Morgunblaðið - 23.06.2000, Side 8

Morgunblaðið - 23.06.2000, Side 8
8 FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hægt að taka við allt að 75 búsund manns á dag á Kristnihátíð á Þingvöllum mm U mfangsmesta Okkur hefði ekki veitt af að hafa loftmynd af síðustu vegahátíð, þessi mun ekkert í sinn haus hvar þau voru, merktu ekki einu sinni pleisið. Reykingar fátíðar meðal íslenskra lækna TÓBAKSNOTKUN meðal íslenskra lækna virðist í algjöru lágmarki ef marka má könnun sem stjóm Læknafélags íslands lét gera í lok síðasta árs. Samkvæmt henni reykja 3,6% íslenskra lækna daglega og er það mun minna en þjóðin gerir öll, því samkvæmt þjóðarúrtaki Tóbaksvam- amefndar í janúar árið 2000 reykja 19,6% íslendinga daglega. í könnun LÍ kemur einnig fram að 57,5% lækna hafa aldrei reykt og 31,6% lækna hættu að reykja fyrir meira en ári en læknar standa þar betur að vígi en þjóðin í heild því sam- kvæmt úrtaki tóbaksvamamefndar hafa 42,8% þjóðarinnar aldrei reykt og 25,5% hennar hættu að reykja fyrir meira en ári. Hlutfall þeirra lækna sem era hættir að reykja fyrir minna en ári er 1,5% en þar er hlut- fallið hjá þjóðinni allri talsvert hærra, eða 7,6%. Pétur Heimisson heilsugæslulækn- ir sá um framkvæmd könnunarinnar ásamt starfsfólki á skrifstofu LI. Alls fengu 1.048 félagar í LÍ senda spum- ingalista en 725 svör bárust og var brottfallið því 30,8%, sem telst nokk- uð mikið. Heimir segir í júníhefti Læknablaðsins að með hliðsjón af lágu svarhlutfalli verði að taka niður- stöðum könnunarinnar með ákveðn- um fyrirvara, en gera megi ráð fyrir að meðal þeirra sem ekki svöruðu sé hærra hlutfall þeirra sem reykja. veisla! Nú gefst þér kostur á að kaupa Deluxe leðurhúsgögn á verði sem þú hefur aldrei séð áður. Heimsfrægir hönnuðir á borð við Piquattro, Chateau d'Ax og Interline. Komdu og skoðaðu frábært úrval. m* ““*** Raðgreiðslur í allt að 36 mánuði. Bíldshöfða, 110 Reykjavík sími 510 8000, www.husgagnahotlin.is Stefnumótunarskýrsla kynnt Strandir í sókn Helga Sigurðardóttir A DAG klukkan 17 verð- ur í Café Riis á Hólma- vík kynnt skýrslan „Strandir í sókn“ og í kvöld klukkan 20 verðm- svo opn- uð Galdrasýning á Strönd- um við Höfðagötu 7. Helga Sigurðardóttir hefur unnið skýr-sluna „Strandir í sókn“. Karl Friðriksson frá Iðntæknistofnun veitti fag- lega ráðgjöf. Helga var spurð um niðurstöður at- hugana sinna. „Helstu niðurstöður í sjávarútvegi eru að vinnsla og veiðar skuli byggjast á markaðs- og vöruþróunar- starfi. Byggð verði upp öflug bolfiskvinnsla á grundvelli þekkingar og sérkenna. Rækjuvinnsla á að skara fram úr hvað varð- ar tækniþróun, sjálfvirkni og vöra- þróun. Sauðfjáirækt á Ströndum skal vera framúrskarandi á lands- visu. Stefnt er því að auka verk- nám í sauðfjárrækt á Ströndum í samvinnu við bændaskóla. Til- raunaverkefni um rekjanleika sauðfjái-afurða skal komið á. Þess má geta að þetta er stefnumótun- arverkefni fjögurra sveitarfélaga, Broddaneshrepps, Hólmavíkur- hrepps, Kaldrananeshrepps og Kirkjubólshrepps.“ - Tók skýrslan til fleiri þátta en sjávarútvegs og landbúnaðar? „Eitt af forgangsverkefnum sveitarfélaganna til uppbyggingar er áhersla á menningar- og félags- líf. Mikilvægt er að halda því starfi áfram sem t.d. Strandagaldur er að gera með því að opna Galdra- sýningu á Ströndum í kvöld. Þessi sýning er í pakkhúsi frá 1930, á tveimur hæðum þess og þar era ýmsir frumlegir sýningargripir. I máli og myndum er á sýningunni sagt frá þjóðsögum og sögnum sem tengjast göldrum. Fjallað verður um refsingar á brennuöld- inni, 17. öld. Á stóra Islandskorti verður sýnt hvar galdramál komu upp á þessum tíma. Sérstaklega verður fjallað um Klemens Bjama- son sem var síðastur íslendinga dæmdur fyrir galdra. Þetta er í raun fyrsti hluti sýningarinnar, sem opnaður er hér í kvöld, næstu þijú ár verða sýningar um galdra opnaðar í Hrútafirði, á Bjamar- firði og í Trékyliisvík." - Eru ferðamál eitt af því sem þú skoðaðirískýrslu þinni? „Já, bent er á heilsársferðaþjón- ustu til atvinnuuppbyggingar. Grundvöllur ferðaþjónustunnar er saga svæðisins og sterk ímynd þess. Eins og er skortir hótelrými á Hólmavík en það er hótel á Laug- arhóli í Bjamarfirði. í skýrslunni koma einnig fram tillögur um upp- byggingu safna á svæðinu og varð- veislu sagna og sögufrægra muna. Mikilvægt er einnig að efla hvers kyns upplýsingaþjónustu og þjón: ustu á sviði gistinga og veitinga. I skýrslunni er einnig lögð áhersla á að sveitarfélögin fjögur móti sam- an markmið um helstu málefna- flokka fjölskyldunnar þar sem sérstaklega yrði tekið tillit til öflugs forvamastarfs og metn- aðar við uppbyggingu og starfrækslu allra skólastiga." - Hvemig er ástandið í atvinnu- málum hjá þessum fjórum sveitar- félögum núna? „Að mínu mati vantar fjöl- breytni í atvinnulífið en atvinnu- leysi er ekki mikið á svæðinu. Hér er h'tið um háskólamenntað fólk enda era atvinnutækifæri fyrii- það fá. Komið hefur tii tals að fá róds- stofnanir hingað á svæðið en við- ► Helga Sigurðardóttir fæddist í Reykjavík 1973. Hún lauk stúd- entsprófí frá Verkrnennfaskólan- um á Akureyri 1993 og var eftir það í tveggja ára námi f iðn- rekstrarfræði í Háskólanum á Akureyri. Hún hefur starfað á lögmannsstofu á Egilsstöðum og við bankastörf en núna er Helga auk bankastarfa í 50% vinnu við átaksverkefni á Ströndum hjá Atvinnuþróunarfélagi Vest- fjarða. Helga er gift Jóni Skildi Karlssyni verkefnis- og gæða- stjóra og eiga þau eina dóttur, Heklu Skjaldardóttur. brögð við slíkri umræðu annars staðar á landinu era reyndar ekki uppörvandi." - Hvemig var þessi skýrsla unn- in? „Þetta verkefni var unnið með þátttöku íbúa á svæðinu, auk ung- menna sem ættuð eru af svæðinu en búsett í Reykjavík. Þessi fundur sem haldinn var með ungmennun- um er nýjung í stefnumótunar- verkefni sem þessu. Það komu mjög margar áhugaverðar niður- stöður út úr þeim umræðum. Mest áberandi er að ungmennunum fannst vanta meiri fjölbreytni í at- vinnulífið og vildu gera svæðið fjöl- skylduvænna." - Hvað felst í því? „Einstæðir foreldrar t.d. þurfa meiri bamagæslu en hér er að fá og jafnvel sveigjanlegri ef um vaktavinnu er að ræða. Ungmenn- in lögðu mikla áherslu á að starf í leikskólum og grunnskólum yrði bætt og einnig á umhverfisþætti, svo sem gerð göngustíga og úti- vistarsvæða." - Hvað með félagsstarf? „Það var lagt til í skýrslunni að ráðinn yrði starfsmaður til að sinna íþrótta- og félagslífi. Einnig er lögð sérstök áhersla á bama- og ungl- ingastarf." - Hvað með læknisþjónustu? „Nú er einn læknir hér fyrir mjög stórt svæði, þetta getur vald- ið nokkru óöryggi hjá fólki, lagt er til að læknarnir verði tveir og eins er lagt tfi að fá fag- menntað starfsfólk í öðram heilbrigðisgrein- um, svo sem iðjuþjálfa og sjúkraþjálfara, en engir slíkir starfa hér. í skýrslunni er einnig far- ið inn á það að skipuleggja þurfi heimsóknir séifræðinga þannig að fólk verði betur meðvitandi um heimsóknimar og sérfræðingamir hafi betri tíma til að sinna þeim sem þurfa aðstoð. í skýi-slunni er boðuð stefna sem gildir til ársins 2005 og verkefnisstjóm mun koma saman tvisvar á ári til að ræða stöðuna. Galdrasýning opnuð á Hólmavík í kvöld

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.