Morgunblaðið - 06.06.2000, Blaðsíða 38
. J«88 C ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MINNISBLAÐ
SEUENDUR
■ SÖLUUMBOÐ - Áður en fasteigna-
sala er heimilt að bjóða eign til sölu,
ber honum að hafa sérstakt söluum-
boð frá eiganda og skal það vera á
stööluöu fomni sem dómsmálaráðun-
eytið staðfestir. Eigandi eignar og fast-
eignasali staófesta ákvæði söluum-
boðsins meö undirritun sinni á það.
^ÁIIar breytingar á söluumboði skulu
vera skriflegar. í söluumboöi skal eftir-
farandi koma fram:
■ TILHÖGUN SÖLU - Koma skal fram,
hvort eignin er í einkasölu eóa al-
mennri sölu, svo og hver söluþóknun
er. Sé eign sett í einkasölu, skuldbin-
dur eigandi eignarinnar sig til þess aö
fcijóða eignina aðeins til sölu hjá einum
fasteignasala og á hann rétt til um-
saminnar söluþóknunar úr hendi selj-
anda, jafnvel þótt eignin sé seld ann-
ars staöar. Einkasala á einnig við,
þegar eignin er boöin fram í makaskipt-
um. - Sé eign í almennri sölu má bjóða
hana til sölu hjá fleiri fasteignasölum
en einum. Söluþóknun greiöist þeim
fasteignasala, sem selur eignina.
■ AUGLYSINGAR - Aðilar skulu semja
um hvort og hvernig eign sé auglýst,
þ.e. á venjulegan hátt í eindálki eöa
með sérauglýsingu. Fyrsta venjulega
auglýsing í eindálki er á kostnaö fast-
eignasalans en auglýsingakostnaöur
skal síðan greiddur mánaöarlega skv.
gjaldskrá dagblaðs. Öll þjónusta fast-
eignasala þ.m.t. auglýsing er viröis-
aukaskattsskyld.
■ GILDISTÍMI - Tilgreina skal hve lengi
söluumboöiö gildir. Umboöið er upp-
segjanlegt af beggja hálfu með 30
daga fýrirvara. Sé einkaumboði breytt í
almennt umboð gildir 30 daga frestur-
inn einnig.
■ ÖFLUN GAGNA/SÖLUYFIRLIT Áður
en eignin er boðin til sölu, veröur að út-
búa söluyfirlit yfir hana. Seljandi skal
leggja fram upplýsingar um eignina, en
í mörgum tilvikum getur fasteignasali
veitt aðstoð við útvegun þeirra skjala
sem nauðsynleg eru. Fyrir þá þjónustu
þarf að greiöa, auk beins útlagðs
kostnaðarfasteignasalans við útvegun
skjalanna. í þessum tilgangi þarf eftir-
farandi skjöl:
■ VEÐBÓKARVOTTORÐ - Þau kosta nú
900 kr. og fást hjá sýslumannsem-
bættum. Opnunartíminn eryfirleitt milli
kl. 10.00 og 15.00. Á veðbókarvottorði
sést hvaða skuldir (veðbönd) hvíla á
eigninni og hvaða þinglýstar kvaðir eru
á henni.
■ GREIÐSLUR - Hér er átt við kvittanir
allra áhvílandi lána, jafnt þeirra sem
eiga að fýlgja eigninni og þeirra, sem á
að aflýsa.
■ FASTEIGNAMAT - Hér er um að
ræða matsseðil, sem Fasteignamat
ríkisins sendir öllum fasteignaeigend-
um í upphafi árs og menn nota m.a. við
gerö skattframtals. Fasteignamat ríkis-
ins er til húsa að Borgartúni 21,
Reykjavík sími 5614211.
■ FASTEIGNAGJÖLD - Sveitarfélög eða
gjaldheimtur senda seðil með álag-
ningu fasteignagjalda í upphafi árs og
er hann yfirleitt jafnframt greiðsluseðill
fýrir fýrsta gjalddaga fasteignagjalda ár
hvert. Kvittanir þarf vegna greiðslu fast-
eignagjaldanna.
■ BRUNABÓTAMATSVOTTORÐ - Vot-
torðin fást hjá því tryggingafélagi, sem
eignin er brunatryggð hjá. Vottoröin eru
ókeypis. Einnig þarf kvittanir um
greiöslu brunaiðgjalda.
■ HÚSSJÓÐUR - Hér er um að ræða yf-
irlit yfir stöðu hússjóös og yfirlýsingu
húsfélags um væntanlegar eða yfir-
standandi framkvæmdir. Formaöur
eða gjaldkeri húsfélagsins þarf að út-
fýlla sérstakt eyðublað Félags fast-
eignasala í þessu skyni.
■ AFSAL - Afsal fyrir eign þarf að liggja
fyrir. Ef afsaliö er glatað, er hægt að fá
Ijósrit af því hjá viökomandi sýslumann-
sembætti og kostar það nú kr. 100. Af-
salið er nauösynlegt, því að það er
eignarheimildin fyrir fasteigninni og þar
kemurfram lýsingá henni.
■ KAUPSAMNINGUR - Ef lagt er fram
Ijósrit afsals, er ekki nauðsynlegt að
leggja fram Ijósrit kaupsamnings. Það
er því aöeins nauðsynlegt í þeim tilvik-
um, að ekki hafi fengist afsal frá fyrri
eiganda eöa því ekki enn veriö þinglýst.
■ EIGNASKIPTASAMNINGUR - Eigna-
skiptasamningur er nauösynlegur, því
aö í honum eiga að koma fram eignar-
hlutdeild í húsi og lóö og hvernig afnot-
um af sameign og lóð er háttaö.
■ UMBOÐ - Ef eigandi annast ekki
sjálfur sölu eignarinnar, þarf umboðs-
maður að leggja fram umboð, þar sem
eigandi veitir honum umboð til þess fyr-
ir sína hönd að undirrita öll skjöl vegna
sölu eignarinnar.
■ YFIRLÝSINGAR - Ef sérstakar kvaðir
eru á eigninni s. s. forkaupsréttur, um-
ferðarréttur, viöbyggingarréttur o. fl.
þarf að leggja fram skjöl þar að lútandi.
Ljósrit af slíkum skjölum fást yfirleitt
hjá viðkomandi fógetaembætti.
■ TEIKNINGAR - Leggja þarf fram sam-
þykktar teikningar af eigninni. Hér er
um að ræða svokallaöar byggingar-
nefndarteikningar. Vanti þær má fá
Ijósrit af þeim hjá byggingarfulltrúa.
KAUPENDUR
■ ÞINGLÝSING - Nauösynlegt er aö
þinglýsa kaupsamningi strax hjá við-
komandi sýslumannsembætti. Það er
mikilvægt öryggisatriði. Á kaupsamn-
inga v/eigna í Hafnarfirði þarf áritun
bæjaryfirvalda áður en þeim er
þinglýst.
■ GREIÐSLUSTAÐUR KAUPVERÐS
Algengast er að kaupandi greiöi afborg-
anir skv. kaupsamningi inn á bankar-
eikning seljanda og skal hann tilgreind-
urfsöluumboöi.
■ GREIÐSLUR - Inna skal allar greiðsl-
ur af hendi á gjalddaga. Seljanda er
heimilt aö reikna dráttarvexti strax frá
gjalddaga. Hér gildir ekki 15 daga
greiöslufrestur.
■ LÁNAYFIRTAKA - Tilkynna ber lán-
veitendum um yfirtöku lána.
■ LÁNTÖKUR - Skynsamlegt er að gefa
sérgóöan tíma fyrir lántökur. Það getur
veriö tímafrekt að afla tilskilinna gagna
s. s. veöbókarvottorðs, brunabóts-
mats og veöleyfa.
■ AFSAL - Ef skjöl, sem þinglýsa á,
hafa verið undirrituð samkvæmt um-
boði, verður umboðið einnig að fýlgja
með til þinglýsingar. Ef eign er háö
ákvæðum laga um byggingarsamvinnu-
félög, þarf áritun byggingarsamvinnufé-
lagsins á afsal fyrir þinglýsingu þess og
víða utan Reykjavíkur þarf áritun bæj-
ar/sveitarfélags einnig á afsal fyrir
þinglýsingu þess.
■ SAMÞYKKI MAKA - Samþykki maka
þinglýsts eiganda þarf fyrir sölu og veð-
setningu fasteignar, ef fjölskyldan býr í
eigninni.
■ GALLAR - Ef leyndir gallar á eigninni
koma í Ijós eftir afhendingu, ber að til-
kynna seljanda slíkt strax. Að öðrum
kosti getur kaupandi fýrirgert hugsan-
legum bótarétti sakirtómlætis.
GJALDTAKA
■ ÞINGLÝSING - Þinglýsingargjald
hvers þinglýsts skjals er nú 1.200 kr.
■ STIMPILGJALD - Það greiðir kaup-
andi af kaupsamningum og afsölum
um leiö og þau eru lögð inn til þinglýs-
ingar. Ef kaupsamningi er þinglýst, þarf
ekki að greiða stimpilgjald af afsalinu.
Stimpilgjald kaupsamnings eða afsals
er 0,4% af fasteignamati húss og lóö-
ar, þ. e. 4.000 kr. af hverri milljón.
■ SKULDABRÉF - Stimpilgjald skulda-
bréfa er 1,5% af höfuöstóli (heildarupp-
hæð) bréfanna eða 1.500 kr. af hverj-