Morgunblaðið - 07.05.2000, Side 14

Morgunblaðið - 07.05.2000, Side 14
14 B SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ NÝVERIÐ KOM ÚT í FRAKKLANDI Á VEGUM GALLERÍSINS AGNES B, FJÓRBLÖÐUNGUR MEÐ MYNDVERKUM RONI HORN, EN BLAÐIÐ ER HELGAÐ EINUM HEIMSÞEKKTUM LISTAMANNI HVERJU SINNI. RITSTJÓRI ÞESSA BLAÐS SEM KALLAÐ ER POINTD’IRONIE, ER ÞEKKTUR FRANSKUR LISTFRÆÐINGUR OG SÝNINGAR- STJÓRI HANS-ULRICH OBRIST, EN HANN HEFUR EINKUM UNNIÐ Á SVIÐI SAMTÍMALISTA Á ALÞJÓÐLEGUM VETTVANGI. HUGMYNDIN AÐ BAKI POINTD’IRONIEER ÁKAFLEGA MERKILEG TILRAUN TIL AÐ FÆRA SMÁ VERK SEM LISTAMENNIRNIR HAFA UNNIÐ AÐ í EINRÚMI VINNUSTOFUNNAR, TIL ALMENNRA ÁHORFENDA ÚTI í HINUM STÓRA HEIMI. BLAÐIÐ, SEM ER ÓKEYPIS, ER GEFIÐ ÚT í 100.000 EINTÖKUM OG DREIR TIL SAFNA, SKÓLA, SÝNINGARSALA OG ÝMISSA ANNARRA AÐILA VÍÐA UM HEIM, í ÞEIM TILGANGI AÐ SEM FLESTIR GETI NÁLGAST ÞAÐ. BLAÐIÐ ER ÞVÍ ÁLEITIN OG NÁIN TENGING Á MILLI HUG- MYNDAHEIMS LISTAMANNSINS OG ALMENNINGS. Ro ni Horn hefursjálf sagtfrá því aö hún hafi feróast um ísland í nærri tfu ár áður en hún fór að taka hér myndir. Ástæðan var sú aó henni fannst hún þurfa að upplifa staðinn á einföldum forsendum „að sjá landslagið eins og það er þegarég erekki þar“, segir hún í bókinni BluffLife og vísar í texta eftir Simone Weil. Síðan 1988 hefur myndavél- in oftastfylgt henni á ferðalögum og hún reynir að skrá það sem fyrir augu hennar ber án þess að leggja höfuöáherslu á það sem flestir myndu telja áhrifamest f um- hverfinu. Hún velur þær myndir er hún telur að afhjúpi best þá til- finningu er hverjum stað er eiginleg. Ljósmyndirnar rata svo inn í margvísleg bók- og myndverk sem oft hafa einnig textatengingu. Verk hennar er oft á tíöum erfitt að skilgreina, því hún vinnur annars vegar meö það sem er lifandi og raunverulegt, en hins vegar með hið afstæða í hugmyndafræöilegum skilningi, sem er ekki síöur mikilvægur þáttur verkanna. Viö fyrstu sýn mætti halda að sum Ijósmyndaverk Horn væru fyrst ogfremst landslagsmyndir, en því fer þófjarri. Að baki þeirra liggur önnur og mun persónulegri afhjúpun á umhverfinu og tengslum mannskepnunnar við það, hvort heldur sem það er manngert eða náttúrulegt. Verkin fjalla um það sem hún hefur sjálf kallað „innra landslag". Enda má segja aó eitt það merki- legasta sem hennar kynslóð listamanna hefur fram að færa sé nýtt og róttækt viöhorftil raunsæis, eða kannski öllu heldurtil sjálfs raunveruleikans ítengslum við lífið. „Innra landslagfelstí einfaldri þekkingu á sjálfum sér, einhvers konar heilbrigðri skyn- semi sem maður öölast á því að standa aftur og aftur frammi fýr- ir reynslu er skírir mann. í þessu innra landslagi er hugarróin kortlögð, miðað við heiminn eins og hann er en ekki eins og ég ímynda mér hann," segir Horn í viötali við Jan Howard. I þeim myndum sem Horn hefurtekið á íslandi er það oft hið ósnortna eða „tæra" í náttúrunni sem höföartil hennar, - það sem hefur verið eins frá örófi alda. Stundum tengist það sambýli við manninn og hið manngeröa, þar sem áhersla er lögð á sam- runa fremur en yfirráö, sátt fremur en togstreitu. í „innra landslagi" Roni Horn felst eitthvað óráðið og náiö,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.