Morgunblaðið - 12.04.2000, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 12.04.2000, Blaðsíða 64
Drögum næst 25. apríl > HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings Heimavörn SECURITAS Sími: 580 7000 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Reynt til þraut- ar að afstýra verkföllum SÁTTAFUNDIR í deilum atvinnu- rekenda við flugvirkja annars vegar og landsbyggðarfélög Verkamanna- samband Islands og Landssamband iðnverkafólks hins vegar stóðu fram á nótt fyrir luktum dyrum í húsa- kynnum ríkissáttasemjara. Forystu- menn beggja vegna borðsins sögðu í samtali við Morgunblaðið í gærkvöld að reynt væri til þrautar að ná sam- komulagi og forystumaður innan VMSÍ taldi nokkrar líkur á því um miðnætti að takast mætti að leysa ®**fieiluna áður en til verkfalls kæmi. Fyrr um kvöldið hafði Heiyar Gunn- arsson, varaforseti VMSI, sagt að hann væri orðinn svartsýnni á samn- inga en hann var við upphaf fundar í morgun. „Það er ljóst að það er að draga að niðurstöðu og samninganefndimar leggja mikið á sig og liggja yfir því að ná saman áður en til verkfalls kem- ur,“ sagði forystumaður innan raða atvinnurekenda í gærkvöldi. „I hvorugt málið er komin niður- 4,1*___________________________ Kolmunni inn- an landhelgi TOGSKIPIÐ Beitir NK landaði í Neskaupstað í gær fyrsta kolmunn- anum sem veiðist innan íslensku lög- sögunnar á þessu ári en skipið fékk aflann, um 500 tonn, í svokölluðum Rósagarði, djúpt austur af landinu. Kolmunni fæst vanalega ekki inn- an íslensku lögsögunnar svo snemma árs og hafa önnur íslensk kolmunnaskip þannig verið að veið- um djúpt suður af Færeyjum síð- ustu vikur. Þar hefur heldur dregið "’ur afla að undanförnu. ■ Fékk kolmunna/Bl staða en ég met stöðuna þannig að þessi vinna eigi enn möguleika. Við erum að vinna í þessu eins og við get- um og það verður að koma í ljós hver niðurstaðan verður,“ sagði Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og vísaði þá til beggja deilnanna. Um flugvirkjadeiluna sagði hann að viðræður stæðu sleitulaust en kvaðst ekki vilja ræða stöðuna í smá- atriðum. Emil Eyjólfsson, formaður samninganefndar flugvirkja, gaf ekki kost á samtali í gærkvöld. Hervar Gunnarsson, varaforseti VMSÍ, sagði í samtali um klukkan átta í gærkvöldi að deilan væri á úr- slitastigi og viðræður snerust um launaliði, upphæðir greiðslna at- vinnurekenda vegna slysatrygginga og gildistíma samnings. „Ég verð að viðurkenna að á þess- ari stundu er ég heldur svartsýnni en þegar ég mætti til fundar í morgun," sagði Hervar, aðspurður hvort hann væri svartsýnni eða bjartsýnni en við upphaf fundar í gærmorgun. Eindreginn vilji, segir sáttasemjari Þórir Einarsson ríkissáttasemjari sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöld að haldið yrði áfram með fundi í báðum deilunum fram á nótt. Hann sagðist aðspurður ekki telja ástæðu til að huga að miðlunartillögu og sagði að menn stunduðu sáttatil- raunir og miðlun án slíkrar tillögu. „Með því að halda áfram fundum er í alvöru verið að reyna að ná þessu saman, hvort sem það gengur eða ekki. En það er eindreginn vilji allra aðila að vinna að málinu,“ sagði hann. Um mat á stöðunni sagði Þórir að fundum yrði lengi haldið áfram og hann vildi ekki meta líkur á að saman næðist. „Húsinu hefur verið lokað og menn verða þar inni og fara ekki út í FBA selur 625 þusund hluti í deCODE HLUTHÖFUM Fjárfestingarbanka atvinnulífsins verður boðið að kaupa eignarhlut bankans í deCODE genet- ics Inc, móðurfélagi íslenskrar erfða- greiningar, þegar bréf félagsins verða skráð á Nasdaq. Um 625 þúsund hluti er að ræða og -^er bókfært verð hlutabréfa FBA í deCODE nú um 15 dollarar hver hlutur en söluverð verður það útboðs- gengi sem boðið verður þegar skrán- ing fer fram á Nasdaq. Líklegt er því að umtalsverður söluhagnaður myndist þegar bankinn selur bréf sín. Að sögn Bjarna Armannssonar, forstjóra FBA, er ekki upplýst hversu miklu FBA heldur eftir í deCODE af samkeppnisástæðum. FBA keypti ásamt fleiri innlendum aðilum helmingshlut upphaflegra áhættufjárfesta í deCODE síðastliðið sumar. Var tilgangur kaupanna að færa umtalsverðan hlut bréfanna í hendur íslendinga. ■ Stefnir i/25 ÞITT FE HVAR SEM ÞÚ ERT Maestro Morgunblaðið/Jim Smart Starfsfólk söluskrifstofa og fjarsölu Flugleiða átti annríkt í gær. Fjöldi farþega vildi breytingar á farseðlum vegna yfírvofandi verkfalls. bráð,“ sagði ríkissáttasemjari á ell- efta tímanum. Fallið frá skilmálum farseðla Takist ekki samningar hefst verk- fall flestra aðildarfélaga VMSÍ og Landssambands iðnverkafólks á mið- nætti í kvöld og verkfall flugvirkja í millilandaflugi Flugleiða fer að hafa áhrif um hádegi á morgun. Vegna yf- irvofandi verkfalls hafa Flugleiðir fallið frá skilmálum í farseðlum um ákveðna ferðadaga og bent handhöf- um farseðla á að hafa samband við söluskrifstofur og fjarsölu félagsins til að fá upplýsingar og breyta far- miðum ef unnt er. Einar Sigurðsson, framkvæmdastjóri hjá Flugleiðum, sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að töluvert hefði verið um fyrirspumir til félagsins frá farþeg- um. Frá og með deginum í dag og þar til deilan leysist verður fjarsala fé- lagsins opin allan sólarhringinn. ■ Verulegar truf lanir/4 Hannes Hlífar einn í efsta sæti HANNES Hlífar Stefánsson gerði sér lítið fyrir og vann ör- uggan sigur á Ivan Sokolov í sjöundu umferð Opna Reykja- víkurskákmótsins. Á sama tíma gerðu þeir Nigel Short og Victor Korchnoi jafntefli, en þessir þrír skákmenn voru efst- ir og jafnir eftir sjöttu umferð í fyrradag. Hannes Hlífar hefur því tek- ið forystuna á mótinu með 6 vinninga eftir 7 umferðir. í átt- undu og næstsíðustu umferð mótsins mætir Hannes síðan Korchnoi, en sú umferð verður tefld í dag. í 2.-4. sæti á mótinu eru Short, Korchnoi og hinn 14 ára kínverski stórmeistari, Xi- angzhi Bu, með 514 vinning, en Bu sigraði Larry Christiansen í gær. Timman og Firmian gerðu jafntefli í gær, en þeir eru í 5- 10. sæti með 5 vinninga ásamt Ehlvest, sem vann McShane, og þeim Wojtkiewicz og Miles, sem gerðu jafntefli, og Gris- chuk, sem vann Martinez. ■ Skák/54 Morgunblaðið/Kristján Borgarafundur um fíkniefnanotkun ungmenna, sem haldinn var í gærkvöld á Akureyri, var vel sóttur. Afengisdrykkja og fíkniefnanotkun ungmenna til umræðu á borgarafundi á Akureyri Sterkari fíkniefni ráðandi á markaðnum Á FJÖGURRA ára tímabili, frá 1996 til 1999, hafa 385 manns verið hand- teknir og kærðir vegna fíkniefnamála á Akureyri en handtökum hefur fjölg- að mjög á tímabilinu. Þetta kom fram í máli Daníels Snorrasonar, lögreglu- fulltrúa á rannsóknardeild lög- reglunnar á Akureyri, á velsóttum borgarafundi sem framhaldsskólam- ir á Akureyri efndu til i Gryfjunni, sal Verkmenntaskólans á Ákureyri, í gærkvöld. Miklar umræður hafa verið á Akur- eyri síðustu vikur um áfengisdrykkju og fíkniefnanotkun ungmenna. Fund- urinn markaði upphaf að samstilltu átaki framhaldsskólanna, ýmissa stofnana, fyrirtækja og fleiri til að stemma stigu við vaxandi fíkniefna- neyslu. I máli Daníels kom fram að árið 1996 hafi 59 verið handteknir og kærðir vegna fíkniefnamála; þeir voru 56 ári síðar, 90 árið 1998 en á síð- asta ári varð mikil aukning þegar 180 manns voru handteknir og kærðir á Akureyri vegna fíkniefnamála. Daníel sagði að hald væri lagt á æ meira magn fíkniefna og notkun harðari efna færi ört vaxandi. Fyrir nokkrum árum hefði eingöngu verið hass á markaðnum en nú væri það eingöngu yngsti aldurshópurinn sem notaði það. Sterkari efni væru alls- ráðandi á markaðnum nú. Sólveig Pétursdóttir dómsmálai'áð- herra ávarpaði fundinn og kom fram í máli hennar að á næstunni verður ráðið í tímabundna stöðu forvarna- fulltrúa og mun hann hafa aðsetur hjá embætti sýslumannsins á Akureyri. Hlutverk hans verður að auka og efla forvarnastarf. Þessu starfi er komið á fót að frumkvæði Akureyrarkirkju og Knattspymufélags Akureyrar, KA. Ríkisstjómin hefur samþykkt að leggja fram hálfa milljón króna vegna þessa verkefnis og þá munu dóms- málaráðuneyti og fjármálaráðuneyti einnig leggja þessu framtaki lið með fjárframlagi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.