Morgunblaðið - 07.05.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.05.2000, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ Beaufort- ■...haf Norðvesturleiðin I *■ Norður- * Pó" . 4 'VV Ward Huntlsl.v Eureka^ Resduté y ^ ' v.Qaanaaq . Cj, -» r'- ’ (Thule) Baffins- flói l Wx . v Davis■ sund Upernavik O f» Iqalult SU i? Ammassalik >(FrpbisherBay) ^ yp£sgS*5®|j NÝFUNDNA- LAND Labrador- Narsarsuaq haf sss»:—•. í þjóðbúningi í snjónum. Ungstúlka leikursértyrirframan heimili sitt í Resolute Bay. I víðri hettunni hvíiirbrúða. Hringlaga þorp í ísnum Resolute Bay er lítið þorp nyrst í Kanada sem eflaust bæri ekki mikió á í íslenskum fréttum, ef noröupólsfarar ættu ekki leið þar um. Einar Falur Ingólfsson litaóist um í þessu 198 manna þorpi í inúítaríkinu Nunavut. Hann er kaldur vindurinn sem tekur á móti ferðalanginum sem kemur út úr flugstööinni í Resolute Bay; í raun nístingskaldur og fsnálar þyrlast um loftið. Þaö ereitthvað um fjörutíu gráðu frost, segir bílstjórinn ogfinnst ekki mikiðtil um; ekursíöan af stað eftir þessum eina vegi sem liggurfrá flugbrautinni þar sem herstöðin stóð fýrrum, að þorpinu. Þetta er hvftt land og hallar niður að hvítri sléttu hvar undir er víst hafið, Norðvesturleióin sem margirland- könnuðir reyndu að finna hér áöur. Þessi sjávarrenna er einungis opin í ágúst og september og þá fá íbúar svæðisins allan þá þungavöru sem þeir þurfa á að halda; byggingarefni, bíla, olíu. Sfðasta manntal segiríbúa Resol- ute Bay vera 198. Þeir búa í þorpi sem er hringlaga; hannað eftir skand- inavískri framtíðarsýn þarsem sífellt stærri hringvegir áttu að skipta vax- andi byggðinni upp í hverfi. Hringurinn varð aldrei nema einn ogerfitt að sjá að byggöin eigi eftir að stækka mikiö. Húsin eru byggð úrtimbri, hverskyns skálar, ferkantaðir og braggalaga. Co- Op er kaupfélagið og eina verslunin, þar sem má kaupa kuldaskó og súkkulaði, hnífa ogíspinna. Nyrsta pósthús Kanada er þar innandyra. Við hliðina er kirkjan, lítil, grænmáluð og vinaleg, með tröllvaxin grýlukerti hangandi frá þakinu og klakabúnt milli glerja. Annars staðar standa myndarlegur leik- og grunnskóli, í hon- um er hátt í helmingur íbúanna, svo lágur er meöalaldurinn; heilsugæslu- stöð, þar sem starfar áströlsk hjúkr- unarkona;ogveðurstofa. Þá eru ónefnd gistiheimilin, sem eru þrjú, og öll sérhæfa þau sigí aðstoð við leiö- angra og ævintýramenn. Þvífrá Res- olute Bay erekki einungis haldið norður á pól í flugvél, eða áleiðis í flugi, hvort sem menn ganga síöan, fara á bifhjóli, vélsleðum eða hunda- sleðúm alla leið. Þetta ereinnig við- komu- og upphafsstaður fólks sem fer á segulskautiö, sem er nokkur hundruð km leið, mun styttri og auð- veldari en á Pólinn, fólks sem erað skoöa þjóðgarða á eyjunum í kring og kynna sér náttúrulífið á noröurhjara. Ennfremur er þar þjónusta við ís- bjarnaveiöimenn. í hlutíbúa Resolute Bayfellur25 bjarndýra kvóti árlega. Ef heimamenn leggja vænt bjamdýr að velli geta þeir í mesta lagi gert sér vonir um 300.000 krónurfyrirskinn, höfuð- kúpu og kjöt. Ef þeir selja leyfið hins- vegar auðugum sportveióimanni, geta þeirfengið eina og hálfa milljón fyrir dýrið og aöstoöina við veiðimann- inn, en það kostar allt að tíu daga út- hald úti á ísnum, með fylgdarmönnum með hunda-ogvélsleöa. Samferöa mér í flugvélinni voru tveir vígalegir Bandaríkjamenn með kúrekahatta og stórar töskur sem innihéldu víst úrval dýrra vopna. Annar þeirra hafði náð í bjöm síöast þegarégvissi. Resolute Bay er eitt þorpanna í hinu gríðarstóra ríki kanadísku norð- ursvæðanna, Nunavut, sem varðtil 1. apríl fyrir rúmu ári og lýtur að hluta til sjálfstjórn inúíta. Þetta svæði ertutt- ugu sinnum stærra en ísland en á því búa einungis 27.000 manns. Ogþað er dýrt að halda þessari byggð úti. í þessu þorpi er rafmagn framleitt með olíurafstöð og mikiö mannvirki heldur vatni úr nálægu stöðuvatni á stans- lausri hreyfingu til að það frjósi ekki. Sú dæling kostar hátt í milljarð króna á ári. Annars er fátt að sjá í Resolute Bay á köldu vori. Mannlífinu er lifað innan- dyra; ef fólk fer út skýst það til og frá á vélsleðum, eða brunarum á stórum pallbílum. Veiðimenn hverfa út á ísinn af ogtil, sækja sel í hunda sem eru víða bundnir viö húsin oggamma að einsömlum göngumanni sem gengur dúðaður eftir þessum fáu götum og bíöurfregna af pólförum á úfnu breiö- stræti ennþá lengra fyrir noróan. Eldsneyti anda og efnis. Bakviö kirkjuna liggja nokkrar olíutunnur en olía er flutt einu sinni á ári til þorpsins. Dúðuð í frostinu. Það er foreldradagur í skólanum og börnin í Resolute Bay leika sér úti með hunda sína. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.