Morgunblaðið - 07.05.2000, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 07.05.2000, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2000 B 15 stundum meö ummerkjum um söguna og tilvist mannsins. I þeim Ijósmyndum hennar sem teknar eru úti í náttúrunni eru slík ummerki þó mjög óljós og einstaklingurinn er afhjúpaður í varn- arleysi sínu, jafn lítilvæguroggrjóthnullungarniríkringum hann en um leið í snertingu við umhverfi sitt. Tengsl Horn við ísland eru í eðli sínu mjög óáþreifanleg enda vísar titill bókaraðar hennar To Place til íslands sem andlegs rýmis fyrst og fremst. „Þegar Dickinson leggur aftur augun, fer ég til íslands," segir Horn í einum texta sinna. Á sama hátt og skáldið Emily Dickinsson lokaði augunum til að ferðast um lend- ur hugans, er Horn mjög meövituð um afstæð tengsl sín við landið sem hún Ijósmyndar. Einhvers staðarí auðninni horfir hún í kringum sig og notar augun eins og linsu, þar sem einungis flökt augnlokanna afmarkar einstakar myndir, eins og Ijós- myndavél. Allareru myndirnarsamt nánast eins, þvítilbreyting- arlaus, ósnortin víðáttan er svo mikil og hún svo lítilvæg and- spænis henni, að það er eins og mörkin á milli „innra landslags" listamannsins og umhverfisins máist út í samruna anda og efn- is. Aðeins hreyfing augna hennarstaðfestirtilvistogvitund Horn sem einstaklings á þessu augnabliki og kemur í veg fyrir algjör- an samruna, „tryggði að ég var ekki staðurinn sem ég var á“ eins og hún orðar það í textanum Spegill, auðn ogspegill. Heitt vatn í laugum á íslandi skipar sérstakan sess í þessu „innra landslagi", hvort heldursem þær eru náttúrulegareða manngerðar. í stuttum texta sem Horn kallar Vatn innandyra, lýs- ir hún því hvernig hún flýtur í vatninu og laugin verður að hennar innri heimi. Hún samsamar sig lauginni og herberginu, hljóðinu f vatnsdropunum sem falla úr loftinu og sandkornunum í stein- steypunni, þartil herbergið erfarið að anda með henni. Alein í vatninu getur hún ekki lengur skilið á milli sjálfrar sín og rýmis- ins; „hljóöin og rýmið f þessu herbergi er að kæfa mig. Eitt loka- spark mettar loftið með hvellu skvampi vatnsins þegar ég lyfti mér upp úr því og skila herberginu afturtil þesstóms sem því er eiginlegt." Og það er einmitt þetta augnablik sem Horn hefur fangaö í Ijósmynd af þessari laug, augnabliktómsins í því manngerða þar sem vatniö eitt hefur tilgang í flæði milli náttúru og mannsanda, - í innra landslagi hvers og eins. [Fríða Björk Ingvarsdóttir]

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.