Morgunblaðið - 07.05.2000, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.05.2000, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2000 B 11 Sara Dögg Ómarsdóttir við leiði Ólafs bróður síns að jarðarför hans lokinni. minnar í tækinu og sagði jafnframt frá dauða sonar míns skömmu áður, þeir sem tU þekktu lögðu saman tvo og tvo og fengu rétta útkomu. Ég var mjög ósátt við þennan fréttaflutning. Vinkona mín, sem stödd var í sumar- bústað sem ég hafði fengið leigðan en lánaði henni, heyrði þessar fréttir og áttaði sig strax á hvaða fólk ætti í hlut og fékk andlegt áfaU. Ég fór og kvartaði vegna fréttaflutningsins og fékk afsökunarbeiðni hjá bæði Stöð 2 og Sjónvarpinu. Bað um að fá að klæða lík hennar Mér leið mjög iUa vegna þess að ég hafði ekki verið tU taks þegar dóttir mín dó. Ég bað þess vegna um að fá að klæða hk hennar og ég sé ekki eft- ir að hafa gert það. Ég fékk þannig síðustu nálgunina - það var erfitt, mér fannst eins og hún hlyti enn að finna tU, það mætti ekki taka of fast á henni. En auðvitað finnur fólk ekki tU þegar það er dáið. Þegar skyndUegt andlát af þessu tagi verður er aðstandendum sýnd mikil hluttekn- ing t.d. í kringum útforina, kerti látin loga á leiðunum og vinir koma og senda bréf. Ég fékk mikið af bréfum og kortum. En svo gengur jarðaförin um garð og eftir það lætur enginn í sér heyra. Vinir bamanna sáust ekki heldur meir, mér hefur fundist sárt að hafa ekki séð neitt eða heyrt frá þeim en lfidega hefur þeim einfald- lega fundist það of sárt. Það er eins og þau hafi aldrei verið til Stundum hefur mér fundist fólk vilja forðast mig eftir að allt þetta dundi yfir. Það vill kannski ekki vera þar sem harmleikur er - veit líklega ekki hvernig það á að koma fram við slíkar kringumstæður. Ég er oft sár vegna þess að það er eins og enginn Aðalbjörg ásamt börnum sínum fiórum. F.v. Ólafur Bergmann Ómarsson, Aðalbjörg og Sara Dögg Ómarsdóttir. F.v. í fremri röð eru Arinbjöm Harðarson og Hörður Freyr Harðarson. vilji tala um bömin mín við mig, þau vom tU, nú em þau farin og enginn minnist á þau meira - það er eins og þau hafi aldrei verið tU. Lengi vel þegar ég kom innan um fólk þá forð- aðist það mjög að tala um neitt sem gæti minnt á bömin mín, vegna þessa tók ég beinlínis út fyrir að fara á mannamót. Þetta hefur þó heldur lagast þótt enn séu bömin mín látnu ekki algengt umræðuefni í boðum.“ Var gert að borga skatt af áfallaþjálpinni Skyldi Aðalbjörg hafa fengið áfallahjálp tU þess að komast í gegn- um hið erfiða tímabU sem í hönd fór eftir andlát bamanna? „Fjölmargt fólk sem varð vitni að dauða dóttur minna fékk áfaUahjálp. Ég fór í nokkra tíma hjá sálfræðingi og líka drengimir mínir litlu. Mér var boðin þessi hjálp frá Félagsþjónustunni í Reykjavík. Árið eftir átti ég að borga skatta af þessari hjálp. Ég baðst und- an því og fékk skattinn af styrknum tU sálfræðiþjónustunnar feUdan nið- ur. Síðari maðurinn minn, Hörður Stefán Harðar, sem ég var skfiin við þegar þetta aUt gerðist, reyndi að koma mér tU aðstoðar eftir fongum, hann gerði sitt besta fyrir mig og drengina okkar, þeir áttu erfitt á þessu tímabili eftir að systkini þeirra dóu.“ Nú lítur tUveran mun betur út hjá Aðalbjörgu og sonum hennar. „Ég er í námi í prentsmíði núna eins og fyrr sagði en ég hafði áður unnið á Kópa- vogshælinu um árabU. Það var erfitt starf og vaktavinnan kom Ula heim og saman við heimilishaldið. Mig langaði til þess að öðlast starfsrétt- indi og lífsmarkmið - mér fannst ég því verða að fara í nám. Mér var ráðlagt að láta líða tvö ár áður en ég skipti um húsnæði eftir að bömin dóu. Ég lét líða þessi tvö ár. Við höfðum búið í rúmgóðri íbúð við Hólmgarðinn. Það var afar erfitt að flytja úr henni. Herbergin bamanna voru enn eins og þau skildu við þau, það var rétt eins og þau hefðu bragð- ið sér út í búð. Það var einkennUegt að flokka eigur þeirra og ákveða hvað ætti að geyma og hveiju ætti að henda. Ég hefði helst viljað halda þessu öllu eins og það var en það gekk ekki. Ég flutti síðan inn í Sólheima og svo hingað, þar sem við sitjum nú, fyrir skömmu. Hér fer vel um okkur og við emm í óða önn að hefja nýtt líf við nýjar kringumstæður. Ég er að læra að lifa með missi mínum, en ég vildi gjaman fá betri skýringar á því sem olli dauðsföUunum - ef það væri hægt.“ Arsfundur 2000 Ársfundur Lífeyrissjóðsins Lífiðnar 2000 verður haldinn miðvikudaginn 17. maí 2000 kl: 17:00 í Sal A á Hótel Sögu, Hagatorgi. Dagskrá: Venjuleg ársfundarstörf samkvæmt samþykktum sjóðsins Tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins Önnur mál löglega upp borin Aðildarfélögum sjóðsins hefur verið sent fundaboð og eru þau beðin að tilkynna skrifstofu sjóðsins fyrir 16. maí n.k. hverjir verða fulltrúar þeirra á fundinum. Allir sjóðfélagar eiga rétt til setu á fundinum með tillögu- og málfrelsi. Tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins liggja frammi á skrifstofu sjóðsins og þar geta þeir sjóðfélagar sem áhuga hafa á að kynna sér þær fyrir fundinn fengið þær afhentar eða fengið þær sendar í pósti. Reykjavík, 5. maí 2000. Stjóm Lífeyrissjóðsins Lífiðnar LÍFEYRISSJÓÐURINN ii Lífiðn Háaleitisbraut 68 • 103 Reykjavík Sími: 568 1438 • Fax: 568 1413 www.lifidn.is LG GDK ISDN símstöðin byggir á vali og sveigjan- leika. Þú getur sett saman samskiptakerfi sem er sniðið að þínum þörfum og stækkar með fyrirtækinu. Þú getur fengið innbyggt þráðlaust símkerfi (DECT) sem tryggir að það næst í starfs- menn strax hvar sem er innan fyrirtækisins. ÍSDN samhæft Tölvutenging (CTI) Innbyggð sfmsvörun o Skilaboðakerfi fyrir starfsmenn o Hjálparsvörun fyrir skiptiborð o Beint innval o Númerabirting o öruggur gagnaflutningur #LG LG GDK DECT handtæki s, \ s.4,.u>r» o Vinfl»r,*Vir Svar hf. _ Bæjarlind 14-16 _ 200 Kópavogur _ Sími 510 6000 _ Fax 510 6001 _ Ráðhústorgi 5 _ 600 Akureyri _ Sími 460 5950 _ Fax 460 5959 _ Opió: mán.-fös. 9-18 laugardag 10-16 _ sunnudag 13-17 _ www.svar.is _

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.