Morgunblaðið - 23.06.2000, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 23. JUNI 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Landsmenn hafa notið útiverunnar í góða veðrinu að undanförnu
garðsins í Laxnesi í sumar. Allt
voru þetta glæsilegir knapar sem
greinilega kunnu réttu handtökin.
Reynir Örn og Bjarki Viðar
hafa lært ýmislegt fleira en að
sitja hest á námskeiðinu. „Við er-
um búnir að læra að fara að hest-
unum, fara sjálfir upp á þá, stilla
reiðtygin og svo erum við líka
búnir að læra taumhald,11 sögðu
strákarnir og Ijómuðu af ánægju.
Reynir Örn hefur einu sinni dottið
af baki en hann var fljótur að
jafna sig á því og var hvergi
banginn í gær enda biðu þeir
strákarnir í ofvæni eftir því að fá
að ríða berbakt seinna um daginn.
SUMARIÐ er gengið í garð, svo
mikið er víst, enda hefur veðrið
leikið við landsmenn síðustu daga
og blíðan virðist ekkert vera á
förum ef marka má veðurspárnar.
Sól skein í heiði í Reykjavík f gær
og fólk kunni greinilega að meta
það.
í Nauthólsvík var sannkölluð
baðstrandarstemmning en þar
nutu útiteknir og sólbrenndir
borgarbúar veðurblíðunnar, busl-
uðu í volgum sjónum, byggðu
sandkastala og léku sér. Heitur
pottur sem staðsettur er í flæðar-
málinu virtist hafa mikið að-
dráttarafl og var hann fullur af
Blíðviðri er spáð um
krökkum. Margir höfðu komið sér
vel fyrir í hliðunum ofan við
ströndina og meira að segja sáust
tjöld á svæðinu. Frænkurnar Guð-
rún og Ólöf Helga voru að koma á
ströndina í fyrsta skipti og voru
mjög hrifnar. „Það er ótrúlega
gaman að busla í sjónum þótt
liann sé dáh'tið kaldur," sögðu
frænkurnar sem voru komnar of-
an í heita pottinn til þess að hlýja
sér.
Morgunblaðið brá sér líka út í
Viðey í gær og mætti þar meðal
annars stórum hópi sem kom ríð-
andi eftir stígum eyjarinnar.
Þarna voru á ferð krakkar sem
sækja reiðnámskeið hestabú-
Krakkarnir í Viðey kunna greinilega réttu tökin við reiðmennskuna.
Morgunblaðið/Ásdís Ólafur Þorri var í góðum höndum hjá þeim Sigríði, Hildi og Lenu en saman voru þau búin að
Guðrún og Ólöf Helga kunnu vel við sig í heita pottinum í Nauthólsvík. byggja glæsilegan sandkastala á ströndinni.
-M lí
r
STEYPU
ÞJÓNUSTA
&
BM*VAILA
Söludeild í Fornaluitdi
Breiðhöfða 3 • Sími 585 5050
Steypudælur
Nýjar steypudælur spara þér
tíma og peninga. Kynntu
þér öfluga steypuþjónustu á
www.bmvalla.is
www.bmvalla.is
Borgarstjórnarkosn-
ingar árið 2002
Borgar-
stjóri segir
framboð
líklegt
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri segist að öllum líkind-
um verða í framboði til embættis
borgarstjóra í næstu borgarstjórn-
ai'kosningum, sem halda á árið 2002,
að því er fram kemur í júnítölublaði
Vesturbæjarblaðsins.
í blaðinu er að finna viðtal við
borgarstjóra og þar segir hún einnig
aðspurð að hún hafi enga trú á öðru
en að Reykjavíkurlistinn bjóði þá
fram og stofnun SamfyMngarinnar
breyti engu þar um.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Sniglast á steini
BREKKUSNIGLARNIR fara hægt
yfir en örugglega þegar þeir skríða
eftir Reynisfjalli. Nokkrir voru sam-
an komnir á steini í Hrapinu í aust-
anverðu Reynisfjalli og tók ijós-
myndarinn steininn með sér til
myndatöku. Og fylgdu sniglamir að
sjálfsögðu með.