Morgunblaðið - 06.06.2000, Blaðsíða 1
Orsök verð-
hækkana
Jón Rúnar Sveinsson félagsfræð-
ingur fjallar um nieintan þátt fólks-
flutninga af landsbyggðinni í því að
sprengja upp fasteignaverð á höf-
uðborgarsvæðinu. Samkvæmt tölu-
legum upplýsingum Hagstofunnar
dró í reynd talsvert úr fólksflutn-
ingum frá landsbyggðinni í fyrra.
Orsakar verðhækkananna er því að
leita annars staðar. ► / 15
Eldfjalla-
vatn
VIÐ Islendingar erum að feta
braut, sem engir hafa fyrr gert í
heiminum, segir Sigurður Grétar
Guðmundsson í þættinum Lngnu-
fréttir. Við erum að nýta vatn í einu
yngsta landi heims, vatn sem er
undir áhrifum reginafla eldfjalla-
landsins. Þvi' verður að taka á
vandamálunum á faglegan og vís-
indalegan hátt. ► / 23
Ú T T E K T
Lífleg
jarðasala
MARKAÐURINN fyrir
jarðir er nokkurn veg-
inn í jafnvægi núna,“ segir
Magnús Leópoldsson, fast-
eignasali í Fasteignamiðstöð-
inni, í viðtalsgrein hér í blað-
inu í dag, en hann er með um
100 jarðir á söluskrá auk ann-
arra fasteigna.
Hann segir framboð á jörð-
um nú meira en stundum áður
en eftirspumin er líka meiri.
Jarðir seljast því ágætlega um
þessar mundir. Verð hefur
verið að hækka, sennilega eitt-
hvað umfram verðbólgu, en
hvergi nærri jafnmikið og
verð á íbúðarhúsnæði á höfuð-
borgarsvæðinu.
„Kvótinn skiptir mestu máli
hvað snertir verð á jörðum,
hvort heldur um mjólkur- eða
kjötframleislu er að ræða,“
segir Magnús ennfremur.
Ef fólk ætlar að kaupa al-
vöra btijörð þarf það oft að
hafa 10-20 milljónir kr. til
ráðstöfunar. Kaup á jörð án
framleiðsluréttar er að sjálf-
sögðu minni íjárfesting, en
þar er gjarnan um fólk að
ræða sem hefur áhuga á skó-
grækt og hestamennsku.
Að sögn Magnúsar Leó-
poldssonar er eftirspumin nú
mest eftir jörðum á Suður-
landi, Borgarfirði og Eyja-
firði. Einnig er athyglisvert
hve eftirspurain hefur verið
mikil eftir eyjum á Breiða-
firði, þar sem búið var
áður. ► / 22
Fjárfesting i
íbúðarhúsnæðð
minnkandi
FJÁRFESTING í íbúðarhúsnæði
hér á landi var gífurleg eftir stríð og
allt fram á áttunda áratuginn. Þró-
unin síðan hefur verið niður á við og
nú er svo komið, að árleg fjárfesting
í íbúðarhúsnæði nemur einungis
3-4% af vergri landsframleiðslu,
VLF.
Þetta kom fram í erindi, sem
Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðu-
maður Hagfræðistofnunar háskól-
ans, flutti á Mannvirkjaþingi fyrir
skömmu. Á síðasta ári nam fjárfest-
ing í mannvirkjum um 13% af lands-
framleiðslunni eða rúmum 82 millj-
örðum kr.
Fjárfesting í íbúðarhúsnæði var
þar fyrirferðarmest og þar á eftir í
öðrum byggingum en íbúðarhús-
næði. En fjárfesting í nær öllum
flokkum mannvirkja fer minnkandi.
Undantekning frá þessu eru fjárfest-
ing í stóriðju og virkjunum og í vega-
framkvæmdum.
Þessi þróun er svipuð og átt hefur
sér stað í öðrum iðnvæddum ríkjum,
þar sem aldurssamsetningin er að
breytast. Nú nema t.d. fjárfestingar
í íbúðarhúsnæði einungis um 2% af
VLF í Svíþjóð, en þær voru milli 8-
10% á fimmta og sjötta áratugnum.
Þó svo að mikið hafi verið byggt af
íbúðarhúsnæði hér á landi, hefur
fjölbreytnin ekki verið mikil. Fram-
an af voru byggð einbýlis- og sam-
býlishús, þá fjölbýlishús og raðhús
og nú síðast íbúðir aldraðra.
Svo virðist sem það vanti að
minnsta kost einn flokk íbúða, en það
eru vandaðar íbúðir í sambýli með
stóru hjónaherbergi og álíka stórum
stofum og í einbýlishúsum fyrir fólk,
sem vill minnka við sig án þess að
setjast í helgan stein.
Fjárfesting í mannvirkjum á íslandi
sem hlutfall af vergri landsframleiðslu
fjóra síðustu áratugina
1961-1970 1971-1980 1981-1990 1991-1999
íbúðarhúsnæði 8,78% 8,28% 5,40% 4,12%
Aðrar byggingar 6,44% 5,58% 4,78% 4,14%
Veitur 4,29% 6,80% 3,30% 2,21%
Stóriðja og Landsvirkj. 2,19% 2,22% 1,13% 2,85%
Vegir 1,84% 1,99% 1,44% 1,45%
Hafnir og flugvellir 0,91% 0,63% 0,50% 0,57%
% af vlf Fjárfesting í mannvirkjum á íslandi
ÞÚ FÆRÐ MEIRA 0,A9°{° FYRIR HÚSBRÉFIN 6k^ HJÁ FJÁRVANGI
Kaupgengi Húsbréfa er mismunandi eftir fjármálastofnunum. Fjárvangur keppist við að bjóða
besta kaupgengið og staðgreiðir Húsbréfin samdægurs. Ráðgjafar Fjárvangs veita allar upp-
lýsingar um kaupgengi Húsbréfa. Hærra kaupgengi þýðir hærra verð fyrir Húsbréfin þín.
[IP^
FJÁRVANGUR
lOBGIU VERBBHfFAFYRIRTÆM
Laugavegi 170 slmi 5 40 50 60, www.fjarvangur.is