Morgunblaðið - 12.04.2000, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 12.04.2000, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 2000 5T*5 FÓLK í FRÉTTUM Galdra-Loftur frumsýndur í Logalandi Morgunblaðið/Sigríður/Reykholti Leikararnir Guðmundur Ingi og Þorvaldur ræða málin við leikstjórann Flosa Ólafsson. Girndarráð og galdrakukl Loftur og Dísa í faðmlögum. Þorvaldur, Guðmundur og Helgi setja upp andlitið. Leiklistarlífíð blómstrar í Borgarfírðinum þar sem menn kljást við ís- lenskan Hamlet. Hildur Loftsdóttir hitti feðga sem að málinu koma. UNGMENNAFÉLAG Reykdæla frumsýnir í Logalandi í kvöld leikrit Jóhanns Sigurjónssonar Galdra- Loft undir leikstjóm Flosa Ólafsson- ar. Titilhlutverkið er í höndum bor- ins og barnfædds Reykdælings, Guðmundar Inga Þorvaldssonar, sem lauk Leiklistarskóla Islands fyr- ir tveimur árum og starfar við Borg- arleikhúsið. Svo skemmtilega vill til að föður Lofts leikur faðir Guðmundar Inga, Þorvaldur Jónsson, bóndi í Brekku- koti, og yngri bróðir hans, Helgi, lætur einnig ljós sitt skína í tveimur aukahlutverkum. Gamall refur með gamlan draum Þorvaldur steig fyrst á svið í Logalandi 1966 og er ein af aðaldrif- fjöðrum leikhússins, en segir sam- stilltan hóp standa að baki því. „Það eru um 25 manns sem koma að þessari sýningu, þar af tvær ung- ar stelpur sem eru að stíga sín fyrstu spor á sviði og koma vel út. Það eru Iris Armannsdóttir og Linda Páls- dóttir sem' leika Steinunni og Dísu,“ segir Þorvaldur. „Leikhúsið hefur verið stór hluti af mínu lífi, enda baktería sem ekki er auðvelt að Iækna. Ég myndi ekki ganga í AA-samtök fyrir áhugaleik- ara, þó svo að þau væru til!“ - Hufíð þið synirnir nokkuð kom- ist undan því að vera með? Guðmundur: Nei, og það læra bömin sem fyrir þeim er haft. Þetta var áreiðanlega ástæðan fyrir því að ég endaði í leiklistarskólanum. Öll ættin hefur verið í þessu meira eða minna frá upphafí. Helgi: Það er mjög stutt síðan pabbi spurði mig hvort ég vildi vera með og ég varð mjög glaður því ég er líka kominn með dellu fyrir leikhúsi. - A svo að verða bóndi eða leikari? Helgi: Mig langar helst að verða kokkur og líka leikari. Ég veit ekki með bóndann, það kemur seinna í Ijós. Gainall refur á góðum stað Þorvaldur: Flosi er hvalreki fyrir okkur því á fullorðins árum flytur hann í næsta hús við Logaland, gengur í ungmennafélagið og hefur verið með puttana í þessu síðan. Það er gaman að kynnast svona gömlum ref, maður lærir alltaf eitthvað af þeim. -Afhverju þetta leikrit? Þorvaldur: Það er hugarfóstur Flosa. Hann var formaður leiknefnd- ar þetta ár, og hefur lengi dreymt um að setja upp Galdra-Loft með Guðmundi Inga í aðalhlutverki. - Hvemig leist þér á, Guðmund- ur? Guðmundur: Mér leist mjög vel á því Galdra-Loftur er rulla sem mað- ur neitar ekld. Maður fær hana í mesta lagi einu sinni á ævinni - ef maður er heppinn. Þetta er svo of- boðslega flott hlutverk. Það fórst líka alltaf fyrir að ég léki í Logalandi þegar ég var lítill, og það kitlaði mig að fá loksins að stíga þar á svið með öllum gömlu stjörnunum sem maður dáðist að þegar maður var lítill. - Hefur verið erfitt að sameina þetta vinnunni? Guðmundur: Já, svolítið. Eftir að ég játti þessu hafa bæst við þrjú verkefni. En þau byrjuðu að æfa án mín og pabbi lék Galdra-Loft í einn og hálfan mánuð. Þannig að þau voru orðin býsna góð þegar ég kom inn. Ég náði góðum tíma þessa vikuna og gat einbeitt mér að hlutverkinu í fimm daga. Maður gerir Galdra- Lofti engin skil á hundavaði. -Hvað heillar þig mest við þetta hlutverk? Guðmundur: Þetta er okkar Ham- let. Þetta er hlutverk sem spannar svo gríðalega breitt svið. Það er girndarráðið, galdrakuklið, síðan kemur ástin og baráttan við skyldur- æknina gagnvart föðumum. Hann átti að verða biskup en þetta er ung- ur maður með stærri drauma. Svo þegar hann þarf að losa sig við óléttu stúlkuna sem er honum ekki sam- boðin gerir hann samning við djöful- inn. Hvað viltu meira? Þetta er allt í einum pakka! Ha, ha. Þetta er gríðarlega skemmtilegt, erfitt og sársaukafullt, maðui- er al- veg klukkutíma að jafna sig eftir á. Ein stór fjölskylda - En hvernig er að leika foður Lofts? Þorvaldur: Mér finnst það mjög gaman, og til að segja satt efast ég um að ég hefði verið með nema þar sem ég fæ að leika á móti Gumma. Þarna eigum við fimm blaðsíður saman þar sem faðirinn er að upp- áleggja syni sínum. Það er nefnilega hlutur sem ég hef aldrei gert í raun- veruleikanum. Guðmundur: Nei, nei, einmitt! - Hvað leikur þú, Helgi? Helgi: Ég leik ölmusumann og smala, og fæ að segja nokkur orð. - Hvernig finnst þér að leika með pabba þínum og bróður? Helgi: Mér finnst það mjög skemmtilegt. - Ertu ekki stoltur af bróður þín- um? Helgi: Jú, ég er oft búinn að monta migaf honum. - Þetta er skemmtilegt fyrir ykk- ur og kemur kannski aldrei fyrir aft- ur? Þorvaldur: Nei, ég var einmitt að hugsa um að það er ekkert víst að ég fái tækifæri til að stíga á svið með Gumma í annan tíma. En það eru feðgin á sviði líka: íris og Armann. Helgi: Og aðrir feðgar og mæðgur. Guðmundur: Svo er þetta bara ein stór fjölskylda. Þorvaldur: Þetta er um sex hundruð manna samfélag og í því eru starfrækt þrjú leikfélög. I næsta dal við okkur, Lundarreykjadal, er verið að leika íslandsklukkuna. - Það er ekki ráðist á garðinn þar sem hann erlægstur. Guðmundur: Er nokkur ástæða til annars? r~i — (þróttataska aöeins 1.200 kr. I Hmbl.is -ALLTAf? 6/7T//WMÐ NÝTi *Cí Qvefverslun is FÆST I VERSLUNUM StMANS SÍHINN-<3SM FÆRIR ÞÉR FRAMTÍÐINA Fínn sími SEM AUÐVELT E R AÐ SKILJA • Styður 900 og 1800 GSM kerfin • Skiptanlegt spjald sem umlykur skjáinn • Lengd: 112 mm • Þyngd: 105 gr • Gagnaflutningur • Minnissiður • Dagatal • Áminning • Skeiðklukka • Reiknívél • Vekjaraklukka með „snooze" • RF tengi á loftneti Benefon Twin er einstakur sími. Auk þess að vera nettur og búinn öllum helstu tæknilegum eiginleikum hefur Benefon Twin íslenska valmynd. kr. Léttkaup 7.980 kr. Auk 1000 kr. á mánuði í 12 mánuði sem færast á símreikninginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.