Morgunblaðið - 23.06.2000, Síða 54
54 FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
ÞÓRA
STEINDÓRSDÓTTIR
+ Guðbjörg Þóra
Steindórsdóttir
fæddist á Akureyri 8.
febrúar 1914. Hún
lést á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Akur-
eyri 16. júní síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru hjónin Sigur-
björg Sigurbjarn-
ardóttir úr Öxnadal
og Steindór Jóhann-
esson jámsmfða-
meistari úr Skaga-
• firði. Hann stofnaði
og rak Vélsmiðju
Steindórs. Stóð heim-
ili þeirra Sigurbjargar og Stein-
dói-s lengst af við Strandgötu 51 á
Akureyri. Þar var mannmargt
heimili og þar var Vélsmiðja
Steindórs stofnuð á fæðingarári
Þóru. Systkinin voru fimm: Stefán
Höskuldur, Hansfna Ágústa, Anna,
Steindór og Þóra sem hér er
kvödd. Þau eru nú öll látin. Upp-
eldisbróðir þeirra var Steinberg
Ingólfsson iðnskólakennari, látinn.
Auk þess dvaldi á heimili þeirra oft
um lengri túna Karl Magnússon
járnsmíðameistari, látinn.
Hinn 20. október 1945 giftist
Þóra Þorsteini Þorsteinssyni
skipasmíðameistara, f. 1.1.1919, d.
1.11. 1980. Foreldrar hans voru
Þegar maður horfist í augu við að
amma sé dáin finnur maður fyrir
tvenns konar tilfinningum. Annars
vegar sorginni við að missa ömmu
sína og hins vegar gleðinni yfir að
hún hafi verið leyst frá erfiðum
veikindum sem hún átti við að stríða
síðustu vikur. Ósjálfrátt horfi ég um
öxl við andlát ömmu og rifja upp all-
ar góðu stundirnar sem við amma
“’attum saman, bæði ein sér og í hópi
fjölskyldunnar.
Amma var nefnilega mikið fyrir
að hitta fólk og ekki síst fjölskyld-
una sína og fannst ekkert skemmti-
legra en að vera með unga fólkinu í
fjölskyldunni, enda mjög ung í anda.
Hún fylgdist vel með því sem yngri
kynslóðin aðhafðist við leik og störf.
Fjölskyldan heldur stundum lítil
ættarmót og þar var amma alltaf
hrókur alls fagnaðar með sinni
hjónin Þorsteinn El-
ías Þorsteinsson
bátasmiður og Jó-
fríður Þorvaldsdóttir
húsfreyja á Hálsi í
Svarfaðardal. Heim-
ili þeirra Þorsteins
og Þóru var á Norð-
urgötu 60 á Akur-
eyri, en árið 1990
flutti Þóra í Viðilund
20. Eignuðust þau
fjögur börn. Þau eru:
1) Þorsteinn, f. 26.2.
1946, kona hans er
Þórhildur Valde-
marsdóttir; þeirra
böm em Þorsteinn, Hólmgeir og
Valdís Brá. 2) Sigfríður, f. 26.2.
1946, hennar dætur em Arna Ýrr,
eiginmaður Gunnar Ámason,
þeirra sonur Logi; Sunna Björg,
sambýlismaður Agnar Hólm Danf-
elsson. 3) Erla, f. 4.6.1950, hennar
maður er Ágúst Bjamason; þeirra
böm eru Dröfn, eiginmaður Þor-
steinn Gíslason; Bjami, sambýlis-
kona Margrét Sigurðardóttir;
Ámý Þóra. 4) Anna Soffía, f. 17.10.
1954, hennar maður er Sturla
Jónsson; þeirra böm em Drífa
Björk og Atli Þór.
Utför Þóra fer fram frá Akur-
eyrarkirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
hressu framkomu og hnyttnu til-
svöi-um. Hin seinni ár hefur fjöl-
skyldan haldið árleg skíðamót þar
sem amma var sjálfkjörinn heiðurs-
gestur.
Mér datt stundum í hug að amma
hefði ekki hugmynd um á hvaða
aldri hún væri, enda lét hún stund-
um eins og hún væri tvítug, talaði
meira að segja um að fá sér gsm-
síma eftir að þeir komust í tísku.
Amma fylgdist vel með nýjustu
tækni en það má rekja til áhrifa í
uppeldi hennar. Pabbi hennar stofn-
aði Vélsmiðju Steindórs á fæðingar-
ári ömmu. Ámma talaði oft um fyrir-
tækið og greinilegt að það var henni
mjög kært.
Mér er minnisstæð ferð sem hún
fór með eldri borgurum fyrir nokkr-
um árum. Ömmu hafði fundist alveg
ómögulegt að hafa allt þetta gamla
fólk með sér og fannst svona ferðir
eldri borgara ekkert skemmtilegar
því það vantaði allt fjör í hópinn, en
þegar að var gáð var hún elst í hópn-
um. Amma hafði líka gaman af því
að klæða sig samkvæmt nýjustu
tísku og hún lagði mikið upp úr útliti
sínu. Svona var hún amma mín alltaf
hress og ungleg. Amma var stál-
minnug á menn og málefni frá fyrri
tíð. Þegar rifja átti upp atburði og
ættir frá árum áður var oft endað á
því að láta hana úrskurða um málið
ef upp komu vafaatriði. Hún var
óbrigðul á slík mál.
Margir eru svo heppnir að eiga
ömmur sem kunna að baka öllum
öðrum betur því þannig var mín
amma. Ástarpungarnir hennar voru
alveg sérstaklega góðir og ekki síst
bóndakökurnar sem hún bakaði
stundum sérstaklega handa mér á
mínum yngri árum.
Allar þessar góðu minningar ylja
mér um hjartarætur á þessum tíma-
mótum í lífi mínu þegar ég kveð
ömmu í síðasta sinn.
Þorsteinn.
Elsku amma langa,
þakka þér fyrir allt.
Enginn þarf að óttast síður
en Guðs bama skarinn fríður,
fugl í laufi innsta eigi,
ekki stjama á himinvegi.
Sjálfur Guð á Síons fjöllum
sól og skjöldur reynist öllum
barna skara í böli og hörmum,
ber hann þau á fóður örmum.
Engin neyð og engin gifta
úr hans faðmi má oss svipta,
vinur er hann vina bestur,
veit um allt, er hjartað brestur.
Hann vor telur höfuðhárin,
heitu þemar sorgartárin,
hann oss verndar, fatar, fæðir,
frið og líf í sálum glæðir.
Syng því dátt með sigurhljómi,
Síons hjörð og einum rómi,
hræðast þarftu ei, fjendur falla
fyrir Drottins orði snjalla.
Svo er endar ógn og stríðin,
upp mun renna sigurtíðin,
oss þá kallar heim til hallar
himna Guð, er lúður gjallar.
(Friðr. Friðr.)
Logi.
VALUR
SKARPHÉÐINSSON
+ Valur Skarphéð-
insson fæddist á
Siglufírði 23. febr-
úar 1956. Hann lést á
Cayman Island 2.
júní siðastfiðinn og
fór útför hans fram
frá Seljakirkju 20.
júní.
Dag nokkurn hríngdi
síminn en það var góð-
kunningi minn. Hann
færði mér sorgarfrétt,
Valur er dáinn, hann
varð bráðkvaddur í
nótt. Mig setti hljóðan.
Það er alltaf sárt þegar góður vinur
deyr, ekki síst þegar hann er á besta
aldri. Valur var búinn að ganga í
gegnum erfið veikindi en það er
huggun harmi gegn að nú líður hon-
um eflaust vel.
Þegar við Valur kynntumst fyrst
var erfitt tímabil í lífi hans en allt fór
það blessunarlega vel.
Við náðum mjög vel saman þrátt
fyrir mikinn aldursmun. Við fórum í
ferðalög saman, t.d. hringferð um
landið o.fl. ferðir og útilegur. Hann
var náttúruunnandi og hafði gaman
_*af að koma á ókunna staði. Saman
fórum við til Taílands 1989. Að sumu
leyti var það eins og að koma í annan
heim, allt var svo frábrugðið því sem
við áttum að venjast. T.d. fórum við
stutta ferð á fil. Hann naut þessa
ferðalags og hitinn þarna átti mjög
vel við hann.
Valur var listfengur enda lagði
hann fyrir sig auglýs-
ingateiknun. Arið 1996
kynntist hann góðum
vini, Andrew, en hann
býr á Cayman Island
en það er eyja í Karíba-
hafinu. Hann naut þess
að vera þar enda átti
hitinn mjög vel við
hann. Fáum dögum fyr-
ir andlátið hringdi hann
í mig, var hann glaður
og hress. Daginn eftir
ætlaði hann að keyra
um eyjuna sem honum
þótti svo vænt um.
Eg votta ástvinum
Vals samúð mína.
Þér, Valur, þakka ég vináttu þína
og ógleymanlegar samverustundir.
Guð verndi þig og umvefji, Valur
minn.
Axel G. Thorsteinson.
Elsku vinur, ég vil þakka þér fyrir
okkar kynni síðustu tæp tuttugu ár-
in. Það var á Silungapolli fyrir langa
löngu að við kynntumst. Við vorum
náttúrlega þarna út af okkar sjúk-
dómi og okkur fór líka báðum að
vegna vel eftir dvöl okkar þar. Ég
man það eins og það haíl gerst í gær
þegar við hittumst fyrst. Þú varst
ungur, grannur með mikið dökkt hár
og falleg augu. Þú varst ungur,
grannur með mikið dökkt hár og fal-
leg augu. Þú komst þarna þar sem ég
sat og bauðst til að ná í kaffi fyrir
mig. Síðan tókum við spjall saman og
þú sagðir mér frá sjálfum þér og sögu
þinni. Þú varst svo fínlegur í öllu sem
þú sagðir og gerðir og það var unun
að eiga samskipti við þig og vinátta
tókst á milli okkar sem haldist hefur
fram á þennan dag. Við áttum margt
sameiginlegt. Þú hafðir lært og unnið
við tækniteiknun og síðar þegar við
fórum að vinna saman kom fljótt í
Ijós hvað þú bjóst yfir miklum hæfi-
leikum sem grafískur hönnuður. Það
var gott að hafa þig sér við hlið við
verkefnin sem ég hafði með höndum.
Það þurfti ekki að skýra oft fyir þér
það sem þurfti að gera, og seinna
tókst þú að fullu að þér verkefnin
sem þér voru falin. Þú varst bráð-
flinkur og mikill smekkmaður með
næmt auga fyrir útliti og fljótur að
hugsa og framkvæma enda með af-
brigðum með skýra hugsun. Já, það
var gaman að fá að fylgjast með þér,
bæði í lífi og starfi, og þó svo að upp
kæmi stundum ágreiningur gátum
við alltaf talað okkur út úr honum.
Það fór ekki framhjá neinum að þú
þurftir að lifa með sjúkdóm sem
reyndi oft á þol þitt og þegar þú
þurftir að fara í mikla aðgerð fyrir
rúmum þremur árum þá kom
kannski best í ljós hvað þú bjóst yfir
miklu æðruleysi.
Síðustu árin var samband okkar
slitrótt en við fylgdumst þó hvor með
öðrum úr fjarlægð og það var alltaf
gott að heyra í þér hvort sem það var
símleiðis eða kveðja með korti. Þú
valdir að búa tvö síðust árin þín á
suðlægari slóðum með góðum vini
sem hefur látið sér mjög annt um þig
og veit ég að þú áttir góðan tíma þar.
Hvíl í friði, Valur minn. Ég mun
geyma með mér minningu þína. Guð
blessi vin þinn, foreldra þína og
systkini.
Sigurþór Jakobsson.
MATTHILDUR
JÚLÍANA
SÓFUSDÓTTIR
+ Matthildur Júl-
íana Sdfusdóttir
fæddist á Drangsnesi
26. ágúst 1928. Hún
lést á Sjúkrahúsi
Akrancss 24. maí síð-
astliðinn og fór útför
hennar fram frá
Akraneskirkju 30.
maí.
Aldrei datt mér í hug
að amma myndi ein-
hvern tímann fara frá
okkur, það bara hvarfl-
aði ekki að mér. Þess
vegna er rosalega erfitt
að horfa á eftir manneskju sem vildi
allt fyrir mig gera. Alveg frá því ég
fæddist þá varst þú alltaf innan
handar, þú hafðir alltaf lausn allra
vandamála, ég gat alltaf leitað til þín
ef eitthvað var að. Þú vildir alltaf að
við, barnabörnin þín, værum að gera
eitthvað skapandi hvort sem það
tengdist tónlist, myndlist, íþróttum
eða einhverju öðru. Og þú varst
rosalega ánægð þegar ég og Júlíana
byrjuðum í tónlistarskólanum en aft-
ur á móti varstu ekkert sérstaklega
ánægð þegar ég hætti. Þegar ég og
Jói vorum litlir hjálpuðum við þér
alltaf að bera út póstinn og okkur var
alltaf vikulega launað fyrir. Þegar
við gistum hjá þér þá áttum við alltaf
að fara með bænirnar. Öll ferðalögin,
allir bíltúrarnir, þú hafðir rosalega
gaman af því að fara út úr bænum.
Við fórum með þér norður á Drangs-
nes þar sem þú áttir heima. Sagðirðu
mér alltaf nöfnin á öllum sveitabæj-
um löngu áður en við komum að
skiltinu með nafninu á bænum. Það
er nú hálfskammarlegt að hafa ekk-
ert minnst á afa í þessari litlu grein.
Elsku afi, alltaf voruð þið amma til
staðar fyrir okkur ef á þurfti að
halda. Það er ótal margt hægt að
segja því þið hafið verið hjá okkur
allt okkar líf.
Ég ætla að enda þessa litlu grein á
því sem ég sagði við þig á sjúkrahús-
inu þegar ég kvaddi þig í síðasta
sinn: „Við sjáumst".
Elsku afi, pabbi, Soffi, minning
ömmu er ljós í lífi okkar.
Magnús Bakkmann Andrésson.
þú myndir fara svona
fljótt frá okkur.
Þú sem vildir gera
allt fyrir alla til dæmis
allar vinkonur þínar
gátu hringt í þig og
beðið þig um svo
margt. Og svo allt fönd-
urdótið þitt, þú varst
alltaf svo vandvirk og
öllum fannst allt sem
þú gerðir fallegt, til
dæmis allir púðarnir og
engillinn sem þú gerðir
fyrir mig. Ekki má
gleyma því sem þér
þótti vænst um, píanó-
námið mitt og kórsöngurinn, allir
tónleikarnir þar sem allir kórarnir á
Akranesi sungu saman í Grundar-
skóla. Þú varst í eldriborgarakórn-
um og ég í skólakór Grundarskóla.
Þér fannst skemmtilegt þegar ég var
hjá þér og spilaði á píanóið og við
sungum saman.
Ég er svo glöð með píanónámið
mitt en þú enn þá glaðari. Elsku
amma, takk fyrir allt sem þú varst og
gerðir. Ég mun aldrei gleyma þér.
Góða nótt. Þín elsku
Júlíana.
Elsku Matta amma. Þegar þú
fórst frá okkur urðu allir sárir því þú
varst ekki það lasin eða svo fannst
mér. Þér þótti alltaf svo vænt um
mig og alla aðra. Því þegar þú fórst
þá urðu allir hissa þú varst svo hress.
Ég gleymi aldrei þeim stundum
sem við höfum átt saman því það er
ógleymanlegt. Við Maggi hjálpuðum
þér alltaf með póstinn, okkur fannst
það mjög gaman. Þegar ég og Guð-
mundur Freyr komum til þín þá
sagðir þú: „Hvað viljið þið, viljið þið
pizzu?“
Elsku amma, þú vildir alltaf vera
að gefa okkur að borða eða gera eitt-
hvað fyrir okkur. Elsku amma takk
fyrir allt.
Farþúífriði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
GekkstþúmeðGuði,
Guðþérnúfylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Elsku amma, ekki datt mér í hug Þinn
að þú sem varst svo glöð og ánægð að
Jóhannes.
RAFN
HJALTALÍN
+ Rafn Hjaltafín
fæddist á Akur-
eyri 3. júní 1932.
Hann lést á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á
Akureyri 8. júní síð-
astliðinn og fór útför
hans fram frá Akur-
eyrarkirkju 19. júní.
Rafn Hjaltalín var
heiðursmaður fram í
fingurgóma. Hann var
vitur maður og traust-
ur, afburðavel gefinn,
víðsýnn og fróður en þó
ávallt háttvís og hógvær. Með hon-
um er genginn einhver mikilhæfasti
forystumaður íslenskrar knatt-
spyrnu; maður sem varði ótrúlegum
tíma og kröftum í þágu þessarar
skemmtilegu íþróttar. Það gerði
Rafn sem knattspyrnudómari og síð-
ar eftirlitsmaður um áratugaskeið,
sem helsti sérfræðingur þjóðarinnar
í knattspyrnudómarafræðum og
kennari í þeim fræðum, sem stjórn-
armaður í Knattspyrnusambandi ís-
lands í rúman aldarfjórðung, sem
nefndarmaður í hinum ýmsu nefnd-
um á vegum KSÍ og sem forystu-
maður í Knattspyrnudómarafélagi
Akureyrar um langt árabil.
Með ævistarfi sínu
fyrir íþróttahreyfing-
una skipar Rafn
Hjaltalín sér á bekk
með sönnum afreks-
mönnum. Hann hafði
kjörorð knattspyrn-
unnar: „Háttvísi - höf-
um rétt við!“ ávallt að
leiðarljósi í lífi sínu og
starfi. Hann var góður
félagi með ríka og fág-
aða kímnigáfu og vakti
oft kátínu með hnyttn-
um tilsvörum, smelln-
um kveðskap og
skemmtilegum sögum
á góðum stundum. Hann var okkur
yngri knattspyrnudómurunum góð
fyrii-mynd og miðlaði okkur af
reynslu sinni og visku.
Ég kveð Rafn Hjaltalín með sökn-
uði og virðingu. Sigrúnu, börnum
þeirra, tengdasyni, barnabörnum og
öðrum aðstandendum sendi ég inni-
legar samúðarkveðjur og bið Guð að
styrkja þau í sorginni.
Sorgoggleðiauðurer
öllumþeimsemvilja.
Égámargtaðþakkaþér
þegar leiðfr skilja.
(Hulda)
Bragi V. Bergmann.