Morgunblaðið - 07.05.2000, Side 16

Morgunblaðið - 07.05.2000, Side 16
16 B SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ MANNLÍFSSTRAUMAR IVIATA R LIS T// h;a ð er gott gegn stressi ? Próflífemi UM þessar mundir er próflestur í algleymingi hjá skólafólki. Hvort sem ver- ið er að grúfa sig yfir bókum, tölvum, hljóðfærum eða um verklegt iðnnám er að ræða fylgir öllu þessu talsvert aukaálag. Það er náttúrlega mikilvægt að kveikt sé á einbeitingunni meðan á prófundirbúningi og prófum stendur, en ekki síður mikilvægt er að geta slökkt á henni og hvílt sig í hléum sem mynd- ast óhjákvæmilega. eftir Álfheiði Hönnu Friðiksdóttur Það segir sig sjálft að líkaminn þarf á góðri næringu að halda undir slíku álagi, eins er ekki vitlaust að taka fjölvítamínkúr eða gertöflur til þess að styrkja taugakerfið, ásamt riflegu magni af B- vítamíni. Æskilegt er einnig að hreyfa sig reglulega og losa um uppsafnaða spennu sem mynd- ast gjarnan í vöðv- um við stress og aukið álag. Gott er að fara í nudd eða láta h'ða úr sér í baði sem jurtir gædd- ar róandi áhrifum hafa verið settar út í. Mikilvægt er að reyna að dekra eitthvað við sig á hverjum degi, sama hve mikið af verkefnum liggur fyrir. Hér fylgja nokkur dæmi um jurtir sem virka vel á álagsstundum. Hjól- króna hjálpar til við adrenalínmynd- un undir miklu álagi. Uppskrift að styrkjandi „stresstei“ er eftirfarandi: Sjóðið 1 tsk. af lakkrísrót annars veg- ar og ginsengrót (panax fyrir karla og eleutherococeus fyrir konur) í 600 ml af vatni í 10 mín. Hellið teinu yfir 3 tsk. af þurrkaðri hjólkrónu. Látið standa í 10 mín. Drekkið einn bolla af þessari blöndu (heitri eða kaldri) þrisvar á dag. Athuga sakal að ekki er mælt með lakkrísrót fyrir þá sem hafa háan blóðþrýsting. Annað gott álagste er: 1 tsk. af tröllahöfrum, 1 tsk. af lakkrísrót og 1 tsk. af hjól- krónu sett út í teketil m/sjóðandi vatni. Látið standa í 10 mín. og drekkist eins og hitt. Hugmyndir að öðrum álagsréttum er t.d. að fá sér stóra skál af hafragraut á morgnana gjarn- an með rifnum hnetum eða möndlum út í og ögn af góðu sírópi eða hunangi. Af einhverjum ástæðum virka hvers kyns pönnukökur róandi á mig, frek- ar saltar en sætar þó. Umfram allt ber að halda sig sem mest frá hvítum sykri, sem mikið er af t.d. í sælgæti og gosdrykkjum, því þó hann gefi orku í einhvem tíma leggst hann ekki vel í taugakerfið, á geðið og líkamann almennt þegar til lengri tíma er litið. Eins er mikilvægt að hvílast vel og það gerir líkaminn ekki sé hann fullur af sætindum, kaffi eða öðrum koff- índrykkjum, a.m.k. sjaldnast. Lavanderjurtin er afar róandi og ekki vitlaust að setja taupoka með lavanderblómum inn í koddaverið sitt til að örva svefn. Lavenderolía í heitt bað er einnig mjög róandi. Fleiri róandi jurtir eru t.d.: tröllahafrar, jámurt og gullrunni. Til þess að berj- ast við óeðlilega hraðan hjartslátt, skjálfta eða titring, hjálpar t.d. pass- íublóm. Valerianjurtin dregur úr svitaköstum og eins era báðar þessar jurtir öflugar gegn svefnleysi. Reyn- um það sem við getum til að segja bless við stress! Hér fylgir uppskrift að hressandi vorkokteil, sem tilvalið er að skella í sig milli prófa. ___________125 g jarðarber__________ 125 g hindber (eða berjablanda frosin úr bróm- og hindberjum) 21/2 dl vínberjasgfi úr dökkum vínberjum Hreinsið berin og skellið þeim í matvinnsluvél og maukið þau niður. Hellið blöndunni í gegnum fint sigti til þess að sía hjamana frá. Hellið að lokum vínberjasafanum saman við og blandið vel. ÞJOÐLIFSÞANKAIlÆr hœgt að minnka skiljanlegan kvíða? Viðhorf skiptir máli MÉR hefur virst að þeim sjúklingum sem kvíðnir era fyrir aðgerð batni bæði seinna og ver en hinum sem ekki kvíða fyrir aðgerðum,“ sagði læknir einn sem ég sat til borðs með í veislu fyrir skömmu. Ég velti þessu orðum fyrir mér og mundi satt að segja eftir dæmum um þetta hvort tveggja. Þessi um- mæli, sem ekki era þó mér vitanlega byggð á neins konar rannsóknum held- ur miklu frekar tilfinningu og reynslu úr læknisstarfi, urðu til þess að ég fór að hugsa um kvíðann, kosti hans og ókosti, og hvort hægt væri að gera eitt- hvað til þess að minnka hann eða jafnvel eyða honum. Ofaðir, gjör mig blómstur blítt, sem brosir öllum mót, og kvíðalaust við kalt og hlýtt er kyrrt á sinni rót, segir sálmaskáld- ið sem greinilega hefur þekkt kvíð- ann vel. Kvíði er enda frumtilfinn- ing sem allir þekkja. Hann er óþægilegur, oft skiljanlegur en stundum þó ekki. Hitt er svo annað að menn eru mjög miskvíðnir þótt n eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur ekki komi til sjúklegt ástand, það er auðséð þegar fólk þreytir próf, fer til tannlæknis eða hyggur á flugferð. Það er hægt að minnka kvíða og gera hann viðráðanlegan og jafnvel eyða honum með ýmis konar meðferðum - að ógleymdum kvíðastillandi lyfjum. Stundum getur fólk með viðhorfsbreytingu losnað við talsvert af þeim kvíða sem það annars hefur dregist með. Flughræðsla er gott dæmi um þetta. Ég hef stundum átt við slík- an kvíða að stríða, einkum fyrr á áram. Einu sinni fyrir mörgum ár- um var ég að leið norður í land til þess að heimsækja vinkonu mína og hafði ákveðið að fljúga og orðið að yfirvinna kvíða í því sambandi. Ég sat nú í biðsalnum á Reykja- víkurflugvelli og beið þess að vera kölluð út í vél ásamt mörgum öðr- um farþegum sem sátu á víð og dreif um salinn. Meðan ég beið dreifði ég huganum við að skrifa í huganum snyrtilega minningar- grein um sjálfa mig og var búin að afgreiða æsku og uppvaxtarár og komin að skólanáminu þegar inn í salinn snöraðust tveir vörpulegir menn í vinnugalla. Þeir settust í sæti við hliðina á mér og drukku kók af stút. „Heldurðu ekki að þeir séu búnir að draga fram gamla rokkinn sem er búinn að vera bil- aður í tvö ár inni í skýli og ætla að fljúga honum til Húsavíkur," sagði annar og kveikti sér í sígarettu (þetta var áður en þeir sem ekki reyktu höfðu einhvern rétt í þessu lífi). „ Helvíti eru þeir svalir," svaraði hinn, dæsti og fékk sér líka að reykja. Ég hafði verið niðursokkin í vangaveltur um hvernig ég ætti að afgreiða neikvæðari staðreyndir í sambandi við skólaár mín þegar þeir hófu talið, en ég gleymdi því viðfangsefni nú samstundis og sperrti þess í stað eyrun - ég var nefnilega á leið til Húsavíkur. Rétt í sama mund kallaði kvenrödd á farþega til Húsavíkur að ganga út í vélina. Ég stóð upp sem í leiðslu, setti hliðartöskuna mína á öxlina og skjögraði út í vélina með hinum farþegunum sem spjölluðu og hlógu. Þeim var enda vorkunn, þeir vissu ekki að þeir voru á leið norður í land á gamalli og bilaðri flugvél. Ég gaf vélinni hornauga um leið og ég gekk inn í hana og fannst hún satt að segja bera aldur og ástand sitt furðu vel. Ég fann svo sætið mitt og vélin var ræst. Henni var ekið rólega fram og aft- ur um völlinn og ég hlustaði grannt eftir vélarhljóðunum og fannst ég heyra öðru hvoru undar- lega skelli og ískur. Ég var svo önnum kafin við að hlusta á vélina að þegar flugfreyj- an ávarpaði mig, heyrði ég ekki hvað hún sagði við mig. Hún end- urtók spurningu sína: „Er þér illt? Þú ert svo hvít.“ Ég fann að ég var ísköld á höndunum og hafði mikinn hjartslátt. „Já, ég er eitthvað skrítin," svaraði ég. „Ertu kannski flughrædd?" spurði hún. „Kannski væri bara best að ég færi út úr vélinni," svaraði ég. „Bíddu aðeins, ég ætla að tala við flugstjórann,“ svaraði flugfreyjan. Hún fór burt og kom fljótlega aftur með þau tíð- indi að flugstjórinn gerði mér kostaboð: Ef ég fengist til að koma með bauð hann mér að sitja frammí hjá sér í aðstoðarflug- mannsætinu nema í flugtaki og lendingu og svo skyldi hann út- skýra fyrir mér það sem ég vildi vita í sambandi við flugið. I stund- arveikleika forvitninnar lét ég til leiðast að fara með - en sá sam- stundis eftir þeirri ákvörðun þegar vélin tók að klifra upp í háloftin. Þá var hins vegar ekki aftur snúið. Ég fékk svo að sitja hjá flug- manninum og er þar skemmst frá að segja að allt leit þetta betur út þar. Það var eins og allar upp- lýsingarnar minnkuðu kvíða minn og mér fór bara að líða ágætlega. Ferðin gekk í alla staði vel og ég kvaddi með kærleikum þetta ágæta flugfólk. Heimferðinni kveið ég ekkert í líkingu við norðurferð- ina og í vélinni kippti ég mér meira að segja furðu lítið upp við klósettferðir samferðafólksins. Fram til þessa hafði mér verið lítt gefið um þau ferðalög; ég var svo hrædd um að vélin þyldi ekki þá misvikt sem ég taldi af þeim stafa. Heim komst ég heilu og höldnu og síðan hefur flughræðsla mín verði miklu minni en hún áður var (7-9- 13!). Þetta atvik og mörg önnur sem fyrir mig hafa komið hafa fært mér heim sanninn um að hægt er að gera heilmikið til þess að minnka kvíða, bæði sjálfur og með aðstoð annarra. Vafalaust fá þeir sem fara í að- gerð einhverja andlega aðstoð en kannski væri hægt að útbúa ein- hverja sérstaka meðferð fyrir þá sem þjást af sérlega miklum kvíða fyrir aðgerðir rétt eins og haldin eru námskeið til þess að hjálpa fólki sem líður af mikilli flug- hræðslu. Alla vega fannst mér ástæða til þess að segja frá orðum læknisins sem ég greindi frá í upphafi. Ég hafði ekki áttað mig á að samhengi gæti verið á milli aðgerðarkvíða og batahorfa eftir aðgerð - svo er kannski um fleiri. Og þótt ekki komi til nein aðstoð getur fólk sem á að fara í aðgerð alltént reynt að breyta viðhorfi sínu í takt við þess- ar upplýsingar. TÆKNIÆr orkuforði okkar í raun óprjótandi? Nokhrar athuganir um orkumál á Islandi VIÐ íslendingar höfum nú þegar nýtt um sjötta hluta þess sem talið er hag- kvæmt að virkja af vatnsorku og varmaorku til raforkuframleiðslu. Af þessu tvennu er dálitlu meira en helmingur vatnsorka, og af henni um 22% nýtt. Af jarðvarma er aðeins lítill hluti nýttur. Jarðvarminn er í raun miklu meiri en vatnsorkan, en eðli hans samkvæmt er miklu erfiðara að gera úr honum raf- orku, nema einungis að litlum hluta. Hins vegar er ekki að efa að hann er sá hluti orkunnar sem miklu minni styrr myndi standa um að virkja meðal þjóð- arinnar vegna umhverfisástæðna. Manna á meðal hefir verið talað um orkuforða okkar sem óendanlegan, ef ekki í öðru veldi þar á ofan. Sé tekin fræðilega öll vatnsorka sem er fyrir hendi í land- inu, semsé öll fall- hæð allra vatns- falla, er um að ræða allt að 40.000 megavött, og þá ekki öllu meira en 3% af því sem hef- c ur verið virkjað. tg" Þetta er fengið út tglsson frá samanlögðu vatnsmagni allra áa landsins, það margfaldað með meðalhæð þess, og leiðrétt fyrir þeirri staðreynd að úrkoma vex með vaxandi hæð yfir sjávarmáli. Ekki þarf að taka fram að þessi fræðilega stærð er ekki framkvæmanleg frekar en t.d. ljóshraðinn í geimferðum. Til þess þyrfti t.d. allt landið að vera uppi- stöðulón. En umrædd stærð, semsé að 22% vatnsorkunnar hafi verið nýtt, er fengin út frá hagfræðUeg- um athugunum, en ekki tekið tillit til umhverfissjónarmiða. Reynum að ráða í orkuþörf okkar innanlands fram tU t.d. ársins 2050. í vangaveltunum um það hvort við eigum ótakmarkað magn, ber að hafa margar staðreyndir í huga: I) Líklegt verður að telja að floti bfla, fiskiskipa, og e.t.v. einhverra ann- arra skipa verði vetnisknúinn innan u.þ.b. 30 ára, samanber tæknigrein- ar í Morgunblaðinu undanfarið. Þetta margfaldar orkuþörfina gróf- lega áætlað með þættinum einum og hálfum. II) Neyslumynstur Meðaljóns Meðaljónssonar á ís- landi hefur falið í sér vaxandi orku- þörf hans, sá vöxtur heíúr átt sér staðð nú áratug eftir áratug, og ekki ástæða til að halda annað en hann haldi áfram Aftur þarf að margfalda orkuþörfina með tölu sem er stærri en einn. III) Fólks- fjölgun veldur síðan margföldun með allt að einum og hálfum. IV) Umhverfissjónarmið valda því að ekki er öraggt að sá hluti orkunnar sem næst úr orku fallvatna verði allur talinn virkjanlegur af stjórn- málalegum ástæðum. Umhverfis- vernd hefur komið æ meir til við at- hugun á orkubúskap landsins. Og það verður áreiðanlega ekki talið einkamál okkar íslendinga á miðri næstu öld hvort okkur leyfist að sökkva víðlendum gróðurvinjum hálendisins, sem ala fuglastofna sem litið verður á sem sameign Evrópubúa. Að ekki sé talað um hvort fórna beri dýrlegum náttúra- perlum til dæmis á við fossinn Dynk í Þjórsá, sem jafnast fyllilega á við Gullfoss, og það með þeim rökum að afar fá augu hafi fengið að sjá hann til þessa. Slík rök byggjast á skammsýni þess sem gerir ráð fyrir að ástand hlutanna í framtíðinni sé það sama og verið hefur hingað til, en tekur ekki tillit til þeirrar einföldu staðreyndar að gildismat manna og möguleikar þeirra til að ferðast breytist ört. Talið í teravattstundum á ári, og metið með augum hagfræðinnar, er vatnsorkan upp á 30 (og þar af sem sé virkjuð 22%). Varmaorkan, sem- sé virkjanlegur hluti hennar, er um 20 Twh (teravattstundir). Um 6% þar af hafa verið virkjuð. Alls eru þetta 50 Twh á ári. Þar af era virkjaðar um 8, eða um sjötti part- ur. Margfeldi þáttanna þriggja kenndra við I—III hér að framan gæti farið hátt upp í fjóra, með öðr- um orðum, fyrirsjáanleg þörf orku gæti verið tveir þriðju af heildar- orkuforða okkar, þeim sem við eig- um í vatns- og jarðvarmaorku. Þetta er án þess að reiknað sé með veralegri aukningu til stóriðju, og án þess að veraleg takmörk séu sett á vatnsorkuþáttinn af umhverf- isástæðum. Niðurstaða þessa hlýtur að vera sú að við þurfum að halda vel á okkar spilum sjálf, og ekki selja frá okkur verulega orku til stóriðju, að minnsta kosti ekki til langs tíma. Við þurfum að halda fullum ráðstöf- unarrétti yfir þessu sjálf. Sú orka sem við getum framleitt hér án þess að veralega sé gengið á hlut umhverfisins er betur komin á bfla- og fiskiskipaflota okkar, og á heim- ilunum, heldur en til málmfram- leiðslu. Með öðrum orðum: Okkur ber að flýta okkur hægt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.