Morgunblaðið - 07.05.2000, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.05.2000, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2000 B 25 Morgunblaðið/Ásdís Áskell Harðarson segir að kennslan sé ákaflega gefandi og lifandi starf. Framúrskar- andi andi „Ég hvet allan bekkinn til að fagna góðum árangri með lófaklappi eftir hverja keppni. Nemendur láta vonbrigði með eigin frammistöðu engin áhrif hafa á hvemig árangri bekkjarins er fagnað. Allir hafa lagst á eitt við að skapa alveg fram- _ úrskarandi anda í bekknum," segir Áskell Harðarson, stærðfræðileiðbeinandi í Menntaskólanum í Reykjavík, um andann í 6. X. Áskell er titlaður leiðbeinandi enda hefur hann ekki aflað sér kennararéttinda. Á hinn bóginn er hann með doktorsgráðu í stærð- fræði írá Caltech-háskólanum í Kalifomíu. Honum vefst tunga um tönn þegar hann er spurður að því af hveiju hann hafi farið út í kennslu í framhaldsskóla á sínum túna. „Fyrir tíu árum þótt mér ekki algalið að fara út í kennslu eftir doktorspróf. Kennsl- an er ákaflega gefandi og skemmtilegt starf,“ segir hann og bætir því við að þar eigi hann við samskiptin við nemendur. „Annað í tengslum við kennsluna þarf ekki að vera eins skemmtilegt, t.d. er í nýrri námskrá framhaldsskólanna engin eðlis- fræðibraut." Áskell hafði kennt stærðfræði með góð- um árangri í Flensborgarskóla í Hafnarfirði í 7 ár áður en hann fór að kenna í MR. Hann er spurður að því hver sé lykillinn að góðum árangri nemenda. „Áhuginn býst ég við. Ef kennarinn hefur áhuga er sá áhugi fljótur að skila sér til nemendanna," segir hann og svarar því hvort að sú staðreynd að hann búi yfir djúpri þekkingu á faginu hafi áhrif á árangur nemendanna. „Fagþekking kennarans er nyög mikilvæg í allri kennslu. Jafnframt er nauðsynlegt að vera heiðar- legur og geta viðurkennt að kunna ekki svör við öllu og geta gert mistök." Bekkjarkerfið hvetjandi Hann segir að bekkjarkerfi geti haft hvetjandi áhrif á árangur nemenda. „Af- burða námsmenn koma alltaf öðru hveiju fram í áfangakerfinu. Andinn verður hins vegar aldrei eins því að oft verður freistandi að Ijúka skólanum með hraði til að komast fyrr í háskóla. Hér eru meiri líkur á að þess- ir nemendur hafi hvetjandi áhrif á aðra í bekknum. Annai-s skiptir auðvitað máli hvemig nemendur veljast í bekki. Góður andi í 6. X er ekki aðeins bestu námsmönn- unum að þakka,“ segir Áskell og er spurður að því hvort að nemendumir gefi sér tíma til nokkurs annars en að iðka stærðfræði. „Jú, jú, þessir krakkar em að vasast í ýmsu öðm, t.d. í félagslífinu í skólanum." Stærðffæðikeimarar í MR hafa boðið nemendum að glíma við stærðfræðiþrautir á laugardögum í vetur. „Við höfum unnið verkefni fyrir neðra og efra stig upp úr verkefnum úr ýmiss konar erlendum keppnum. Þjálfunin er sérstaklega miðuð við undirbúning undir Ólympíukeppnina, t.d. með áherslu á flatarmyndir og talna- fræði. Annars hafa einnig utanskólanem- endur tekið þátt í þjálfuninni, þ. á m. Bjami Bjömsson, 11 ára garpur, sem hefur staðið sig n\jög vel. Af 12 efstu í siðustu úrslita keppninni í Stærðfræðikeppni fram- haldsskólaima hafði aðeins einn ekki verið í laugardagsþjálfuninni. Sumir mæta bara til að fá tækifæri til að glúna við erfiðari dæmi en em í náminu. Áskell segir að oft sæki á bilinu 12 til 20 nemendur tímana á laugardögum. Lang- flestir séu strákar. „Fáar stúlkumar hafa sýnt eins mikinn áhuga eða náð eins góðum árangri og strákamir. Engu að síður em nokkrar innan um, þ. á m. Ragnheiður Helga Haraldsdóttir f 4. bekk. Hún náði ásamt jafnaldra súium bestum árangri allra í árganginum í forkeppninni í fyrra" Morgunblaðið/Golli . Pawel segir að mun meiri áhersla sé lögð á stærðfræði í Póllandi en á íslandi. Skemmtileg- asta árið „Að vera í 6. bekk hefur verið alveg hreint frábært. Eg hef ekki upplifað skemmtilegra ár á allri ævi minni. Ekki með tilvísun til námsins heldur af því að ég þekki orðið hvern krók og kima. Fyrir utan að sérstaklega ánægjulegt hefur verið að vera með í félags- lífinu, t.d. uppfærslu Herranætur á Ys og þys út af engu, árshátíðarnefnd Framtíðarinnar, skrifum í skólablaðið og Skinfaxa - málgagn Framtíðarinnar,“ segir Pawel Bartoszek í 6.X. Pawel hefur gengið vel í stærðfræðikeppn- um hér heima og erlendis. Hann segist hafa staðið sig ágætlega í stærðfræði frá upphafi skólagöngu sinnar. „Ég er fæddur og alinn upp í Póllandi til 8 ára aldurs. Fyrst eftir að fjölskyldan fluttist til íslands þurfti ég lítið fyrir stærðfræðináminu að hafa enda var ég um fimm árum á undan í náminu. Mun meiri áhersla er lögð á stærðfræðikennslu í Pól- landi en á íslandi,“ segir Pawel. Engin undrabrögð Hann segist ekki hafa lagt sérstaka áherslu á stærðfræði í 3. bekk. „Ég fór í for- keppnina og náði í úrslitakeppnina. Aftur á móti varð ég ekki í efstu sætunum. Áskeli tókst að kveikja hjá mér brennandi áhuga á stærðfræðinni veturinn eftir. Hann beitir engum undrabrögðum heldur gerir afar strangar kröfur til að ná því besta út úr nem- endunum. Sumir eru hrifnir af því og aðrir ekki. Ég tilheyri fyrri hópnum enda viss um að aðeins æfingin skapar meistarann.“ Undir handleiðslu Áskels fór Pawel að taka umtalsverðum framförum. Hann náði 3. sæti í forkeppninni og 7. sæti í úrslitakeppninni vorið eftir. Einn af efstu keppendunum hafði ekki keppnisrétt á Ólympíuleikunum um sumarið. Pawel fékk því tækifæri til að keppa í fyrstu Ólympíukeppni sinni um sumarið. Hann lenti í 7. sæti í forkeppninni haustið eftir. „Ég varð óneitanlega fyrir vonbrigðum og alveg sérstaklega af því að ég hafði áhuga á því að komast í Eystrasaltskeppnina í öðru heimalandi mínu - Póllandi. Ekki var um annað að ræða en að spýta í lófana og ég náði í 2.-3. sæti með Bjarna Kristni Torfasyni um vorið. Við kepptum ásamt fleirum á Ólympíu- leikunum í Rúmeníu í fyrravor,“ segir Pawel en hann lenti í öðru sæti í keppninni í ár. Pawel segir afar skemmtilegt að keppa á alþjóðlegum mótum í stærðfræði. „Ég skemmti mér alltaf konunglega enda er alltaf fullt af skemmtilegum krökkum í keppnun- um. Að halda því fram í svona keppnum séu bara litlir spekingar með gleraugu er auð- vitað alrangt,“ segir hann og jánkar því að íslendingar séu þekktir fyrir að vera hressir. „Já, Islendingarnir slá alltaf í gegn. Önnur sérstaða er að við erum með þeim elstu. Keppendur mega hvorki vera eldri en tvítug- ir né komnir í háskóla og víða fara nemendur fyrr í háskóla en hér.“ Pawel lætur sér ekki bregða þegar hann er spurður að því hvort hann sé sjálfur stærð- fræðispekingur með gleraugu. „Ég er að minnsta kosti ekki með gleraugu,“ segir hann og hlær. „Ég hef heldur ekki bara áhuga á stærðfræði. Satt best að segja gæti ég vel hugsað mér að taka ársfrí eða leggja stund á húmanískar greinar eftir stúdentsprófið. Annars er ekkert að marka mig núna. Ég skipti um skoðun á hverjum degi. Endanleg ákvörðun verður að bíða sumarsins." Þegar Pawel er spurður að því hvort hann líti á sig sem Pólverja eða íslending svarar hann því til að hann sé fyrst og fremst Evrópubúi. „Ég er hvorttveggja og þakklát- ur fyrir að vera jafnvígur á jafnólík tungumál og íslensku og pólsku. Eftir nokkurra ára hlé ætla ég að heilsa upp á geðveikan frænda og aðra ættingja í Póllandi í sumar.“ Morgunblaðið/Jira Smart Davíð Þorsteinsson segir meginmarkmið- ið með kennsiunni að efla hæfni nemenda til að takast á við ný vandamál. Hressir og líflegir krakkar „Fyrst og fremst held ég að þakka megi árangurinn góðum vinnuanda. I eðlis- fræðideild I í MR er samankomið fólk með áhuga á raungreinum og sem stefnir yfir- leitt að framhaldsnámi í raungreinum. Þessir krakkar eru flestir tilbúnir til að gangast undir ákveðinn aga. Annars eru þeir yfirleitt hressir og líflegir. I svona samstilltum hópi er gott að vera,“ segir Davíð Þorsteinsson, eðlisfræðikennari í MR. Davíð vill ekki þakka sjálfum sér góðan árangur nemenda í MR í eðlisfræði. „Ég er sfður en svo betri kennari en margir aðr- ir,“ segir hann „,eins og allir vita sem hafa verið í tímum hjá mér. Lykillinn að vel- gengninni er að við fáum marga af- bragðsgóða nemendur inn í skólann og við bjóðum upp á tiltölulega sérhæfðar brautir - í þessu tilfelli með aðaláherslu á stærð- fræði og eðlisfræði. Við þessar aðstæður er hægt að fara víðar yfir og kafa dýpra í námsefnið því móttökuskilyrðin eru í lagi.“ Fremur losaralegir tímar Davíð nefnir fleiri hugsanlegar skýring- ar á góðu gengi nemenda við skólann í raungreinum. „Kennslan í stærðfræði er keyrð áfram af miklum krafti og stærð- fræðin myndar traustan grunn undir aðrar raungreinar, svo sem eðlis- og efnafræði." Ekki er að heyra á Davíð að mikil harka sé viðhöfð í eðlisfræðikennslunni. „Miðað við ýmsa aðra kennara eru tímarnir hjá mér áreiðanlega fremur losaralegir. Við gefum okkur góðan tíma til að spjalla út og suður og það er síður en svo allt til prófs! Ég læt nemcndur mest um það sjálfa að skipuleggja sitt heimanám og er reyndar viss um að þeir stæðu sig jafnvel án mín.“ Meginmarkmiðið með kennslunni er að dómi Davíðs að efla hæfni nemenda til að takast á við ný vandamál. „Til þess verða nemendur að tileinka sér grundvallar- lögmál fræðanna og venjast því að takast á við verkefni sem koma stöðugt svolítið á óvart. Það er lítill vandi að koma heilu bekkjunum upp í háa einkunn með því að þjálfa vissa rútínu og prófa í henni en ég er ekki viss um að það kunni alltaf góðri lukku að stýra. Úti í hinu svokallaða „lífi“ erum við stöðugl; að fást við ný vandamál sem stundum eru bæði erfið og örlagarík, og það ætti ekki að koma þeirri hugmynd inn hjá börnum og unglingum að lausnirn- ar séu alltaf einfaldar, sléttar og felldar. Ég reikna með að sumir nemendur mínir séu oft í óvissu um hvað það er sem „ég vil“, eins og það er stundum orðað, og ekki allir alltaf hressir með að ég skipu- leggi ekki fyrir þá lærdóminn. Ég hef bara svo lítinn áhuga á að skapa falska öryggis- kennd í þessu tiltölulega verndaða um- hverfi sem skólinn er.“ Breytingar á döfinni Davíð sér ekki ástæðu til að kvarta und- an aðstöðunni fyrir raungreinakennslu: „Tæki til verklegrar kennslu voru endur- nýjuð í rektorstíð Guðna Guðmundssonar og stofan býr enn að því. En nú er á döf- inni að flytja eðlisfræðistofuna út í tengi- bygginguna nýju með tilheyrandi endur- nýjun tækja og þegar af því verður verðum við klár í slaginn á 21. öldinni.“ 'm Morgunblaðið/Kristinn Stefán Ingi vann til bronsverðlauna í Rúmeníu í fyrra. Lyftum okk- ur stundum upp „Ég býst við að áhuginn á stærðfræðinni hafi virkað hvetjandi á alla í bekknum. Með tímanum hefur skapast ákveðin samkennd og frábær bekkjarandi. Krakkarnir eru skemmtilegir og öðru hverju reynum við að lyfta okkur upp og gleyma stærðfræðinni,“ segir Stefán Ingi Valdimarsson í 6.X og kímir. Stefán Ingi hefur þrisvar náð bestum árangri í úrslitakeppninni hér heima. í framhaldi af því hefur hann þrisvar keppt fyrir íslands hönd í Ólympíukeppninni í stærðfræði og best náð að vinna til brons- verðlauna í Rúmeníu í fyrra. Stefán Ingi hefur tvisvar skipað sæti í liði Islands í Eystrasaltskeppninni og einu sinni farið með sigur af hólmi í Eðlisfræðikeppni framhaldsskólanna. Titlinum náði Stefán Ingi á síðasta ári. „Ólympíukeppnimar í stærðfræði og eðlisfræði gera báðar ráð fyrir að keppendur séu undir tvítugu. Aftur á móti gerir orðalagið í reglunum mér kleift að keppa í eðlisfræðinni og ekki í stærðfræðinni. Að vissu leyti er leiðinlegt að fá ekki að keppa í stærðfræðinni. Ekki síst af því tveir bekkjarfélagar mínir eru aðeins yngri í árinu og komast því í keppn- ina. Á hinn bóginn er ákveðinn léttir að þurfa ekki að taka þátt í sama undirbún- ingi fjórða árið í röð.“ Stefán Ingi segist ekki hafa haft áhuga á stærðfræði frá blautu barnsbeini. „Ég fór að fá áhuga á stærðfræði í efstu bekkjum grunnskólans. Eftir að ég byrjaði í mennta- skóla jókst áhuginn. í stærðfræðinni er fólgin ákveðin áskorun. Sérstaklega þegar stór hópur kemur saman til að keppast um að komast til botns í sömu þrautinni.“ Flestir frekar 1 venjulegir Alþjóðlegar stærðfræðikeppnir eru að sögn Stefáns Inga afar skemmtileg upp- lifun. „Keppnirnar geta verið alveg hreint stórskemmtilegar. Ekki aðeins vegna stærðfræðinnar heldur af því að þarna hitt- ist alveg hreint fullt af ólíku fólki. Flestir eru auðvitað frekar venjulegir og frjálsleg- ir. Aðrir geta verið ákaflega sérstakir og jaðrað við að vita ekki hvernig klósett virk- ar. Oft hafa skrítnir krakkar komið frá Hong Kong eins og einn sem hafði litla ýlfrandi viftu hjá sér á borðinu allan fyrsta daginn. Við héldum að ekki væri hægt að vekja á sér meiri athygli fyrr en hann kom daginn eftir vopnaður risastórum blævæng sem hann sveiflaði alltaf öðruhverju í kringum sig,“ sagði hann og játti því að því miður kepptu alla jafna fáar stúlkur í raungreinum. „Annars fannst mér fleiri stúlkur vera með síðast heldur en áður. Kannski er að varða einhver breyting þarna á.“ Stefán Ingi segist ekki eyða umtalsverð- um tíma í heimalærdóminn alla jafna held- ur taki tarnir fyrir próf. Hann vill ekki við- urkenna að hann geri ekkert annað heldur en að læra stærðfræði og í ljós kemur að hann var í ræðuliði MR í Morfís-keppninni í vetur. Liðið tapaði með litlum mun fyrir liði MH í undanúrslitum keppninnar. Ste- fán Ingi hrósar stærðfræðikennslu Áskels. „Hann er kröfuharður og við leggjum okk- ur fram um að uppfylla kröfurnar. Námið veitir okkur ágætan grunn og svo undirbú- um við okkur undir keppnina með því að mæta á laugardögum," segir hann og fram kemur að hann ætli að hefja nám í stærð- fræði við Háskóla íslands í haust. „Já, ég held að stærðfræðin þar sé ágætis nám og eigi eftir að nýtast mér vel.“ '

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.