Morgunblaðið - 07.05.2000, Side 26

Morgunblaðið - 07.05.2000, Side 26
26 B SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ DÆGURTONLIST Daðrað við þunglyndi og vonleysi SÉRVITRINGURINN Bill Callahan, sem kallar sigiðulega Smog, bindur ekki bagga sína sömu hnútum og samferðamennimir. Upplýsingar um það sem hann tek- ur sér fyrir hendur er jafnan erfitt að komast yfir og þó hann sendi reglulega frá sér breiðskífur - en þær verða tíu með plötunni Dongs of Sevotion, sem kemur út í vikunni - er erfitt að kom- Eftir Árna Ualthíosson ast í tæri við hann. Tónlistin sem hann flytur dregur einnig upp mynd af einfara og í einu af fáum viðtölum, sem hann hefur veitt, segist hann einmitt búa einn i nánast tómu húsi. Fyrsta útgáfa Smog var snældan Macrame Gunplay, sem kom út á eigin merki Callahans 1988. Önnur snælda kom út ári síðar og síðan þrjár til 1990, A Table Setting, Tir- ed Tape Machine og Sewn to the Sky. Arið 1991 kom út fyrsta eigin- lega platan, stuttskífan Floating sem óháða útgáfan Drag City gaf út. Snældumar, sem áður er getið, voru frekar hugmyndasöfn en eiginleg lagasöfn, en á Floating var tónlistin betur mótuð og á fyrstu breiðskíf- unni, Forgotten Foundation, sem kom út 1992, var Smog orðin að hljómsveit. Á þeirri skífu lagði söng- konan Lisa Carver Callahan lið í lagasmíðum og flutningi, en upp frá því hefur hann starfað einn að mestu þó ýmsir komið við sögu á skífum hans. Vemlega eftirtekt meðal rokk- fróðra vakti breiðskífan Julius Caesar, sem Callahan vann með þeim Cynthiu Dall og Jim O’Rour- ke. Tónlistin er uppfull af frumleg- um hugmyndum, óvæntum fléttum og sérkennilegum stemmningum, eins og til að mynda þegar Callahan notar bút úr Honky Tonk Women Rollinganna sem hluta af undirspili í einu lagi. Næsta plata, Buming Kingdom, var sex laga safn af þung- lyndislegum stemmum og kom út 1994. Á henni er Dall enn með í Smog, en næsta plata þar á eftir, Wild Love, sem kom út 1995, var sú síðasta sem hún átti þátt í sem sam- starfsmaður en ekki gestasöngvari, en því hefur verið haldið fram að platan sé allsherjar lofsöngur til ein- semdarinnar og þess að starfa einn að listsköpun. Sama ár kom út plat- an Sewn to the Sky, en ári síðar kom út stuttskífa, Kicking a Couple Around. Síðar sama ár kom út plata sem talin er með helstu verkum Smog, The Doctor Came at Dawn, en á henni syngja þau Callahan og Cindy Dall meðal annars einskonar uppgjörssöng elskenda, sem átti víst rætur í sambandi þeirra. Red Apple Falls, sem kom út 1997, þótti enn betri skífa en þær sem á undan höfðu komið. Fram að henni hafði Callahan daðrað við þunglyndi og vonleysi af mikilli smekkvísi, en nú i>ar svo við að von- arglætu mátti víða sjá. Reyndar er ekki örgrannt um að trúarlegar vangaveltur skjóti upp kollinum, þó það sé ekki sú ríkistrú sem menn eiga að venjast, en Callahan söng reyndar um einskonar Jesú á Sewn to the Sky. Meira var einnig lagt í upptökur en áður, þó ekki sé verið að eyða of miklum tíma í hlutina, en fram að þessu hafði Callahan tekið skífurnar að mestu upp heima hjá sér og þá oftar en ekki upp á fjög- urra rása kassettutæki. Á síðasta ári kom svo út breiðskíf- an Knock Knock, sem er afbragðs- skífa, fáguð og heilsteypt og skiptir miklu að beisk ltímni Callahans skín hvarvetna í gegn, þó hann sé oft að hlægja að eigin óforum og gera grín að ömurleikanum. Á næstu dögum kemur svo plata sem mikið hefur veríð beðið eftir, áðumefnd Dongs of Sevotion. Heiti stófunnar er orðaleikur sem skilja má á ýmsa vegu, en þegar hlustað er á hana má heyra að Callahan er ekki síst að velta fyrir sér trú og dauða. Líkt og alltaf eru sambandsslit ekki langt undan, en sungið er um þau af meiri fimi og kímni en oft áður. Þannig myndi textinn við Dress Sexy for My Funeral sóma sér vel í hreinræktuðu kántrýlagi. Lokalag skífunnar er síðan útgáfa Callahans af lofgjörð til lífsins sem sprettur af dauða. Hljómurinn á Dongs of Sevotion er fágaðri en forðum og mun meiri vinna lögð í úteetningar og upptökur sem skilar enn betri sldfii en þegai- lággæðaupptökur voru aðal Smog. Fyrir vikið á stófan eflaust eftir að rata ofarlega á árslista þein-a sem á annað borð heyra hana. RAPPSVEITIN Cypress Hill er merki- leg fyrir margt og þá einna helst þau áhrif sem hún hafði á rappid og reyndar aðrar tónlistarstefnur einnig, þar á meðal triphop. sem sumir segja skilget- ið afkvæmi DJ Muggs. sem var fremst- ur meðai jafningja í Cypress Hill. Cypress Hill var fyrsta rappsveit spænskumælandi vestan hafs sem vakti verulega athygli og reyndar hefur engin slfk sveit komist með tærnar þar sem hún hefur hælana þó rúmur ára- tugur sé sfðan fyrsta skffan kom út. Þeir Cypress Hill-menn hafa sent frá sér fjórar breiðskifur og reyndar áttu þær ekki að verða nema fjórar því eftir að sfðasta skífa kom út, sem hét einfald- lega IV. var það opinbert leyndarmál að sveitin væri búin að rappa sitt síðasta, aðeins væri eftir tónleikaferð til að fylgja skífunni eftir og svo væri allt búið. Sen Dog hætti reyndar þegar 1986 og Muggs gekk bráðvel með sólóverk- efni sítt, Soul Assassins, sem kom út snemma árs 1997, og B-Real spreytti sig sem gestur hjá öðrum til að hita upp fyrir sóloferil. Þeir félagar tóku þó upp þráðinn aftur sfðla árs 1997 og tóku upp plötuna IV sem var ætlað að verða kveöjuskífa. Hún þótti ekkert sérstak- lega vel heppnuð og seldist ekki nema miðlungi vel. Þrátt fyrir það komust þeir félagar að því að enn væri vert að halda nafninu liíandi og fyrir stuttu kom út tvö- föld breiðskífa, Skull & Bones. Ýmsar rokksveitir vestan hafs og austan hafa daðrað við hart og kraft- niikið rokk og einnig hefur eitthvað ver- ið um að rapparar beiti fyrir sig rokk- trösum, Þeir Cypress Hill-félagar ganga þó skrefinu lengra því í pakkan- um er önnur skífan nánast undirlögð af kraftmiklu rokkrappi, sem bendir til þess að þeir félagar séu fráleitt dauðir úröllumæðum. Vin Mei o FIRE EINNAR plötu var saknað í plötu- flóðinu fyrir síðustu jól, enda átti margur von á að breiðskífa Vindva Mei yrði með helstu skífum ársins. Hún verður fyrir vikið eflaust á listum yfir bestu skífur þessa árs, enda kemur hún út um þessar mundir. Platan sem hér um ræðir heitir Vindva Mei on FIRE, en Pétur Eyvindsson, helmingur sveitarinnar, segir að hún eigi sér langa sögu; tónlistin á henni sé alla vega búin að bíða útgáfu lengi. Hann segir svo frá að hann og félagi hans í sveit- inni, Rúnar Magnússon, hafi tekið upp talsvert af tónlist árið 1995, skömmu eftir að þriðji liðsmaðurinn, Ásmund- ur Ásmundsson, hvarf til listnáms vest- an hafs. Pétur segir að þeim hafi litist vel á það sem þeir voru að gera og einsett sér að gefa það út. Þeir settu sig í samband við þýskan útgefanda sem hugðist gefa plötuna út en sú útgáfa komst í uppnám vegna persónulegra erfiðleika útgefandans. Lög af plötunni sem aldrei kom út er að finna á skífunni nýju en einnig er þar að finna tónleika- upptökur og sitthvað ann- að. Sveitin hefur reyndar breyst talsvert frá því tónlistin var tekin upp enda hefur Rúnar búið í Danmörku síðustu ár en Pétur á íslandi. Hann segir að það komi ekki að sök; þeir séu í álíka pælingum í tónlist þar sem þeir eru að semja hvor í sínu lagi og síðan flétta þeir tónlistina saman eftir því sem verkast vill. „Næstu skífur verða þó all frábrugðnar plötunni nýju, meðal annars vegna þess hvernig við vinnum í dag,“ segir Pétur en ekki vill hann lofa ákveðinni dagsetningu á næstu plötu eða plötum. „Það fer svo mikill tími í umstang í kringum útgáfu að tónlistarmenn í hluta- starfi eiga óhægt um vik að koma frá sér plötu. Það er ekki víst að þessi plata hefði komið út ef Heimir Björgúlfsson í Stillupp- steypu hefði ekki vitað af upp- tökunum og sótt fast að fá að gefa hana út. Hann valdi líka á plötuna blöndu af lögum á ýmsum aldri, einskonar safnplötu af því besta,“ segir Pétur og kím- ir. Eins og getið er býr Rúnar Magnússon í Danmörku og stundar meðal annars tóns- míðar á styrk frá danska ríkinu. Pétur seg- ir að það sé ekki á næsta leyti að hann flytji hingað til lands, en hann vonist til þess að þeir eigi eftir að leika á tónleikum í sumar. „Við græðum svo mikið á því að spila á tónleikum saman. Þar koma óteljandi nýir hlutir í ljós því þó við séum kannski búnir að ræða eitthvað saman fyrirfram þá komum við hvor öðrum sífellt á óvart.“ Þeir semja hvor í sínu lagi og f létta tón- listina saman síðar Trega- blandin fegurð FÁAR hljómsveitir hafa vakið aðra eins athygli suður í Bretlandi og Mogwai-flokkurinn skoski. Mesta athygli vakti fyrsta breiðskífa sveitarinnar en þær sem á eftir hafa komið hafa ekki þótt síðri. Mogwai er fimm ára og kemur frá Glasgow. Stofn- endur voru þeir Stuart Braithwaite, Dominic Aitchi- son og Martin Bulloch, en síðar slógust í hópinn John Cummings og Brendan O’Hare, þótt O’Hare hafi helst úr lestinni þegar eftir fyrstu eiginlegu breiðskíf- una, Young Team. Fyrsta skífan, Young Team, var tekin upp við sérkennilegar aðstæður, en til að komast í rétta stemmn- ingu krúnurökuðu þeir fé- lagar sig allir og brugðu upp aukasjálfum: pLasmatr- oN, Demonic, Capt. Meat, Bionic og The Relic. Hugs- anlega hafði það sitt að segja um hve skífan varð mögnuð, en þess má geta að þótt tónlistin sé fráleitt vin- sældaleg seldist platan í um 50.000 eintökum í Bretlandi, sem þykir harla gott. Young Team kom út 1997 en annir við að kynna skíf- una seinkuðu nokkuð fram- haldinu. Biðleikur þeirra Mogwai-manna var að gefa út safn endurunninna laga, Kicking A Dead Pig, en þess má geta að útgáfuflóra Mogwai er mjög íjölbreytt og skífur sem gefnar eru út vestanhafs iðulega talsvert frábrugðnar þeim sem koma út í heimalandinu. Haustið 1998 tóku þeir fé- lagar svo upp aðra skífu, Come On Die Young, með nýjan liðsmann innanborðs, Barry Burns. Skífan var tek- in upp skammt utan við New York og á tökkunum var Dave Fridmann sem lék áður með Mercury Rev og stýrði upptökum á helstu plötu þeirrar sveitar. Tónlistin á Come On Die Young var fyr- ir vikið öllu fágaðri og pæld- ari en á fyrri skífum og ekki kunnu allir að meta það. Fyrir stuttu kom svo enn út Mogwai-skífa, að þessu sinni fjögurra laga stuttskífa sem heitir einfaldlega Mogwai. Enn eru þeir félag- ar að skipta um kúrs, þótt framhaldið sé rökrétt eins og áður. Innri gerð skífunn- ar þykir myrk og tónlistin þrungin tregablandinni feg- urð. Hljómsveitin Mogwai.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.