Morgunblaðið - 07.05.2000, Page 7

Morgunblaðið - 07.05.2000, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2000 B 7 Flugnemahópurinn sem lauk bóklegu prófi atvinnuflugmanna (B-prófi) árið 1962 í Reykjavík. Þórólfur er þriðji frá hægri í aftari röð. Þórólfur flaug oft til Surtseyjar með jarðvísindamenn og aðra. I þessari för var farþegi hans, Hálfdán Björnsson, á Kvískerjum. Þegar komið var úr einni ferðinni á þessari vél, með fullt af Surtseyjargrjóti aftur í, fór Þórólfur bakfallslykkju yfir Reykjavík og steinarnir högguðust ekki. tók alvara lífsins við. Hann var 13 ára þegar hann byrjaði að róa á landróðrarbáti frá Hólmavík. „Það var farió með línu út á Húnaflóa. Þetta var að vetrarlagi og oft land- legur. Ég var sjóveikur og svo langt á milli róðra að ég þurfti alltaf að sjóast upp á nýtt.“ Sjómennskan átti ekki við Þórólf. „Bleytan fór illa í hendurnar og fæturna. Húðin sprakk á öllum liðamótum. Ég reyndi að setja júgursmyrsl á þetta, en sjórinn eyddi því eins og skot. Samt reri ég þrjár vertíöir svona. Eitthvaö varö að gera, það var ekki hlaupið í hvað sem var.“ Þegar Þórólfur var 16 ára var komið aö honum að vera vinnumað- ur heima. Það tilheyröi að beita fénu og sækja þaö á kvöldin. Kind- urnar sóttu gjarnan inn með firðin- um. Til aö byrja með tók Þórólfur stundum með sér riffil í kindasnatt- ið og veiddi rjúpur. „Einu sinni var ég að gá að kindum á sunnudegi. Það vantaöi eitthvaö og ég hafði með mér riffil. Svo sá ég hóp, eitt- hvað níu rjúpur. Það var mjög kalt og þær vildu ekki fljúga. Ég komst svo nálægt þeim að ég gat eigin- lega sett hlaupið á hausinn á þeim ogtínt þær þannig niöur. Þetta voru ekki veiðar heldur hálfgert morð. Síðan hef ég ekki fariö á rjúpu." Bændurnir á Ós-bæjunum keyptu sér Farmall-dráttarvél, sem Þórólfur segir að hafi verið mikil framför. Traktorinn var notaður til jarövinnu og einnig til að fara með mjólk til Hólmavíkur. Það var fiskur í Stein- grímsfirði og gjarnan veitt í soðið. Eins fékkst einn og einn selur. Elstu systkini Þórólfs voru farin aö fara að heiman til náms og starfa þegar fjölskyldan flutti að Ósi. Systkini Þórólfs hafa fengist við margt, bræður hans hafa veriö skipstjórnarmenn og vélstjórar til sjós, einn lærði búfræði og annar augnlækningar. „Foreldrar studdu okkur svona móralskt, en gátu ekki stutt okkur peningalega. Við þurft- um að vinna fyrir okkar námi.“ Grjótnám og gagnfræðanám Þórólfur var 17 ára þegar hann fór suöur á Keflavíkurflugvöll að vinna hjá Hamilton-fyrirtækinu við grjótnám á Patterson-flugvelli. Um haustiö fór hann í Héraðsskólann á Laugarvatni og lauk þaðan gagn- fræðaprófi á næstu tveimur vetr- um. „Gróa, elsta systir mín, vann á Laugarvatni og sagði að þetta væri skemmtilegur staöur að vera á. Meiriparturinn var ungt fólk, en inn- an um og saman við var fólk á svip- uöum aldri og eldra en ég. Fólk sem vildi læra." Að loknu gagnfræðaprófinu fór Þórólfur í siglingar á millilandaskip- um. Það fór betur með hendurnar en basliö við blauta Itnu á Húna- flóa. Hann var m.a. á Hamrafellinu og sigldi alla leiö til Batumi. Einnig sigldi Þórólfur á Dísarfelli og Blá- felli. Flugnemi Systkinin frá Ósi voru mörg kom- in suöur og það varð úr að þau keyptu sér kjallaraíbúð í Gnoöar- vogi og gerðu að bækistöð sinni. „Þá fengu menn ekki að kaupa hér húsnæði nema vera búsettir í Reykjavík. Ég var því skrifaður fyrir íbúðinni," segir Þórólfur. „Þessi íbúö varð fastur punktur í Reykja- vík, þar sem vinir og vandamenn komu.“ Þórólfur var 21 árs þegar hann hóf flugnámið. Hann vill vera viss um daginn, sækir þéttskrifaóar loggbækurnar, sem orönar eru fimm talsins, og flettir upp. Fyrsti flugtíminn var 23. febrúar 1956. Hann flaug eftir því sem efnin leyfðu og var tvö ár að læra og safna tímum til sólóprófs. Það veit- ir flugnemum réttindi til að fljúga einir síns liðs. „Sólóprófið mitt var svolítið skrautlegt. Siggi flug fór meö mér tvo hringi og sagöi svo að þetta væri allt t lagi. Nú skyldi ég fara einn. Það var næstum logn og ég hafði notað braut 14 í lendingu. Þá fór að hvessa og breytti um vind, eins og svo oft í Reykjavík, allt t einu komin sunnanátt. Þegar ég lenti var orðinn það mikill vindur að í rollinu tók hann í stéliö og vélin fór þversum á brautinni. Ég fékk grænt Ijós á braut 20, skipti um braut og fór annan hring. Þetta var svolítið vesen, en þaö var á pró- gramminu aö skipta um braut ef vindur breyttist. Það virtist falla Sigga flug vel í geð aö ég skipti um braut, svo hann skrifaði uppá próf- ið.“ Leiguflug og lækningar Þórólfur keypti flugvél árið 1960 í félagi við tvo aðra og fór að safna flugtímum. Vélin var dönsk af gerð- inni KZU3, meö einkennisstafina sem er um 4 tonn að þyngd, hallann úr flug- skýlinu. Þegar ég kom til baka var vélin kom- in út á hlað. Þórólfur hafði þá opnað skýlið einn síns liös og dregið vélina út á hand- aflinu.“ Traustur og hraustur Ómar Ragnarsson, fréttamaður og flug- maður, þekkir Þórólf vel: „Tveir flugmenn kenndu mér öðrum fremur í flugnáminu á sínum tíma, Helgi Jónsson hér fyrir sunnan og Þórólfur Magnússon í ferðum út á land. Við Þórólfur urðum góðir vinir því traustari vin er ekki hægt að finna en hann. Við eigum saman margar góðar minningar og eigum það einnig sameiginlegt að hafa lent flugvél uppi á Esju. Þó er þar nokkur munur á. Þórólfur ætlaði að gera það en ég ekki og Þórólfi tókst að hefja sig til flugs en mér ekki, enda er ég eini maðurinn sem hefur gengið tvisvar niöur af Esjunni en aðeins einu sinni upp! Þórólfur er rammur að afli enda náfrændi Hreins Halldórssonar, Strandamannsins sterka. Hann er bóngóður með afbrigöum og -snöggur aö uppfylla óskir manna. Nefna má tvö dæmi um það. Hann var eitt sinn flug- stjóri á Twin Otter-vél, sem aflraunamenn áttu að draga í keppni með því aö toga í dráttarbeisli, sem var á framhjólinu. Fullhlaö- in vegur þessi flugvél hátt í sex tonn, en tóm vart minna en fjögur tonn. Flugvélinni var lagt skakkt og báðu þeir flugstjðrann að fara upp í hana og færa hana. Þórólfur vildi gera þetta á sem fljótlegastan og einfaldastan hátt og hafði engar vöflur á heldur tók í dráttarbeislið og dró vélina í hálfhring fyrir beljakana. Þeir göptu af undrun og litu hver á annan með augnaráði sem hægt var að lesa úr: Hvað er- um við að gera hér? Annað dæmi um snöfurlega afgreiöslu Þór- ólfs á tilmælum. Á fyrstu árunum eftir Surtseyjargosiö fór hann margar ferðir fyrir vísindamenn með þá og farangur inn á Nautöldu við Þjórsárver og út í Surtsey á lítilli tveggja sæta vél af gerð- inni Piper Super Cub. Eitt sinn var hann að koma úr Surtsey og vdr kominn langleiðina inn að brautarenda í Reykjavík þegar flugum- ferðarstjórinn bað hann um að fljúga hring af því að önnur flugvél var á brautinni. Þórólfur varð snaggaralega við þessari beiðni og fór hringinn, þó ekki lárétt heldur lóðrétt! Hann svipti flugvélinni upp í bakfallslykkju eða „loop" og lenti beint úr lykkjunni! Nokkrir sem á horfðu stríddu Þórólfi með því að hann hefði ekki tekiö lykkjuna rétt. Þegar Þórólfur kom úr næstu ferð utan úr Surtsey tók hann aftur bakfallslykkju á loka- stefnu, lenti og bað viöstadda síðan um að skoða varninginn sem var í vélinni. Það voru oddhvassir hraunhnullungar úr Surtsey og hafði enginn þeirra haggast. Þaö þýddi það að þegar flugvélin var á hvolfi í lykkjunni hafði miðflóttaaflið haldið þeim kyrrum í sæt- inu. Eftir þetta var aldrei minnst á það að Þórólfur kynni ekki aö „loopa". Eitt elsta heimsmet í flugi er hæðarmet sem bandarísk kona setti á Super Cub með 125 hestafla hreyfli fýrir næstum hálfri öld, tæplega þrjátíu þúsund fet ef mig misminnir ekki. Þeir Þórólfur og Kári Guðmundsson heitinn ákváðu að gera atrennu að þessu meti. Einn var þó hængur á. Aðeins var til eitt súrefnis- tæki. Þeir létu það ekki á sig fá heldur hófu sig til flugs á Super Cubnum og skiptust á um að nota tækiö þegar þeir voru að nálgast 20 þúsund fetin. Flaug Þórólfur fyrst með tækið á munninum og var hinn brattasti en þegar hann sá að Kári var að líða útaf af súr- efnisskorti lét hann tækið á hann. Það stóö á endum að þegar draga fór af Þórólfi vegna súrefnisskorts hafði Kári hresst nægilega við til að taka stjórn vélarinnar. Hann flaug henni síðan þangað til svo var dregið af Þórólfi að hann var að leka útaf og Kári lét hann hafa tækið að nýju. Þannig skiptust þeir á að fljúga þangað til komið var upp í 22.500 feta hæð. Þá sáu þeir að heimsmetinu yrði ekki hnekkt og létu þetta nægja, enda íslandsmet í höfn. Margar fleiri sögur er af Þórólfi að segja en ég læt þetta nægja og það að hæglátara, Ijúfara og traustara tryggöatröll er vart að finna."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.