Morgunblaðið - 23.06.2000, Side 65
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Heimtufr ekj a?
NÚ ER nýlega lokið
gerð nokkurra kjara-
samninga en enn eru
nokkrir ógerðir. Þeir
sem að gerð kjara-
samninga standa hafa,
eðli málsins sam-
kvæmt, mismunandi
aðferðir við að túlka
það sem er og það sem
á að verða. Þeir sem
leita eftir hækkunum á
launatöxtum leggja að
sjálfsögðu megin-
áherslu á hækkun taxt-
anna og þá einkum
með það í huga að með
hækkuðum töxtum
komi að lokum sú tíð
að menn geti framfleytt sér og sín-
um með því að vinna aðeins dag-
vinnu. Þegar atvinnurekendur tala
um laun vilja þeir ævinlega tala um
heildarlaun í stað taxta og gjarnan
heyrist að enginn í þessari stéttinni
eða hinni fái hvort sem er greitt eft-
ir taxta (Ari Edwald í nýlegu sjón-
varpsviðtali). Sé þetta rétt sætir það
mikilli furðu að ekki skuli vera hægt
að hækka taxta að minnsta kosti að
raunlaunum manna. Einnig kemur
oftar en ekki skýrt fram hjá þessum
sömu aðilum að engu máli skiptir
hversu langur tími liggur að þaki
öflunar heildartekna. Svona tal jafn-
gildir því í raun að sagt sé sem svo
að sá tími, sem fer í þá vinnu sem
innt er af hendi utan venjulegs
vinnutíma, sé þeim sem vinnur
hvort sem er einskis virði og mundi
ekki nýtast honum til annars. Frí-
tími er fólki almennt mikils virði
sem ef til vill sést meðal annars á því
að sums staðar erlendis tekur fólk
frekar frí á móti unninni yfirvinnu
en að fá launin greidd. Hér er venju-
lega sagt þegar bent er á svona
nokkuð að fólk í útlöndum vilji ekki
fá yfirvinnuna greidda vegna þess
að hún fari nánast öll í skatta. Þar
sem ég hef unnið erlendis var greidd
sama skattaprósenta af yfirvinnu og
annarri vinnu en samt valdi fólk frí-
ið, enda hægt að lifa af dagvinnu-
launum.
Sem stendur er ég í verkfalli. Mér
skilst á atvinnurekendum að kröfur
þær sem ég og félagar mínir höfum
sett fram séu fullkomlega fráleitar,
enda séum við að fara fram á hvorki
meira né minna en 60% launahækk-
un. Þessir sömu menn passa sig
hinsvegar vel og rækilega á því að
segja aldrei úr hverju og í hvað taxt-
arnir eiga að hækka. Ef við gefum
okkur að topparnir hjá SA hafi
500.000 krónur í mánaðarlaun
mundu þeir hækka upp í 800.000
krónur eða um 300.000 krónur. Sú
hækkun, sem við förum fram á, er í
krónum talið á lægsta taxta úr
76.603 krónum í 93.157 krónur eða
16.554 krónur. Á hæsta taxta
Sleipnis er farið fram á heilar 38.618
krónur. Taxtinn hækkar sem sagt
úr 96.339 krónum í 134.956. Þetta
er, þegar upp er staðið, hækkun sem
mundi virka eins og krækiber í hel-
víti í vösum toppanna í SA sem bera
þó almennt í vinnunni ekki ábyrgð á
lífi og heilsu fjölda manns. Til við-
bótar þessu förum við
svo fram á 3% hækkun
á ári í fjögur ár sem er
ári lengri samnings-
tími en önnur félög
hafa samið um. Það
hefur aldrei verið
minnst á að samkvæmt
kröfum okkar lækkar
yfirvinnuálag á vinnu
sem unnin er á tíman-
um frá miðnætti til
klukkan sex að morgni
um tæp 20%. Veruleg-
ur hluti krafna okkar
er hins vegar sam-
hljóða eða nánast sam-
hljóða því sem samið
hefur verið um við
aðra. Magnús L. Sveinsson hjá VR
talaði nýlega um það í fjölmiðlum að
hann hefði samið fyrir sína umbjóð-
endur um 50% launahækkun. Þar er
um að ræða hækkanir sem koma á 3
árum en við erum að tala um fjögur
Kjaradeila
Verulegur hluti
krafna okkar, segir
Guðmundur Agnar
Axelsson, er hins
vegar samhljóða eða
nánast samhljóða
því sem samið hefur
verið um við aðra.
ár eins og áður er sagt. Hvað skyldi
það vera, þegar litið er til þessa,
sem gerir kröfur okkar aldeilis frá-
leitar í hugum þeirra hjá SA?
Eg hef á tilfinningunni að þeir,
sem við erum að semja við, reikni
prósentuhækkanirnar yfir á eigin
laun og hneykslist svo á hlutunum
því að trúlega þætti þeim það sem
við erum að fara fram á létt í eigin
vasa.
Mér finnst það óneitanlega nán-
ast hlægilegt að fólk sem hefur laun
sem eru einhversstaðar á bilinu
200-500 þúsund á mánuði eða upp í
það að vera margföld þau laun sem
við förum fram á skuli verða and-
stutt af hneykslun yfir frekjunni í
mér og mínum líkum að við skulum
leyfa okkur að fara fram á 93.000 til
134.000 króna mánaðarlaun. Er
þetta ekki einfalt dæmi um fólk sem
er algerlega veruleikafirrt og lítur
niður á annað en það sem það er
sjálft að gera og finnst sanngjamt
að „lýðnum“ sé skammtaður skítur
úr hnefa.
Það hefur svona rétt hvarflað að
mér að hefðum við farið fram á
sömu eða svipuð laun og þeir hafa
sem sitja á móti okkur við samn-
ingaborðið hefðu þeir trúlega þurft
á áfallahjálp að halda ef miðað er við
geðshræringuna sem kröfur okkar
ollu þeim.
Höfundur er hópbifreiðarstjóri
og löggiltur ökukennari.
Guðmundur Agnar
Axelsson
AZINC
Menopause
Arkopharma
Sórstök blanda bætiefna:
• Þorskalýsi
• Kvöldvorrósarolía
• Soja lecitin
• Kalk
Fæst í apótekum ■ Betakarotln
• E-vítamín
• Zink
Dæmi um gæði
■PASTAPOTTAR-
Pasta-og gufusuðupottur kr. 7.900
7 ltr. 18/10 stál.
Pastavél kr. 4.500.
PIPAR OG SALT
Klapparstíg 44 • Sími 562 3614 I
FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 2000 65
Skeifunni 17 • Reykjavík • Sími 550 4000
Furuvöllum 5 • Akureyri • Sími 461 5000
Tæknival
COMRAQl ,gg|
Tæknivat býóur ávallt upp á það
nýjasta í tölvutækni frá Compaq,
sem er þekkt fyrir gæði og
áreiðanleika.
Compaq er leiðandi í framleióslu
á tölvum í heiminum í dag.
Compaq tölvur hafa sannað
yfirburði sína og eru óstöðvandi,
á verði sem kemur þér á óvart.
Þú getur reitt þig á Compaq!