Morgunblaðið - 25.06.2000, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 2000 B 7
Flogið í átt að Perlunni.
Eftirvænting við að opna kass-
ana.
andi“, eins og þeir félagar komust
að orði.
Til skemmtunar
Þetta er ekki þyrla af þeirri
stærðargráðu að hópurinn geti
leigt hana til verkefna, hins vegar
hafa þeir stofnað íslenskar þyi'lur
ehf., sem er umboðsaðili fyrir Rot-
orway, og munu reyna að selja
fleiri landsmönnum með flugdellu
og gamla órætta drauma. „Þessi
þyrla á að vera okkur félögunum til
skemmtunar. Það er engu líkt að
skoða landið frá þessu sjónarhorni
og alls konar möguleikar sem við
höfum nú til þess sem annars væru
ekki fyrir hendi, ekki síst þegar
fjárhagshliðin er skoðuð. Þessi
þyrla gerir okkur kleift að stunda
einkaflug á þyrlu fyrir fjórðunginn
af verði verksmiðjuframleiddrar
þyrlu og fimmtung af rekstrar-
kostnaði slíks farartækis. Það má
því heldur betur kalla hagkvæmn-
ina viðunandi. Við erum með öðrum
orðum að fljúga fyrir lítinn pen-
ing,“ segja þeir félagar. Um þessar
mundir eru þrír þeirra þegar með
atvinnuflugmannspróf á þyrluna og
hinir sjö í óðaönn að læra.
Nokkrar tölur
Á myndunum sem þessum h'num
fylgja má glöggt sjá stærð þyrl-
unnar og athyglisvert að skoða eitt
og annað sem heyrir undir hæfni
hennar, styrk og getu. Tökum
nokkur dæmi:
Hámarkshraði er 184 km/klst.,
en hagkvæmasti hraðinn er 150
km/klst. Hún tekur 64 lítra af
bensíni og gengur bæði fyrir flug-
véla- og bílabensíni. Þyrlan getur á
hagkvæma hraðanum flogið sleitu-
laust í um tvær klukkustundir án
þess að taka eldsneyti, fast að 300
kílómetra. Hún er með 150 hestafla
vél.
Tóm er þyrlan 442 kg en hún má
ekki vera yfir 680 kg við flugtak.
Flugmaður má ekki vega meira en
95 kg og það sama gildir um far-
þegann þegar þyrlan er með fulla
eldneytistanka.
Tilviljun
Það var fimmtudaginn 15. júní
sem þeir félagar sáu Karlrembuna
fyrst fara á flug. Tilviljun réð því
að það var sá dagur en ekki næsti
dagur á undan eða eftir. Síðar
fréttu þeir að á sama degi fyrir
fímmtíu árum hefði þyrla farið í
loftið á Islandi í fyrsta skipti og
fengu þeir það staðfest. Var það
mál manna að þar væru góð og já-
kvæð teikn á lofti.
Morgunblaðið/Ami Sæberg
Standandi frá vinstri: Friðrik Sigurbergssson læknir, Jón Erlendsson flugvirki, Páll Halldórsson flugstjóri, Björn Rúriksson ljósmyndari, Björn Brekk-
an flugstjóri og Þengill Oddsson læknir. Sitjandi: Ámi Sæberg Ijósmyndari, Jón Pálsson flugvirki, Sigurður Ásgeirsson flugmaður og Bjöm Brekkan
yngri, flugmaður.
Jón Erlendsson, yfirsmiður þyrlunnar, standsetur mælaborðið.
Öll sprautuvinna var innt af hendi innanlands. Páll Garðarsson bflamál- Jón Erlendsson flugvirki yfirfer teikningar, en einnig fylgdu þyrlunni
ari bar þar hitann og þungann af verkinu. myndbandsspólur og bækur.
Mótorinn ræstur í fyrsta skipti án aðalspaðanna í kulda og trekki 12. desember 1999,