Morgunblaðið - 06.06.2000, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2000 C 15
BréfSímiSSS S540
tf
Sæberg Þórðarson,
löggiltur fasteigna- og
skipasali,
Háaleitisbraut 58,
sími 5885530
Gsm 897 6657
Hjörtur Hjartarson
Gsm 698 0967
Opið
mán., mið., fim. og fös
frá kl. 9-17, þri. kl. 9-18.
: \BV
EIGENDUR FASTEIGNA ATHUGIÐ
EINBYLISHUS I MOSFELLSBÆ óskast til kaups. Höfum fjársterkan kaup-
anda að einbýlishúsi 150-200 fm í Mosfellsbæ.
FJÁRSTERKUR KAUPANDI hefur beðið okkur að útvega 4ra-5 herbergja
einbýlishús með góðum bilskúr í Mosfellsbæ.
RAÐHÚS, PARHÚS í MOSFELLSBÆ. Traustur kaupandi hefur beðið
okkur að útvega raðhús eða parhús í Mosfellsbæ.
EINNIG VANTAR eiganda að 90 fm raðhúsi í TÖNGUM að 100-150 fm
raðhúsi eða einbýlishúsi með bílskúr í Mosfellsbæ. Skipti eða bein sala.
FOSSVOGUR Eigendur að 2ja íbúða einbýlishúsi í Fossvogi eru að leita að
4ra-5 herbergja íbúð í Fossvogshverfi.
STÓREIGN ÓSKAST, 40 TIL 50 MILLJÓNIR Félagasamtök óska eftir að
kaupa 12-8 herbergja húsnæði á stór-Reykjavíkursvæðinu. Ef einhver er í sölu-
hugleiðingum vinsamlega hafið samband við okkur í síma 588-5530
VANTAR ALLAR GERÐIR EIGNA Á SKRÁ, SKOÐUM SAMDÆGURS
SPÓAHÖFÐI - M/BÍLSKÚR - MOS
Höfum í einkasölu nýbyggt raðhús 122 fm,
ásamt bílskúr 32 fm. Húsið er fullfrágengið að
utan með marmara mulning, að innan fullein-
angrað, útveggir tilbúnir til spörtlunar. EIGN
MEÐ FRÁBÆRA STAÐSETNINGU í
NÁGRENNI GOLFVALLAR OG ÚTIVISTAR
V. 14,5 m. 1720
REYKJAVEGUR - M/BILSKUR
Höfum í einkasölu gott einbýlishús 150 fm
með 40 fm bílskúr. Stofa, borðstofa og þrjú
svefnherbergi, stór suðurverönd. EIGN í
ÚTJARÐI BYGGÐAR GÓÐ STAÐSETNING
V. 14,5 m 1716
BARÓNSSTÍGUR - ÚTSÝNISÍBÚÐ
Vorum að fá í einkasölu mjög vel staðsetta 4ra
herb. 91 fm íbúð á 3. hæð í litlu fjölbýlishúsi á
þessum eftirsótta stað. Mikið útsýni. V. 10,9
m. 1718
BRATTHOLT - MOS Höfum í einkasölu
gott raðhús 132 fm á tveim hæðum, með
sérsuðurgarði og inngangi. 3 herbergi. Parket.
EIGN MEÐ GÓÐA STAÐSETNINGU MIKIÐ
ÁHVÍLANDI V. 10.9. m 1708
HUSAFELL - SUMARBUSTAÐUR
Vorum að fá í sölu 30 fm sumarbústað á
þessum vinsæla staö í Húsafelli, þar sem
er stutt í sundlaug og þjónustumiðstöð.
Mikið af skemmtilegum gönguleiðum og
örstutt á Langjökul. í bústaðnum er raf-
magn, kalt vatn og heitt vatn er komið
heim að sumarbústaðnum. Einstakt
tækifæri til aö eignast sumarhús á frábær-
um stað. V. 2,2 m.1703
LANGITANGI - MOS.
Höfum til sölu glæsilegt einbýlishús, 217
fm ásamt 54 fm tvöföldum bílskúr. Prjú til
fjögur svefnherbergi. 2ja herb. íbúð í kjall-
ara, 60 fm. Gólfefni, flísar og parket. EIGN
MEÐ MIKLA MÖGULEIKA OG GÓÐA
STAÐSETNINGU. V. 20,5 m.
BYGGÐARHOLT - M. BILSKUR
Höfum í einkasölu fallegt raðhús 168 fm,
ásamt 22 fm sambyggðum bílskúr, með
sérgarði og inngangi. Fjögur svefnher-
bergi, stofa, borðstofa, sólstofa, 40 fm og
stór timburverönd með heitum potti.
EFTIRSÓTT EIGN MEÐ FRÁBÆRA
STAÐSETNINGU. TILBOÐ.1697
ASLAND - M. BILSKUR - MOS.
5
II iiiiiiiiii wyinppm
Höfum í einkasölu parhús í byggingu á
tveim hæðum, 207 fm meö 25 fm bílskúr.
Steypt neðri hæð, efri hæð timbur. Húsið
selst fullfrágengið að utan, fokhelt að inn-
an. Til afhendingar í september 2000.
FRÁBÆR STAÐSETNING. MIKIÐ
ÚTSÝNI. V. 13.5 m.
VIÐARRIMI - M. BILSKUR.
Höfum i einkasölu gott einbýlishús, 170
fm ásamt 30 fm bflskúr. Stofa, borðstofa,
þrjú svefnherbergi. AFHENDING I LOK
JÚNÍ FRÁBÆR STAÐSETNING, MIKIÐ
ÁHVÍLANDI. V. 19,8 m. 1722
HAMARSHÖFÐI - VERSLUN -
IÐNAÐARHÚSNÆÐI Höfum til sölu
600 fm verslunar- og iðnaðarhúsnæði á
tveim hæðum. Varahlutaverslun er rekin í
hluta húsnæðsins, sem er einnig til sölu.
Allar nánari upplýsingar hjá Sæberg á skrif-
stofunni. 1681
REYKJAMELUR - MOS Höfum til sölu
einbýlishús 116 fm, með byggingarrétti fyrir
bdskúr. 3 herbergi, nv sólstofa, nýtt þak og
timbur verönd. EIGN I ÚTJAÐRI ÞETTBÝLIS.
Tilboð. 1678
HVERFISGATA - RAÐHUS Höfum til
sölu raðhús 80 fm á tveim hæðum. Tvö svefn-
herbergi. Tvær stofur. Sérinngangur. V. 7,2 m
1692
VIÐIHVAMMUR - M. BILSKUR
Höfum í einkasölu góða 3ja herbergja íbúð, 70
fm á 1. hæð, ásamt 51 fm bdskúr með
geymslu. 3 herbergi. Gólfefni flísar og parket.
V. 10,5 Áhv. 5,9 M. 1727
KÓPAVOGSBRAUT-FRÁBÆRT
UTSYNI Vorum að fá í einkasölu notalega
3ja herb. 56 fm risfbúö í tvíbýlishúsi á þessum
rólega stað. Góður garður og bamvænt um-
hverfi, örstutt f skóla. V. 6.9 m. 1719
Fiskverkunarhús - Hafnarfirði
Höfum til sölu fiskverkunarhús, 140 fm við
Hvaleyrarbraut, Hafnarfiröi. Þurrkklefi og
tæki til að burrka fisk. FYRIRTÆKI VIÐ
HÖFNINA. Áhv.7,5m. V. 12,0 m. 1575
VANTAR ALLAR GERÐIR EIGNA Á SKRÁ, SKOÐUM SAMDÆGURS
Be*s, Sfi, sM SS3 55 30
ÍS
a
e
«•*>
e
3
5
£
«
e
Byggðaröskun og
fasteignaverð
Meginskýrinfflina á uppsveiflunni á fast-
eignamarkaðnum er að fínna í góðærinu,
segir Jón Rúnar Sveinsson félagsfræðing-
ur. Eftir að góðærið var komið vel af stað,
virðist sem losnað hafi ákveðin stífla.
Flutnlngsjöfnuður höfuðborgarsvæðislns (fjöldl aðfíuttra umfram brottfíutta) 1998-1999
Aöfluttimf landsbyflflöinnl Aðfluttir frá útlöndum Heildarflutnlnga- jöfnuður
1995 1629 -1041 588
1996 1745 489 1256
1997 1740 -20 1720
1998 1760 423 2183
1999 1355 722 2077
AUNDANFÖRNUM mánuðum
hafa átt sér stað miklar og
stundum allheitar umræður um
fólksflutningana frá landsbyggðinni
til höfuðborgarsvæðisins.'Hinnar gíf-
urlegu uppsveiflu í íslenska hagkerf-
inu - sem nú hefur staðið í ein 3-4 ár
- virðist gæta mun meira, jafnvel ein-
göngu, á höfuðborgarsvæðinu.
Síðastliðna tuttugu mánuði eða
svo, þ.e. frá hausti 1998, hefur jafn-
framt átt sér stað gífurleg uppsveifla
á fasteignaverði á höfuðborgarsvæð-
inu, eða allt að 25% að raunvirði.
Þessara hækkana gætir einungis á
einstaka stöðum utan höfuðborgar-
svæðisins og þá í minna mæli en þar,
reyndar mest á þeim stöðum sem
liggja tiltölulega nálægt höfuðborg-
inni eða eru beinlínis innan „áhrifa-
hrings" höfðuðborgarinnar í sunnan-
verðri Borgarfjarðarsýslu og
vesturhluta Árnessýslu.
Mikilvægur þáttur í umræðunni
um byggðavandann á undanförnum
mánuðum er meintur þáttur fólks-
flutninganna í því að sprengja upp fa-
steignaverð á höfuðborgarsvæðinu.
Sá sem þetta ritar hefur talið að
þetta samband væri sannað og stað-
fest, svo vissir hafa menn verið í sinni
sök hvað þetta snertir.
„Straumurinn suður“
minnkaði 1999
Það kom mér því býsna mikið á
óvart þegar ég fór að gaumgæfa bet-
m- tölulegar upplýsingar Hagstofu
Islands um innanlandsflutninga á
undanfömum áram, að á árinu 1999 -
þegar mesta uppsveiflan varð á fast-
eignamarkaðinum á höfuðborgar-
svæðinu - dró í reyndinni talsvert úr
flutningum frá landsbyggðinni til
höfuðborgarsvæðins. Þrýstingurinn
á fasteignamarkaðinn á suðvestur-
hominu virðist því vart eiga uppruna
sinn í „landsbyggðarflóttanum",
nema þá í mesta lagi að mjög óveru-
legu leyti.
í meðfylgjandi töflu er fjöldi að-
fluttra umfram brottflutta, sam-
kvæmt gögnum Hagstofu íslands -
þ.e. nettó flutningsjöfnuður höfuð-
borgarsvæðisins - greindur eftir því
hvort um er að ræða flutninga að og
frá landsbyggðinni eða að og frá út-
löndum.
Taflan, sem fylgir þessari grein,
sýnir að nokkur aukning hefur verið
á nettófjölda aðfluttra árin 1998 og
1999, miðað við árið 1997. Miðað við
árið 1995 er aukningin veruleg, úr
588 í 2070. Það kemur hins vegar
skýrt í ljós að orsök aukins að-
streymis til höfuðborgarsvæðins er
eingöngu breyting á fjölda aðfluttra
erlendis frá; þær tölur hafa breyst úr
neikvæðri tölu upp á 1.041 árið 1995 í
meira en 700 manna jákvæðan flutn-
ingsjöfnuð.
Fjöldi aðfluttra til höfuðborgar-
svæðisins frá landsbyggðinni var
hins vegar nokkuð jafn árin 1995 til
1998, en lækkaði verulega, úr 1760
árið 1998 í 1355 árið 1999, einmitt það
ár sem sprengingin varð á fasteigna-
markaðinum á höfuðborgarsvæðinu.
Þar með er Ijóst að það fær einfald-
lega alls ekki staðist að „landsbyggð-
arflóttinn“ svonefndi, eigi nokkurn
stærri þátt í verðþróuninni á fast-
eignamarkaðnum hér sunnan heiða.
Raunar sýnist mér mjög margt
benda til þess að aðstreymi fólks frá
landsbyggðinni hafi sáralítil, ef nokk-
ur áhrif á fasteignaverð á höfuðborg-
arsvæðinu. Samband viðist ekki vera
íyrir hendi sl. 5 ár; það sama var
reyndar uppi á teningnum á árunum
upp úr 1980.
Arin 1981 og 1982 var fasteigna-
markaðurinn á höfuðborgarsvæðinu
í gífurlegri uppsveiflu samtímis sem
aðstreymi var fremur lítið frá lands-
byggðinni. Arin 1983-1985 hrundi
svo verðið á fasteignamarkaði hér
syðra, þrátt fyrir að samtímis ykist
nettóaðstreymið frá landsbyggðinni
til höfuðborgarsvæðins ár frá ári.
Samhengið á
fasteignamarkaðnum
Skýringar þess að aðflutningar frá
landsbyggðinni hafa lítil áhrif á fast-
eignamarkað höfuðborgarsvæðisins
eru líklega þær, að í samanburði við
heildarfjölda þeirra sem árlega
skipta um húsnæði er fjöldi þeirra
sem flytja utan af landi í rauninni til-
tölulega lítill. Þannig var fjöldi þeirra
sem fluttu innan höfuðborgarsvæðis-
ins árlega 1995, 1996 og 1997 um 26
þúsund á ári; sú tala hækkaði upp í
um 30 þúsund árin 1998 og 1999.
Þessi aukning á flutningum - um
5.000 manns milli áranna 1995 og
1999 - er augljósa tengd þeirri gífur-
lega miklu uppsveiflu á fasteigna-
markaðnum sem nú stendur yfir.
Eins og hin meðfylgjandi tafla
sýnir jókst nettóaðstreymi fólks er-
lendis frá til höfuðborgarsvæðisins
gífurlega á sl. 5 árum. Sú aukning er
þó ólíkleg til þess að hafa haft mikil
áhrif á verð fasteigna, þar sem aukn-
ingin árið 1999 varð einkum í hópi er-
lendra ríkisborgara (964 af 1122),
sem eru mjög ólíklegir til þess að
hella sér út í íbúðarkaup um leið og
þeir stíga á íslenska grund.
Hins vegar er ljóst að fjölgun að-
fluttra útlendinga hefur því sterkari
áhrif á leigumarkaðinn og á án efa
stóran þátt í þeim miklu verðhækk-
unum sem þar hafa orðið. Það er
sömuleiðis líklegt að aukið aðstreymi
fólks frá landsbyggðinni sé það fyrir
hendi, hafi mun meiri áhrif á leigum-
arkaðinn heldur en fasteignamark-
aðinn almennt, einfaldlega vegna
þess að flestir þeir sem flytja af
landsbyggðinni á höfuðborgarsvæðið
leita fyrst fyrir sér á leigumarkaðn-
um.
Meginskýringuna á uppsveiflunni
á fasteignamarkaðnum undanfarin
misseri er að finna í þeirri góðæris-
uppsveiflu sem einkennt hefur efna-
hagslíf íslendinga að undanfömu. Á
stöðnunartímanum á fyrri hluta 10.
áratugarins er t.a.m. mjög líklegt að
ungt fólk hafi frestað því að fara út í
kaup á íbúðarhúsnæði. Eftir að „góð-
ærið“ var komið vel af stað virðist
sem allt í einu hafi losnað ákveðin
stífla sem leiðir til þess að uppsveifl-
an hefst við lok ársins 1998.
Það er vart heldur nokkur tilviljun
að uppsveifla markaðarins verður á
sama tíma og róttæk breyting er
gerð á húsnæðislánakerfinu í ár-
sbyrjun 1999. Kannski var það ein-
mitt sá atburður sem rauf stífluna og
setti markaðsuppsveifluna af stað.
Við skulum muna, að alveg hliðstæð
uppsveifla varð á markaðnum árið
1987, eftir að nýju húsnæðislánakerfl
hafði verið komið á hinn 1. september
1986.
í báðum tilvikum byggðist upp-
sveiflan að veralegu leyti á miklum
sálfræðilegum væntingum sem
bundust nýju húsnæðislánakerfi,
sem kynnt hafði verið með lúðraþyt
og söng, auk þess sem nýju kerfin í
báðum tilvikum buðu í raun og veru
upp á aukna og betri lánamöguleika.