Morgunblaðið - 07.05.2000, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 07.05.2000, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2000 B 9 Þórólfur starfaði fjögur sumur á Grænlandi þar sem hann flaug með jarð- vísindamenn. Hann á skrautlegt steinasafn frá þessum árum. cargo og Kristinn Finnbogason ætl- aði að koma því á koppinn aftur. Það gekk ekki. Arnarflug var nýkom- ið úr pílagrímaflugi og átti peninga sem þeir voru í vandræðum með. Það varð úr að þeir keyptu rekstur- inn. Þaö var svolítið vesen að kom- ast aftur í loftið. Flugleiöir voru með Twin Otterinn í yfirhalningu og það tók langan tíma að Ijúka henni, enda eitt og annað að vélinni. Á meöan leigði Arnarflug Islander-vél frá Noregi og ég fór að fljúga áætl- unarflug á henni. Loks komst Twin Otterinn í gagnið og Arnarflug tók alveg við áætlun Vængja." Arnarflugi var síðan skipt í Arnar- flug-innanlands og Arnarflug-utan- lands. Arnarflug-innanlands varð stofninn aö Islandsflugi, sem yfir- tók alla aðstöðu, vélar og skýli. „Vængir gufuðu upp. Ég á ennþá 600-700 þúsund króna hlutabréf í Vængjum, en þau eru einskis viröi. Einhvers staðar sefurfélagiö svefn- inum langa." Náttúran eins og opin bók Þórólfur hefur öölast grfðarlega reynslu og þekkingu á veðurað- stæðum víða um land. Hann segir að fyrstu árin í fluginu hafi hann verið miklu háðari veðri en síöari árin. Veðurathuganir voru þá gloppóttari og tækin á jörðu og í lofti ekki eins fullkomin. Veðurstof- an var úti á flugvelli og þar unnu snillingar, að sögn Þórólfs. „Maöur fór gjarnan til þeirra áöur en farið var í flug og spurði um veðriö á leið- inni. Þarna voru miklir spekingar eins og Jónas Jakobsson og Knútur heitinn Knudsen og fleiri ágætir menn.“ Sumirfélagar Þórólfs lýsa honum sem náttúrubarni í flugi. Hann kunni aö lesa í náttúruna, sá lands- lag í skýjum þar sem aðrir sáu ekk- ert nema gráa þólstra. Þegar minnst er á þekkingu á staðbundn- um veðuraðstæðum segir Þórólfur hógvær: „Þetta er bara íslenskt, svona er ísland og hefur alltaf ver- ið. Þeir sem hér hafa búiö hafa allt- af þurft að taka tillit til veðursins." Passlega hræddur Þórólfur er ekki í vafa um hvaða veðuraðstæöur honum þykja verst- ar I flugi. „ísingin er langverst, því hún getur skert flughæfni vélarinn- ar ef mikið sest á vængi og skrúfur. Það er bara eitt að gera þegar mað- ur lendir í svoleiöis veðri - það er að forða sér. Vmist er að fara upp, niður eöa króka frá. Á daginn getur maöur séö kólguklakka og élin og krókað. Það er mottóió aö fara ekki inn í óþverrann." En hvernig var til dæmis í sjúkra- flugi, tóku menn ekki stundum áhættu? „Sérstaklega í fyrstu var svolítil grimmd í að ná sjúkrafluginu. Þarna var einhver í neyð og gat veriö upp á líf og dauða. Það var leitað allra bragða í að semja við veöriö og komast með sjúklinginn." - Tókstu aldrei áhættu? „Maöur verður alltaf að vera passlega hræddur í þessu - eiga alltaf undankomuleið. Ef þú ert að skríða með ströndum, í slæmu skyggni, þarftu að vita hvar sjórinn er og geta beygt frá landinu. Maöur beygir ekki upp að Ijöllunum. Yfir sjónum er hægt að klifra upp. Það er kúnstin að eiga undankomu- leið." - En hvað með myrkriö og skammdegið? „Það var verra mál því þá sá maður ekki éljaklakka og skúraský- in. Það var nú yfirleitt reynt að fara uppfyrir, en það gat veriö verra þeg- ar maöur var að leita að lendingar- staðnum úti á landi. Reykjavík var ágætlega útbúin með radíómiðanir, en verra í sveitinni. Ég man að ég fór einhvern tímann á Siglufjörð. Maður gat siglt ströndina og strax og ég náði radíósambandi bað ég um að sendir væru bílar út á flug- völl aö lýsa upp flugbrautina, þar er ekki flugbrautarlýsing. Maður varð að semja við bílstjórana um að lýsa eftir lendingarstefnu, en þeir vildu stundum lýsa þvert á brautina eða á móti manni." - Og gekk þetta vel? „Samningar náðust við veður og vinda - og myrkriö líka! Þaö hefur aldrei neitt komið fyrir," segir Þór- ólfur. „Maður varð alltaf aö undir- búa sig vel og kanna allar aðstæð- ur eins og hægt var." Liður í undirbúningnum var að hringja í bændur og spyrjast fyrir um veður á leiöinni. Þórólfur nefnir til dæmis Trausta Magnússon vitavörð á Sauðanesi, sem var alltaf til í að gefa upp veöur ef tvísýnt var með Siglufjörö. Eins var með Gjögur. „Maöur fékk þá kannski veður á Hólmavík til að komast niður, því þar var radíóviti. Svo fór maöur út meö Ströndum, sigldi bara í flæðar- málinu." Þórólfur segir að á tímabili hafi mikiö verið um sjúkraflug frá Rifi á Snæfellsnesi, jafnvel oftar á næt- urnar. „Læknirinn reyndi að gera hvað hann gat, en þegar dró að kvöldi og hann náði ekki sjúklingn- um upp, þá var hringt í sjúkraflug. Á tímabili voru allir sjúklingar sendir í bæinn, ef eitthvað mikið var að." Þórólfur segir að þetta hafi breyst, ef til vill vegna þess að vegirnir hafi skánaö. „Þetta gat veriö svolítið slæmt í vondu veðri, því jökullinn er svo hár. Maöur þurfti að koma hátt yfir vitann sem er á Rifi og lækka sig svo yfir sjónum. Ef var norðlæg átt eöa norövestan fór maöur á Malarrif og sigldi svo með strönd- um. í noröaustanátt eru Svörtuloft svo slæm að þar gat verið vont að vera vegna ókyrrðar. Vindurinn kom á eftir manni, móti manni og á allar hliðar." Þotur í innanlandsflugið Á löngum ferli hefur Þórólfur stýrt mörgum flugvélum. Er einhver í sér- stöku uppáhaldi? „Dornierinn. Mér finnst eiginlega best aö vinna með hana. Hún er fljót á milli staða, gott að hlaða hana og afhlaða og svo er hún ágætlega tækjum búin. Þetta er eins og með bílana, nýjasti bíllinn er alltaf bestur." Þórólfur segir að Dornier-flugvélarnar, eins og ís- landsflug hefur notað til innan- landsflugs, séu eiginlega með þotuvæng. Hafi stóra flapsa og slétt yfirborð. „Það er hægt að hleypa henni á 200 hnúta (370 km) hraða og lenda á 50-60 hnútum (90-110 km). Þetta hefur verið draumavél í flugi á minni staðina en það er kominn tími til að fá þot- ur í innanlandsflugið. Bíllinn sækir svo skarþt á.“ Þórólfur bendir á að flugtími þotu geti verið um 25 mínútur til Akur- eyrar og 15 mínútur til Vestmanna- eyja. „Það er svo ör þróun á þessu sviði. Það er engin goðgá að gera því skóna að þær geti jafnvel lent hægt, eins og Dornierinn." Innanlandsflug hefur átt undir högg að sækja. Þórólfur segir að þetta megi að hluta skýra með harðri samkeppni og viðhorfum nú- tímans til peninga, en það kemur fleira til. „Fólkið sem ferðast verður að skilja þaö að til þess að vélarn- ar fari í loftið þarf það að fljúga með þeim. Þegar Islandsflug reyndi flug til Akureyrar var ef til vill verið að fljúga með þrjá til fjóra farþega en Flugfélagiö með fulla vél. Þeir voru svo vanir að fljúga meö því, en áttuðu sig ekki á því að ef þeir sinntu ekki íslandsflugi yröi því hætt. Það er bannað að tapa pen- ingum núorðið." Þórólfurtelur að eina leiðin til að halda uppi áætlun t.d. til Húsavíkur sé að vera með litla þotu. Hún myndi keyra bílinn í kaf. Hann segir að nýjustu gerðir þotna séu vissu- lega dýrar, en hraöinn skipti öliu. „Fólk vildi heldur vera 25 mínútur í bæinn en fimm tíma. Vegirnir eru svo mjóir á íslandi að það er hörk- uvinna að aka eftir þeim. Mæta bíl- um ogfara framúr." Þróunin heldur áfram En hvað um að flytja innanlands- flugið til Keflavíkur? „Það myndi alveg skera það nið- ur. ísland verður alltaf Island. Það verður kannski ófært ogfarþegarnir komnir út á völl. Svo á að athuga tveimur tímum seinna. Eiga þeir þá að aka í bæinn aftur? Þetta myndi rugla allt kerfiö og leggja flugið af að mestu leyti. Það getur veriö að Egilsstaðir og Hornafjörður yrðu áfram inni - þessir fjarlægustu staóir. Eins og þróunin hefur verið hing- að til í flugmálum munu vélarnar gjörbreytast. Reykjavíkurflugvöllur gæti minnkað og samt veriö full- nægjandi fyrir innanlandsflugið. Það mætti líka minnka afgreiðslu- svæðið, það gæti alveg verið eins og góð Umferðarmiðstöð með bíla- plani ogtilheyrandi. Við erum nú að byrja öldina og veröum aö sjá til! Þróunin stoppar ekki, allt verður fullkomnara." Veldu þér stein Þórólfur hefur verið félagi í eldri deild Karlakórs Reykjavíkur í 2-3 ár og syngur annan tenór. Áður söng hann 113 ár meö aðalkórnum. Þór- ólfur segir að söngurinn liggi t ætt- inni og mikiö sungið þegar fjöl- skyldan komi saman. Einnig hefur hann gaman af að teikna og mála. Garðurinn við heimili Þórólfs í Breiðholtinu ber þess glögg merki aö þar hefur hann átt ófá handtök. „Komdu hérna á bakvið hús," sagði Þórólfur og vísaði veginn inn í stór- an garð. Við húshornið beygöi hann sig og tók upp svolítinn hnullung og rétti blaöamanni. Steinninn var gríðarþungur og þegar haft var orð á því hló Þórólfur og sagði: „Þetta er blý." Steininn haföi hann fengið í Grænlandi. Handan við húshorn benti Þórólf- ur á hillur fullar af grjóti og steinum í öllum regnbogans litum sem glitr- uðu og skinu í vetrarsólinni. „Þetta er allt frá Grænlandi - veldu þér stein." Þórólfur var nýbúinn að sníða of- an af hávöxnum grenitrjám til þess að veita birtu inn í garöinn. Græð- lingar úr garöinum hans hafa víða ratað. Hann setti afskornar greinar í vatn og kom þeim til, svo tók hann þær meö sér út á land og gróður- setti við flugvellina. I Vestmanna- eyjum, á Siglufirði, Bíldudal og víð- ar er að finna hríslur frá Þórólfi. Austur á Héraði í heimabyggö Þor- bjargar Júlíusdóttur, eiginkonu Þór- ólfs, er svo heill skógur ættaður úr garði þeirra hjóna. En hvernig er það fyrir mann í fullu fjöri að hætta störfum? „Ég er kannski ekki alveg búinn að trekkja mig niöur. Auðvitaö var mér Ijóst að ef tímamörk eru sett þá kemur að því að þeim er náð. Klukkan tifar. Maður verður að sætta sig við það. Þú fæðist og svo deyrðu, þetta er gangur mann- skepnunnar." Er erfitt að sætta sig við þetta? „Það þýðir ekkert annað en að sætta sig við þetta. Temað í gegn- um þetta allt er að maður hefur orðið að sætta sig við þau skilyröi og aöstæður sem fyrir liggja hverju sinni. Gera það besta úr hlutunum og standa sína vakt. Vonandi fæ ég eitthvaö að starfa, á meðan heils- an er góö." ÉujC LÍjJJ Uj) L :j m jl 250 flugsæti á tilboði *■ •V/!> ♦ Legoland er í Billund en þaðan er einnig örstutt í fjölda skemmtigaröa &M V * svo sem Ljónagarðinn, Duurs Sommerland, Tívolí í Árósum, sjávar- Uýrasafnið í Hirtshals íMíV og fleiri staði sem skemmtilegt er að sjá. | Akranes»S: 431 4884 Blönduós* S: 452 4168 Borgames • S: 437 1040 Dalvik*S: 466 1405 ísafjörður • S: 456 5111 Sauðárkrókur • S: 453 6262/896 8477 Akureyri • S: 462 5000 Höfn • S: 4781000 Egilsstaðir • S: 471 2000 Selfoss • S: 4821666 Vestmannaeyjar • S: 481 1450 | Keflavík • S: 421 1353 Grindavík • S: 426 8060 Faxafem 5 • 108 Reykjavik • Sinn 535 2100 • Fax 535 2110 Netfang nliisf@plusferdir.is • Veffang www.plusferdir.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.