Morgunblaðið - 23.06.2000, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 23.06.2000, Blaðsíða 52
52 FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MAGNEAINGI- - BJÖRG EYVINDS + Magnea Ingi- björg Eyvinds fæddist í Reykjavík 9. júní 1955. Hún lést á Huddinge-sjúkra- húsinu í Svíþjúð 10. júní síðastliðinn og fdr útför hennar fram frá Fríkirkj- unni í Reykjavík 16. júní. Vegir skiptast, allt fer ýmsar leiðir innáfyrirheitsinslönd. Einum lífið arma breiðir, öðrum dauðinn réttir hönd. Einum flutt er árdagskveðja, öðrum sungið dánarlag, allt þó saman knýtt, sem keðja, krossfór ein með sama brag. Veikt og sterkt í streng er undið, stórt og smátt er saman bundið. (E.B.) Þessar ljóðlínur komu okkur í hug þegar dauðinn rétti hönd sína að þessu sinni. Þessi hönd er ýmist snögg og harkaleg eða mild og frið- andi. Fyrir þá sem langan aldur hafa lifað og eru orðnir saddir langra líf- - daga reynist hún oftast mild og frið- andi. Fyrir okkur sem horfum á eft- ir vinkonu, sem fellur frá í blóma lífsins og skilur eftir elskandi eigin- mann og tvö yndisleg böm, reynist hún snögg og svo harkaleg að maður stendur agndofa frammi fyrir svo ósanngjamri staðreynd. Maður spyr hver tilgangurinn sé. Við Kristín vorum þeirrar gæfu aðnjótandi að eignast Maggý að vin fyrir um tveimur áratugum þegar Sæmundur frændi minn og æskufé- _ lagi okkar og Maggý festu ráð sitt. Maggý féll strax inn í vinahópinn og aðstæðumar höguðu því þannig að fljótlega treystust vinaböndin milli okkar og þeirra. Vinabönd sem aldrei hafa brostið né snuðra hlaupið á. Við brölluðum ýmislegt saman á þessum árum sem við nú í dag vær- um hrædd við að börnin okkar stæðu í, svo sem fjallaklifur í Herðu- breið eða kæruleysislegt ferðalag um Baskahéröðin á Spáni, sem á þeim tíma var viðsjárvert svæði. Á kveðjustund leitar hugurinn til baka á vit þeirrar veraldar sem var, þeirra mörgu ógleymanlegu minn- inga sem því mætari verða sem ár- unum fjölgar. Ferðalögin um há- lendi íslands þar sem kyrrðarinnar • var notið hvert andartak, ferðin um Evrópu þvera og endilanga með við- komu í Ölpunum þar sem útsýni var kannað af hæstu toppum. Tjaldúti- lega á sólarströnd Spánar þar sem allt týndist sem hægt var að týna, kvöldin og nætumar á Kóngsbakka þegar vinahópurinn sat og horfði yf- ir Breiðafjörðinn og fylgist með sól- inni tylla sér á hafflötinn og rísa aft- ur. Þetta eru stundir sem ekki verða endurteknar. Þessar stundir hefðu þurft að vera miklu fleiri og enn einu sinni er það undirstrikað hversu mikilvægt það er að lifa lífinu í sam- fylgd ættingja og vina á meðan líf og heilsa leyfa. Gestrisni og barngæsku þeirra Maggýjar og Sæma höfum við Kristín og bömin okkar notið í ríku mæli. Þegar Maggý var í fram- haldsnámi í námsráðgjöf vestur í Bandaríkjunum buðu þau okkur að koma þangað vestur og heimsækja þau. Maggý hafði fengið lánað sum- arhús á eyjunni Hilton Head sem var í eigu „foreldra“ hennar þar vestra frá því að hún var skiptinemi í Bandaríkjunum á sínum tíma. Ferðalag þetta með þau Fanneyju og Inga Þór komung óx okkur Kristínu í augum. Ýmsar ástæður reyndum við að tína til fyrir því að við gætum ekki þegið þetta ágæta “t boð. Allar þær ástæður féllu eins og dögg fyrir sólu og svo fór að lokum að okkur Kristínu skorti hugmyndir fyrir þeim ástæðum sem við gætum gefið fyrir því aðþiggja ekki boðið. Þegar við mættum svo á Kennedy- flugvelli beið okkar húsbíll með öll- um þeim þægindum sem hægt var að hugsa sér og þau bæði full af til- hlökkun og bjartsýni að leggja af stað í fríið. Ég verð að viðurkenna að mér leist ekki meira en svo á blikuna þegar við lögðum af stað út í náttmyrkrið út á hrað- brautir Ameríku sem maður hafði aldrei áð- ur komið á og enginn vissi nákvæmlega hvert við voram að fara né hafði nokkurn gran um hvað það tæki lang- an tíma. Með Maggý á kortunum, krakkana meira og minna sofandi í húsbílnum og okkur Kristínu skröltandi í aftursætunum nær dauða en lífi úr hita, skiluðu þau okkur eftir 27 klukkutíma til Hilton Head næstum án nokkurra stoppa nema til að taka bensín, enda ekki ástæða til því öll þægindi vora í bfln- um. Þessi þriggja vikna dvöl í Bandaríkjunum á þessum tíma er okkur ógleymanleg, undirbúningur undir ferðalagið jafnt sem dvölin. Þar kynntumst við áræðni, kappi og staðfestu þeirra beggja. Það þýddi ekkert að segja nei. Maggý var einstök manneskja, trú og trygg og Ijúf í lund en að baki þeirri ljúfu lund bjó mikil skapfesta. Þessum eðliskostum fengum við Kristín að kynnast. Þessir kostir hennar ásamt bjartsýni sem einnig hefur einkennt líf Sæmundar alla tíð og hinn lfld bakgrannur þeirra í æsku og uppvexti batt þau saman óijúfanlegum böndum sem gerði það að verkum að þau vora betur í stakk búin til að takast á við þá erf- iðleika sem á þeim hafa dunið á und- angengnum áram, ekki nú síst á síð- ustu mánuðum. Lífið reynist mönnunum misjafnlega létt. Þau Maggý og Sæmi fengu að kynnast lífinu, gleði þess og sorgum. Bæði misstu þau bræður sína kornunga af slysföram og fötlun Runólfs litla var þeim mikið áfall. Því var mætt með því að miðla öðram af reynslu sinni. Maggý gerðist brautryðjandi og mjög virkur þátttakandi í Félagi einhverfra bama í þeim tilgangi að geta veitt öðram styrk og stuðning sem í sömu erfiðleikum lenda. Öllum þessum áfollum tók Maggý af miklu æðraleysi. Þó hygg ég að fáir hafi vitað í raun hversu þungt þessir erf- iðleikar lögðust á hana. Hún var dul og bar ekki sorg sína né erfiðleika á torg. Þegar hún síðastliðið haust fékk að vita að hún væri með ban- vænan sjúkdóm sem erfitt væri að lækna tók hún því af sama æðraleys- inu og áður. Það var aðdáunarvert að fylgjast með því baráttuþreki sem hún hafði til að takast á við sjúkdóminn og þá óbilandi trú sem hún hafði á bata. í veikindum Maggýjar síðustu mánuði kom í Ijós betur en nokkra sinni fyrr hvaða mann Sæmi heíúr að geyma. Ástin á Maggý og um- hyggja fyrir börnunum tók hug hans allan. Þar kom bjartsýni hans og hin létta lund að góðum notum við að telja kjark í alla þá sem í kring um hann voru og fylla þá trú og bjartsýni á að hægt væri að lækna Maggý. Síðustu mánuðina hefur hann tæpast vikið frá sjúkrabeði hennar á sjúkrahúsinu í Stokkhólmi. Það veit enginn nema sá sem reynir hversu erfitt slflct er en alltaf sýndi Sæmi sama jafnaðargeðið þó svo undir niðri hafi hann reyndar eins og við hin gert sér grein fyrir því að hveiju gæti stefnt. I þessari baráttu hefur hann ekki staðið einn. Hann hefur notið ómetanlegs stuðnings foreldra sinna sem hafa haldið heim- ili fyrir hann síðustu mánuðina til þess að gera Ingu Rún og Runólfi lífið eins bærilegt og mögulegt væri á þessum erfiðu stundum. Fyrir þetta veit ég að hann er foreldram sínum afskaplega þakklátur. Komið er að kveðjustund. Samleið góð, vörðuð minningum mörgum og góðum, er þökkuð heils hugar í dag. Missir okkar allra er mikill, lang- mestur þó Sæmundar, Ingu Rúnar og Runólfs sem nú sjá á bak elsku- legri eiginkonu og bestu mömmu í heimi. Eftirlifandi móður og syst- kinum Maggýjar sem og öðrum aðstandendum sendum við Kristín okkar dýpstu samúðarkveðjur á þessari sorgarstund og höfum það hugfast að við grátum vegna þess sem áður var gleði okkar. Blessuð sé minning Maggýjar. Kristín Vigfúsdóttir og Finnur Ingólfsson. Það er með miklum trega og söknuði sem ég kveð vinkonu mína Magneu Ingibjörgu Eyvinds sem lést fyrir aldur fram hinn 10. júní sl. Hún varð einungis 45 ára og degi betur. Svo samofin hafa líf okkar verið að ég veit eiginlega ekki hvemig framhaldið verður hjá mér einni. Við kynntumst þegar Maggý fluttist í Efstasundið átta ára gömul og kom ný í bekkinn minn í Lang- holtsskóla. Mér leist svo vel á þessa nýju stelpu og gaf mig á tal við hana í fyrstu frímínútum og síðan höfum við verið vinkonur. Við fóram saman í handbolta í Val og síðan í skátana, voram bamapíur saman, skotnar í sömu strákunum og milli okkar ríkti þessi innilega og nána vinátta sem stundum tekst milli tveggja stelpna. Oft þurftum við ekkert að tala sam- an, við skildum hvor aðra og það nægði að vera nálægt hvor annarri. Eitt sumarið var uppáhaldslagið okkar Silence is Golden og við spil- uðum það fram og til baka. Það er táknrænt fyrir hvemig vinátta okk- ar þróaðist. Hún var alltaf miklu þroskaðri en ég og lærði miklu fyrr allar lífsregl- ur, hvemig bæri að hegða sér og var með alla praktíska hluti á hreinu eins og hvenær strætisvagninn fór í bæinn, hvaða dagar vora leikfimi- dagar, hvað sínalkó og rör kostaði í búðinni, hvemig smyrja ætti nesti, skipuleggja skátafund og þar fram eftir götunum. Mamma hennar gat sent hana út og suður í allskyns er- indagjörðum sem ég hefði aldrei getað leyst af hendi. í samanburði við hana var ég eins og vingull sem kunni varla á klukku. Eg vildi bara lesa og spila, sauma dúkkuföt og teikna. Á unglingsáranum fóram við ólík- ar leiðir, við fóram ekki í sömu fram- haldsskóla en kynntumst báðar nýju fólki og nýjum hugmyndum. Maggý fór sem skiptinemi til Bandaríkj- anna en ég varð ófrísk og eignaðist fyrsta bamið mitt. Næstu árin hitt- umst við alltaf af og til en það var ekki fyrr en hún kynntist Sæmundi og fór að búa með honum sem við endumýjuðum sambandið á líkum nótum og áður. Mönnunum okkar varð strax vel til vina og það var al- gjör plús fyrir okkur og við voram svo ánægðar með þá. Meðan Maggý og Sæmi bjuggu í Bandaríkjunum og síðar í Vík vora samfundimir strjálli en eftir að þau fluttu til Reykjavíkur og þegar börnin okkar komust á legg varð sambandið sífellt meira og sérstaklega eftir að Kóngs- bakkinn kallaði okkur öll til sín. Ég gæti skrifað óendanlega langa minningargrein um allt sem við gerðum og sögðum og létum okkur dreyma um. Um útilegumar, „saumaklúbbinn Pegasus", allar ferðimar sem við fóram með alla- vega hópum, veislumar og matinn sem við elduðum og borðuðum, end- urreisn gamla hússins, um mennina okkar og krakkana og gleði og áhyggjur af þeim en ég læt öðram það eftir. Einnig námið og vinnuna sem hún tók mjög alvarlega. Maggý mín var ætíð hreinskiptin og réttsýn og heiðarleiki og trúfesta vora henni í blóð borin. Hún var fé- lagslynd og sérlega bóngóð og það var gott að leita til hennar með alla hluti. Hún var gjafmild með afbrigð- um og óeigingjörn. Skapið var mikið og hún gat verið stjómsöm en hún fór vel með það. Þó gat hún orðið eins og staður hestur ef henni mis- líkaði eða fannst fólk grípa fram fyr- ir hendumar á henni. En hún var ekki langrækin. En eins og það var gott að leita ráða hjá henni þá var hún oft svo undarlega lítið skyggn á eigin vandamál og örlög. Hún kynntist sorg og erfiðleikum en það var eins og ekkert biti á hana og hún var lengi að bregðast við mótlætinu sem hún mætti. Stundum fannst mér hún eins og stórt tré sem veitir öllum skjól. Slík tré svigna ekki en þau bresta á endanum. Ég var svo heppin að fá að vera nokkra daga með þeim hjónum á sjúkrahúsinu í Huddinge stuttu áður en hún dó. Þá var mjög af vinkonu minni dregið, en uppgjöf kom ekki til greina og hún ræddi ekki einu sinni þann möguleika að hún ætti stutt eftir. Hún hvíslaði að mér að nú væri hún að ná tökum á þessu. Ég vil minnast hennar eins og hún var þá, æðralaus með gráa, fallega snoðinkollinn sem óx á henni í lokin. Viku seinna var hún öll. Ég flyt saknaðar- og samúðar- kveðju frá Hrólfi og börnunum okk- ar til Sæmundar, Ingu Rúnar og Runólfs. Við þökkum Maggý fyrir samfylgdina og „hittumst fyrir hin- um megirí*. Ingibjörg Steinunn. Dauðinn kemur ávallt í opna skjöldu, ekki síst þegar lífsglatt fólk er hrifið burt á besta aldri. Við viss- um þó að í báráttunni sem Maggý háði við illvígan sjúkdóm síðustu mánuði gat bragðið til beggja vona. En innst inni var ávallt haldið í von- ina um að hún gæti náð bata á ný. Með bjartsýnina að leiðarljósi gekk hún í gegnum erfiða meðferð sem því miður skilaði ekki þeim árangri sem vonast var til, en Maggý sýndi aðdáunarvert æðraleysi og dugnað allt til hinstu stundar. Leiðir okkar lágu saman fyrir nokkram áram þegar við hófum „búskap“ saman vestur á Snæfells- nesi á jörðinni Innri-Kóngsbakka, þar sem sólarlagið verður hvað feg- urst og möguleikarnir til útivistar og framkvæmda era óteljandi. Við fundum strax að það var gott vera í sambýli með Maggý og Sæma, deila sameiginlegum áhugamálum um úti- vist, skemmtanir og framkvæmdir. Sæmundur og Maggý höfðu haft forgöngu um að gera þar upp gamla húsið, hlöðuna og fjósið, síðar komu Hrólfúr og Ingibjörg Steinunn til skjalanna og loks við. Verkefni þetta átti hug Maggýjar og hún var liðtæk til flestra viðhaldsstarfa. Hún dreif aðra áfram með sér og sparaði sig hvergi. Það vantaði ekki mikið upp á að hún lifði að sjá helstu fram- kvæmdum lokið, þótt þeim verði ef til vill seint fulllokið hjá fram- kvæmdaglöðu fólki. Maggý setti sinn persónulega svip á húsið á Kóngsbakka varðandi inn- réttingar og söfnun gamalla muna og réð smekkvísi og eljusemi þar ferðinni. Nú er rofið stórt skarð í glaðvær- an hóp sem hefur skapað sér ýmsar fastar samverastundir. Maggýjar verður sárt saknað og hennar lengi minnst. Elsku Sæmundur, Inga Rún og Runólfur, innilegar samúðarkveðjur til ykkar og annarra aðstandenda. Hildur og Jafet. Við viljum með þessum orðum minnast vinkonu okkar, Magneu I. Eyvinds, eða Maggýjar eins og hún var daglega kölluð. Að setja hinstu kveðjuna á blað er þó erfiðara en orð fá lýst. Þó árin séu mörg síðan við kynntumst Maggý era þau ekki nærri nógu mörg til að vera í þess- umsporum. Að því er þó ekki spurt. Á stundu sem þessari rifjast upp fjöldi skemmtilegra minninga frá liðnum áram í góðra vina hópi. Okk- ur era nú ofarlega í huga samvera- stundir frá í vetur. Þá var Ijóst að Maggý glímdi við erfiðan sjúkdóm sem að lokum náði yfirhöndinni þrátt fyrir læknavísindi. Engu að síður vora málin rædd af yfirvegun og enga uppgjöf að finna, enda fannst okkur engin ástæða til þess. Við, sem aðrir, voram mjög bjartsýn á að hún fengi lækningu sjúkdóms- ins þótt vitað væri að fram undan væra erfiðir mánuðir hjá henni og Sæma og fjölskyldum þeirra. Við kynntumst Maggý eftir að hún og Sæmi hófu sambúð og mun- um við fyrst eftir henni á Langholts- veginum þar sem þau bjuggu um tíma. Fyrstu kynni okkar Maggýjar vora slík að auðvelt er að muna, broshýrt og einlægt viðmót sem bauð okkur velkomin frá íyrstu mín- útu. Ætíð var stutt í bros og hlátur. Ofarlega í huga okkar er sú gest- risni sem einkennt hefur heimili Maggýjar og Sæma frá upphafi og þakklæti íyrir að fá að njóta hennar. Samheldni hefur alltaf verið ein- kenni þeiira Maggýjar, Sæma og fjölskyldunnar. Ekki var verið að mikla fyrir sér viðfangsefnin eins og mörgum okkar hættir oft til, heldur fundin lausn á hverju máli og unnið úr hlutunum með jákvæðu hugar- fari. Elsku Maggý, við þökkum þér samfylgdina þessi ár. Guð blessi þig. Elsku Sæmi, Inga Rún, Runólfur og allir ástvinir. Engin orð geta lýst þeiiri samúð sem við höfum með ykkur á þessari erfiðu stundu. Megi guð styrkja ykkur nú og alla tíð. Egilfna S. Guðgeirsdóttir, Eyjólfur Árni Rafnsson. Sæmundur vinur minn hringir frá Svíþjóð og segir mér hin slæmu tíð- indi, tíðindi sem ekki er hægt að sætta sig við þótt vitað hafi verið að hverju stefndi. Hetjulegri baráttu góðrar vinkonu er lokið. Magnea Eyvinds varð að lúta í lægra haldi íyrir óvægnum sjúkdómi. Eg kynnt- ist Maggý, eins og hún var ætíð köll- uð, fyrir nærfellt 20 áram er leiðir okkar Sæmundar lágu saman í störfum fyrir ungmennafélagshreyf- inguna, fyrst í mikilvirkum störfum hans í V-Skaftafellssýslu, síðar sem stjórnarmaður hjá UMFÍ og síðast sem framkvæmdastjóri samtak- anna. Þau góðu kynni sem við áttum og aldrei bar skugga á breyttust úr stuttum innlitum og fundaferðum í stærri heimsóknir og ferðir innan- lands og utan. Við hjónin heimsótt- um þau nokkrum sinnum í sælureit þeirra Kóngsbakka og þau litu til okkar í Isafjarðardjúp. Ég varð þess fljótt var er við Sæmundur ferðuð- umst um tveir einir hversu mjög honum var umhugað um fjölskyld- una og hversu samband hans og Maggýjar var gott og þegar kynnin urðu nánari staðfestist það enn bet- ur. Maggý var sérlega heilsteypt, hlý og viðræðugóð kona. Hún kunni skil á mörgu og kom skoðunum sínum á framfæri á hógværan og þekkilegan hátt. Hún kunni bæði að hlusta og segja álit sitt. Hún vann að upp- eldismálum og var vel menntuð á því sviði. Einkar ánægjulegt var að fylgjast með sambandi hennar við eigin börn og sjá þann ríkulega ávöxt sem hún þar uppskar. Með sameiginlegum dönskum vin- um okkar höfum við ferðast vítt um hálendi íslands og endurgoldið heimsóknir í Danmörku með m.a. ferð um Borgundarhólm. Maggý var skemmtilegur ferðafélagi með góðu skapi sínu, innileik og hjálpsemi. Hefur þá ekki skipt máli hvort búið var við frumstæðar aðstæður í fjallakofum eða vel búnum hótelum. Við hjónin eigum henni mikið að þakka og við vonum kæri Sæmund- ur, Inga Rún og Runólfur að þið megið vinna sem best úr þeirri þungu sorg sem á ykkur hefur verið lögð. Góðar minningar standa eftir, minningar um hæfileikaríka og góða eiginkonu og móður. Megi góður Guð styrkja ykkur. Pálmi Gislason. Þegar sólin er sem hæst á lofti hér heima á Fróni og saman renna dagur og nótt í langþráðri birtu eftir erfiðan vetur, kveður atorkumikil og vel gerð kona þetta jarðlíf. Konan er Magnea Eyvinds sem daginn áður en hún lést varð fjöratíu og fimm ára gömul. Spurningar um tilgang lífsins, um örlög eða tilviljanir, hrannast upp og engin svör finnast. Lífsgátan er jafn óleyst og áður og þar verður hver og einn að finna sín svör. Það sem mér fannst einkenna Magneu öðra fremur var mýkt og jafnaðargeð. Jafnframt þessu var hún dugnaðarforkur og fylgdi vel eftir þeim málum sem hún tók að sér. Við Magnea störfuðum saman í skólanefnd Umsjónarfélags ein- hverfra í mörg ár. Við hinar sögðum stundum bæði í gamni og alvöru að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.