Morgunblaðið - 07.05.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.05.2000, Blaðsíða 12
YDDA/SlA 12 B SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ 40 NEGLUR, LÍM OG SKRAUT ALLT I EINUM PAKKA 8 MISMUNANDI GERÐIR FALLEGAR OG EÐLILEGAR NEGLUR A NOKKRUM MtNÚTUM SEM SKAÐA EKKI ÞtNAR EIGIN *£>VC'Ay hAgæða naglalakk og naglaefni SEM GERA NECLURNAR ÞlNAR FALLEGAR, STERKAR OG , HEILBRIGÐAR Fæst f apótekum og snyrtivöruverslunum Dreifing: CSÍCf'M Námsstefna JC 10. maí NÁMSSTEFNA JC á íslandi verður haldin á Hótel Sögu miðvikudaginn 10. maí. Námsstefnan er sambland af námskeiði, fyrirlestrum og verk- efnavinnu, að því er kemur fram í fréttatilkynningu frá JC á Islandi, en lögð verður áhersla á að draga fram þá þætti sem einkenna framúrskar- andi einstaklinga og benda fólki á hagnýtar leiðir til að ná betri ár- angri. Námsstefnan stendur frá kl. 9 til 13 og á dagskránni er m.a. námskeið sem Siiri Odrats, framkvæmdastjóri dótturfyrirtækis þýska lyfjafyrir- tækisins Henkel í Eystrasaltsríkj un- um, mun stýra. Hansína B. Einars- dóttir hjá Skref fyrir skref flytur erindi um leiðtoga framtíðarinnar og fulltrúi frá stoðtækjafyrirtækinu Össuri fræðir þátttakendur náms- stefnunnar um hvaða aðferðum Öss- ur hefur beitt til að ná framúrskar- andi árangri sem fyrirtæki. Dagskránni lýkur með verðlauna- afhendingu þar sem útnefndir verða 3 einstaklingar; framúrskarandi stjómandi, framúrskarandi mark- aðsmanneskja og framúrskarandi frumkvöðull. Frekari upplýsingar um námsstefnuna er að finna á heimasíðu JC á íslandi, www.jc.is, og þar er einnig hægt að skrá sig til þátttöku. Þátttökugjald er kr. 6.500 fyrir félaga í JC og Verslunarráði en 7.500 fyrir aðra. PricewaterhouseCoopers, í samstarfi við Samtök verslunar og þjónustu, boðartil ráðstefnu um Knowledge Management (þekkingarstjórnun) þann 11. maí nk. á Grand Hótel kl. 13:00 -17:00. Hreyfanleiki fyrirtækja og möguleiki til þróunareru lykilatriði í samkeppnisfærni þeirra. Stjórnendur í fyrirtækjum verða að gera sér grein fyrir að undirstaða áframhaldandi þróunar er sú þekking sem býr f fyrirtækinu og falin er í starfsfólki þess. Stærsta áskorun fyrirtækja framtíðarinnar er að umbreyta þekkingu í auðævi. Sérfræðingar PwC í Noregi, Hanne Gjendhem og Odd Ivar Lindland munu kynna aðferðafræði og hagnýtingu Knowledge Management (þekkingarstjórnunar). Dagskrá ráðstefnunnar: 13:00-13:10 Setning Reynir Kristinsson framkvæmdastjóri PwC á íslandi. 13:10-13:30 Hvað er Knowledge Management (þekkingarstjórnun)? 13:30-13:50 Markaðsöfl og framtíðarhorfur. 13:50-15:05 Þróun Knowledge Management og útfærsla. 15:05-15:25 Kaffihlé 15:25-15:45 Innleiðing Knowledge Management í fyrirtæki. 15:45-16:05 Raunhæfdæmi. 16:05-16:30 Nýtækni. 16:30-17:00 Panel umræður: Friðrik Sophusson, Landsvirkjun Frosti Sigurjónsson, Nýherja Guðjón Már Guðjónsson, OZ Hilmar B. Janusson, Össuri Óskar Jósefsson, PwC Anna María Pétursdóttir, PwC Fundarstjóri: Hrönn Greipsdóttir hótelstjóri Radisson SAS. Ráðstefnan fer fram á ensku. Skráning fer fram hjá Fríðu Jónsdóttur í síma 550 5300. Tölvupóstfang: frida.jonsdottir@is.pwcglobal.com Verð: 16.500 kr. PricewaTerhousfQopers § m Samtök wrslunaruRþjúnusln Krítarkort Eins og snigill á hvolfi s Þegar Islendingarnir helltust yfír Krít varð það að frétt í heimablaðinu. Hlín Agnarsdóttir fylgdist með. FYRIR skömmu urðu íslendingar frægir einn dag á Krít. Þá birtist nefnilega heilsíðugrein um nýhafið landnám þeirra á Krít í Hania- tíðindum undir fyrir- sögninni: „íslendingar uppgötva Krít.“ Blaða- menn og ljósmyndarar þyi-ptust út á flugvöll þegar fyrsta þotan frá Icelandair Holidays sveif niður á jörðina dá- lítið stolt með magann út í loftið. Þegar fyrstu íslendingarnir renndu farangri sínum inn í komusalinn í flugstöð- inni tóku á móti þeim sjónvarpsmyndavélar frá Kydon TV, en það er sérstök sjónvarpsrás í Hania- héraði. Seinna um kvöldið birtist þriggja mínútna sjónvarpsfrétt um komu þeirra og höfðu klippar- ar sjónvarpsins fengið sérstakt dálæti á fjölskyldu einni, sem birt- ist aftur og aftur í mynd. A stétt fyrir utan flugstöðina svignuðu borð undan veitingum, víni og kökum, konum voru færðar gular rósir og börnin fengu djús. Krít- verskir tónlistarmenn struku lýru og lútu, hófu upp raust sína og sungu á meðan dansarar stigu dans í skrautlegum búningum. Allt okkur til heiðurs, allt til að gleðja okkur og gera fyrstu heim- sóknina eftirminnilega. Úti var 24 stiga hiti, degi þó tekið að halla og ljósaskiptin í nánd. A þeim tíma dags eru litbrigði himins og jarðar á þessari breidd- argráðu með eindæmum töfrandi; ljósfljólublá slikja með gulrauðu ívafi liggur yfir landinu og til við- bótar fyllir vitin sterkur ilmur af vorgróðri. I ljósasldptunum fær- ist einhver ró yfir mannskapinn, enda „mesimeri" eða miðdegi ný- lokið og fólk rétt að rumska fyrir seinni vaktina, síðdegið og kvöld- ið. Strákarnir á slcrifstofunni koma í vinnuna nýbaðaðir í hreinni skyrtu og glaðir á svip. Búnir að borða og leggja sig og kannski kyssa konumar. Ekkert fát og fum, heldur einbeiting og vinnusemi. Þeir eru ekki eins og ég sem kemst aldrei heim að borða fyrir önnum. Þess vegna borða ég oftast hjá honum Taki á móti skrifstofunni hér í Kato Stal- os. Meira segja komin í reikning hjá honum. Konan hans Katerina lyftir pottlokum og opnar ofna til að sýna mér rétti dagsins. Hún býr til besta músakka í heimi. I næstu viku ætla þau hjónin að bjóða mér upp á steikta snigla. Sniglar eru daglegt brauð hjá Krítverjum þessa dagana. Þegar rignir skríða þeir upp úr jörðinni og fara á flakk. Þegar ég fór síðast út á flugvöll og ók í gegnum ólífu- lundina á Akrotiri-höfðanum sá ég hvar nokkrar sálir bograndi oní sverðinum í leit að sniglum. „Búbúristí koklí“ heitir rétturinn á máli innfæddra, steiktir sniglar á íslensku. Svo er líka til réttur hér sem heitir sniglar á hvolfi, en ég hef ekki fengið neinn botn í hann enn. Sjálf er ég svolítið eins og snigill á hvolfi þessa dagana, snýst bæði í kringum sjálfa mig og aðra frá morgni til kvölds og drattast svo heim til mín seint á nóttinni. Enda er hún Dimitría mín alveg hissa á þessu útstáelsi mínu. I þessi fáu skipti sem ég rekst á hana notar hún tækifærið og ryður úr sér spurningamerkj- um. Það er kærkomið tækifæri bæði til að hlusta á grísku og æfa mig í að svara, því ég má tala hægt, segja vitleysu og leiðrétta um leið. „Hvar ertu eiginlega all- an daginn, ég hringi á morgnana og á kvöldin og þú ert aldrei heima?“ Hún talar eins og von- svikin eiginkona, sem saknar nærveru eiginmanns, sem er yfir- hlaðinn af vinnu og álagi. Eg veit svo sem ekki hvar ég væri ef hennar nyti ekki við og er loksins farin að skilja hvað góður kven- kostur er mikils virði fyrir vellíð- an alls mannkyns. Til þess að lifa allt þetta álag af byrja ég yfirleitt daginn á því að kreista úr tveimur fullþroska appelsínum í glas plús einni sítrónu og steypa því í mig. Við það fæ ég svo mikið c-vítamín- kikk að ég geisla öll af orku og finnst ég fær í flestan sjó. Enda hverfa appelsínubirgðirnar eins og dögg fyrir sólu. En hún Dimitr- ía mín er svo góð að ég þarf ekki annað en senda henni hugskeyti til að fá nýjan skammt. Þessi „tel- epatía" mín nær bókstaflega yfir allar mínar þarfir. Ég legg blúss- una mína á strauborðið að morgni og hún er strokin og fín að kvöldi. Eg set í vél og hún er búin að hengja upp úr henni þegar ég kem heim. Reyndar gengur þessi „tel- epatía" svo langt milli okkar Dim- itríu að einn daginn hafði ég orð á því við vini mína, að það eina sem vantaði í íbúðina okkar væri dúk- ur á Ijóta plastborðið í borðstof- unni; þegar við komum heim var ósýnileg hönd Dimitríu búin að hylja það með dúk. Samkvæmt helgihaldi grísku rétttrúnaðarkirkjunnar eru pásk- ar viku síðar á ferðinni en hjá kaþólskum og lúterskum. Páska- hátíðin er ein mesta helgi- og gleðihátíð landsmanna, sannköll- uð upprisuhátíð, sem flestir taka þátt í. Föstunni er þá að ljúka og undirbúningur páskanna nær hámarki með matartilbúningi og bakstri, sambærilegum við jóla- undirbúning okkar. Langa páska- vikan eða „megalí evðómaða" á grísku hófst á mánudag og endar með mikilli páskahátíð í vikulok. Þá gera Grikkir sér þann grikk að eta á sig gat þó aðallega á páska- dag og aðfaranótt hans. Áður fara þeir til kirkju og hlusta á sína presta tóna aftan úr fomkirkjunni „Christos anesti,ðefte lavete fos“ eða Kristur er upprisinn, komið og takið á móti ljósinu! Ég er al- veg harðákveðin í að sniglast þá í einhverja Krítarkirkju, þó ekki á hvolfi, og fylgjast með því þegar Ijósið sem sótt er alla leið til Jer- úsalem af grískum flugmönnum breiðist út meðal fólksins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.