Morgunblaðið - 23.06.2000, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 2000 37
LISTIR
Gömul vísa
um vorið
TONLIST
Geislaplötur
SÖNGLÖG GUNNSTEINS
ÓLAFSSONAR
Gunnsteinn Olafsson: kór- og ein-
söngslög: Gömul vísa um vorið,
Söknuður, Tálsyn, Tíminn og vatn-
ið (18.kvæði), A ári barnsins 1979,
Blástjarnan, Kóngurinn ræddi við
riddarann Stfg, Veiðikló, Vertu, í
vor, Hver fógur dyggð í fari manns,
Vikivakar. Kórar: Kammerkór
Kópavogs, Kór Menntaskólans að
Laugarvatni, Kammerkór Bisk-
upstungna. Einsöngur: Ágústa
Sigrún Agústsdóttir. Meðleikur á
píanó: Kristinn Örn Kristinsson.
Kórstjóri: Gunnsteinn Ólafsson. Út-
gáfa: Skref Classics: Ski’ef 017.
Heildarlengd: 44:26. Verð: kr.
1.999. Dreifíng: 12 tónar.
EINHVERJIR minnisstæðustu
tónleikar sem undirritaður hefur sótt
voru haldnir í Salnum í Kópavogi í
fyrravor. Þar flutti einvalalið ein-
söngvara og hljóðfæraleikara ásamt
Kammerkór Kópavogs óperuna King
Arthur eftir Henry Purcell. Stjórn-
andi flutningsins var Gunnsteinn Ól-
afsson og blandaðist engum tónleika-
gestum hugur um að þar væri réttur
maður á réttum stað, ótvíræðir kostir
hans sem stjómanda skiluðu sér í
framúrskarandi lifandi flutningi.
Þetta voru fyrstu sjálfstæðu tónleik-
ar Kammerkórs Kópavogs.
Nýlegur geisladiskur kynnir tón-
skáldið Gunnstein Ólafsson, hann er
höfundur allra laganna á plötunni að
undanskildum þremur þjóðlögum
sem hér eru sungin í raddsetningu
hans, en þau eru Blástjarnan (nr. 6)
og Kóngurinn ræddi við riddarann
Stíg (nr. 7). í því síðamefnda notast
Gunnsteinn við tvö þjóðlög úr safni
Sr. Bjarna Þorsteinssonar og era þau
glæsilega flutt af Kór Menntaskólans
á Laugarvatni og einsöngvurum úr
hópi kórmanna, þeim Magneu Gunn-
arsdóttur og Nínu Rúnu Kvaran.
Þetta er söngur í hæsta gæðaflokki.
Gunnsteinn ritar örstuttan inn-
gang í bæklingi sem fylgir, þar sem
hann segir frá því að flest laganna
hafí verið samin fyrir ýmis tækifæri
eins og brúðkaup, afmæli eða þá bara
næstu æfingu Kórs Menntaskólans í
Kópavogi sem hann stjórnaði um
árabil. Með þessu gerir hann ekki
mikið úr tónsmíðastarfi sínu og sýnir
aldeilis óþarft lítillæti, því lögin era
öll laglega samin og áheyrileg. Fróm
ósk Gunnsteins um að þau muni von-
andi „lífga upp á flóra íslenskra kór-
og einsöngslagaá vafalaust eftir að
rætast.
Titillag plötunnar, Gömul vísa um
vorið (nr. 1), og fjórða lagið í Viki-
vakasyrpunni, Sit ég bláa vatnið við
(nr. 12, 8:44 -12:18), era farin að
heyrast á efnisskrám ýmissa kóra og
er það vel, því bæði lögin era ákaf-
lega grípandi og hafa alla tilburði til
að verða klassíkerar í íslenskum kór-
bókmenntum. Fleiri ágæt lög eins og
einsöngslögin Tálsýn og Vertu era
þess eðlis að eiga sér langa lífdaga.
Ágústa Sigrún Ágústsdóttir syngur
bæði lögin og Kristinn Öm Kristins-
son leikur með. Ungleg rödd Ágústu
Sigrúnar er ómþýð og hendingar vel
mótaðar. Vandaður píanóleikur
Kristins Amar er hógvær en þó af-
gerandi.
Kammerkór Kópavogs á marga
góða spretti en hæst finnst mér söng-
ur kórsins rísa í Vikivaka-syrpunni
(nr. 12) og í Veiðikló (nr. 8) sem era
sérstaklega fallega sungin og síðast
en ekki síst í upphafslaginu, Gamalli
vísu um vorið. Kammerkór Kópavogs
hefur náð undraverðum árangri á
þeim stutta tíma sem hann hefur
starfað og enginn vafi er á því að von
er á góðu ef svo heldur áfram sem
horfir.
Kammerkór Biskupstungna er
bama- og unglingakór og virðist
skipaður þrautþjálfuðum söngvur-
um. Þau syngja eitt fallegasta lagið á
diskinum, Hver fögur dyggð í fari
manns (nr. 11), af ómótstæðilegu
sakleysi og innileika. Þessi böm
skilja hvað þau era að syngja um.
Þessi nýja plata ber vott um vönd-
uð vinnubrögð. Kórstjórinn, Gunn-
steinn Ólafsson, hefur auðheyrilega
gælt við smáatriðin, áhersla er lögð á
skýrleika í mótun hendinga og heild-
aráhrifin bera vott um gleði alh-a
hlutaðeigandi í tónlistinni.
Valdemar Pálsson
Morgunblaðið/Jim Smart
Pétur Jónasson, Kolbeinn Bjarnason, Guðni Franzson, Sigurður Halldórsson og Daníel Þorsteinsson við upp-
tökur á nýju plötunni.
Kammerverk
með gítar hljóðrituð
I HAUST er væntanleg ný geislap-
lata þar sem CAPUT-hópurinn og
Pétur Jónasson gítarleikari flytja
kammerverk með gítar eftir íslensk
samtímatónskáld. Hafa upptökur
farið fram að undanförnu í Víði-
staðakirkju í Hafnarfirði undir
stjórn Halldórs Víkingssonar og
Sverris Guðjónssonar.
Flytjendur úr CAPUT era Kol-
beinn Bjamason flautuleikari,
Guðni Franzson klarinettleikari,
Sigurður Halldórsson sellóleikari
og Daníel Þorsteinsson píanóleikari.
Að sögn Péturs era verkin, þrjú
talsins, sérstaklega samin fyrir
hann: Tristía (1984) fyrir gítar og
selló eftir Hafliða Hallgrímsson,
Hverafuglar (1984) fyrir flautu, gít-
ar og selló eftir Þorkel Sigurbjörns-
son og Dansar dýrðarinnar (1983)
fyrir flautu, klarinett, gítar, selló og
píanó eftir Atla Heimi Sveinsson.
Þrennt tengir verkin saman
„Síðastnefnda verkið var frum-
flutt á tónleikum Musica Nova í
Reykjavík árið 1983, Tristía var
frumflutt af Hafliða og mér á Lista-
hátíð í Reykjavík 1984, og við Haf-
hði frumfluttum svo verk Þorkels
síðar sama ár ásamt skoskum
flautuleikara í Queen’s Hall í Edin-
borg. Þorkell tileinkar reyndar okk-
ur Hafliða báðum verk sitt“ segir
Pétur.
„Ég hef síðan flutt þessi verk að
hluta til eða í heild mjög víða á ís-
landi og erlendis, og á seinni árum
oftast í samvinnu við ofangreinda
félaga mína.
Það er þrennt sem tengir þessi
verk saman. í fyrsta lagi era þau öll
samin nánast á sama árinu af þrem-
ur af okkar helstu tónskáldum sem
era öll af sömu kynslóð. í öðru lagi
er hljóðfæraskipanin lík og í þriðja
lagi era viðfangsefnin öll nátengd
Islandi og íslenskri náttúra. Hjá
Hafiiða má finna kaflaheiti eins og
„Á, í norðri", „Svefnþrangin fjöll“,
og „Öldur hafsins". Atli Heimir
semur m.a. um „Sírísandi kletta“,
„Sofandi haf‘ og „Svartan hest í
grænu hafi“ og Þorkell yrkir tón-
málið út frá gömlum sögusögnum
um fugla sem lifðu í hveram, svo-
kallaða „Hverafugla", segir Pétur.
„Að þessu loknu mun ég hefja vinnu
við aðra plötu þar sem ég mun flytja
íslensk einleiksverk fyrir gítar.“
Diskurinn kemur út í samvinnu
Smekkleysu og ARSIS.
Myndir mannlífs og náttúru
Norska skáldkonan
Liv Lundberg hefur
sent frá sér rúman tug
M *
bóka. Orn Oiafsson
rýnir hér í ljóð hennar.
ÞESSI norska skáldkona er fædd
1944 og hefur sent frá sér rúman tug
bóka síðan 1979, aðallega Ijóðabæk-
ur. Þær sem ég hefi séð hnitast hver
um ákveðið efni, og eflast af því. Fyr-
ir tveimur áram birtist Ijóðabókin
Afrika, og byggir greinilega á ferðum
vítt og breitt um þá heimsálfu. Ljóðin
bh’ta mjög sundurleitar myndir
mannlífs og náttúra frá fjarlægustu
stöðum. Ýmist í nútímalegu stór-
borgalífi eða náttúraauðnum Austur-
Afríku eða í aldagömlum einveldum
Vestur-Afríku. Lítum á Ijóð sem
rúmar andstæður hefðar og nútíma.
Sviðið er sett með dauða fulltrúa
hefðaiinnar, síðan birtist litríkt,
margþætt samfélag hennar. Það birt-
ist einnig í öðram burðarásum ljóðs-
ins, en það eru andstæðumar milli
skjalls hirðskálda og lýsingar Ijóð-
mælanda á hinum látna: lágvaxinn
maður, sífellt umluktur þvögu er kall-
aður „einmana fíll, stöpull heimsins"
hefur beygt sig íyrir öðram valdhafa,
„ljónið stóra" er sakað um hugleysi.
Lamidóinn er dáinn lítil feiti maðurinn er
látinn í höllinni við moskuna þar sem hann
bjó umkringdur hirð sinni, varðmönnum
sínum, eiginkonum, lýákonum, tugum
bama og bamabama, óteljandi ekkjum fóð-
ur hans, hundruðum þræla auk mörg
hundruð riddara lífvarðar þar sem hann
ríkti yfir öllum ættbálkum Adamaoua: ful-
ani, hausa, kanuri, mbum, ghaya og duri
þar sem hirðmennimir skriðu fyrir honum
og rægðu hann þar sem hann, trúarleiðtogi
réttrúaðra múslima, neyddist tö að styðja
flokk kristins forsetans meðan sögumar
gengu í bænum um hugleysi og hnignun
óliihað og fégræðgi þar sem hann veitti
áheym í gþáandi boubou og heþarstórum
túrþan með bolinn brygjaðan töfragripum
inni í húsagarðinum eftir fóstudagsbænina
undir voldugri tijákrónunni þar sem hann
tók við hyllingu lofsöngvaranna: einmana
1311 stóra ljón, stöpull veraldar, faðir lyfsins
gegn gráti! meðan langhom þutu og
trommumar þrumuðu og hþóðnuðu þar
sem þegnar hans köstuðu sér niður fyrir tá-
breiða gullsandala hans og báru fram bæn-
ir eða kvartanir meðan við stóðum um-
hverfis í stingandi sólskininu og færðum
berar iljamar óróleg yfir glóandi sandkom
Enn tilkomumeiri þykir mér Ijóða-
bók Lundberg sem birtist í fyrra, og
mætti þýða titilinn: Framkvæmt.
Hún snýst mest um höggmyndir,
stundum frægra listamanna svo sem
Giacometti og Henry Moore. Grand-
vallaraðferð bókarinnar er að láta
stirðnuð mannvirki birta óbeint
hverfult mannlíf. Sviðsmyndin í upp-
hafi eftirfarandi Ijóðs leggur áherslu
á auðn, að þetta er afskekkt, Ktið og
fátæklegt. En innan þess ramma er
þeim mun tilfinnanlegri áhersla á að
tvennt leitar öryggis og hlýju hvort
hjá öðra. Það skerpist svo við and-
stæðuna í lokin, eirðarlausan ein-
manaleikann persónugerðan.
(tveir stólar)
á auðri ’neiðinni
milli fjallahlíðanna
viðströndvatns
liggur lítill steinkofi
með lágar breiðar dyr úr grófú tré
viðlítuminn
og sjáum ljósið falla
skáhallt í tveimur breiðum tvíburageislum
frá glugganum hátt uppi á veggnum
niður yfir ójaint yfirborð kalkaðs veggsins
undir glugganum, þrengt upp í homið
standa tveir rimlastólar með fléttuðum
setum
hlið við hlið þrýst þétt saman eins og þeir
kvíði óvelkominni heimsókn
mannveru
sem getur brotist inn með byrði einmana-
leika síns
hnigið niður á annan stólinn
og hafið einræðu sem aldrei verður hægt
aðsvara.
í eftirfarandi ljóði birtast megin-
andstæðurnar í litum. Þrívegis er
dreginn fram hvítur Utur, og túlkaður
sem sérkennalaust yfirborð, nánast
dauðhreinsað. Þetta stirðnaða yfir-
borð hnitast í fortjald, sem vissulega
alltaf er til að dylja eitthvað, og undir
yfirborðinu granar ljóðmælanda ógn
sem gæti brotist út hvenær sem er,
hlutgerð í rauðu, blóðlitinum.
(fortjald)
herbergiðerekkistórt
en hljótt, stirðnað í hvítu
ánnafns,ánsérkenna
ekki nokkur maður er sjáanlegur
bara stór hvítmálaður miðstöðvarofn
gnæfir
í einu homi herbergisins
við hlið hvíts fortjalds, sem dregið er fyrir
hið dulda sem við finnum alltaf fyrir
geturfalistþar
meðan við bíðum þess versta
semgeturgerst
að eitthvað stálblikandi tætandi
skeristút
skeri mannvera út í rauða, blæðandi hluta
Eftirfarandi ljóð byggist líka á
skörpum andstæðum stirðnaðra
hluta og hverfuls andartaks. Andlits-
mynd mótuð á vegg, áherslan er á
hversdagslegt, gróft og skemmt í
byggingunni. Við það verður þeim
mun tilfinnanlegri fingerð svipbrigði
konunnar andspænis dauðanum; lífið
hlutgerist í hverfulum tilfinningum
sem verða enn tilfinnanlegri við að
vera óútskýrðar; bón um fyrirgefn-
ingu.
(andlit)
mynd mannvera
andlit hlutlægt eins og örlög
augliti til auglitis við þögnina og herbergið
mynd ungrar konu sem mun deyja
hlutur mótaður meðal annarra
á grófan múrvegg, brotið rör
grindverk og þetta spyijandi
semnæstumvillbiðja
umfyrirgefningu
mannvera sem andlit
mannvera sem bráðum er ekki lengur
mannvera horfist í augu við Ekkert
í undrun, það er augnatillitið sem sér
skýrtaugnatillitið
semekkivillvitameira
Loks er Ijóð sem í senn hlutgerir
lífið í dóti sem valið var saman sem
mikilvægar eigur á ákveðnu andar-
taki, og frystir þannig hugarástand
eigandans þá. En hér er þetta síðan
gert almennt, táknrænt fyrir horfið
augnablik, inntak lífsins.
(kista)
kistaennekkiopnuð
enginn þekkir innihaldið, tóm eða full
aflitlum hlutum, Sársjóðum, eignum látins
manns
eftirlátin dulmálsboð sem engan langar til
aðráða
engir erfingjar hafa gefið sig fram
enginn hefur gert kröfu til endur-
minninganna
ef til vill veit enginn hvar lykilinn er að
finna
en kistan hverfur aldrei
úrinnbúimanns
við beram öll með okkur slíkar svartar,
ferkantaðarkistur
þegar við flytjumst að heiman, göngum í
hjónaband og
fóram af stað til að he£ja nýjar
jafnóákveðnarferðir
Liv Lundberg: Afrika (84 bls.) og
Iverksatt 88 bls):. Cappelen, Oslo.