Morgunblaðið - 23.06.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.06.2000, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hægt að taka við allt að 75 búsund manns á dag á Kristnihátíð á Þingvöllum mm U mfangsmesta Okkur hefði ekki veitt af að hafa loftmynd af síðustu vegahátíð, þessi mun ekkert í sinn haus hvar þau voru, merktu ekki einu sinni pleisið. Reykingar fátíðar meðal íslenskra lækna TÓBAKSNOTKUN meðal íslenskra lækna virðist í algjöru lágmarki ef marka má könnun sem stjóm Læknafélags íslands lét gera í lok síðasta árs. Samkvæmt henni reykja 3,6% íslenskra lækna daglega og er það mun minna en þjóðin gerir öll, því samkvæmt þjóðarúrtaki Tóbaksvam- amefndar í janúar árið 2000 reykja 19,6% íslendinga daglega. í könnun LÍ kemur einnig fram að 57,5% lækna hafa aldrei reykt og 31,6% lækna hættu að reykja fyrir meira en ári en læknar standa þar betur að vígi en þjóðin í heild því sam- kvæmt úrtaki tóbaksvamamefndar hafa 42,8% þjóðarinnar aldrei reykt og 25,5% hennar hættu að reykja fyrir meira en ári. Hlutfall þeirra lækna sem era hættir að reykja fyrir minna en ári er 1,5% en þar er hlut- fallið hjá þjóðinni allri talsvert hærra, eða 7,6%. Pétur Heimisson heilsugæslulækn- ir sá um framkvæmd könnunarinnar ásamt starfsfólki á skrifstofu LI. Alls fengu 1.048 félagar í LÍ senda spum- ingalista en 725 svör bárust og var brottfallið því 30,8%, sem telst nokk- uð mikið. Heimir segir í júníhefti Læknablaðsins að með hliðsjón af lágu svarhlutfalli verði að taka niður- stöðum könnunarinnar með ákveðn- um fyrirvara, en gera megi ráð fyrir að meðal þeirra sem ekki svöruðu sé hærra hlutfall þeirra sem reykja. veisla! Nú gefst þér kostur á að kaupa Deluxe leðurhúsgögn á verði sem þú hefur aldrei séð áður. Heimsfrægir hönnuðir á borð við Piquattro, Chateau d'Ax og Interline. Komdu og skoðaðu frábært úrval. m* ““*** Raðgreiðslur í allt að 36 mánuði. Bíldshöfða, 110 Reykjavík sími 510 8000, www.husgagnahotlin.is Stefnumótunarskýrsla kynnt Strandir í sókn Helga Sigurðardóttir A DAG klukkan 17 verð- ur í Café Riis á Hólma- vík kynnt skýrslan „Strandir í sókn“ og í kvöld klukkan 20 verðm- svo opn- uð Galdrasýning á Strönd- um við Höfðagötu 7. Helga Sigurðardóttir hefur unnið skýr-sluna „Strandir í sókn“. Karl Friðriksson frá Iðntæknistofnun veitti fag- lega ráðgjöf. Helga var spurð um niðurstöður at- hugana sinna. „Helstu niðurstöður í sjávarútvegi eru að vinnsla og veiðar skuli byggjast á markaðs- og vöruþróunar- starfi. Byggð verði upp öflug bolfiskvinnsla á grundvelli þekkingar og sérkenna. Rækjuvinnsla á að skara fram úr hvað varð- ar tækniþróun, sjálfvirkni og vöra- þróun. Sauðfjáirækt á Ströndum skal vera framúrskarandi á lands- visu. Stefnt er því að auka verk- nám í sauðfjárrækt á Ströndum í samvinnu við bændaskóla. Til- raunaverkefni um rekjanleika sauðfjái-afurða skal komið á. Þess má geta að þetta er stefnumótun- arverkefni fjögurra sveitarfélaga, Broddaneshrepps, Hólmavíkur- hrepps, Kaldrananeshrepps og Kirkjubólshrepps.“ - Tók skýrslan til fleiri þátta en sjávarútvegs og landbúnaðar? „Eitt af forgangsverkefnum sveitarfélaganna til uppbyggingar er áhersla á menningar- og félags- líf. Mikilvægt er að halda því starfi áfram sem t.d. Strandagaldur er að gera með því að opna Galdra- sýningu á Ströndum í kvöld. Þessi sýning er í pakkhúsi frá 1930, á tveimur hæðum þess og þar era ýmsir frumlegir sýningargripir. I máli og myndum er á sýningunni sagt frá þjóðsögum og sögnum sem tengjast göldrum. Fjallað verður um refsingar á brennuöld- inni, 17. öld. Á stóra Islandskorti verður sýnt hvar galdramál komu upp á þessum tíma. Sérstaklega verður fjallað um Klemens Bjama- son sem var síðastur íslendinga dæmdur fyrir galdra. Þetta er í raun fyrsti hluti sýningarinnar, sem opnaður er hér í kvöld, næstu þijú ár verða sýningar um galdra opnaðar í Hrútafirði, á Bjamar- firði og í Trékyliisvík." - Eru ferðamál eitt af því sem þú skoðaðirískýrslu þinni? „Já, bent er á heilsársferðaþjón- ustu til atvinnuuppbyggingar. Grundvöllur ferðaþjónustunnar er saga svæðisins og sterk ímynd þess. Eins og er skortir hótelrými á Hólmavík en það er hótel á Laug- arhóli í Bjamarfirði. í skýrslunni koma einnig fram tillögur um upp- byggingu safna á svæðinu og varð- veislu sagna og sögufrægra muna. Mikilvægt er einnig að efla hvers kyns upplýsingaþjónustu og þjón: ustu á sviði gistinga og veitinga. I skýrslunni er einnig lögð áhersla á að sveitarfélögin fjögur móti sam- an markmið um helstu málefna- flokka fjölskyldunnar þar sem sérstaklega yrði tekið tillit til öflugs forvamastarfs og metn- aðar við uppbyggingu og starfrækslu allra skólastiga." - Hvemig er ástandið í atvinnu- málum hjá þessum fjórum sveitar- félögum núna? „Að mínu mati vantar fjöl- breytni í atvinnulífið en atvinnu- leysi er ekki mikið á svæðinu. Hér er h'tið um háskólamenntað fólk enda era atvinnutækifæri fyrii- það fá. Komið hefur tii tals að fá róds- stofnanir hingað á svæðið en við- ► Helga Sigurðardóttir fæddist í Reykjavík 1973. Hún lauk stúd- entsprófí frá Verkrnennfaskólan- um á Akureyri 1993 og var eftir það í tveggja ára námi f iðn- rekstrarfræði í Háskólanum á Akureyri. Hún hefur starfað á lögmannsstofu á Egilsstöðum og við bankastörf en núna er Helga auk bankastarfa í 50% vinnu við átaksverkefni á Ströndum hjá Atvinnuþróunarfélagi Vest- fjarða. Helga er gift Jóni Skildi Karlssyni verkefnis- og gæða- stjóra og eiga þau eina dóttur, Heklu Skjaldardóttur. brögð við slíkri umræðu annars staðar á landinu era reyndar ekki uppörvandi." - Hvemig var þessi skýrsla unn- in? „Þetta verkefni var unnið með þátttöku íbúa á svæðinu, auk ung- menna sem ættuð eru af svæðinu en búsett í Reykjavík. Þessi fundur sem haldinn var með ungmennun- um er nýjung í stefnumótunar- verkefni sem þessu. Það komu mjög margar áhugaverðar niður- stöður út úr þeim umræðum. Mest áberandi er að ungmennunum fannst vanta meiri fjölbreytni í at- vinnulífið og vildu gera svæðið fjöl- skylduvænna." - Hvað felst í því? „Einstæðir foreldrar t.d. þurfa meiri bamagæslu en hér er að fá og jafnvel sveigjanlegri ef um vaktavinnu er að ræða. Ungmenn- in lögðu mikla áherslu á að starf í leikskólum og grunnskólum yrði bætt og einnig á umhverfisþætti, svo sem gerð göngustíga og úti- vistarsvæða." - Hvað með félagsstarf? „Það var lagt til í skýrslunni að ráðinn yrði starfsmaður til að sinna íþrótta- og félagslífi. Einnig er lögð sérstök áhersla á bama- og ungl- ingastarf." - Hvað með læknisþjónustu? „Nú er einn læknir hér fyrir mjög stórt svæði, þetta getur vald- ið nokkru óöryggi hjá fólki, lagt er til að læknarnir verði tveir og eins er lagt tfi að fá fag- menntað starfsfólk í öðram heilbrigðisgrein- um, svo sem iðjuþjálfa og sjúkraþjálfara, en engir slíkir starfa hér. í skýrslunni er einnig far- ið inn á það að skipuleggja þurfi heimsóknir séifræðinga þannig að fólk verði betur meðvitandi um heimsóknimar og sérfræðingamir hafi betri tíma til að sinna þeim sem þurfa aðstoð. í skýi-slunni er boðuð stefna sem gildir til ársins 2005 og verkefnisstjóm mun koma saman tvisvar á ári til að ræða stöðuna. Galdrasýning opnuð á Hólmavík í kvöld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.