Morgunblaðið - 12.04.2000, Page 53

Morgunblaðið - 12.04.2000, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 2000 5% Afmælissýning Félags tamningamanna FÉLAG tamningamanna efnir til þriggja daga fagsýningar í ReiðhöU- inni í Víðidal í tilefni af 30 ára afmæli félagsins. Er þar um að ræða nokkuð nýstárlegt sýningarform þar sem bæði er um að ræða hefðbundnar reiðsýningar í sal hallarinnar og vörusýningar ýmiskonar í anddyr- inu. Einnig verða þar fyrirlestrar um margvísleg efni tengd hestamennsk- unni. Ýmsir félagsmenn verða með sýn- ikennslu í tamningum og þjálfun. Kveikur frá Miðsitju kemur fram með afkvæmahópi og Keilh’ frá Mið- sitju verður sýndur. Þá munu rækt- unarbú síðustu tveggja ára verða með sýningum afurða sinna. Er þar um að ræða Ketilsstaðabúið og hrossarækt Gunnars og Kristbjargar FASTAFULLTRÚI íslands hjá Sameinuðu þjóðunum í Genf, Bene- dikt Jónsson sendiherra ávarpaði á mánudag 56. þing mannréttindar- áðs Sameinuðu þjóðanna sem nú stendur yfir í Genf. „í ávarpinu sem fjallaði um kon- ur og mannréttindi rifjaði sendi- herrann upp þær skuldbindingar sem aðildarríki Sameinuðu þjóð- anna samþykktu á kvennaráð- stefnunni sem haldin var í Bejing árið 1995. Námskeið í skyndihjálp REYKJAVÍKURDEILD RKÍ gengst fyrir tveimur námskeiðum í almennri skyndihjálp. Fyrra nám- skeiðið hefst fimmtudaginn 13. apríl kl. 19-23 en einnig verður kennt 17. og 18. apríl. Helgar- námskeið verður dagana 14., 15. og 16. apríl. Kennt verður föstu- dag kl. 19-23, laugardag kl. 13.30- 18 og sunnudag kl. 10.30-14. Námskeiðin teljast verða 16 kennslustundir. Þátttaka er heimil öllum 15' ára og eldri. Einnig verð- ur haldið endurmenntunarnám- skeið dagana 25. og 27. apríl. Að lokum þessum námskeiðum fá menn skírteini sem hægt verður að fá metin í ýmsum skólum. Meðal þess sem kennt verður verður blástursmeðferðin, lífgun með hjatahnoði, hjálp við bruna, beinbrotum og blæðingum úr sár- um. Einnig verður fjallað um helstu heimaslys þ.m.t. slys á börnum og forvarnir almennt. Önnur námskeið, sem eru haldin hjá Reykjavíkurdeildinni, eru um sálræna skyndihjálp, slys á börn- um og það hvernig á að taka á móti þyrlu á slysstað. Tekið skal fram að Reykjavikurdeild RKÍ út- vegar leiðbeinendur til að halda of- angreind námskeið fyrir þá sem þess óska. Aðalfundur UNIFEM á Islandi UNIFEM á íslandi heldur aðalfund í dag, miðvikudaginn 12. apríl, kl. 17. Fundurinn verður haldinn á Mann- hæðinni á Laugavegi 7. Á dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundastörf en að þeim loknum mun dr. Kristín Loftsdóttir mann- fræðingur segja frá dvöl sinni meðal WoDaaBe-hirðingja við jaðar Sa- hara-eyðimerkurinnar. í Auðsholtshjáleigu. Þá má nefna frjálsa keppni þar sem knapi fær frjálsar hendur í takmarkaðan tíma til að sýna gangtegundir í bland við ýmsar fimiæfingar og tónlist. Einn dómari dæmir og gefur eina einkunn. Fyrsta sýningin verður á fimmtu- dag en henni lýkur á laugardags- kvöld. Dagskrá verður sem hér segh’: Fimmtudaginn 13. apríl verður móttaka boðsgesta kl. 18 og því næst verður húsið opnað kl. 19.30 og er enginn aðgangseyrir. Sýnd 3-4 valin atriði kvöldsýningai’ og um kl. 20 er sýnikennsla Eyjólfs ísólfssonar, tamningameistara í tamningu og uppbyggingu hests. Föstudaginn 14. apríl verður húsið opnaðkl. 19 fyrir kvöldsýningargesti. Þórir Magnús Lárusson verður með Líkt og gert var af hálfu ís- lenskra stjórnvalda á allsherjar- þingi Sameinuðu þjóðanna í New York sl. haust ítrekaði fastafull- trúinn að mannréttindi væru altæk og því ekki hægt að réttlæta mannréttindabrot gegn konum með því að skírskota til trúar- bragða, venju eða hefða. Vakti fastafulltrúinn í því sambandi at- hygli á grófum mannréttindabrot- um Talíbana gagnvart konum í Afganistan á grundvelli trúar- bragða. Konur þar gætu ekki haft áhrif á eigin örlög. Sendiherrann harmaði þær takmarkanir sem konur í sumum ríkjum heims þurfa að þola á ferðafrelsi bæði innanlands og ut- an. Vísaði hann til nýlegrar sam- antektar Amnesty International sem dæmi. Hann sagði að aðskiln- aður kynjanna væri einnig enn við lýði í sumum ríkjum en aðskilnað- ur sem slíkur fæli í sér ójafnrétti. Þessi mannréttindabrot ættu skilið meiri athygli af hálfu alþjóðasam- félagsins. Fastafulltrúinn gerði alþjóða- væðingu og hraðar tækniframfarir að umtalsefni og hvernig talið væri að konur hefðu ekki notið ávaxta þessa í sama mæli og karlmenn. Hann sagði að finna yrði leiðir til sýnikennslu um frumtamingar kl. 19.30 og kl. 20.30 hefst kvöldsýning. Laugardaginn 15. apríl verður húsið opnað kl. 12 og er ókeypis að- gangur. Sýnikennsla Sigurbjörn Bárðarsonar, tamningameistara hefst kl. 13 með sýnikennslu um þjálfun skeiðhests og niðurtöku á skeið. Kl. 15 verður svo Benedikt Líndal, tamningameistari með sýni- kennslu í tamningu. Kl. 16 verður Þórir Magnús Lárusson með kynn- ingu á starfi hestamiðstöðvarinnar á Gauksmýri, kl. 16.30 flytur Benedikt Líndal, tamningameistari, erindi um hnakka og kl. 17 verður Reynir Aðal- steinsson tamningameistari með sýnikennslu um taumsamband og töltþjálfun. Kvöldsýning er síðan kl. 20.30. að nýta þessa þróun til að auka efnahagsleg og félagsleg réttindi kvenna. Hann lagði sérstaka áherslu á menntun í þessu sam- bandi. Fastafulltrúinn lagði áherslu á að mannréttindi kvenna og jafn- rétti kynjanna væri ekki síður á ábyrgð karla en kvenna. Hann skýrði frá fyrirhuguðu frumvarpi ríkisstjórnar íslands um foreldra- og fæðingarorlof sem þegar hefur verið kynnt í íslenskum fjölmiðlum og ætlað er að stuðla enn frekar að jafnrétti kynjanna. I lokin tók fastafulltrúinn tvö dæmi um framþróun í mannrétt- indum kvenna. I fyrsta lagi nefndi hann valfrjálsu bókunina sem sam- þykkt var síðastliðið haust á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna við al- þjóðasamninginn um afnám alls misréttis gegn konum. I öðru lagi Rómarsamþykktina um alþjóða- sakadómstólinn sem skilgreinir meðal annars nauðgun og kynlífs- þrælkun sem glæpi gegn mann- kyninu og stríðsglæpi. íslensk stjórnvöld skoruðu á önnur ríki að undirrita og vinna að fullgildingu þessara samþykkta," segir í fréttatilkynningu frá utan- ríkisráðuneytinu. Fundur um sjávarútvegs- mál í kjölfar hæstaréttar- dóms FRJÁLSLYNDI flokkurinn gengst fyrir almennum fundi um sjávarútvegsmál í kjölfar hæsta- réttardóms að Borgartúni 6 (Rúg- brauðsgerð) kl. 20.30 í kvöld. I fréttatilkynningu segir að kunnir kvótaandstæðingar flytji stuttar framsögur, m.a. Markús Möller hagfræðingur, Guðjón A. Kristjánsson alþingismaður, Guð- mundur G. Þórarinsson verkfræð- ingur, Valdimar Jóhannesson og Óskar Þór Karlsson frá Samtökum fiskvinnslu án útgerðar. Að því loknu verða almennar umræður. Fundarstjóri verður Sverrir Hermannsson. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Fyrirlestur um streituþol í plöntum DR. EINAR Mántylá flytur fyrir- lestur í kvöld sem hann nefnir: Um sameindalíffræði sjúkdóms- og streituþols í plöntum. Fyrirlesturinn verður haldinn í Odda, stofu 101, og hefst kl. 20. ,Á síðustu tuttugu árum hefur þekking manna stóraukist á líffræði plantna. Plöntusameindalíffræðin hefur veitt innsýn í sum þeirra flóknu ferla sem liggja að baki við- brögðum plantna við sjúkdómsvöld- um og aðlögun þeirra að breytilegu umhverfi. Rannsóknir hafá óvænt leitt í Ijós að ýmsu í sjúkdómsvörn- um plantna svipar til þess sem gerist hjá okkur mönnunum við sýkingu. Flestar norðlægar plöntur sem eru aðlagaðar aðstæðum í umhverfi sínu eru færar um að mæta lækkandi hitastigi með því að auka frostþol sitt. Þekking manna á ýmsum þátt- um kuldaherðingar hefur aukist verulega á undanförnum árum þó að enn vanti margt í heildarmyndina. Greint verður frá nýlegum rann- sóknum sem eru líklegar til þess að varpa ljósi, í orðsins fyllstu merk- ingu, á ýmsa þætti streituaðlögunar plantna sem erfitt hefur verið að koma auga á,“ segir í fréttatilkynnc' ingu. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. • • Ossur og Tryggvi á Selfossi ÖSSUR Skarphéðinsson og Tryggvi Harðarson, formannsefni Samfylk- ingarinnar, verða á opnum fram- boðsfundi á Hótel Selfossi, miðvik- daginn 12. apríl kl. 20.30. „Frambjóðendur kynna stefnumál sín, hugmyndir um hinn nýja flokk sem stofnaður verður formlega í maí, og framtíðarsýn. Fundarstjóri verð- ur Björgvin Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri þingflokks Samfylk- ingarinnar. Þeir halda sams konar fundi í hverju kjördæmi vegna formann- skosningar. Gestir á fundum fram- bjóðendanna fá tækifæri til að spyrja um þau mál sem fólki þykir mestu vai’ða," segir í fréttatilkynningu. Fundur um ætt- leiðingar sam- kynhneigðra á Islandi SAMBAND ungra sjálfstæðismanna heldur þriðja fund sinn í fundaröð- inni um jafnréttismál, „Með réttlæti gegn ranglæti,“ í dag, miðvikudag- inn 12. apríl, á Sóloni íslandusi kl. 17.30. ^ Framsögumenn á fundinum verða Guðni Kristinsson, formaður Félags samkjtnhneigðra stúdenta, Rann- veig Traustadóttir, dósent við félags- vísindadeild HI, og Þorgerður Kat- rín Gunnarsdóttir, alþingismaður og formaður allsherjamefndar Alþing- is. Framsögumenn taka þátt í um- ræðum ásamt þátttakendum í pall- borði. Fundarstjóri verður Kristín Pét- ursdóttir lögfræðingur og eru allir velkomnir. Frá nemendasýningu í Borgarleikhdsinu VORNÁMSKEIÐ HEFST 26. APRÍL NK. Allir aldurshópar frá 4 ára. Innritun í síma 553 8360 frákl. 16-18 Félatj islenskra listdansara Konur og upplýsingasamfélagið " Ráðstefna á Grand Hótel 14. apríl 2000 Vefsíða: http://www.simnet.is/konur. Ráðstefnan er öllum opin - Ekkert ráðstefnugjald Að ráöstefnunni standa: Verkefnisstjórn um upplýsingasamfélagiö, Jafnréttisráð, Rannsóknarstofa í kvennafræðum, Jafnréttisnefnd Háskóla íslands, Skýrslutæknifélag íslands, Félag tölvunarfræðinga, menntamálaráðuneytið, Verkfræðingafélag íslands. Dagskrá 12.45 Afhending ráðstefnugagna. 13.00 Ávarp - Davíð Oddsson, forsætisráðherra. 13.20 Konur t Islenska upplýsingasamfélaginu. Guðbjörg Sigurðardóttir, formaður verkefnisstjórnar. 13.40 Information Technology and Gender - Challenges. Dr. Christina Mörtberg, formaður nets um konur og tækni. 14.10 Tölvumenning íslenskra skóla: í átt til aukins jafnréttis. Dr. Sólveig Jakobsdóttir, dósent við KHÍ. 14.45 Kaffi. 15.10 Konur I Netheimum - nýr Kfsstíll. Margrét Dóra Ragnarsdóttir, framleiðslustj. OZ.COM, Kristrún Gunnarsdóttir, forritari og hönnuður Sagnanets. 15.25 D@merog D@torer - Konur og upplýsingasamf. í Noregi. Heidi Austlid, starfsmaður norska menntamálaráðuneytisins. 15.45 Sívit - próunarverkefni um konur og upplýsingatækni. Anna Ólafsdóttir, verkefnisstjóri Menntasmiðju, Akureyri. 16.00 Átak til að fjölga konum í tækni- og raungreinum á háskólastigi aðgerðir sem auka hlut kvenna í forystustörfum. Margrét S. Björnsdóttir, framkvæmdastjóri við HÍ. Rósa Erlingsdóttir, starfsmaður jafnréttisnefndar HÍ. i Elsa S. Þorkelsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisráðs. 16.15 Konur og nám í tölvunarfræði. Dr. Oddur Benediktsson, prófessor við HÍ. 16.30 Störf í upplýsingatækni - Goösögn og veruleiki. Helga Waage, tölvunarfræðingur OZ.COM. 17.00 Ráðstefnuslit. Ráðstefnustjóri: Dr. Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur. ____________________________________________________________________J Trúarbrögð réttlæta ekki mannréttindabrot

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.