Morgunblaðið - 23.06.2000, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Ræturnar
kannaðar
Raf- o g tölvutónlist er orðin hluti af tónlist-
ariðkun almennt og oft erfitt að greina á
3*
milli. Arni Matthiasson kynnti sér raf- og
tölvutónlistarhátíð sem haldin verður í
haust, en þar hyggjast menn líta til upp-
runans til að skilja betur framtíðina.
Morgunblaðið/Arnaldur
Hilmar Þórðarson er annar aðstandenda raf- og tölvutónlistarhátíðar
sem haldin verður í Kópavogi í haust.
RAF- OG tölvutónlist vex
stöðugt fiskur um hrygg
og áhugi fyrir henni lík-
astil meiri en nokkru
sinni nú um stundir. Fjölmargir
ungir tónlistarmenn hafa leiðst út í
raftónlistina í gegnum framsækna
danstónlist eða framúrstefnurokk
og margir sótt sér frekari fróðleik
í Tónver Tónlistarskóla Kópavogs
þar sem þeir Hilmar Þórðarson og
Ríkharður H. Friðriksson hafa
haldið uppi kennslu í fræðunum
undanfarin ár. Þeir fást þó við
meira en hreina kennslu því þeir
hyggjast halda í haust alþjóðlega
raf- og tölvutónlistarhátíð,
ART2000, og bjóða til hennar fjöl-
mörgum tónlistar- og fræðimönn-
um að utan, aukinheldur sem ís-
lensk raf- og tölvutónlist verður
höfð í hávegum.
Fólk vakið til umhugsunar
Raf- og tölvutónlistarhátíðin
verður haldin í Tónlistarhúsi
Kópavogs, Salnum, 18.-28. október
næstkomandi, en yfirlýstur tilgan-
gur hátíðarinnar er að vekja fólk
til umhugsunar um áhrif tækni-
framfara á tónlist, tónsköpun og
tónflutning, að leita svara við
þeirri spurningu hver þáttur tækn-
innar verður í tónlist á nýrri öld og
hvernig hún kemur til með að
þróast og síðast en ekki síst kynn-
ing á tónlist sem gerð hefur verið
með hjálp rafeinda- og tölvutækni.
Eins og getið er verða fjölmar-
gir erlendir tónlistar- og fræði-
menn gestir hátíðarinnar, flytja
fyrirlestra og taka þátt í tónlistar-
flutningi; Paul Lansky, tónskáld og
forstöðumaður tónlistardeildar
Princeton háskóla, Trevor Wis-
hart, enskt hljóðskáld, Áke Par-
merud, sænskt tónskáld, Jack Vee-
se, forstöðumaður Music
Technology deildar Yale háskóla,
Konrad Boehmer, prófessor við
Konunglega hollenska tónlistarhá-
skólann í Haag, George Lewis,
básúnuleikari og prófessor við Kal-
iforníu háskólann í San Diego, Don
Buchla, rafhljóðfærasmiður, Jöran
Rudi, tónskáld og forstöðumaður
norska NoTam tónversins, Wayne
Siegel, tónskáld og forstöðumaður
Dansk Institut for Elektroakustisk
Musik í Árósum, Clarence Barlow,
tónskáld og listrænn stjórnandi
Instituut voor Sonologie í Haag, og
Bernhard Guenter, þýskur tón-
listarmaður og tónskáld. Hugsan-
lega slást fleiri í hópinn eftir því
sem nær dregur, en einnig er fyr-
irhugað að erlend raftónlistarsveit
komi hingað á vegum Tilraunaeld-
hússins.
Langur aðdragandi
Hilmar segir að hugmyndin eigi
sér langan aðdraganda, því þegar
aðstaðan sem hljóðverið hefur í
Salnum var komin upp fannst þeim
Ríkharði tími til kominn að bjóða
hingað til lands mönnum sem þeir
höfðu verið í samskiptum við í
gegnum árin í stað þess að vera
alltaf að þiggja boð út. „Við sett-
umst því niður og settum saman
óskalista og okkur til mikillar
ánægju svöruðu allir okkur um hæl
og viidu ólmir koma.“
Með þessar góðu undirtektir í
farteskinu leituðu þeir til Menn-
ingarborgarinnar 2000 og sóttu um
styrk og fengu með því fororði að
úr yrði samstarf Menningarborg-
arinnar og Kópavogs.
Meðal annars leggur Kópavogs-
bær til aðstöðuna í Tónlistarhúsi
Kópavogs, Salnum, en ekki er bara
að Salurinn sé mikil gersemi til
flutnings lifandi tónlistar heldur
segir Hilmar að húsið sé afskap-
lega vel búið fyrir raf- og tölvutón-
list. „Ég held að þetta sé eina hús-
ið sem hægt er að nýta fyrir slíka
hátíð án mikilla tilfæringa, auk
þess sem stærðin er fullkomin."
Reynt að ná til breiðs hóps
tónlistaráhugamanna
Hilmar segir að þeir hafi lagt
talsverða áherslu á að reyna að ná
til breiðs hóps tónlistaráhuga-
manna. Þannig fái djassáhuga-
menn sitthvað skemmtilegt að sjá
og heyra, óhljóðalistavinir fái sitt,
þeir sem séu í fræðilegum pæling-
um einnig og svo megi telja. Hilm-
ar segir að fjölmargir aðrir en þeir
og gestirnir erlendu komi að hátíð-
inni, því Tónskáldafélagið hafi gef-
ið góð ráð og Tilraunaeldhúsið taki
einnig þátt í skipulagningu og tón-
leikahaldi.
Undirbúningsvinna við hátíðina
byrjaði fyrir tveimur árum, enda
eins gott að ræða við gestina í
tæka tíð og að mörgu að hyggja. I
apríl hófst svo lokaspretturinn, að
raða niður á tónleika, en ellefu tón-
leikar verða haldnir á hátíðinni,
flestir með þátttöku gestanna er-
lendu sem eiga verk á tónleikum,
eða taka þátt í að flytja þau, en
verkin verða ýmist hrein raf- eða
tölvuverk eða flutt af hefðbundn-
um hljóðfærum í bland eða ein-
göngu. Hluti hátíðarinnar verður
sendur út beint á Netinu og er það
einnig nýtt við flutning. Fyi'ir
hverja tónleika verður fluttur fyr-
irlestur, ýmist um verkin sem flutt
verða eða um sögu og þróun raf-
og tölvutónlistar.
Sýnum hvar
ræturnar liggja
Það kostar sitt að koma saman
annarri eins hátíð og Hilmar segir
að drjúg vinna fari í að afla fjár, en
það hafi gengið bærilega þó nokk-
uð vanti uppá.
Setja má spurningarmerki við
það að halda sérstaka raf- og
tölvutónlistahátíð, enda sé slík
tónlist orðin svo snar þáttur í tón-
listarsköpun almennt að erfitt er
að skilja þar á milli. Hilmar tekur
undir þetta að nokkru en segir að
eðlilegt sé að haga málum svo að
þessu sinni, enda leggi þeir mikla
áherslu á faglegar hliðar tónlistar-
innar með fyrirlestrum og heim-
sóknum erlendra fræðinga. „Ég lít
á þetta sem við séum að sýna hvar
ræturnar liggja og fáum hingað til
lands menn sem starfað hafa að
frumrannsóknum og frumgerðum
hljóðfæra og tóla sem menn eru að
nota um allan heim í dag. Það
skiptir líka máli fyrir íslenska raf-
tónlistarmenn að komast í tæri við
þá menn sem eru að koma hingað,
ná að kynnast þeim og komast
þannig í tæri við þá sem reynst
geta þeim vel ef þeir halda utan til
náms síðar.“
Tríó Sigurðar
Flosasonar á
Jómfrúrtorgi
Ritnefnd ábúendatalsins ásamt öðrum ritstjóra; Gunnar Þorgeirsson,
Ingibjörg Helgadóttir, Guðrún Þórðardóttir og Böðvar Pálsson.
Sögusteinn vinnur
að ábúendatali ís-
lensku þjóðarinnar
TRÍÓ saxófónleikarans Sigurðar
Flosasonar kemur fram á fjórðu sum-
artónleikum veitingahússins Jóm-
frúarinnar við Lækjargötu á morgun,
laugardag, kl. 16-18. Aðrir meðlimir
tríósins eru Hammond-orgelleikar-
inn Þórir Baldursson og trommuleik-
arinn Pétur Östlund, en hann kemur
hingað til lands sérstaklega til að taka
þátt í stuttri tónleikaferð tríósins.
Auk tónleikanna á Jómfrúnni leik-
ur tríóið á Jazzhátíð Egilsstaða í
kvöld, föstudagskvöld, og við opnun
Listasumai's á Akureyri sunnudag-
inn 25. júní.
Tónleikamir fai'a fram utandyra á
Jómfrúartorginu ef veður leyfir, en
annars inni á Jómfrúnni. Aðgangur
er ókeypis.
Föstudagur 23. júní.
Leiklistarhátíð Bandalags ís-
lenskra leikfélaga á Akureyri.
Kl. 10: Leiksmiðjur, sömu og
áður. Kl. 13.15: Gagnrýni á sýn-
ingar fimmtudagsins. Kl. 15 og
18: Bondeungdomslaget Erv-
ingen frá Noregi sýna „Morð í
myrkri“. Kl. 15 og 20: Leikfé-
lagið Hugleikur frá Reykjavík
sýnir „Ég sé ekki Munin“.
Kl. 23.30 sýnir Leikfélagið
Sýnir í Kjarnaskógi „Nýir tím-
ar“.
Hátíðarklúbbur opinn um
kvöldið í veitingahúsinu Við
Pollinn. Upplýsingar í Komp-
aníinu, s. 462 2710.
Miðaverð á einstakar sýning-
ar 900 kr., passi á allar sýningar
5.000 kr.
BÓKAÚTGÁFAN Sögusteinn, sem
er deild innan Genealogia Is-
landorum - gen.is, hefur hafið ritun
ábúendatals íslensku þjóðarinnar.
Stefnt er að því að gefa út héraðs-
og ábúendasögu allra hreppa og
sveitarfélaga á Islandi á næstu ár-
um.
í bókunum er farið bæ af bæ eftir
hinni fornu boðleið og fjallað ítar-
lega um hvern ábúanda og nána
ættingja hans, lífs og liðna. Fjöldi
ljósmynda verður í bókunum af
fólki, bæjum og náttúrufyrirbrigð-
um. Rakin verður saga hvers
hrepps og áhersla lögð á hvers kyns
frásagnir er tengjast fólkinu og átt-
högum þess.
Héraðssaga og ábúendatal
Grímsneshrepps í haust
Nú er unnið að ritröð um Ár-
nesinga og Snæfellinga. Tvö bindi
hafa þegar komið út um Hruna-
menn og tveggja binda verk um
Grímsnesinga er væntanlegt í
haust. Mikil vinna Iiggur að baki
hverju verki þar sem hafa þarf
samband við hvern ábúanda og af-
komendur hans í því skyni að fá
myndir og upplýsingar um ævi
þeirra og störf auk ítarefnis og
sagna. I Grímsnesbókunum er mik-
ið stuðst við heimildir Skúla Helga-
sonar frá Svínavatni sem í áratugi
hefur safnað efni úr Grímsnes-
hreppi. Eftir Skúla Iiggja mörg
þúsund handskrifaðar síður af sög-
um og sögnum af Grímsnesingum.
Ritnefnd fyrir hvern hrepp, skipuð
heimamönnum, vinnur að verkinu
undir stjórn ritstjóra frá Sögu-
steini. I ritnefnd Grímsnesinga eru
þau Böðvar Pálsson á Búrfelli, Guð-
rún Þórðardóttir á Svínavatni og
Gunnar Þorgeirsson á Ártanga.
Ritstjórar verksins eru Ingibjörg
Helgadóttir og Þorsteinn Jónsson.
Mustangar
og mínútu-
spursmál
KVIKMYNDIR
Bfóhöllín, K r i n g 1 ii -
bíó, Stjörnubfð,
\ v j<i Itfð Keflavík,
JVýj a 15 íð A kur eyri
GONEIN60 SECONDS
★ ★
Leiksljóri: Dominic Sena.
Handrit: Scott Rosenberg.
Kvikmyndatökustjóri: Paul
Cameron. Tónskáld: Trevor
Rabin. Aðalleikendur: Nicolas
Cage, Angelina Jolie, Delroy
Lindo, Robert Duvall, Giovanni
Ribisi, Scott Caan, Christopher
Eccleston, Vinnie Jones, Grace
Zabriskic. 118 mín. Bandarísk.
Touchstone 2000.
ÆÐSTI prestur sumarsmell-
anna, Jerry Bruckheimer, er
kominn með ’OO útgáfuna á mark-
aðinn. Gone in 60 Seconds er
reyndar endurunnin B-mynd frá
árinu ’74, sem öllum á óvart varð
aðnjótandi minni háttar vel-
gengni. Bruckheimer kafar því
ekki djúpt í þetta skiptið eftir
hugmyndum og uppsker eins og
hann sáir. Gamla myndin hans
Hals B. Alicki er hröð, nánast
einn bílaeltingaleikur frá fyrstu
mínútu. Það hentar Bruckheimer
fullkomlega; hraði, örar klipping-
ar, töffarar, glanspíur, dúndrandi
tónlist, þetta er formúlan hans
fyrir velgengni. Hún hefur sjald-
an brugðist, því að breyta?
Memphis (Nicolas Cage), fyrr-
um konungur bílaþjófanna, er
sestur í helgan stein að ráði móð-
ur sinnar sem vill ekki að hann
hafi vond áhrif á Kip litla bróður
(Giovanni Ribisi). Með tímanum
þræðir sá stutti engu að síður af-
vegaleidd hjólför þess stóra og
Memphis kemur til hjálpar þegar
allt er í óefni komið. Illmennið
Calitri (Christopher Eccleston)
hótar að drepa hann ef Memphis
tekst ekki að útvega 50 eðalvagna
innan þriggja sólarhringa.
Tíminn líður. Gamlir glæpafé-
lagar og lögreglumaðurinn
Castlebeck (Delroy Lindo) reyna
að bregða fæti fyrir Memphis, en
þetta er nú einu sinni sumar-
smellur.
Það er viðloðandi dáðleysi í
undirtóninum. Frumefnin eru til
staðar og nóg af þeim, en eitthvað
vantar í söguna. Allt gengur svo
fyrirsjáanlega vel að spennan er
allt of sjaldan umtalsverð. Mörg
áhættuatriðin eru stórbrotin,
tónlistin æsileg, töffararnir svalir,
Jolie eins og fallegur en óþarfur
hlutur og bílarnir geggjaðir. En
það er mikið fallegra og þéttara
hljóð í átta gata Shelby Mustang
GT 500 en tómahljóðið í myndinni
sjálfri. Gone In 60 Seconds er
engu að síður ágæt til síns brúks,
það leiðist engum í þá tvo tíma
sem hún stendur yfir - en þú ert
búinn að gleyma henni um leið og
þú stendur upp úr sætinu. Það er
jú vörumerki Bruckheimers.
Sæbjörn Valdimarsson