Morgunblaðið - 07.05.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.05.2000, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ REUTERS Um borð í kafbátnum U-571; aðalleikararnir f.v. Jack Noseworthy, Derk Cheetwood, Jon Bon Jovi, Erik Palladino og Harvey Keitel, Sagan skotin í kaf Ný kafbátamynd frá Hollywood hefur vakið nokkrar deilur í Bretlandi og komið af stað umræðu um sannleika og skáldskap í bíó- myndum að sögn Arnaldar Indriðasonar, sem kynnti sér um hvað málið snýst og nefnir nokkur dæmi um umdeildar myndir byggðar á sönnum atburðum. KAFBÁTAMYNDIN sem um ræð- ir er dæmigerð Hollywood-stór- mynd. Hún heitir U-571 og er með stjömum eins og Matthew Mc- Connaughey og Bill Paxton og hún byggir að einhverju leyti á sönnum atburðum þegar hún segir frá því hvernig Bandaríkjamenn komust yfir Enigma-dulmálsvélina í síðari heimstyrjöldinni. Myndinni hefur verið hrósað mjög fyrir að mynda kafbátaátök og leggja áherslu á raunsæi þegar horfið er aftur til síð- ari heimstyrjaldarinnar í hverju minnsta smáatriði. En það er skáld- skapurinn/veruleikinn sem hún lýsir sem fer íyrir brjóstið á þeim sem þekkja til söguefnisins í Bretlandi. Kvikmyndaframleiðendumir kusu að líta framhjá svolitlu smáatriði við gerð myndarinnar; það voru alls ekki Bandarfkjamenn sem náðu En- igma úr höndum Þjóðverja og gerðu Bandamönnum kleift að lesa dul- skeyti nasistanna. Bretar unnu það afrek. Ekki sögulega nákvæm Framleiðendurnir og allir þeir sem standa að baki framleiðslunni segja að fólk eigi alls ekki að taka myndinni sem sögulega nákvæmri lýsingu á því sem gerðist því hún væri fyrst og síðast skáldskapur, gerður til þess að skemmta fólki. „Þetta er hasarmynd," hefur banda- ríska skemmtanatímaritið Enter- tainment Weekly eftir leikaranum Matthew McConaughey, sem leikur bandarísku hetjuna Andrew Tyler. í myndinni skýtur hann sér leið í gegnum þýskan kafbát til þess að grípa árans apparatið (í raun var kafbáturinn mannlaus þegar Bret- arnir gengu um borð; nasistarnir héldu að hann væri að sökkva og stukku í sjóinn). „Gerðist þetta svona eins og myndin lýsir?“ heldur Matthew áfram. „Nei, svo sannar- lega ekki. Og við erum ekki að halda því fram að svo hafi verið en þegar gerð er bíómynd verður að skera efnið niður í tvo tíma og fólk verður að fá að taka sér skálds- leyfi.“ Leikarinn Bill Paxton tekur í sama streng: „Það er ekki eins og við séum að búa til Björgun óbreytts Ryans,“ segir hann. Bretamir blása á þetta yfírklór samkvæmt frásögn skemmtana- tímaritsins. Pressan í Bretlandi hef- ur fjallað um myndina frá því tökur hófust með fyrirsögnum á borð við „Bandarísk kvikmynd afbakar sög- una til þess að ræna breskri hetju- dáð.“ Breska þingið fjallaði um mál- ið og Clinton forseti flæktist í það þegar hann skrifaði breskum þing- manni bréf og sagði: „Ég skil að þið viljið að hlutverk breska flotans njóti viðurkenningar. Eins og þú veist hefur Universal kvikmynda- verið (framleiðandi myndarinnar) tekið fram að myndinni sé alls ekki ætlað að fjalla af nákvæmni um sögulega atburði." Leikstjóri myndarinnar heitir Jonathan Mostow og er 38 ára gam- all en hann hefur í næstum áratug reynt að fá myndina gerða og tókst það loksins. Hann segir að viðbrögð Bretanna séu á miklum miskilningi byggð. Það eina sem hann vildi gera var að búa til góða og gamaldags spennumynd úr seinni heimstyrj- öldinni í ætt við Byssumar frá Nav- arone. Ekkert annað. Fleiri dæmi um sögufalsanir U-571 minnir á önnur tilfelli þar sem kvikmyndagerðarmenn nýðast á sögunni og skrifa hana upp á nýtt. Því fylgja oft deilur eins og við kynntumst þegar I nafni föðurins var frumsýnd fyrir nokkrum ámm; leikstjóri hennar, Jim Sheridan, var sakaður um sögufölsun í lýsingu sinni á því sem gerðist þegar sak- lausir írar vom settir í fangelsi fyr- Associated Press Leikaramir hittast aftur við frumsýningu myndarinnar 17. apríl sl. Frá vinstri eru rokkstjarnan Jon Bon Jovi, sem nú hefur snúið sér að kvikmyndalcik, Bill Paxton, Matthew McConaughey, Haiwey Keitel og David Keith. REUTERS Jon Bon Jovi í hlutverki sfnu í myndinni U-571 sem gerist um borð í bandariskum kafbáti í síðari heimstyijöldinni. ir hryðjuverk. Þegar handritshöf- undurinn kunni, William Goldman, skrifaði A Bridge Too Far, var hann sakaður um gera „of miklar hetjur úr hermönnum bandamanna“ og hét því að gera aldrei aftur kvikmynda- handrit byggt á sönnum atburðum vegna þess að „það er bara of flók- ið“. Einnig eru til nýlegri dæmi eins og rakið var í nýlegu hefti breska kvikmyndatímaritsins Empire. Bandaríski fréttahaukurinn Mike Wallace í fréttaþættinum 60 mínút- um var langt í frá ánægður með hvemig honum var lýst í The In- sider eða Uppljóstraranum eftir Michael Mann enda er hann er gerður að hálfgerðum hugleysingja. I Fellibylnum eftir Norman Jewi- son, sem fjallar um ævi blökku- mannsins Rubin Carters, verður réttarkerfið í New Jersey fyrir hörðum árásum fyrir kynþáttafor- dóma. Og Lana Tisdel í Falls City í Nebraska stendur í málaferlum við 20th Century Fox vegna myndar- innar Strákar gráta ekki eða Boys Don’t Cry vegna þess að henni er lýst þar sem hinu mesta ótæti. Fleiri dæmi má nefna og eitt þeirra er ekki ósvipað málarekstrin- um í kringum U-571. Mountbatten lávarður hneykslaðist mjög árið 1945 þegar hann sá stríðsmyndina Objective, Burma! því honum fannst hún fram úr hófi „hollywoodleg" í lýsingu sinni á stríðsrekstrinum í Burma. Sannleikurinn vai- sá að talsverður fjöldi breskra hermanna tók þátt í stríðinu þar en enginn bandarískur, ólíkt því sem myndin sýndi. Loks má geta þess að Luc Besson varð fyrir talsverðri gagnrýni í heimalandi sínu vegna Jóhönnu- myndar hans, sem byggir á mjög persónulegri túlkun hans á ævi dýrlingsins Jóhönnu af Örk. Að segja sannleikann með skáldskap Gagnrýnin sem beinist að kvik- myndagerðarmönnunum er öll á einn veg. Fyrst þeir eru á annað borð að eiga við sögulega atburði og í mörgum tilfellum að fjalla um fólk sem upplifði þá, hvers vegna ekki að halda sig við það sem er réttast og sannast? Hvaða leyfi hafa þeir til þess að fara með slíka atburði að vild? Hver er réttur þeirra sem þeir fjalla um, oft með brengluðum hætti? Á allt að vera leyfilegt í þess- um efnum og er yfirleitt einhver leið til þess að forðast deilur þegar sannsögulegar myndir eru gerðar? Kannski er sannleikurinn ekki nógu æsilegur. Þegar leikstjóri kaf- bátamyndarinnar U-571 fór á stúf- ana og kynnti sér efnið (hann var mikill áhugamaður um kafbátastríð og sá góða sögufléttu í Enigmavél- inni) fannst honum það þrátt fyrir allt ekki nógu hasarkennt á Holly- wood-mælikvarðann og þar að auki of breskt - engir Ameríkanar komu við sögu. í Ijós kom að til var fjöld- inn allur af svipuðum Enigmasögum og meira að segja ein þar sem Am- eríkanar komu við sögu; árið 1944 rændi bandaríski flotinn þýskum kafbáti með Enigmavél og öllu til- heyrandi og dró hann heim á leið. En þá var reyndar búið að stela svo mörgum Enigmavélum að sögn tímaritsins Entertainment að þasr voru ekkert spennandi lengur. Leikstjórinn Mostow blandaði þess- um sögum öllum saman í eina spennandi hasarmynd, sem honum fannst ganga ágætlega upp. „Sjáðu til,“ segir hann núna í við- tali við tímaritið, „ef ég hefði fundið eina góða, sanna sögu sem borið hefði uppi frábæra tveggja tíma bíó- mynd, hefði ég kvikmyndað hana en sannleikurinn er sá að oft er best að notast við skáldskap til þess að segja sannleikann. Framleiðendur Erin Brockovich þurftu að því er virðist ekki að bæta neinu inn í samnefnda bíómynd um fyrrum fegurðardrottningu sem varð lagarefur, til þess að gera hana meira spennandi. Hin raunverulega Erin Brockovich var svo ánægð með handrit myndarinnar að hún ákvað að fara með örlítið hlutverk í henni. Enda ekki á hverjum degi sem Julia Roberts gerir mann að hetju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.