825
- d. 1899 kemur hins vegar hvergi
fram. Halldór Björn setur þá saman í
einn og kallar tónverkin ódýra og of-
hlaðna skyndigjafalist.
Ennfremur gefur hann sér þær
forsendur að listamenn verði að vera
þjakaðir af þunglyndi til þess að geta
kallast skapandi.
Allt í lagi með það. Hver hefur sína
skoðun og gefnu forsendur. En mað-
ur sem gefur sér ekki tíma til að lesa
sýningarskrá og að líta á forsendur
að verkum þess Ustamanns sem
hann ætlar að gagnrýna opinberlega
í fjölmiðli hveiju sinni er ekki alveg
nógu trúverðugur að mínu mati. Lík-
lega er þetta þó bara eðlileg streita
blaðamanna og gagnrýnenda, sem
orsakast af þeirri kvöð að verða að
klára sína grein innan tímarammans,
sem krafist er hverju sinni, hvað sem
tautar og raular, hvort sem viðkom-
andi er upplagður eður ei.
Þau 6 málverk sem Æja sýnir nú
og kallar „Himnastef' eru tilbrigði
við himininn, minningar, augnablik-
ið, núið, birtuna og ljósið, eins og
fram kemur í sýningarskrá hennar.
Síst af öllu eru þau skyndihst, eins og
Halldór Björn afgreiðir svo pent.
Þessi sex málverk eru óður til hins
einlæga, bjarta og fagra en ekki
endilega lýsandi dæmi um önnur
verk og vinnubrögð Æju á listferlin-
um.
Himnastef.
Sólin brosir áfram þama uppi
og samkvæmt fréttatilkynningu
fulltrúanna Geisla og Birtu
erennþátímitíl
aðskríðaútúrholunni
ogtakaþáttí
ljósinu.
STEFÁN AÐALSTEINSSON,
Melgerði 24, Reykjavík.
Allir kennarar
góðir kennarar?
Frá Haraldi Óla Haraidssyni:
GUÐRÚN Ebba Ólafsdóttir, for-
maður Félags grunnskólakennnara
í Kennarasambandi íslands, lét
hafa það eftir sér að mat félagsins
væri að allir kennarar væru góðir
kennarar og ættu því að fá góð
laun. Þetta sagði hún í frétt um
það hvort ætti að árangurstengja
laun grunnskólakennara. Ég efast
um að það séu margir sem láta sér
detta í hug að þessi ummæli séu
tengd raunveruleikanum.
A meðan á skólagöngu minni
stóð varð ég var við fjöldann allan
af kennurum sem ekki hefði verið
hægt að flokka sem góða kennara,
margir þeirra áttu alls ekki skilið
góð laun, þeir hefðu átt skilið að
vera reknir. Meðal þeirra lélegu
kennara sem ég kynntist voru
kennarar sem stuðluðu að einelti
og tóku jafnvel þátt í eineltinu, ég
sá kennara sem eyðilögðu náms-
feril fjölda nemenda sinna, ég hef
líka haft íþróttakennara sem
stunduðu það að auðmýkja þá sem
voru lausir við hæfni á sviði íþrótt-
anna. Ég vill spyrja Guðrúnu
Ebbu hvernig hún fari að því að
flokka þessa kennara sem „góða
kennara".
Það er í raun ekkert flókið að
finna lélega kennara. í skólum vita
allir - nemendur, kennarar og
skólastjórnendur - hverjir lélegu
kennararnir eru. Við þurfum að
losna við fúskarana úr kennara-
stéttinni og ein leiðin er sú að ár-
angurstengja laun þeirra en það er
ekki nóg, það þarf að fara í gegn-
um skólana og rífa upp illgresið
sem er þar. Ef starfsmaður í
verksmiðju er lélegur þá verður
framleiðslan léleg og það sama
gildir um skólana, munurinn er að
í skólunum er ekkert gert þó að
kennari sé lélegur. Lélegur kenn-
ari getur fengið að eyðileggja
framtíð nemenda sinna, án nokk-
urra afskipta, alveg þar til hann
fer á eftirlaun.
Hækkum laun góðra kennara
vegna þess að þá fáum við góða
kennara inn í skólana á meðan
þeir slæmu hætta eða bæta sig.
Góður kennari er peninganna virði
en vondur kennari eitrar frá sér út
um allt þjóðfélagið.
HARALDUR ÓLI
HARALDSSON,
Stekkjargerði 6, Akureyri.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.