Morgunblaðið - 06.06.2000, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2000 C 23
Morgunblaðið/Jim Smart
Magnús Leópoldsson, fasteignasali í Fasteignamiðstöðinni.
Að sögn Magnúsar er sá hópur,
sem leitar eftir jörðum, mjög
breiðleitur. Þeir sem hafa áhuga á
búskap eru einkum ungt fólk eða
fólk á miðjum aldri. Oft á þetta
fólk skuldlítið hús eða íbúð, bfla og
jafnvel aðrar eignir sem hægt er
að selja og nota andvirðið til jarð-
akaupanna. „Kvótinn skiptir mestu
máli hvað snertir verð á jörðum,
hvort heldur um mjólkur- eða kjöt-
framleiðslu er að ræða,“ heldur
Magnús áfram. „Hlunnindi eins og
veiði og hitaveita hafa líka sitt að
segja. Staðsetning, samgöngur,
landgæði og stærð jarðanna, húsa-
kostur, skólar, læknisþjónusta og
nálægð við þéttbýli og þjónustu
skipta líka máli.
Ef fólk ætlar að kaupa alvöru
bújörð, þarf það oft að hafa 10-20
millj. kr. til ráðstöfunar. Kaup á
jörð án framleiðsluréttar er að
sjálfsögðu minni fjárfesting. Þar
er gjarnan um fólk að ræða, sem
hefur áhuga á skógrækt og hesta-
mennsku. Einnig getur verið um
að ræða félagasamtök, stéttarfélög
og jafnvel bæjarfélög. Þá er það
líka til, að fólk kaupi jarðir sem
fjárfestingarkost, þó að ekki sé
mikið um slíkt.“
Magnús Leópoldsson telur mun
meiri áhuga vera fyrir hendi nú
hjá fólki í þéttbýlinu en fyrir eins
og 15 árum á því að kaupa kvóta-
lausa jörð og sleppa því að kaupa
sumarbústað og segir: „Sennilega
stafar þetta af því að fjárhagur
fólks er rýmri en var, því að allt
kostar þetta peninga."
Yfirleitt gengur bændum vel að
selja tæki og framleiðslurétt þegar
jörð og tæki eru seld sitt í hvoru
lagi. Oft gerist það þegar bændur
hafa smám saman verið að hætta
búskap. „Stundum er fjárfestingin
einfaldlega orðin of mikil og fram-
leiðslurétturinn stendur ekki undir
rekstrinum. Þá er'gripið til þess
ráðs að selja." segir Magnús.
Nær 100 jarðir á söluskrá
Að sögn Magnúsar Leópoldsson-
ar er eftirspurn nú mest eftir jörð-
um á Suðurlandi, Borgarfírði og
Eyjafirði. Þá er það athyglisvert
hve eftirspurn hefur verið mikil
eftir eyjum á Breiðafirði þar sem
búið var áður. Allar eyjar sem þar
hafa losnað hafa selzt strax. Þann-
ig er Magnús nýbúinn að selja eyj-
arnar Arney og Efri-Langey, báð-
ar á Breiðafirði.
Eins og áður segir er Magnús
Leópoldsson með nær 100 jarðir á
söluskrá. Þeirra á meðal er jörðin
Borgareyrar í Vestur-Eyjafjalla-
hreppi í Rangárvallasýslu.
„Þetta er afar ákjósanleg jörð
fyrir kúabú enda er þarna rekið
mjög myndarlegt kúabú í dag,“
segir Magnús. „Á jörðinni eru
mjög þokkalegar byggingar, þar á
meðal tvö ágæt íbúðarhús. Jörðin
er á mjög áhugaverðu svæði fyrir
mjólkurframleiðslu. Þetta er því
fyrst og fremst bújörð, vel upp-
byggð með mikilli ræktun. Jörðin
er áhugaverður kostur fyrir þá
sem vilja góða jörð með miklum
húsakosti. Ásett verð er 60 millj.
kr._“
I Skógarstrandarhreppi í Dala-
byggð er Magnús Leópoldsson
með í sölu jörðina Dranga ásamt
Gjarðeyjum og mörgum smáeyjum
tilheyrandi Dröngum. „Drangar
eru á miðri Skógarströnd norðan
Breiðabólsstaðar. Þar var áður
þinghús og þingstaður sveitarinn-
ar,“ segir Magnús. „Gjarðeyjar
eru nytjaðar fra jörðinni, en henni
fylgja um það bil 24 eyjar og hólm-
ar. Umhverfið þarna er því frá-
bært og af þessum eyjum má hafa
um 4 kg af hreinsuðum dún.
Á Dröngum er auk þess ágætur
húsakostur; íbúðarhús á tveimur
hæðum byggt 1955 og fjós byggt
1982. Þessi jörð er kannski eftir-
sóknarverðust sem náttúruperla
vegna eyjanna úti fyrir landi henn-
ar. Þeir sem eru að hugsa um að
reka myndarlegt kúabú gætu vel
búið þarna, því að jörðin er með
mjólkurkvóta, en það er verið að
bjóða hana án bústofns og fram-
leiðsluréttar. Ásett verð á jörðina
þannig er 35 millj. kr.“
Á Vestfjörðum er Magnús með
til sölu jörðina Otradal í Arnar-
firði. „Þetta er mjög landmikil jörð
og mikil útivistarparadís,“ segir
hann. „Þarna eru ágætar bygging-
ar og frábært útsýni, en jörðin á
land að sjó. Það er stutt til Bíldu-
dals og stutt í flugvöll. Þarna er
líka mikið og gott berjaland. Jörð-
in er til sölu án framleiðsluréttar
og verðhugmynd er 20 millj.kr."
„í heild er þróunin í þá átt að
búið er á þeim svæðum, sem bezt
er að búa á, en það eru einkum
Suðurland, Vesturland og Eyja-
fjörður," segir Magnús. „1 jaðar-
byggðunum hefur búskapurinn
dregizt mest saman. Jarðir eru
líka mjög misjafnar að gæðum og
líklegt, þegar fram líða stundir, að
búskapur verði fyrst og fremst á
beztu jörðunum."
Langur aðdragandi
„Aðdragandinn að sölu bújarða
er gjarnan lengri en við sölu á öðr-
um fasteignum," segir Magnús.
„Markaðurinn er heldur ekki stór
og svo virðist sem aðrir fasteigna-
salar hafi ekki lagt í að sinna þess-
um þætti fasteignasölunnar að
neinu marki. Sölu á bújörðum fylg-
ir líka mikil vinna og ferðalög um
landið en sölulaun eru þau sömu
og fyrir aðrar fasteignir.
Samt er það mjög gefandi að
fást við jarðasölu. Maður kynnist
landinu mjög vel og því fólki sem
býr á jörðum, er koma í sölu. Ætt-
fræðin er þar ómissandi en afar
skemmtilegur þáttur, því að það er
nauðsynlegt að vita einhver deili á
þessu fólki, sem stundum hefur
búið á sömu jörð mann fram af
manni í fleiri aldir.“
Hafðu öryggi
og reynslu í
fyrirrúmi
þegar þú
kaupir eða
selur fasteign
J=
Félag Fasteignasala
Feimnismál Orku-
veitu Reykjavíkur
Lagnafréttir
Fjölbreytni íslensks
vatns er með ólíkindum,
segir Sigurður Grétar
Guðmundsson. Við er-
um fyrst að gera okkur
grein fyrir þessu á síð-
ustu árum.
Húseigendur á veitusvæði
Orkuveitu Reykjavíkur
hafa átt við að glíma þrálát-
an vanda í hitakerfum sín-
um sem lýsa sér í því að sjálfvirkir
ofnlokar festast eða stíflast og þetta
skapaði mörgum vandamál á vetri
liðnum, ekki síst í versta frostakafl-
anum.
Stundum varð fólk ekki vart við
þetta fyrr en verulega kólnaði, þá
fyrst reyndi á að allir ofnar hitnuðu
og skiluðu varma í vistarverur.
Fyrst eftir að hið stórmerka orku-
ver að Nesjavöllum tók til starfa
varð slys. Því neitar tæplega nokkur
maðui- í dag. Þrátt fyrir aðvaranir
margra mætra vísindamanna blönd-
uðu veitumenn saman upphituðu
vatni frá Nesjavöllum og jarðhita-
vatni úr borholum höfuðborgarinn-
ar. Þetta reyndist skelfilegur kokkt-
eill; ofnlokar á heilu hitakerfunum
stífluðust, snjóbræðslukerfi fylltust
af grárri drullu og gera varð út
sveitir vaskra manna til að koma
hitakerfum aftur í gang.
Og þar með var allt í lukkunnar
velstandi, þeir veitumenn hættu
kokkteilblöndun og allir voru án-
ægðir.
Eða var ekki svo? Hættu þeir ekki
að brugga?
Að hengja bakara
fyrir smið
Um margra ára skeið hefur
vandamál fastra og stíflaðra ofnloka
verið staðreynd og fyrst þegar
þessa varð vart kenndu menn of-
nlokunum um. Á þeim tíma voru yfir
90% sjálfvirkra ofnloka af þeirri
þekktu og frægu gerð, Danfoss.
Það var því nærtækast að segja
einfaldlega „Danfoss er drasl" og
það eru ekki ýkjur að Danfosslokar
hafi verið rifnir af heilu kerfunum
og ofnlokar frá öðrum framleiðend-
um settir upp í staðinn.
Og þar með hefðu allir átt að vera
ánægðir; hvergi stíflur, hvergi fest-
ur.
En þessi síðasti hörkuvetur sýndi
annað. Víða varð vart við að ofnlok-
ar stífluðust og festust, sérstaklega
var þetta slæmt í Kópavogi, Garða-
bæ og Hafnarfirði og þessi ágalli
kom fram ekkert síður hjá öðrum
tegundum ofnloka en Danfoss.
Það var einfaldlega að sannast að
stöðugar aftökur höfðu átt sér stað,
það var alltaf verið að hengja bakara
fyrir smiði.
Orsakanna var að leita í vatninu
og hvergi annarsstaðar.
Þetta sannaðist áþreifanlega í
Sundlaug Kópavogs þar sem útfell-
ingar í millihiturum voru svo hrika-
legar að við lá að loka yrði sundlaug-
inni vegna þess að tæplega tókst að
halda henni forsvaranlega heitri.
Og þetta er vandamálið sem er
víða á veitusvæðinu og það er ekkert
dulrænt við það. Þvert á móti.
Hið dutlungafulla
íslenska vatn
Fjölbreytni íslensks vatn er með
ólíkindum. Þessu erum við fyrst að
gera okkur grein fyrir á síðustu ár-
um. Þess vegna má td. ekki blanda
saman vatni frá þessari borholu við
upphitað vatn upprunnið úr annari
borholu. Slík dæmi eru svo fjölmörg
að lengi mætti telja.
Það er ofureðlilegt að þekking
okkar færu og dugmiklu vís-
indamanna sé takmörkuð,
en hún er alltaf að aukast, en
til þess að svo megi verða er
höfuðnauðsyn að allir sem
koma að beislun og dreif-
ingu á vatni, hvort sem það
er heitt eða kalt, vinni opið
og af víðsýni eins og sönnum
vísindamönnum sæmir.
Þjóðfélagið þarf líka að hlúa
að þessum vísindum, veita
þarf til þeirra miklu meira fé
og bæta alla aðstöðu til
rannsókna. Það þarf að
stofna „banka“ þar sem
safnað er saman allri þekk-
ingu á vatni, allri reynslu,
ekki síður áhrifum íslenska
vatnsins, heita og kalda, á
það lagnaefni sem í boði er.
En það er engin ástæða til
að ganga á almannafé eða
skattpeninga; þetta geta
veiturnar sjálfar fjármagn-
að. Til þess þarf ekki taxta-
hækkanir.
En þá þýðir ekki að henda mil-
ljörðum í gæluverkefni eins og Perl-
una sem síðan krefst hundruða mil-
ljóna árlega í rekstrarkostnað. Þeir
peningar væru betur komnir í
kostnaði við rannsóknarstofur og
sem laun til vísinda- og rannsóknar-
manna.
Teppið og kústurinn
verða að hverfa
Orkuveita Reykjavíkur er eitt öfl-
ugasta fyrirtæki landsins, fyrirtæki
sem ekki stendur í samkeppni enn
sem komið er, hefur einkarétt til
sölu á vöru sinni og viðskiptamenn
hennar eru íbúar sex sveitarfélaga
þar sem helmingur landsmanna býr.
Þess vegna verður Orkuveitan að
vinna opið og taka á vandamálum á
faglegan og vísindalegan hátt, en
það hefur hún ekki gert, því miður.
Þar á bæ hafa menn ekki viður-
kennt vandamálin, sópað undir
teppið, unnið á of lágu plani.
Nú er mál að linni. Viðskiptamenn
Orkuveitunnar eiga heimtingu á að
hún axli ábyrgð á mistökum sínum.
Þau eru skiljanleg. Við íslendingar
enim að feta braut sem engir hafa
gert fyrr í heiminum. Við erum að
nýta vatn í einu yngsta landi heims,
vatn sem er undir áhrifum reginafla
eldfjallalandsins.
Nú skuluð þið Orkuveitumenn
opna ykkar dyr upp á gátt, opna all-
ar hirslur ykkar og tölvur og hætta
að vera litlir kallar.
LAUFAS
fasteignasala
Suðurlandsbraut 46
sími 533 1111
Magnús Axelsson,
lögg. fasteignasali
Kristján P. Arnarson, sölustjóri
Hallgrímur Hallgrímsson,
lögg. fasteignasali
við SuðurlaiHlsbraut.
H já okkur er ávallt mikil umferð
viðskiptavina i leit aö fasteignum.
Opið frá kl. 10-17 virka daga
fax 533 1115
Guðlaug Jónsdóttir, sölufulltrúi
Margrét Þóra Óladóttir,
sölufulltrúi
2JA HERB 1 4RA-5HERB
■ augarnesvegur. Einkasala, 2ja Lherb. 59 fm íbúð ásamt óinnréttuðu risi. Áhv. húsbr. og lífsj. samt. 4,7 millj. Verð 8,5 millj. Dlondubakki. Falleg 4ra herb. tíendaíbúð á 3 hæð ásamt 14 fm aukaherbergi í kjallara. Laus í október.
EINBÝLI - RAÐHÚS
3JA HERB 1 sa — 1
Arnarhraun, Hf. ris Ágæt 2ja til
3............. ...
millj.
k3ja herb. risíbúð I þríbýli. Verð 7,2
UGLUHÓLAR. 83 fm endaíbúð á
annarri hæð auk bílskúr. Verð 9,4
SERHÆÐIR
SNORRABRAUT. 6 herb. neðri sérh. í
góðu ástandi. 124 fm, bilsk. 25,2 fm.
SAMTÚN. Ágæt 3ja til 4ra herb. efri
hæð í parhúsi. Nýtt gegnhelt parket.
Verð 8,8 m.
Lágaberg. Einb. lóð að friðlandi
Elliðarám og Víðidal, hæð og ris,
226 fm auk bílskúrs. Ótrúlega glæsilegt
hús. Sjón er sögu ríkari. Verð 29,5 millj.
Tilboð.
HRAUNTUNGA - Kóp, raðhús. Rúm-
gott og skemmtilegt hús. 6. svefn-
herb o.fl. 40 fm svalir. Verðtilboð.
SMYRLAHRAUN, HF. RAÐH. 144 fm
auk bílskúrs. Snyrtilegt og fallegt
hús. Verð 16,8 millj.
Bjálkahús Vinsælu finnsku bjálka-
húsin frá Vuokatti, allt frá sumar-
húsum upp í hótel
FYRIR FJAFESTA
IMIÐBÆNUM. 4 íbúðir og 3 verslunar-
pláss, allt í sama húsi. Uppl. á skrif-
stofu.
Vantar
atvinnuhúsnæði.
Vantar góðar eignir
fyrir fjársterka
kaupendur,
verðmetum samdægurs.