Morgunblaðið - 12.04.2000, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 2000
I DAG
BRIPS
Umsjón (iuðmuiidui-
Páll Arnarson
ÞAÐ er spurning um stíl og
smekk á hverju menn opna
með spil suðurs, en að mati
Sigurbjörns Haraldssonar
eru spilin „alltof góð“ til að
opna á fjórum spöðum, eins
og margir gerðu í undanúr-
slitum Islandsmótsins:
Suður gefur; enginn á
hættu.
Noj-ður
* A6
* K105
♦ K876
+ A652
Vestur
A 32
* G87
♦ D5432
+ DG7
Austur
A 9
» ÁD9642
♦ G9
A K1043
Suður
A KDG108754
» 3
♦ Á10
A 98
Sigurbjörn vakti rólega á
einum spaða, og eftir tveggja
laufa svar frá makker hans
og bróður, Antoni Har-
aldssyni, stakk austur sér
inn á tveimur hjörtum.
Nokkrum sagnhringjum síð-
ar kom vestur út með hjarta-
sjöuna gegn sex spöðum.
Sigurbjörn lét strax smátt
hjarta úr borði og austur tók
slaginn með drottningunni.
„Nú stendur slemman," segir
Sigurbjörn, þegar spilið kom
til tals síðar, „en ég þurfti
ekki að hafa mikið fyrir tólfta
slagnum, því austur iagði
næst niður hjartaásinn."
En hvernig vinnst slemm-
an ef austur skiptir til dæmis
yfir í lauf?
Jú, sagnhafi drepur með
ásnum og spilar hjartakóng
og trompar ás austurs. Þá er
búið að færa valdið á hjarta-
litnum yfir til vesturs, sem
verður einnig að standa vörð
um tígulinn, því austur á að-
eins tvo. Og það getur vestur
einfaldlega ekki þegar sagn-
hafi spilar síðasta trompinu
sínu. I blindum eru þá fjögur
spil: hin mikilvæga hjartatía
og kóngurinn þriðji í tígli.
Heima á sagnhafi eitt tromp,
Á10 tígli og laufhund. Vestur
er með hjartagosann og
drottningu þriðju í tígli og
má ekkert spil missa.
Austur getur hnekkt
slemmunni eftir útspilið með
því að láta lítið hjarta í fyrsta
slag, en það er erfið vörn í
ljósi þess að útspil makkers
gæti verið frá 73 eða einfald-
lega sjöunni blankri.
SKAK
IJmsjón llelgi Áss
Grctarsson
Hvítur á leik.
ÞESSI staða kom upp á
milli rússneska stórmeist-
arans Olegs Korneev, hvítt,
(2.619) og georgíska koil-
ega hans Elizbar Ubilava
(2.545) á móti í Elgoibar á
Spáni sem haldið var á síð-
asta óri. 17. Rdxe6! fxe6
18. Bxb6 Rxf3 18 ... Dxb6
var einnig slæmt sökum 19.
Bxe4. 19. Bxb5+! axb5 20.
Dxd8+ Hxd8 21. Hxd8+
Kf7 22. Hd7+ Kg8 23.
Hxb7! Einfaldasta leiðin til
sigurs. 23 .... Rxel 24.
Rxe6 Kh7 25. Bc5! og
svartur gafst upp þar sem
hann verður mát eftir 25
... Bxc5 26. Hxg7.
Arnað heilla
P A ÁRA afmæli. í dag, miðvikudaginn 12. apríl,
O V/ verða sextugar tvíburasysturnar Kristín J. Magn-
úsdóttir, Rauðarárstfg 41, Reykjavík. Eiginmaður
hennar er Sigurður Guðmundsson; og Arndís 0. Magn-
úsdóttir, Eyjabakka 2, Reykjavík. Eiginmaður hennar
er Björgvin Haraldsson.
A A ÁRA afmæli. í dag,
O V/miðvikudaginn 12.
apríl, verður sextug Matt-
hildur Jóna Ágústsdóttir,
Hlaðbrekku 4, Kópavogi.
Eiginmaður hennar er
Jakob Matthíasson. Þau
taka á móti ættingjum og
vinum laugardaginn 15.
apifl kl. 16 á heimili sínu í
Kópavogi.
MORGUNBLAÐIÐ
birtir tilkynningar
um afmæli, brúð-
kaup, ættarmót og
fleira lesendum sín-
um að kostnaðar-
lausu. Tilkynningar
þurfa að berast með
tveggja daga fyrir-
vara virka daga og
þriggja daga fyrir-
vara fyrir sunnu-
dagsblað. Samþykki
afmælisbarns þarf
að fylgja afmælistil-
kynningum og/eða
nafn ábyrgðar-
manns og símanúm-
er. Fólk getur hringt
í síma 569-1100, sent
í bréfsíma 569-1329,
eða sent á netfangið
ritstj @mbl.is.
Einnig er hægt að
skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1,103
Reykjavík
Ást er...
12-31
... að fylgjast með
sólsetri á nýhafinni öld
Tíu stelpur eru komnar á
gestalistann. Eigum við
ekki að bjóða 20 strákum?
Nú verðurðu
að hætta í
tölvuleikn-
um. Pabbi
þarf að setja
heimilis-
bókhaldið
hennar
mömmu á
tölvutækt
form.
UOÐABROT
LITLA KVÆÐIÐ UM GIMBIL
Lambið mitt litla
lúrir úti í túni,
- gimbillinn minn góði,
gullhornum búni.
Kringum okkur greri gras,
grænt og frítt að líta.
- Ég tók með honum í tjóðurbandið
til þess að slíta.
Gimbillinn minn góði,
gullhornum búni,
- ekki getur hann unað sér
einsamall í túni.
Jón Magnússon (1896-1944).
STJORJVUSPA
eftir Frances Ilrake
HRUTUR
Afmælisbarn dagsins:
Þú ert hæfileikamikill en
veist ekki alltaf hvemig þú
átt að nýta þér hæfileikana
sem bezt.
Hrútur
(21. mars -19. apríl)
Viðamikið samstarfsverkefni
sem þú ert nú að taka þátt í
krefst mikils af þér. Leggðu
þig allan fram og þá mun
framlag þitt verða mikils
metið.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Það er oft skammt öfganna í
milli hjá þér og þetta bitnar á
öllum í löúngum þig. Leitaðu
jafnvægis svo vinir og sam-
starfsmenn séu ánægðir með
Þig-____________________
Tvíburar __,
(21.maí-20.júní) Án
Þú ert að velta því fyrir þér
hvort þú eigir að sýna meiri
hörku í viðkvæmu máli.
Reyndu umfram allt að leysa
það á mýkri nótunum.
Krabbi
(21. júní-22.júlí)
Það stefnir í átakalítinn dag
hjá þér en það þýðir ekki að
þú getir slegið slöku við.
Taktu þér samt tíma til þess
að íhuga stöðu þína í tilver-
unni.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst) m
Það getur verið erfitt að láta
skynsemina ráða þegar til-
fmningarnar tala annað.
Reyndu að finna lausn sem
sættir öll sjónarmið.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.) mSíL
Það bendir ýmislegt til þess
að gamall draumur þinn muni
nú rætast. En mundu að fleiri
koma við sögu og leyfðu þeim
að njóta sigursins með þér.
(23. sept. - 22. október) m
Þótt að þér finnist nóg um
eigin vandamál skaltu samt
ýta þeim til hliðar og aðstoða
vin þinn sem þarf á hjálp að
halda. Þér líður betur á eftir.
Sþorðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Yfirleitt er það svo að gæska
þín og gjafmildi falla í góðan
jarðveg. En til eru þeir dagar
þar sem þú skalt fara varlega
í hlutina.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.) ifaO
Þér finnst þú þurfa að fá sér-
staka viðurkenningu fyrir
framlag þitt. Láttu þetta
samt ekki trufla þig, haltu
þínu striki, því hitt yrði bara
bónus.
Steingeit
(22. des. -19. janúar)
Oft er það svo að samferða-
menn okkar setja upp grímu
til þess að halda okkur fró til-
finningum sínum. Mundu að
aðgát skal höfð í nærveru sál-
ar.
Vatnsberi
(20.jan.-18.febr.) Q&Z
Þú ert uppfullur af spennandi
hugmyndum en málið er að
velja þær sem mögulegt er að
framkvæma og síðan að finna
samstarfsmenn til þess.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars) .
Þér hættir til að leita langt yf-
ir skammt og það á við í máli
sem þú þarft að fást við. Leit-
aðu því lausnar í því sem þú
þegar hefur undir höndum.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
givnni vísindalegra staðreynda.
Granvillé
ARVIK
ÁRMÚLA 1 • Sl'MI 568 7222 • FAX 568 7295
TR0PPUR
0G
STIGAR
ARVIK
ÁRMÚLA 1 • SlMI 568 7222 • FAX 568 7295
fPennasett - töskur - lampar^
Ferminqarqestabœkur - frí qytlinq
Ötrúleqa qott úrOat af sérstœðri qjafaVöru
Kitja
Miðbæ, Háaleitisbraut 58—60.
Sími 553 5230.
r
Glæsilegur
fatnaður
frá \| {\
Nýjar Italskar silkislæður
í sumarlitum
Tfskuverslun • Kringlunni 8-12 • Síml 5533300
—PASTAPOTTAR-
Pasta-og gufusuðupottur kr. 7.900
7 ltr. 18/10 stál.
Pastavél kr. 4.500.
PIPAR OG SALT
Klapparstíg 44 • Simi 562 3614 [
BODY SLIMMERS
NANCY GANZ
Línurnar
i. hæð, Kringlunni,
sími 553 7355