Morgunblaðið - 07.05.2000, Side 20

Morgunblaðið - 07.05.2000, Side 20
20 B SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ Ljósmynd/Leifur Örn Svavarsson Fallhlífar auka yfirferð og létta mönnum lífið í skíðagönguferðum. Myndin er tekin á Kroneborgarjökli. Ljósmynd/Leifur Örn Svavarsson Áð á göngiinni og snæddur hádegisverður. Venjan var að æja á tveggja tíma fresti og næra sig. Ljósmynd/Leifur Öm Svavarsson Lent í mjúkum siyó við Gunnbjörnsfjall á Austur-Grænlandi. Ljósmynd/Ágúst Jóel Magnússon Ejnar Mikkelsen-ljall rís 2.000 metra upp úr Grænlandsjökli. Tindur þess er 3.308 metra yfir sjávarmáli. umst í tjaldið og gátum lagst niður og skriðið í svefnpokana. Ed hal'ði hitað vatn og sá um að við drykkj- um nóg. Til þess að fá orku fyrir daginn á eftir er einnig nauðsyn- legt að borða þó svo að líkamann ' langi miklu meira til að líða út af. Gengið af stað að Ejnar Mikkelsen-fjalli Undirbúningur ferðarinnar hafði að stærstum hluta farið í að reyna að afla styrktaraðila, fá sjónvarps; myndavél og fleira slíkt smálegt. í raun höfðum við aldrei gefið okkur tíma til þess að setjast niður, spá í bestu leiðina úr Watkins-fjöllunum yfir að Ejnari Mikkelsen. Við höfð- um óljósa hugmynd um aðstæður frá leiðangri sem hafði gengið v þama árið áður og eftir því höfðum við gert grófa ferðaáætlun. Þegar kom að því að við ættum að halda á stað tók smá tíma að rýna í óskýra loftmyndina og skoða þann hluta sem var inni á nýútgefnu kortblað- inu, til þess að finna færa leið í gegnum fjallstoppa og þétt riðið net skriðjökla. Það var komið fram undir hádegi þegar við loks paufuð- umst af stað með allan okkar far- angur á sérgerðum snjóþotum sem kallast púlkur. Fyrsta dagleiðin var auðveld, um 20 kílómetrar og að mestu niður í móti. Færið léttist mikið þegar við vorum komnir neð- ar og um kvöldið, þegar við vorum í 1.800 metra hæð yfir sjó, var * snjórinn orðinn þægilegur til göngu. Annar göngudagurinn var hreint út sagt frábær. Líkaminn var farinn að venjast áreynslunni og okkur miðaði hratt áfram. Fyrri hluti dagsins var upp í móti í fjalla- skarð í 2.100 metra hæð. Þaðan blasti Ejnar Mikkelsen-fjall við í fjarlægð og leiðin niður jökuldal með bröttum sólbökuðum tindum til beggja handa. Niður úr skarðinu var aflíðandi skíðabrekka sem Ed átti nokkrar listrænar sveiflur í þar sem þung púlkan lét ekki vel að stjóm. Niður í dalnum var komið þétt skíðafæri þannig að skíðin mörkuðu varla í snjóinn. Aflíðandi vatnshalli niður í móti og frábært y skíðafæri gerði þetta að einu skemmtilegustu skíðadagleið sem ég hef nokkurn tímann farið enda glampandi sól og glæsilegir fjalls- tindar til beggja handa. Fullir orku skautuðum við Guðjón áfram á fleygiferð. Ed greyið hafði aldrei kynnst þeirri skíðaaðferð og fyrir hann á mjúkum gönguskíðaskóm býst ég við að dagurinn hafa lík- lega ekki verið eins skemmtilegur. Hann sýndi ótrúlega þrautseigju í að æfa sig að skauta og hélt góða skapinu þó að mestan hluta dagsins hafi hann aðeins séð okkur Guðjón ' sem litla depla úti við sjóndeildar- hringinn milli þess sem við biðum eftir honum. Tjaldstæðið var magnþrungið svæði. Við vorum í 1.400 metra hæð á Kronborg-jöklinum og yfir okkur gnæfði 2.000 metra hár vest- urveggurinn á Ejnar Mikkelsen- fjalli. Við höfðum vel unnið fyrir koníakssopanum þetta kvöld. Við vorum í fínu líkamlegu formi og höfðum farið meira en 35 km þenn- an dag. Okkur fannst ekkert geta stoppað okkur í að ná markmiðum okkar. Snjókoma setur strik í reikninginn Um nóttina fór að snjóa. í morg- unsárið fór Guðjón út til þess að létta snjónum af tjaldinu og til- kynnti að það væri fallinn meira en hnédjúpur snjór og héldi áfram að kyngja niður. Við tókum þessum fréttum með jafnaðargeði og ákváðum að sjá til hvort ekki stytti upp og eyddum deginum við lestur og spilamennsku. Þegar það hafði snjóað allan daginn, alla nóttina og var enn að kyngja niður snjó seinni part næsta dags var okkur hætt að lítast á blikuna. Við ákváðum að hvernig sem viðraði skyldum við leggja af stað daginn eftir. Við vor- um sem betur fer í mjög rúmu og góðu tjaldi þannig að það fór vel um okkur. Við Guðjón vorum með þykka og hlýja dúnsvefnpoka og þykkar einangrunardýnur. Ed var með vandaðan dúnsvefnpoka þó að hann væri á mörkunum að vera nógu hlýr við þessar aðstæður. Það sem olli Ed meiri vandræðum var dýnan hans. Hann var með gamla frauðplastdýnu sem einangraði hann ekki nóg frá köldum ísnum. Eftir þrjár nætur á sama stað var Ed búinn að bræða sér djúpa hvilft niður í snjóinn þar sem hann svaf, meðan enn var slétt undir okkur Guðjóni. Það var orðið strekkt á botninum á tjaldinu þar sem botn- inn var farinn að halda hluta af þunga Eds uppi þar sem hann lá, eins og í hengirúmi, ofan í skot- gröfinni á milli okkar Guðjóns. Svefnpokinn hans Ed var orðinn rakur því hann saggaði að neðan undan kaldri dýnunni. Auk þess að það væri farið að fara frekar illa um Bretann hafði hann í þokkabót valið sér leiðinlega bók til að hafa með í leiðangurinn. Þessa dagana var vesalings Ed ávallt kallaður „farmer Ed“ af ferðafélögunum, þar sem hann hafði upplýst að þó að hann væri auglýsingahönnuður hefði hann alltaf dreymt um að verða bóndi. Það er ótrúlegt að þessi þolinmóði maður skuli hafa verið hæstánægður með ferðina og vildi áfram ferðast með okkur Guð- jóni. Efth- þrjár nætur á sama stað gáfumst við upp á hangsinu, pökk- uðum saman tjaldinu og reyndum að brjótast af stað. Það var reyndar hægara sagt en gert. Það var ómögulegt að hreyfa sig án skíð- anna þar sem snjórinn náði í mitti. Þessi dagur var hreint ótrúlegur. Það hætti að snjóa og sólin náði að teygja sig fram um stund meðan við brutumst áfram gegnum djúpa mjöllina. Við skiptumst á að ryðja leiðina. Fimm mínútur á mann í einu var meira en nóg. Það sást ekki í púlkurnar því þær voru á kafi í snjónum. Þær héldust illa á réttum kili leituðust oft við að vera á ská eða á hlið í snjónum en þá var gríðarlegt viðnám að draga þær áfram gegnum mjöllina. Hver hreyfing var puð. Að snúa við á skíðunum, í snjó sem nær upp að hné, er hreint ekki auðvelt. Mest angraði okkur hversu erfitt var að fá oddinn á skíðunum til þess að ná upp úr snjónum þannig að hægt væri að þjappa snjóinn undir skíðin. Það er eins og boginn á gönguskíð- um nú til dags sé of lítill til þess að skíðin virki vel í svona djúpum snjó. Skíðin leituðust við að grafa sig nið- ur í snjóinn þannig að ef ekkert var að gert þurftum við að ryðjast í gegnum snjó upp á mið læri. Þá þurfti að stoppa, sparka fætinum fram og til baka meðan skíðið var dregið upp á yfirborðið og þá stigið í fótinn til þess að þjappa snjóinn. Eftir sex tíma göngu vorum við orðnir uppgefnir. Með baráttuþreki breskra heimskautafara vildi bónd- inn halda áfram að berja höfðinu í steininn en þegar gervihnattamæl- ingar sýndu að okkur hafði aðeins miðað áfram þrjá kílómetra var sú tilaga snarfelld. Breyting á ferðaáætlun Við ætluðum ekki að trúa okkar eigin augum þegar hélt áfram að snjóa um kvöldið. Næsta dag lág- um við enn í tjaldi og áttum í miklu sálarstríði. Ef ekki færi að rætast úr veðrinu yrði heilmikið erfiði að brjóta sér leið til baka að Gunn- björnsfjalli. Við hefðum ekki þurft að fara alveg alla leið því eflaust væri betri lendingarstaður neðar í dalnum heldur en þar sem við vor- um settir niður. Því lægra sem við værum yfir sjávarmáli, því þéttari yrði snjórinn. Þetta er alþekkt speki sem við sáum vel þegar við skíðuðum niður að Ejnar Mikkel- sen-fjalli. Við ákváðum að senda skilaboð heim, biðja um að verða sóttir á Kronborg-jökulinn. Kron- borg-jökullinn er víður og hentug- ur til aðflugs og liggur 1.000 metr- um lægra en lendingarstaðurinn við Gunnbjörnsfjall. Þar yrðu að- stæður mun fyrr góðar til lending- ar og einnig fengjum við rýmri tíma til þess að reyna við Ejnar Mikkelsen-fjall. Við nöguðum okk- ur í handarbökin fyrir að vera ekki með gervihnattasíma. Við vorum með talstöð á flugvélatíðni en hætt er við að skilaboð send í gegnum millilandaflugvélar geti brenglast á leið sinni í gegnum marga milliliði eins og síðar átti eftir að koma í ljós. Misheppnuð uppganga Við gengum í hálfhring í kring- um Ejnar Mikkelsen-fjall og ákváðum að besta leiðin væri upp skriðjökul í austanverðu fjallinu. Þaðan áætluðum við að það tæki tvo til þrjá daga að klífa fjallið. Fyrsta daginn yrði farið upp bratt- an skriðjökul þar sem til stóð að gera snjóholu til þess að hafast við um nóttina. Næsta dagleið væri síðan meðfram klettarifi upp bratta fjallshlíð uns við næðum á hrygg- inn sem mundi leiða okkur upp á toppinn. Við gerðum heiðarlega til- raun til þess að klífa fjallið en urð- um að láta í minni pokann fyrir óhentugum aðstæðum, erfiðu færi og mikilli snjóflóðahættu. Eftir á að hyggja lögðum við okkur í full mikla hættu að vera að þvælast í fjallinu meðan snjóflóðin féllu allt í kringum okkur en það er erfitt að kunna sér hóf þegar kappið er mik- ið og búið að leggja mikið undir að ná tindinum. Seinasta daginn áður en vélin átti að koma klifum við 400 metra snjógil sem liggur upp á hrygg í hrikalegum suðvesturvegg fjallsins. Uppi á hryggnum sást vel þvílíkt ógnarfjall Ejnar Mikkelsen- fjall er. Með hlaðna haglabyssu í svefnpokanum Óbyggð Blosseville-ströndin er griðland sela og ísbjarna. Það verð- ur að teljast ólíklegt að ísbirnir rambi svo langt frá öllu æti að þeir banki upp á í tjaldbúðunum við Gunnbjörnsfjall. Slíkt getur þó vissulega gerst eins og mörg dæmi sanna. Hinsvegar er Ejnar Mikk- elsen-fjall mun neðar og nær sjó. Fjallið er um 40 km frá ströndinni þár sem það gnæfir upp úr Kron- borg-jöklinum sem liggur beint til sjávar. Þá daga sem við dvöldumst undir fjallinu kom oft fyrir að við skimuðum út í sjóndeildarhringinn hvort ekki sæist hvít þúst á hreyf- ingu. Við vorum með nákvæma hernaðaráætlun um hvernig við ættum að bregðast viðef bangsi skyldi gera sig líklegan til árásar. Ed átti að ná í harðfiskinn og henda honum að birninum til að tefja hann svo að Guðjóni gæfist tóm til þess að sækja byssuna og miða. Hlutverk greinarhöfundar var síðan að vera leiftursnöggur að ná í kvikmyndavélina og festa at- burðinn á filmu. Guðjón tók sitt hlutverk alvar- lega og dagana við Ejnar Mikkel- sen-fjallið svaf hann með hagla- byssuna í svefnpokanum og hafði hana efst í púlkunni meðan við vor- um á göngu. Byssan var án olíu til

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.